Tíminn - 09.04.1961, Blaðsíða 9
itW I N N, ggnnudagiim 9. aprfl 1961.
C»
ivm
AILmSrg ár eru liðin. ÞórCur
Sveinbjörnsson er horfinn til
hœrra embættis í höfuðstaðnum,
og nýr sýslumaður, Páll Melsteð,
kominn að Hjálmholti. Jóni litla
Jónssyni, sem þar fæddist forð-
um, hefur verið fengið uppeldi
að Læk í Hraungerðishreppi hjá
Guðmundi bónda Eyjólfssyni, en
sonur vinnukonunnar á Langs-
stöðum, Gunnlaugur Bergsson,
hefur alizt upp hjá móður sinni.
Eai nú er Ingibjörg Jónsdóttir
ekki lengur vinnukona. Hún
er húsfreyja á Langsstöðum.
Sköanmu eftir að hún átti Gunn-
laug, tók þar við búsforráðum
maður austan úr Rangárþingi,
Sigurður Jónsson, og hann gekk
lithi síðar að eiga Ingibjörgu.
Búskapurinn er samt ekki á
marga fiskana og heimilishættir
undarlegir. Börn þeirra eru hjá-
rænuleg, enda er það í samræmi
við uppeldishættina. Einn son
sinn hefur Sigurður bóndi reynt
að lækna af stami með því að
löka hann inni I dimmum kofum
og troða honum inn í kýrvömb
á blóðvelli.
En þrátt fyrir öll þau úrræði,
sean Sigurði á Langsstöðum eru
tfltæk við bamauppeldið, hefur
honum ekki auðnazt að koma
tauti við stjúpson sinn, Gunulaug
Bergsson. Hann er fyrir löngu
orðixm nafntogaður í sveitinni,
þótt fyrir annað sé en hálfsyst-
kini hans. Hann gerðist snemma
ófyrirleitinn, og fólk kann marg-
ar sögur af prettum hans og
skálkabrögðum. Eitt sinn tók
hann upp á því að leika draug.
Hann skar hálsböndin af kúnum
á Langsstöðum og ger'ði ýmis
konar annan óskunda, þegar
dimmt var orðið, í því skyni að
hræða móður sína og systkini.
Þegar á hann var gengið, harð-
neitaði hann, að hann væri vald-
ur að þessari ókyrrð. Sigurður
var þó ekki trúgjarnaii en svo,
að hann tók Gunnlaug og húð-
strýkti, svo „sem frekast mátti
á hann leggja“. Þá meðgekk
piltur að lokum, að draugagang-
urinn væri af sínum völdum,
H.
Snemma gætti þess, að Gunn-
laugur hafði löngun til þess að
berast meira á í klæðaburði en
títt var á Langsstöðum. En orð
fór af því, hve þar væri mikill
durnar'abragur á öllu, þótt fólk
kallaði efcki allt ömmu sína í
þeim efnum. Á hinn bóginn átti
drengurinn ekki margra kosta
völ, og fór þá svo, að hann lenti
á viðsjárverðri braut í viðleitni
sinni til þess' að eignast plögg,
sem hafin voru yfir heimilisbrag-
inn á Langsstöðum.
Haustið 1841 bar það til tíð-
inda, að Sigurður bóndi á Langs-
stöðum kom að Laugardælum og
heimti Bjarna hreppstjóra Sím-
onarson á tal við sig. Erindi hans
var að kæra Gunnlaug, stjúpson
sinn, er þá var á átjánda ári, fyr-
ir þjófnað. Sneri hreppstjórinn
sér þegar til Páls' sýslumanns í
Hjálmholti, og spratt nú mikil
og flókin rannsókn af lítilli rót.
Um þessar mundir bjó í Arn-
arstaðakoti í Hraungerðishreppi
kona, sem hét Kolfinna Björns-
dóttir. Hún átti tvítuga dóttur,
Gróu Jónsdóttur að nafni. Þegar
Gunnlaugur kom fyrir réttinn,
skýrði hann svo frá, að Gróa í
Arnarstaðakoti hefði vitað af
mislitum pjötlum, sem Ingibjör'g
á Langsstöðum ártti í kistli. Eitt
sinn að vetrarlagi, er Sigurður
var við sjóróðra og Ingibjörg
í slógferð niðri á Eyrarbakka,
hefði Gróa komið með lykil, sem
gekk að kistlinum. Sagði Gunn-
laugur, að þau hefðu tekið úr
kistlinum danska borða og tvær
lófastórar pjötlur af bláu klæði.
