Tíminn - 09.04.1961, Blaðsíða 8
Á Krímskaga bjó eitt sinn
fursti sem hét Mosel el Asbab og
sonur hans Tolaik Alhalla ....
Tatari nokkur, blindur betlari,
hallaði sér upp að tré og hóf
með þessum orðum .eina sögu
sína — eina af óteljandi þjóð-
sögum í munni fólksins þarna á
skaganum.
Á hálfföllnum steinveggjum
gamallar hallar sátu nokkrir tat
arar í litskrúðugum skikkjum
meg gullsaumaðar, kringlóttar
húfur á höfði. Það var kvöld, og
sólin var að hníga í hafið. Rauð
ir geislar hennar brutu sér leið
gegnum kjarrið umhverfis hall-
arrústimar og féllu sem gim-
steinar á mosavaxna steina. Gol-
an þaut í trjáliminu, og blöðin
skulfu og hvísluðu.
Rödd blinda tatarans var veik
og titrandi, en svipurinn vitnaði
um frið. Þjóðsagan, sem hann
kunni utan að, leið af vörum
hans og brá «pp fyrir hlustend-
imum ljósum myndum liðins
tfma
— Furstinn var orðinn gam-
all, hélt blindi maðurinn áfram
sögmmi, — en samt hafði hann
margt kvenna í kvennabúri
sínu. Og þær elskuðu gamla
manninn heitt og innilega, því
að hann bjó enn yfir styrk og
ástarhita í atlotum, og konur
elska jafnan þá, sem eru síerkir
í ást sinni — þó að hár þeirra
sé orðið grátt og andlitið hrukk
ótt — fegurðin birtist þeim í
ástarstyrk en ekki í sléttri húð
og rjóðum kinnum.
Þær elskuðu furstann allar,
en hann elskaði raunar aðeins
eina — unga kósakkastúlku, sem
hann hafði sjálfur hernumið og
flutt heim norðan af sléttunum
við Dnjepr. Það var hún, sem
hann veitti oftast blíðu sína,
þótt í kvennabúrinu væru þrjú
huudr>5 konur, allar fagrar sem
blóm á vori. Furstinn lét mat-
reiða marga gómsæta og girni-
lega rétti handa konum sínum,
og hann leyfði þeim að dansa og
Ispila og skemmta sér þegar þær
langaði til.
En hann kallaði kósakkastúlk
una oft inn í turninn til sín, og
þar var allur sá búnaður, sem
veitt getur konum gleði. Þar var
sælgæti hvers konar og fagrir
dúkar, gull og gimsteinar, þar
voru fágæt hljóðfæri og sjald-
séðir fuglar, og þar var ástin
í öndvegi. Þarna dvaldi furstinn
oft dögum saman með kósakka-
stúlku sinni, því að hann vissi,
að hinn hrausti sonur hans,
Alhalla hinn hrausti, varði ríkið
og aflaði því auðæfa með ráns-
ferðum sínum inn á rússnesku
jslétturnar. Hann sneri ætíð
heim með mikið herfang, nýjar
konur og frægðarorð, en slóð
hans mátti rekja á blóði og ösku.
Og dag nokkurn kom hann —
hinn hrausti Tolaik Alhalla —
heim úr einni ránsferð sinni, og
miklar veizlur voru. búnar hon-
um til fagnaðar. Allir tyrknesk
ir og tatarískir höfðingjar söfn-
uðust til borðs. Þeir bentu boga
sína og skutu örvum í augu
fanga sinna, drukku og sungu
hinum hrausta Alhalla lof og
dýrð, kölluðu hann skelfi óvin-
anna og gimstein ríkisins. Gamli
furstinn gladdist af gengi sonar
síns, því að gott var gömlum að
vita, að ríkið yrði í traustum
höndum eftir hans dag.
Gamíi furstinn vildi launa
syni sínum sem vert væri og
mæra hann í augum þegnanna,
og þess vegna lyfti hann staupi
sínu og sagði í áheyrn allra
höfðingjanna:
— Þú ert góður sonur, Alhalla.
Dýrð sé Allah og spámanni hans.
Gestimir tóku undir lofsöng-
inn um spámanninn fullum
1 \
:
■
■
p rf
y''
t •*!
fáfa ÍM
■; -:, ■.
.I«éj*ii<»>»»»«m.u;■<-;**»
Furstinn og sonur hans
■
|B|
rómi, og furstinn hélt áfram:
— Allah er mikill. Hann hef-
ur gefið mér æsku mína á mýjan
leik, endurfædda í syni mlnum.
