Tíminn - 09.04.1961, Blaðsíða 5

Tíminn - 09.04.1961, Blaðsíða 5
Tf*Iífw 'n 9. apr . '31. Otgefandl: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. Framirvæœdastjóri: Tómas Arnason Rit- stjórar: Þórarinn Þórarmsson (ábj, Andrés Kristjánsson, Jón Helgason Fulltrúi rit- stjórnar: Tómas Karlsson Auglýsinga- stjóri: EgiD Bjarnason — Skrifstofur í Edduhúsinu — Simar: 18300—18305 Auglýsmgaslmi: 19523 AÍgreiðslusimi: 12323 — Prentsmiðjan Edda h.f. Alþýðuflokkurínn ViS því mátti alltaf búast, að þa* myndi ekki standa á Sjálfstæðisflokknum að vinna að því að aftur yrði horfið til hifrna „gömlu, góðu daga“ fyrir ] G27, ef hann fengi að- stöðu til þess. Sjálfstæðisflokkurinn hefur alltaf í raun réttri verið flokkur hinna fáu ríku, þott hann hafi reynt að auglýsa sig sem „flokk allra stétta“ til þess að afla sér lýðhylli. Meðan hann vann með sér frjálslyndari flokki, eins og Framsóknarflokknum, gat hann ekki held- u.r fylgt íhaldsstefnu sinni, nema að takmörkuðu leyti. Til þess að geta sýnt stefnu sína i verki, þurfti Sjálf- stæðisflokkurinn annað hvort að fá hreinan meiri hluta eða samstarfsflokk, sem var fús til að fylgja stefnu hans í einu og öllu. Þennan flokk hefur Sjálfstæðisflokkurinn nú fundið, þar sem Alþýðuflokkurinn er. Það hefði einhvern tíma þótt ótrúlega spáð um flokk þeirra Jóns Baldvinssonar og Héðins Valdimarssonar, að hann ætti eftir að verða hjálparhella afturhalds á íslandi og ákafur fylgjandi þess, að aftur yrði horfið til þeirra tíma, sem voru hér fyrir 1927, þegar flestir voru fátækir og fáir ríkir — eða hjálpaði m. ö. o til þess að koma á aftur því ástandi, sem þeir Jón og Heðinn unnu á móti. Þannig er þetta samt orðið. Það ma langt leita til þess að finna flokk, sem hefur færst eins langt frá uppruna sínum og Alþýðuflokkurinn hefur gert. Það er líka harla erfitt að finna flokk, sem kennir sig við alþýðu og telur sig sósíaldemokratiskan og hefur svo samvinnu við aftur- haldsflokk viðkomandi lands. Á Norðurlöndum og í Bret- landi stendur aðalbaráttan milli alþýðuflokkanna annars vegar og íhaldsflokkanna hins vegar. Hér eru þessir flokk- ar í hinu innilegasta bandalagi. Skýringin er sú, að foringjar Aiþýðuflokksins hafa alveg horfið frá upprunalegri stefr.u flokksins, en hafa það fyrir aðalmarkmið að vera í stjorn. Þeim er nokkuð sama hver samstarfsflokkurinn er og nokkuð sama hver stefnan er, sem fylgt er í það og það skiptið í dag geta þeir unnið með Sjálfstæðisflokknum, en á morgun með kommúnistum. Þannig gengu þeir beint úr stjórn með kommúnistum til samstarfs við Siá'fstæðisflokkinn. Þá voru þeir á móti her í landi, en nú vilja þeir hafa ner um alla framtíð. í dag styðja þeir hina ^ömmustu ihaldsstefnu og reyna að hasla sér völl til hægri við sjálft íhaldið. Engin veit hins vegar hvar þeir standa á morgun Eitt er víst: Hina upprunalegu stefnu Alþvðuflokksins hafa þeir yfirgefið og hafa ekki lengur neina skoðanalega kjölfestu. Eina tak- markið er að vera í ríkisstjórn, hvað sem það kostar. Togaraverkfallið Það virðist nú komið skýrt í Ijós* að verkfall togara- manna í Hull og Grimsby er fyrst og fremst kjaradeda. Landhelgissamningurinn við íslendinga er aðeins notaður sem skálkaskjól. Hann er notaður sem átylla til verkfalls, en hinn raunverulegi tilgangur er að knýja fram kjara- bætur. Þetta er vel skiljanlegt. Þegar nánar er aðgætt, geta brezkir togaramenn ekk’ verið óánægðir með landhelgis- samninginn. Þeir hafa ekki aðeins íengið fram undan- þágur innan tólf mílna markanna. heldur það sem beir telja mestu skipta, þ. e. tryggingu íyrir því, að íslenzk fiskveiðilandhelgi verði ekki færð írekar út í náhmi framtíð. Fyrir þessu hafa þeir nú orð og yfirlýsingar Soames sjávarútvegsmálaráðherra Fólk, sem talað er um UNDANFARNA daga hafa staðið yfir í Washington við- ræður milli þeirra Kennedys forseta og MacMillans forsætis ráðherra Breta. MacMillan er fyrsti valdamaður vesturveld- anna, sem Kennedy ræðir við, en næst muu hann ræða við Adenauer kanzlara, sem heim- sækir hann til Washington. Hins vegar mun de Gaulle ekki fara vestur til viðræðna við Kesinedy, heldur mun Kenne- dy fara til fundar við hann í París í lok næsta mánaðar. Kennedy sýnir de Gaulle þann ig mestan sóma og virðist Bret um þykja nóg um. Viðræður Kennedy við þá MacMillan, Adenauer og de Gaulle munu snúast fyrt og fremt um samstarf vesturveld- anna með tilliti til alþjóðamála. Kennedy og ráðunautar hans virðast fyrirhuga róttækar breytingar á mörgum atriðum, en vilja ná samstöðu vestur- veldanna um þau áður en Kennedy snýr sér að því að ræða við Krustjoff, en yfirleitt er búist við fundum þeirra síð ar á árinu. Á VEGUM Sameinuðu þjóð- anna hefur starfað undanfarna mánuði sérstök Kongónefnd, sem hefur fyrst og fremst ver ið ætlað það verkefni að vinna að sáttum og friði í Kongó. Formaður þessarar nefndar er Jaja Wachuku, sem er aðalfull trúi Nígeríu hjá S.Þ. Þótt nefndin hafi enn getað litlíi áorkað, er starf hennar talið hafa verið til bóta. Þá þykir Wachujcú hafa reynst all vel sem formaður hennar og er því spáð, að hann eigi eftir að láta talsvert til sín taka á al- þjóðlegum vettvangi. Eins og kunnugt er, er Nígería lahg- samlega fólksflesta ríkið í Afríku. ÞAÐ VAKTI athygli, að kona mætti í fyrsta sinn á ný- loknum forsætisráðherrafundi brezka samveldisins. Þetta var forsætisráðherra Ceylons, frú Sirimaro Bandaranaike, sem erfði sæti manns síns, eins og kunnugt er. Hún er talin hafa staðið sið stórum betur í því starfi en búist hafði verið við. Jaja Wachuku fjf/n '1 fcv' Frá viðræðufundi Kennedys og Macmillans. / '( '/ '/ '/ / / / '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ i / '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ / '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ ’/ '/ '/ / '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ 't 't '/ '/ /

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.