Tíminn - 26.04.1961, Síða 3

Tíminn - 26.04.1961, Síða 3
1Jt'i^j^Svikudagiiui.^^Blflí&eí. Frakkar óttast ennþá ör- þrifaráð uppreisnarmanna París 25/4. (NTB). í dag sendi de Gaulle, Frakk landsforseti, franska þinginu boðskap, þar sem hann segir, að hann hafi tekið sér alraeðis- vald samkvæmt stjórnarskrá fimmta franska lýðveldisins með tilliti til þess, að lýðveld- inu væri ógnað vegna aðgerða herforingjanna í Alsír. í boð- skap þessum, sem lesinn var fyrir báðum deildum þingsins af þingforsetum, leggur de Gaulle áherzlu á það, að ein- ræðisvald hans breyti í engu löggjafarvaldi þingsins né heldur hafi það áhrif á sam- band þings og stjórnar nema hvað viðkemur þeim málum, er beint eða óbeint varða her- foringjauppreisnina í Alsír. Forsetinn sagðist bera einlæga virðingu fyrir þinginu. Ein- ræðisvaldið taki hann sér til- neyddur og vænti stuðnings þingsins í þeim mikla vanda, sem franska lýðveldið sé nú í. Er boðskapur þessi var lesinn í þingdeildum risu allir þingmenn úr sætum nema nokkrir öfgamenn til hægri, er sátu sem fastast. , Eftir að boðskapur forsetans hafði verið lesinn upp, tók Debré, forsætiaráðherra til máls. Hann sagði, að hiklaust yrði ráðizt gegn uppreisnarmönnum, ef þeir gæfust ekki upp við sitt vonlausa tiltæki, sem allra fyrst. Þessum ummælum var fagnað af þingmönnum með húrrahrópum. Hægri menn sátu þó hljóðir, og nokkrir æptu að for- sætisráðherranum. Debré lýsti því yfir, að uppreisn- armenn hlytu að taka ábyrgðina af því, að hafa nær komið af stað borgarastyrjöld í Frakklandi. Á- standið í Alsír liggur nú ljóst fyrir. Franska stjórnin hefur útnefnt fjölda nýrra embættismanna í land Uppreisnin talin sjálfdauí, nema reynt vertii a<5 rá<5ast inn í Frakkland. — De Gaulle fær traust hvaftanæva a<5 inu og mun ná sambandi við þá innan tíðar. Debré sagði, að þjóðin væri ein- huga gegn uppreisnarmönnum og tilræði þeirra því vonlaust. Hann sagðist vilja leggja áherzlu á það, að allra tiltækilegra ráða yrði neytt til þess að brjóta uppreisnarmenn á bak aftur. Það verður stundum að beita meiru en löglegum aðferð um til þess að hrinda ólöglegu at- hæfi, sagði forsætisráðherrann. — Þessum orðum hans var fagnað á- kaflega af öllum nema hægri mönn Reyna a8 ná Frakklandi Forsætisráðherrann greindi frá því, að uppreisnarmenn hefðu í morgun reynt að ná á sitt vald flotastöð í Alsír, en ekki tekizt það. Uppreisnarmenn myndu nú minna á það í æ ríkari mæli, að fleiri og fleiri snerust gegn þeim. Þeir munu og skilja það, sagði forsætisráðherr- ann, að þeir hafa kallað á vopna- viðskipti fyrr en síðar, sem ekki munu verða þeim hagstæð. Debré lagði áherzlu á það, að augljóst yrði að teljast, að uppreisn armenn hyggðust ekki aðeins reyna að ná Alsír á sitt vald. Þeir myndu einnig reyna að ná völdum í Frakk landi sjálfu. Allar varúðarráðstaf- anir eru því enn gerðar í Frakk- landi. Enda þótt uppreisnarmenn hafi ekki enn lagt til árásar gegn Frakklandi sjálfu, verðum við að vera við öllu búin. Enn hafa ekki orðið blóðsúthellingar, sagði for-' sætisráðherrann, en þær geta orð- ið, og ábyrgðin hvílir á uppreisnar mönnum. Mikill viðbúnaður Einn af talsmönnum franska flota málaráðuneytisins skýrði frá því í París i dag, að franski Miðjarðar- hafsflotlnn hefði í dag lagt úr höfn i Toulon. Það var áður vitað, að Laosforingjar fagna vopnahléi Bardögum hætt á mit$nætti * nótt London/Vientiane 25/4 (NTB), Deiluaðilar í Laos hafa orð-| ið við þeim tilmælum Bret-j lands og Sovétríkjanna að! hætta vopnaviðskiptum og til-| kynnt hefur verið opinberlega! í Vientiane, að Boun Oum,! forsætisráðherra hafi fyrir- skipað, að bardögum skuli hætt á miðnætti í nótt. Talsmaður brezka