Sumt kvað hann Gróu hafa farið
með heim til sín, en annað hefði
saman við Gunnlaug að sælda.
Ingibjörg og Sigurður á Langs-
stöðum staðfestu framburð Vola-
hjónanna.
Við framburð Langsstaðahjóna
vitnaðist einnig, að fundizt höfðu
í fórum Gunnlaugs bláir og gul-
ir bandhnyklar, gulur lopi og
blá ull og vettlingar með mis-
litum böndum. Þau sögðu enn-
fremur, að hann sæti oft um
nætur og í hjáverkum við ullar-
vinnslu sjálfur og stoðaði ekki,
þótt um væri vandað. Loks hefði
hann fengið móðursystur sína til
þess að prjóna á sig vettlinga og
borgað með smjörklípu, sem hún
hélt, að hann hefði dregið af
viðbiti sínu.
IV.
Fimmtánda desember voru
enn yfirheyrslur í Hraungerði,
og linnti sýslumaður ekki rann-
sókn í það skipti, fyrr en klukk-
an hálfátta um kvöldið. Gunn-
laugiir hafði setið þar á rúmi hjá
öðru fólki, en nú kom í Ijós, að
hann var horfinn. Var þá gaddur
úti og jivassviðri. Menn voru send
ir í allar áttir að leita pilts, og
fannst hann nokkru síðar hálf-
dauður af kulda í fjósi í Sölv-
holti.
Eftir þessa ferð . gerbreytti
Gunnlaugur framburði sínum.
Hann sagði nú, að fólkið í Arn-
arstaðakoti og Vola hefði alls
ekki verið í vitorði með sér og
allar sögur sínar um það væru
ósannar. Þegar hann strauk frá
Hraungerði, hefði hann ætlað
að Ásakoti í Flóa til Páls bónda
Arnbjarnarsonar og Guðnýjar
Jónsdóttur, konu hans, sem
hefðu verið frumkvöðlar að
þessu öllu. En þeirra kvaðst
hann ekki hafa þorað að geta
vegna þess, að Páll hefði hótað
sér hengingu, ef hann þegði
ekki. En það væri Ásakotslykill-
inn, sem gengi að skemmunni á
Langsstöðum.
Nú hafði Sigurður á Langsstöð
um lengi grunað Pál um að stela
fr'á sér og jafnvel borið það á
Drjúghentur stjúpsonur á Langsstöðum
Tveir útilegumenn
hann sjálfur falið í rúmi sínu,
og þar fann móðir hans það.
Ekkert kvaðst hann samt hafa
meðgengið fyrir henni.
Alllöngu síðar fóru Langsstaða
hjón í erfisdrykkju barns að
Bollastöðum í Flóa. Sagðist
Gunnlaugur þá hafa hitt mæðg-
urríar í Arnar’staðakoti og þær
spurt, hvort Langsstaðahjón
væru ekki farin í begravelsið.
Þegar hann játti því, hefðu þær
beðið sig að hjálpa sér um dá-
lítið af ull og rófum. Hefði Kol-
finna sagzt ætla að senda Gróu
með honum og launa honum ó-
makið síðar. Hefði Gróa þá enn
komið með lykilinn, og þau
hnuplað dálitlu af ull, sem þau
tróðu í úlpubol, og fáeinum gul-
rófum.
Enn sagðist hann hafa hitt
Gróu milli bæja 3. desember og
hún þá spurt, hvort stjúpa hans
hefði orðið vel til í beiningaferð,
er hann hafði farið austur á
æskustöðvarnar í Rangárvalla-
sýslu. Gunnlaugur kvaðst hafá
sagt, að hann hefði komið með
nokkuð af vorull og fáeina klipp-
inga, en þá hefði Gróa tjáð hon-
um, að hún ætlaði að koma til
hans um nóttina.
Um þessar mundir bjó í Vola
Jón nokkur Bjarnason. Kona
hans hét Guðfinna Einarsdóttir.
— annar þáttur
Þr'emur dögum áður en Gunn-
laugur taldi sig hafa átt þetta
síðasta tal við Gróu í Arnarstaða
koti, hafði móðir hans sent hann
að Vola að leita lamba. Sagðist
honum svo frá, að þá hefði Guð-
finna beðið sig að útvega dá-
lítið af rúgi, ull, rófum, fiski og
lýsi, og myndi honum verða feng
inn lykill. Jón bóndi hefði bætt
tóbaki við þennan óskalista og
heitið þóknun seinna.
