Tíminn - 26.04.1961, Síða 8
í®
TÍ MINJN, miJWikudaginn 26. apríl 1961.
50 ára afmæli
F Ásahrepps
r
)
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
*
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
'/
/
/
/
/
'/
/
'/
'/
?
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
'/
/
/
'/
)
/
/
/
/
/
'/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
*
r
'/
/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
/
'/
'/
'/
'/
Þú étur um efni fram
f Alþýðublaðinu 16. apríl
síðastl. gerir ritstjórinn, Bene-
dikt Gröndal, nokkurn saman-
burð á efnahagsmálastefnu
Kennedys Bandaríkjaforseta og
stefnu núverandi ríkisstjórnar
á íslandi. Um þetta segir þessi
talsmaður ríkisstjórnarinnar
m.a. orðrétt:
„Frægasti hagfræðingur
Bandaríkjanna, Paul Samuel-
son, hefur líkt vandamáli
Bandaríkjanna við dreng,
sem þjáist af lystarleysi og
vex ekki. Það þarf að örva
matarlystina og hleypa vexti í
piltinn.
Hins vegar mætti segja að
íslenzki drengurinn vaxi ört,
enda étur hann um efni fram,
en hann hefur þjáðst af upp-
bótarsárum í maga og verð-
bólgusótt. Að lækna báða
drengina með sömu ráðum
væri hrein vitleysa.“
Það er vafamál, hvort við-
reisnarstefnu ríkisstjórnarinn-
ar hefur nokkurn tíma verið
lýst svo hreinskilnislega, sem
hér er gert. Auk þess talar hér
ritstjóri stjórnarblaðs og þing-
maður stjórnarflokks.
Það hefur mörgum verið ráð
gáta, hvað rekið hafi stjórnar-
flokkana til þeirrar hörku gégn
öllum þorra landsmanna, sem
lýsir sér í dýrtíð, vaxtaokri,
lánsfjárkreppu, skattabyrðum,
framkvæmdasamdrætti og al-
mennri kjaraskerðingu viðreisn
arstefnunnar.
f fyrrnefndum orðum Ben.
Gröndals, þessa talsmanns rík-
isstjórnarinnar, felst þó skýr-
ingin á þessu og þarf enginn
að efa að hún er í fyllsta sam-
ræmi við hugarfar og tilgang
stjórnarinnar. Og skýringin er
efnislega þessi:
íslenzki drengurinn vex of
ört,
íslenzki drengurinn étur um
efni fram.
íslenzki drengurinn fær
magasár af ofáti.
En hver er „íslenzki dreng-
urinn“ á máli þessa talsmanns
ríkisst j órnarinnar ?
Hann er bóndinn við búskap-
inn.
Hann er verkamaðurinn á
eyrinni.
Hann er sjómaðurinn á mið-
unum.
Hann er handverksmaðurinn
í iðnaðinum.
Hann er verksmiðjustúlkan
í verksmiðjunni.
Hann er bókarinn í skrifstof-
unni.
Hann er skrifstofustúlkan við
ritvélina.
Hann er kennarinn í skólan-
um.
Hann er presturinn í kirkj-
unni.
„íslenzki drengurinn" er
hinn almenni borgari, í þjón-
ustu hins opinbera eða einka-
reksturs, sem nýtur aðeins
launa eða arðs af vinnu sinni
og óskar þess eins að eigin
vinna fullnægi honum til fram-
færis sér og sínum og veiti
honum viðunandi lífskjör.
Þessum borgurum þjóðfé-
lagsins sendir ritstjóri Alþýðu-
blaðsins kveðju ríkisstjórnar
sinnar svohljóðandi:
Þú hefur vaxið of ört, svo að
þú skalt ekki vaxa meira um
sinn.
Þú hefur étið um efni fram'
og þess vegna skaltu hafa minni
skammt en áður.
í samræmi við þennan meg-
inkjarna viðreisnarstefnu ríkis-
stjórnarinnar, sem talsmaður
hennar hefur lýst svo rækilega,
koma sjálf boðorðin, sem fylgt
hefur verið og fylgt mun verða
meðan núverandi stjórnarflokk-
ar fara með völd:
1. Þótt þú launþegi, bóndi
eða sjómaður viljir byggja íbúð
yfir þig og fjölskyldu þína, þá
skaltu láta af þeirri hugsun, því
að þá ertu að éta um efni fram.