utanríkisráðu- neytisins skýrði frá því í Lundún- um í dag, að hin hægri sinnaða stjórn í Laos hefði ákveðið að taka upp samnmgsviðræður við vinstri menn í landinu. í tilkynn- ingu stjórnar Laos um þetta atriði segir, að hún sá fús til þess hve- nær sem er að setja sig í samband við foringja vinstri manna til þess að hægt sé að ákveða, hvenær vopnahlésviðræður skuli hefjast. í Lundúnum segjast menn líta svo á, að Sovétstjórnin hafi snúið sér til Pathet-Lao komúnista með beiðni um að láta af vopnaviðsikpt um. Leiðtogi Pathet-Lao, Souphann- ouvong prins, lýsti því yfir í dag, að hann fagnaði samkomulagi Breta og Sovétríkjanna og myndi gera sitt til þess að ná samningum um vopnahlé. Jafnframt segir prinsinn, að hann styðji hugmynd- ina um vopnahlé. Jafnframt segir prinsinn, að hann styðji hugmynd- ina um 14-rikja ráðstefnu, er leysi framtíðarvandræði Laos. Souvanna Phouma, forsætisráð- herra hlutleysisstjórnar Laos, hef- ur og lýst yfir stuðningi sínum við samkomulag Breta og Rússa. Phouma leggur til að mynduð verði í Laos stjórn á breiðum grundvelli, er sendi fultlrúa til 14-ríkja ráðstefnunnar í Genf 12. maí n.k. — Stjórn Bandarikjanna segist því aðeins munu taka þátt í þessari ráðstefnu að tryggt sé, að vopnahlé sé í Laos. flotinn var albúinn að leggja úr höfn. Ekki hefur verið látið uppi, hvert flotinn stefnir, en taliS er víst, að hann muni eiga að taka þátt í því að fylgjast með hvort uppreisnarmenn reyna að halda frá Alsír til innrásar í Frakkland. Upplýsingamálaráðherra frönsku stjórnarinnar hafði áður skýrt frá því, að hermenn þeir franskir, sem dvelja í Þýzkalandi á vegum Atlants hafsbandalagsins, hafi verið kvadd- ir heim til þess að efla varnir Parisarborgar. Þetta mun vera um 60 þúsund manna herlið. Ráðherr- ann sagði, að þessi heimköllun sýndi, að stjórnin efaðist ekki um hollustu hersins. Ónógur stuðningur í Alsír Farþegaskipið E1 Mansour kom til Port Vendres á suðausturströnd Frakklands frá Alsír í dag. Farþeg- ar með skipinu sögðu, að a.m.k. tveir menn hefðu fallið í uppreisn- inni, er þeir reyndu að verja út- varpsstöðina í Algeirsborg. Jafn- framt sögðu farþegarnir, að fransk ir flugmenn í Alsír hefðu neitað að fljúga með fallhlífasveitir til árása á Frakkland. Farþegarnir sögðu, að útvarpsræða de Gaulle forseta hefði hljómað um gervallt Alsír og verið fylgt með miklum áhuga. Ræðunni var síðan dreift meðal íbúa lands- ins. Eins og fyrr segir mistókst upp- reisnarmönnum að ná á sitt vald flotastöðinni Mers-el-Kebir í Alsír. Hermenn í fiotastöðinni snerust gegn fallhlífarhormönnum, sem reyndu ekki að stofna til frekari átaka. Hins vegar segja uppreisnar- menn í útvarpi frá Algeirsborg, að fjölmargar herdeildir í Sahara hafi gengið I lið með þeim. í Parls er tilkynnt, að herinn í Alsír sé hvergi nærri á bandi uppreisnarmanna. — -Fallhlífadeildir hafi haft samband við frönsku stjórnina og vottað holl ustu sina. Jafnlramt hafi fjölda flugmanna tekizt að sleppa frá Alsír og lenda í Frakklandi. Vopn handa verkamönnum Þingmenn kommúnista héldu í dag fund undir forsæti kommúnista leiðtogans Maurice Thorez. Á fund inum var gerð samþykkt um, að stjórnin fengi verkamönnum vopn í hendur svo þeir mættu taka þátt í vörnum Frakklands, enda hefðu verkalýðssamböndin áður krafizt þessa. Jafnframt mótmæltu þing- mennirnir, að ekki skyldu leyfðar mótmælagöngur og fjöldafundir, því að það væri fólkið í Frakklandi er hefði máttinn til þess að mala i niður þessa fasistísku ævintýra- menn. Helgitónleikar í Neskirkju Bræð'rafélag Nessóknar hefur efnt til nokkurra kirkjukvölda sl. tvo vetur, og nú hefur félagið fengið Martin Gunther Förste- mann, hinn fræga blinda snilling, til