Tíminn - 15.04.1961, Síða 1
85. tbl. — 45. árgangur.
LeirkeragerS
bls. 8—9.
Langarðagur 15. aprfl l961.
Einstæður atburður í sögu hæstaréttar:
Guðlaugur Einarsson
sviptur verjandastarfi
Úrskurður hæstarétt-
ar í gær um óhæfni
verjandans.
Til mikilla tíðinda dró í
morðbréfamálinu í gær, er
Guðlaugi Einarssyni, héraðs-
dómslögmanni, skipuðum verj
anda Magnúsar Guðmundsson-
ar, var vikið frá sem verjanda
með úrskurði hæstaréttar.
Klukkan 10 í gær var dómþing
sett í sakadómi Reykjavíkur,
og hafði dómarinn, Halldór
Þorbjörnsson, boðað til dóm-
þingsins bæði sækjanda, Pál
S Pálsson, og verjanda, Guð-
laug Einarsson. Lyktir urðu
þær, að verjandinn mætti ekki
til að bera fram kröfu sína og
greinargerð varðandi það, að
dómari vikr sæti.
Á sömu lund hafði farið í
fyrradag, er dómarinn hafði
boðað til dómþings kl. 2 síð-
degis.
Dómarinn, Halldór Þor-
björnsson, setti rétt klukkan
10 í gærmorgun og var beðið
Guðlaugs, þar til klukkan 11.
Er málum var svo komið, að
greinilegt var, að verjandi
hugðist ekki mæta, ákvuð
dómarinn að slíta rétti um
ellefuleytið.
Hæstaréttardómarar fjöll-
(Frambald á 2. síðu.)
GuSlaugur Einarsson við málflutning í morðbréfamálinu í hæstarétti 18. janúar í vetur. Réttarsalurinn er
fullskipaður, enda þótti þegar framkoma Guðlaugs í þessu máli meS þeim hætti, að til stórtíðinda gæti dregið.
Djákni til starfa
i Grímsey í vor
Innan skamms mun sú ný-
lunda gerasf, að djákni verður
vígður f«l starfa í Grímsey í
þjónustu kirkjunnar. E'nar
Einarsson frá Sigtúríum í
Grímsey hefur að undanförnu
sótt fyriríesfra í guðfræðideild
Magnús hafnar
verjanda
Þegar Magnúsi Guðmundssyni
hafði verið birt ályktun hæsta-
rcttar, neitaði hann að fallast á, j
að sér yrði fengmn nýr verjandi. j
Skrifaði hann yfirlýsingu, efnis-;
lega á þessa leið:
Eg lýsi því yfir, að óg mun
aldrei viðurkenna neinn verj-
anda mér til handa, annan en
Guðlaug Einarsson hdl., og mun
ég aldrei tala við annan verj-
anda né nokkru sinni svara fyr-
ir rétti um þetta mál, nema ég
fái minn verjanda aftur.
í orðaskiptum, sem urðu í fram
haldi af því, að Guðlaugur var
sviptur störfum verjanda, sagði
Magnús:
„Þið megið dæma mig í ævi-
langt fangelsi“.
Mun flytja messur, annast fermingarundirbúning
og kenna í sunnudagaskóla
Djáknaefnið — Einar Einarsson
háskólans til undirbúmngs
djáknastarfniu og heldur senn
norður til þess að taka við
hinu nýja embætti.
Það hefur löngum reynzt erfitt
að fá presta til starfa í Grímsey,
og þar 'hefur nú verið prestslaust
síðan séra Róbert Jack fór þaðan.
Hefur Akureyrarprestur gegnt þar
nauðsynlegustu prestsverkum að
undanförnu, en þar er mjög óhægt
um vik, eins og gefur að skilja,
og messur í Miðgarðskirkju hafa
verið ærið strjálar.
Verksvið djáknans
Grímseyingar hafa unað því illa,
að ekki skuli betur að þeim búið
í trúarefnum en iþetta. Þess vegna
hefur. það ráðizt fyrir tilstuðlan
biskups, prests þess á Akureyri,
sem gegnir prestsþjónustu í
Grímsey, og sóknar'barna heima
fyrir, að komið yrði upp djákna-
embætti. Á djákninn að flytja
messur, búa börn undir fermingu
og kenna í sunnudagaskóla. Akur-
eyrarprestur mun svo skíra, ferma,
gifta og jarðsyngja.