Jafnvel gömul augu mín sjá, að
þótt S(»lin hverfi mér að eilífu,
og ormar nagi hjarta mitt, fæ
óg að lifa áfram í syni mínum.
Allah er mikfll, og Múhameð er
spámaður hans. Hörð er hönd
sonar míns og haukfrán augu
hans — hvers óskar þú þér, son-
ur minn, til heiðurslauna úr
hendi föður þíns? Talaðu, Alh-
aila, og ég muu uppfylla ósk
þína.
Gamli furstinn hafði varla
sleppt orðinu, er Tolaik Alhalla
reis úr sæti. Augu hans voru
svört eins og náttmyrkt haf en
skutu gneistum eins og arnar-
augu.
— Faðir minn og drottinn,
gefðu mér kósakkastúlkuna.
Furstinn þagði við andartak
— aðeius andartak, meðan hann
var að yfirvinna skjálftann, sem
greip hjarta hans. Svo svaraði
hann rólega:
— Taktu hana. Þegar veizl-
unni lýkur er hún þín.
Gleðin ljómaði í arnaraugum
Alhalla. Hann sagði við föður
sinn:
— Ég veit, að þú hefur gefið
mér dýrmæta gjöf. Ég er sonur
Smásaga eftir Maxim Gorki
Teikningar eftir Kamma Svensson
þinn og lfka þræll. Taktu blóð
mitt í staðinn — dropa eftir
dropa. Ég er reiðubúinn að
deyja tuttugu sinnum fyrir þig.
— Ég þarfnast engrar gjafar
til endurgjalds, sagði furstinn og
lét grátt höfuð sitt^^pú^ vá;
Brátt lauk veizlunni, og gestir
héldu til síns heima. Feðgarnir
gengu þá út í garðinn milli hall-
arinnar og kvennabúrsins.
Nóttin var niðdimm, og E1
Asbab fursti tók til máls:
— Með hverjum nýjum degi
slokknar neisti af lífi mínu og
hjarta mitt þreytist. Ástarhót
kósakkastúlkunnar megna ein
að glæða eldinn og lífið í brjósti
mínu. Segðu mér eitt, sonur
minn. Hvers vegna viltu taka
hana frá mér? Taktu hundrað
aðrar konur úr kvennabúrinu —
taktu þær allar en leyfðu mér
að hafa hana.
Tolaik Alhalla andvarpaði og
þagði.
— Ég á skammt eftir ólifað.
jffiili i * m
Wmú a
Brátt eru dagar mínir taldir, og
síðasta gleði lífs míns er þessi
rússneska stúlka. Hún þekkir
mig og elskar mig. Engin mun
elska mig, þegar hún er farin —
Alhalla, engin.
Alhalla þagði enn.
— Hvernig á ég að lifa og
vita ,að þú faðmar að þér og
nýtur kossa hennar. í augum
kvenna skiptast karlmenn ekki í
feður og syni — þeir eru allir
aðeins karlmenn í þeirra augum.
Nú munu allar gamlar undir mín
ar opnast og blóð mitt renna.
Það yrði mér bezt að lifa þessa
nótt ekki af.
Sonurinn þagði enn. Þeir
námu staðar við hlið kvenna-
búrsins og stóðu þar lengi álútir.
— Ég hef lengi elskað hana,
faðir minn, sagði Alhalla lágt.
— Ég veit það, en ég veit líka,
að hún elskar þig ekki, svaraði
furstinn.
— Hjarta mitt titrar þegar ég
hugsa um hana.
— Gamla hjartað mitt þráir
aðeins hana eina.
Og enn þögðu þeir, en svo and
varpaði Alhalla og sagði:
— Nú sé ég, að vitringurinn
Mullahn hafði vizku að mæla, er
hann sagði mér, að konur leiddu
ætíð böl yfir karlmenn. Sé'kon-
an fögur, vekur hún þrá karl-
manna og um leið varpar hún
eiginmanni sínum í víti afbrýði-
seminnar. Sé hún Ijót, þjái§J
maðurinn af öfund, vegna þess
að hann veit að aðrir eiga feg-
urri konur. Ætíð böl — ekkert
nema böl.
— Vizkan dugir ekki sem lyf
gegn hjartasorg, sagði furstinn.
— Við skulum þyrma hvor
öðrum, faðir.
Furstinn leit upp og horfði
hryggur á son sinn.