Aðfaranótt 4. desember hefði
Gróa svo komið á glugga um
háttatíma. Gunnlaugur sagðist
hafa farið út til hennar, og hefði
hún skilað því frá Kolfinnu,
móður sinni, að hana vanhagaði
um spaðkjöt og murtu, og ætti
það, ásamt öðru, sem hann tæki,
að fara austur að Vola. Kvaðst
hann síðan hafa tekið dálítið af
haustull, baunablöndnum rúgi,
gulrófum, þorskhausum, murtu,
fiski og lýsi og falið í tóftar-
broti á túninu, ásamt ull og sex
bandhnyklum frá Gróu. Sagðist
Gunnlaugur hafa átt að koma
skilaboðum að Vola, en það dreg-
izt fyrir sér í nokkra daga. En
þá fann Sigurður á Langsstöðum
fólann og sýndi tveimur vitnum,
sem hann kvaddi til. Dálítið af
tóbaki hafði Gunnlaugur og falið
í rúmi sínu.
III.
Þessi frásögn gaf auðvitað til- *
efni til mikilla rannsókna, og
voru mæðgurnar í Arnarstaða-
koti fyrst yfirheyrðar. Saga
þeirra var öll á annan veg en
Gunnlaugur vildi vera láta. Þær
sögðu, að Gróa hefði hjálpað
Gunnlaugi að vefa bryddingar-
band, og Gunnlaugur hefði boð-
ið Kolfinnu að láta henni í té
ljósmeti, því að hún ætti hjá
sér fyrir bandið. Kolfinna á-
minnti hann þá um, að hann
mætti ekki taka lýsið frá for-
eldrum sínum í leyfisleysi. Hann
sagði það væri ekki þaðan. Kom
hann með lýsið, þegar barnið á
Bollastöðum var jarðað', og
hafði þá einnig meðferðis ull, er
hann vildi fá unnið úr. Kolfinna
vildi ekki verða við því, en hann
kom aftur og fékk þá ósk sína
uppfyllta. Stuttu síðar afhentu
þær mæðgur honum þrjá band-
hnykla, sem unnir höfðu verið
úr ullinni.
Önnur viðskipti sögðust þær
mséðgur ekki hafa átt við Gunn-
laug, og vildu ðivorki þær né
Gunnlaugur breyta framburði
sínum í neinu atriði.
Á svipaða lund fór með fólkið
í Vola. Guðfinna hafði átt við
hann viðskipti um vinnslu á ull,
en Ingibjörg á .Langssíöðum
hafði komið og spurzt fyrir um
það og orðið af deila á milli
þeirra húsmæðranna. Meira
hefðu þau Volahjón ekki átt
hann við kirkju í Hraungerði.
Þótti því seinni saga Gunnlaugs
trúlegri hinni fyrri.
Gunnlaugur sagði, að samband
sitt við Pál hefði hafizt 1839, er
hann bjó í Vola. Fyrst hefði Páll
fengið spýtur úr heygarði, en
síðan sagðist haun hafa tekið
handa honum tvo ljái úr orfurn
á engi. Enn hefði Páll tekið ístöð
úr hnakki á næturþeli, og seinna
sagðist Gunnlaugur hafa aðstoð-
að hann við að ná í hamar, öxi,
mat, ull, ábreiðu, viðarkol og
hrífuskaft. Loks hafði Páll kom-
ig og sótt hey í sekk. Þegar Ingi-
björg fór slógferðina á Eyrar-
bakka, hefði Guðný, kona Páls,
komið með lykil að skemmunni,
en þegar hún kom inn, hefði
henni orðið að orði:
„Ekki er nú matarlegt hér
inni“.
Fyrir ómakið sagði Gunnlaug-
ur', að Guðný hefði gefið sér
þráðarhnykla, rauðan og græn-
an, til þess að vefa úr sokkabönd.
Þegar Bollastaðabarnið var jarð-
að hafði Páll komið með lykla
að skemmunni og kistlinum, tek-
ið korn, ull, rófur og fisk, en
skilið eftir sumt af ullinni til
vinnslu og lýsi í dalli til ljós-
metis við þá vinnu, ásamt nokkr
um hnyklum, er áttu að vera ó-
makslaun. Loks hefði hann skilið
eftir lykil og beðið sig að „vera
nú drjúghentan".
Öllu þessu neitaði Páll. Eigi
(Framhald á 13. síðu.)