Þess vegna hefur dýrtíðin verið
aukin, vextirnir hækkaðir, dreg-
ið úr lánveitingum, skattarnir
þyngdir, lánstíminn styttur og
launum þínum haldið niðri.
2. Þótt þú bóndi viljir bæta
jörð þína, stækka túnið með
nýrækt, auka bústofninn, bæta
húsakynnin og afla þér raf-
magns, þá hugsaðu þér ekki
þessa hluti því að þá ertu að
éta um efni fram. Þess vegna
hefur viðreisnarstefnan verið
upp tekin, til þess að koma í
veg fyrir slíkt bruðl, er aðeins
myndi valda þér efnahagslegu
magasári.
3. Þótt þú smáframleiðandi
viljir auka reksturinn, kaupa
þér vélar og tæki til framleiðsl-
unnar og bæta afkomuskilyrðin,
þá leyfðu þér ekki þá ofrausn
því að þá ertu að éta um efni
fram. Þess vegna hefur aðstaða
ykkar, þessara smáu, til umbóta
og framkvæmda, verið þrengd.
Þeir stóru eiga ríkjum að ráða,
en þið hafið vaxið of ört,
Þetta er lækningin á „ís-
lenzka drengnum“ sem ritstjóri
Alþýðublaðsins segir að stjóm-
arflokkarnir séu nú að fram-
kvæma, af því að hann hafi
étið um efni fram.
Frammi fyrir þjóðinni standa
þeir tveir, andspænis hvor
öðrum, „íslenzki drengurinn",
þ. e. fulltrúi vinnandi fólks og
ritstjóri Alþýðublaðsins þ. e.
talsmaður ríkisstjórnarinnar, og
talast við. Og „íslenzki dreng-
urinn“ segir: „Ég þoli ekki að-
gerðirnar ykkar. Ég vil mega
lifa af eigin afla anda og handa
án óbærilegra byrða.“ En rit-
stjórinn svarar: „Þú hefur vax-
ið of ört. Þú hefur étið um efni
fram. Vöxtur þinn skal stöðv-
aður. Skammtur þinn skal
minnkaður."
Einn spekingur mannkyns-
sögunnar sagði einu sinni:
„Hann á að vaxa en ég að
minnka.“
Talsmaður ríkisstjómarinnar
segir nú: „Ég á að vaxa en þú
að minnka“.
Sigurvm Einarsson.
Síðast liSinn laugardag
ninntist Ungmennafélag
Ásahrepps fimmtíu ára af-
mælis félagsins með veg-
legu hófi í Ásgarði, félags
heimilinu í Ási. Öllum eldri
félögum sem horfnír eru
af félagssvæðinu og mök-
um þeirra var boðið að
sækja þessa samkomu. Auk
þess voru þar mættir nokkr
ir forráðamenn Héraðssam
bandsins Skarphéðins og fé
lagar úr UMF Ingólfi í
Holtahreppi sem sýndu
þjóðdansa með félögum úr
Ásahreppi. Hátt á annað
hundrað manns sóttu sam-
komuna sem stóð með mikl
um gleðskap lengi nætur.
Samkoman hófst með
borðhaldi. ormaður félags-
ins, Ólafur H. Guðmunds-
son 1 Hellatúni, ávarpaði
gesti og rakti sögu Ung-
mennafélags Ásahrepps. —
Guðbjörn Jónsson, ritstjóri
félagsblaðsins Ýlis, las upp
greinar úr blaðinu og
skemmtiþætti með til-
kvöddum þátttakendum
var fléttað inn í meðan set
ið var utidir borðum. fsak
Eiríksson frá Ási stjórn-
aði almennum söng og
Eiríkur ísaksson í Ási lék
uudir á orgel.