— Við skulum drepa hana,
sagði Tolaik.
— Ég sé, að þú elskar sjálfan
þig meira en hana og, mig, sagði
furstinn.
— Það gerir þú líka, faðir
minn.
Eftir litla þögn sagði furstinn
niðurlútur:
— Já, það er satt — ég líka.
— Á hún þá að deyja?
— Ég get ekki gefið þér hana
— ég get það ekki, sagði furst-
inn.
— Og ég þoli ekki þessa kvöl
lengur — rífðu hjarta mitt úr
brjóstinu eða gefðu mér hana.
Furstinn þagnaði.
— Við skulum varpa henni í
hafið fram af björgunum.
— Já, við skulum varpa henni
fram af, sagði furstinn eins og
hann bergmálaði orð sonar síns.
Og svo gengu þeir inn í kvenna
búrið og komu að henni sofandi
á skrautdýnu á gólfinu. Þeir
horfðu lengi þögulir á hana. Svo
vaknaði hún, og augu hennar
ljómuðu eins og kornblóm. Hún
leit þó varla á Alhalla, en bauð
furstanum rauðar varir sínar.
— Kysstu mig, örn minn.
— Þú átt ag koma með okkur,
sagði furstinn lágt.
Þá varð henni litið á Alhalla,
og er hún sá svip hans og tárin
í augum gamla furstans, skildi
hún hvernig í öllu lá.
—__ Ég skai koma, sagði hún.
— Ég skal hvorugum tilheyra /
— er það ekki ákvörðun ykkar?
Þau gengu öll út og til sjávar.
Brátt tók stúlkan þó að dragnast
aftur úr ,og þá sagði sonurinn:
— Komdu, ég skal bera þig.
En hún leit á hann hvössum
augum og lagði handleggina um
háls gamla furstans. Hann lyfti
henni upp efns og hún væri
fjöður. Svo gengu þau áfram,
og loks heyrðu þau öldunið hafs
ins. Tolaik, sem gekk stíginn að
baki þeim, sagði við föður sinn:
— Ég skal ganga á undan, því
að annars er óvíst, að ég geti
haft hemil á löngun minni til að
stinga rýting mínum í bak þitt.
— Jæja, gáttu þá á undan —
og ég bið Allah að fyrirgefa þér
syndsamlega hugsun þína. Ég
veit, hvað það er að elska.
Og þarna lá hafið fyrir fótum
þeirra neðan við bjargið, kalt
og.ógnandi.
— Vertu sæl, sagði furstinn
og kyssti stúlkuna.
— Vertu sæl, sagði Alhalla og
laut ag henni.
En hún grúfði andlit sitt, leit
síðan fram af brúninni og bar
hendur að hjartastað.
Alhalla rétti hendurnar fram
eftir henni, en furstinn þrýsti
henni fast að brjósti sér, lyfti
heni hátt yfir höfuð sitt og varp
aði henni fram af.
Bylgjurnar sungu sem fyrr,
og enginn heyrði, er stúlkan
kom niður. Furstinn hné. niður,
þokaði sér s'íða fram á brúnina
og horfðu í myrkt djúpið. Storm
urinn lék að gráu hári hans.
Tolaik stóð yfir honum með
hendur fyrir andliti. Loks sagði
hann lágt:
— Við skulum ganga brott
héðan, faðir minn.
— Bíddu um stund ,sagði furst
inn eins og hann væri að hlusta
— og enn leig löng stund. Oftar
en einu sinni sagði Tolaik: —
Við skulum fara héðan.
En furstinn vildi ekki hverfg
frá þeim stað, þar sem hann
hafði glatað hamingju elli sinn-
ar. Loks reis hann þó á fætur,
hleypti brúnum og sagði:
— Hvers vegna á ég að fara
héðan, Tolaik? Hvers vegna á ég
að lifa, þegar hún, sem var yndi
lífs míns, er horfin héðan? Eg
er orðinn gamall, og engin kona
mun framar elska mig. Það er
þraut að lifa án ástar.
— Þú átt auðæfi og heiður
í ríkum mæli, faðir minn.
— Mér er sama um það. Gefðu
mér aðeins einn koss hennar
aftur, og ég skal launa þér með
aleigu minni. Sá maður er dauð
ur, sem ekki fær að lifa við
konuást. Ástlaus maður er aum-
ur betlari, og dagar hans verða
þjáning. Vertu sæll, sonur minn.
(Framhaid á 13. síðu.)