að halda helgitónleika í Nes- kirkju fimmtudagskvöld kl. 8.30. Mun hann leika verk eftir sjálfan sig, Pachelbel, Buxtehude, Liibeck og Reger. Verða þetta síðustu tón- leikar Förstemanns í þessari ann- ari heimsókn hans til íslands. Bræðrafélagi Nessóknar hafa hefur verið falið ýms störf innan safnaðarins, og hyggur nú á aukna æskulýðsstarfsemi og vonast til að geta bætt t>g fegrað umhverfi Neskirkju. Það vill með tónleik- um þessum kynna starfsemi sína og gefa safnaðarfólki og öðrum Reykvíkingum, sem ekki eru í Tónlistarfélaginu, kost á að heyra Förstemann leika, áður en hann hverfur af landi brott. Bandarískur gervi- geimfari „týndi lífi“ „Generalprufanu mistókst algerlega CanaveralhöfSa 24/4 (NTB). Enn hefur geimfaraáætlun Bandaríkjamanna ekki gengið að óskum. í dag tókst svo illa til, að Atlaseldflaug með gervihnetti, er fara skyldi umhverfis jörðu, sprakk hálfri mínútu eftir að eldflauginni hafði verið skotið á loft frá Canaveralhöfða. i Það virðist nú Ijóst orðið, að upp | reisnarmenn hafa þegar beðið ósig- ! ur, enda þótt enn sé óttazt, að þeir j kunni að grípa til örþrifaráða. Eng- inn hefur orðið til þess að lýsa yfir stuðningi við uppreisnina og her- inn í Alsír virðist hvergi nærri svo hliðhollur uppreisnarmönnum, er þeir vilja vera láta. Algert viðskipa bann hefur verið sett á Alsír og er ljóst, að uppreisnarmenn verða að gefast upp innan skamms, ef þeim tekst ekki að ná Frakklandi á sitt vald. Á sama tíma lýsa æ fleiri þjóðit- yfir stuðningi við de Gaulle forseta, og franska þjóðin virðist nær ein- huga að baki honum, sem og meiri hluti hersins. Blöð á Norðurlönd- um segjast að vísu ekki hliðholi Verkfallinu aflýst - eftir dóminn Vinnuveitendasambandi SuSur-1 nesja barst ngær bréf frá Verka-1 kvennafélagi Keflavíkur og | Njarðvíkur þar sem aflýst var| verkfalli því sem staðið hefur frá 23. marz s.l. Var verkfallinu af- lýst eftir dóm félagsdóms en hann var á þá lund að verkfaliið væri ólöglegt. Samningum er ekki hægt að segja upp nema með mánaðar fyrirvara á sex mánaða fresti og er þá miðað við 1. janúar og 1. júní. Samningarn- ir munu því gilda til 1. júní n. k. Þetta var eins konar „gener’al- prufa“, áður en geimför Gagaríns hins sovézka yrði endurtekin vestra. Ekki vita menn hvað Óhapp inu olli. Eldflaugin þaut upp í himinblámann sem til var ætlazt, en eftir aðeins 38 sekúndur heyrðu menn á jörðu niðri og sáu gífurlega sprengingu og síðan aðra og eldflaugin með öllu til- heyrandi var gereyðilögð. Ekki var maður í þessari ferð, heldur var gervimaður þar innan- borðs. Var sá svo haganlega gerð- ur, að hann átti að svara sem venjulegur maður öllum áhrifum einar geimfeiðar umhverfis jörðu. | cinræðislegum athöfnum hans, en j telja það háska fyrir vestræna sam- ( vinnu, ef uppreisnarmenn ná tök- ! um á Frakklandi. Segja má, að millibilsástand ríki nú. Talið er, að skammt muni að; bíða þess, að örlög uppreisnarmanna verði ráðin. I 2000. fundur bæjarráðs í dag verður haldinn 2000. fund ur bæjarráðs Reykjavíkur. Fyrsti fundur bæjarráðs var 6. ágúst 1932. f fyrsta bæjarráðinu áttu sæti sem aðalmenn þeir Guðmund- ur Ásbjörnsson, Hermann Jónas- son, Jakob Möller, Pétur Halldórs- son og Stefán ,Tóh. Stefánsson, e.n fyrsti formaður þess var Knud Zimsen þáverandi borgarstjóri. Aðrir kjörnir formenn hafa verið borgarstjórarnir Jón Þorláksson, Pétur Halldórsson, Bjarni Bene- diktsson, Gunnar Thoroddscn og Geir Hallgrímsson. Nú eiga þessir bæjarfulltrúar sæti í bæjarráðinu: Geir Hall-- grímsson borgarstjóri, Auður Auð- uns forseti bæjarstjórnar, Björg- vin Frederiksen, Guðmundur Vig- fússon og Magnús Ástmarsson.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.