Því næst hófst þjóð-
dansasýning undir stjórn
Hafsteins Þorvaldssonar I-
þróttakennara. Að henni
lokinni kvaddi formaður,
Ólafur H. Guðmundsson
alla þá stofnfélaga, er
sóttu samkomuna, uppá
sviðið, en þeir voru ellefu
alls. Afhenti Ólafur þeim
hverjum fyrir sig heiðurs-
skjal og voru þeir allir þar
með gerðir heiðursfélagar.
Fjórir stofnfélagar voru
fjarverandi en fimm eru
dánir. Meðalaldur stofnfé-
laga mun vera um 70 ár en
ekki var bert að þeir sem
voru saman komnir í Ási
hefðu yfirleitt náð þeim
aldri. Flestir þeirra eru við
beztu heilsu og margir
gegna enn daglegum störf
um. Áður en stofnfélagar
gengu af sviðinu las for-
(Framhald á 13. sífiu.)
Stefán Sigurðsson, kennari:
Stafsetning og
framburður
Ég geri ráð fyrir, að marg
ir hafi hlustað með athygli
á umræðumar um stafsetn-
ingu í þætti Sigurðar Magn
ússonar 9. þ.m. Það er eins
og hann sagði, að þetta mál
varðar okkur öll næstum
frá vöggu til grafar, en auð
vitað misjafnlega mikið.
Mest varðar það þá, sem eru
að kenna og læra stafsetn-
ingu á hverjum tíma.
Þetta verður nú víst að
telj ast hálfgerð framhleypni
af mér að leggja hér orð i
belg. Ég er enginn málfræð-
ingur. Samt hefur þetta
ekki getað vikið úr huga
mér síðan ég hlustaði á þess
ar umræður.
Það kemur alltaf fram í
umræðum um þetta mál, að
um þrjár leiðir er að velja.
í fyrsta lagi að fara eftir
uppruna, í öðru lagi að fara
eftir framburði og í þriðja
lagi að fara m'eðalveginn.
Það kemur líka í rauninni
alltaf fram, að allir eru sam
mála um að fara einhvern
meðalveg. En meðalvegirnir
eru svo margir. Og þegar
um það er að ræða, hvern
þeirra skuli ganga, þá verða
skoðanirnar mjög skiptar.
Það er tvennt, sem eink-
um þarf að taka tillit til:
að samhengið í bókhenntum
þjóðarinnar rofni ekki og
að bilið milli framburðar og
ritmáls verði ekki óþarflega
mikið.
Ég er ekki í vafa um, að
hægt er að breyta stafsetn-
ingunni og gera hana ei~i-
faldarl og fljótlærðari, án
þess að samhengið í bók-
menntum rofni. Við getum
okkur að skaðlausu losað
okkur við z og tvöfaldan
samhljóða á undan þriðja
samhljóða. Við getum jafnt
lesið eldri bókmenntir þjóð-
arinnar fyrir því, en það
mundi spara mikinn tíma,
sem þarfara er að nota tii
annars. Það var óhappa-
verk, þegar þeim atriðum
var troðið' inn í íslenzka staf
setningu fyrir rúmum 30 ár
um. Um é ætla ég ekki að
ræða sérstaklega. Mér finnst
sá stafur tiltölulega mein-
laus og ekki skipta miklu
máli. hvort við notum hann
eða je. Svo er áreiðanlega
fleira, sem breyta mætti. Ég
nefni sem dæmi, að ég sé
enga ástæðu til að rita rýja
með j fremur en sícc. En ég
ætla ekki að koma með nein
ar tillögur í því efni, enda
er ég ekki fær um það.
En nú kem ég að einu at-
riði, sem ekki var minnst á
í nefndum umræðum. Ég
var að vonast eftir að heyra
eitthvað á það minnzt, því
að um það atriði hefur verið
rætt og deilt áður, en það er
stafurinn y. Ég vil að við
hættum að skrifa þann staf.
Það er vafalaust rétt, sem
Jón Helgason prófessor hef-
ur sagt, að íslenzkan hafi
misst mikið, þegar y-hljóðið
hvarf. En nú er það horfið
fyrir mörg hundruð árum og
algjörlega runnið saman við
annað hljóð. Hvers végna þá
að vera að halda í þann
staf? Vegna upprunans
segja sumir. Orðið synda
verður að bera það með sér,