Djáknaefnið
Einar Einarsson, sem ‘fenginn
hefur verið til þess að takast
þetta embætti á hendur í nauðsyn
Grímseyinga, er Skaftfellingur að
ætt, en fluttist til Grímseyjar fyr-
ir nokkrum árum og staðfestist
þar. Hefur hann fengizt þar við
myndskurð og hvers konar tré-
smíði.
(Framhald á 2. siðu.)
„Þar, sem allt
var áöur heitt”
Siglufirði, 13. apríl. —
Vatnsskortur er nú enn far-
inn að segja til sín í Skeiðfoss-
inum, og veldur það okkur
Siglfirðingum bæði angri og
óþægindum. Fyrir hálfum
mánuði leit út fyrir, að orkan
mundi endast, en frostin, sem
verið hafa upp á síðkastið
kollvörpuðu þeim vonum. og
hefur nú orðið að hverfa að
rafmagnsskömmtun.
Fullt útlit er á, að svo verði
enn um sinn, því þótt þítt sé við
sjóinn, er frost til fjalla. Ekki er
Skeiðfossvirkjunin þó með öllu
„dauð“, en ríkisverksmiðjumar
keyra nú þegar sínar vélar og til
stendur, að Rauðka hlaupi einnig
undir baggann.
„— er nú kalt og freðið"
Rafmagnsskorturinn veldur að
sjálfsögðu margháttuðum erfið-
leikum því þegar sú tækni bregst,
sem fólk reiðir sig á, verða menn
oft hjálparvana, líkt og fiskar á
þurru landi. Mjög víða eru raf-
magnsblásarar notaðir við olíu-
kyndingarkatla, en þeir verða ó-
virkir við skömmtunina, nema að
því leyti, sem fólk getur notað
rafmagnið til að knýja þá þær
stundir, sem straumur er á. Ann
ars staðar er eingöngu hitað upp
með rafmagni, og ekki er ástand
ið betra þar, J3ót er í máli, að
Ijósatíminn er ekki langur orð-
inn.
(Framhald á 2. sfðu.)
Jón Axel bankastjóri
Bankaráð Lamlsbanka íslands
hefur í dag, samkvæmt ósk Emils
Jónssonar, sjávarútvegsmálaráð-
herra, ráðið Jón Axel Pétursson,
forstjóra, til að gegna störfum
bankastjóra við Landsbanka ís-
lands á meðan Emil Jónsson sinn
ir ráðherrastörfum.
(Frétt írá Landsbanka íslands).
Kviknaði í bænum á
Stóra-Vatnsskarði
í fyrrakvöld kviknaði í bæj
arhúsi ao Stóra-Vatnsskarði í
Skagafirð'. Þótti útlitið svo al-
varlegt urn tíma, að slökkvúið
frá Sauðárkrók var kvatt á
vettvang, en tekizt hafði að
ráða niðuriögum eldsins, áður
en það kcmst alla leið.
Eldurinn kom upp milli klukk
an átta og níu um kvöldið, og
slökkviliðinu á Sauðárkróki barst
kallið um níuleytið. Eldurinn
kviknaði í þekju gamals torfbæj-
ar, sem byggt hefur verið við.
Brann dálítið gat á þekjuna, en
tjón á innanstokksmunum varð
ekki teljandi.
Neisti frá reykháfrsum?
Aðstaða til slökkvistarfsins var
ágæt, nóg vatn við höndina, og
menn dreif að frá nálægum bæj-
um til hjálp/r. Var eldurinn að
fullu slökktur, áður en slökkvi-
liðið kom á vettvang. Talið er, að
neisti frá miðstöðvarupphitun
muni hafa komizt í þurra torf-
þekjuna úr reykháfnum. Bændur
á Stóra-Vatnsskarði eru Árni Árna
son og Benedikt Péturssoa,