Tíminn - 26.04.1961, Blaðsíða 11

Tíminn - 26.04.1961, Blaðsíða 11
T í HIN N, mWvíkudagfam 26. aprfl 1961. 11 Fleira þjóödansar en íslenskir þjóðdansar Á laugardaginn var, það mun hafa verið 22. apríl, hélt Þjóðdansafélag Reykja- víkur hátíðlegt 10 ára afmæli sitt með sýningu í Þjóðleik- húsinu. Voru dansaðir ýmsir dansar og misjafnir, en að öllu samanlögðu verður ekki annað sagt en að skemmtun hafi verið hin bezta af þessu. Skemmtunin hófst með því, að formaður þjóðdansafélagsins, Guðjón Jónsson, flutti ávarpsorð. Minerva og Svavar í Tarantella. Lýsti hann tildrögum að stofnun félagsins, félagsstarfseminni og þeim árangri, sem náðst hefði. Sagði hann, að hér væri ekki um neitt listafólk að ræða, heldur fólk, sem hefði gaman af því að dansa, þótt getan væri mis- jöfn. En meginregla félagsins væri sú, að úthýsa engum. Hann undirstrikaði það, að ekki væri rétt, sem svo margir virðast halda, að félagið hafi ein- göngu ætlað að dansa íslenzka þjóðdansa, en síðar neyðzt til þess að taka upp erlenda dansa, af því að ekki væri nóg til af íslenzkum. Frá upphafi hefði það veiið, tilgangur félagsins að helga sig öllum þjóðdönsum, hverrar þjóðar svo sem þeir kynnu að vera. Að ávarpi hans loknu hófst dansinn. íslenzkir dansar Byrjað var á íslenzkum döns- um, en það var áberandi, hve miklu þeir voru tilbreytingar- lausari en erlendu dansarnir. Rúnaslagur, Hringbrot, Dýravís- ur, allt eru þetta áþekkir dans- ar og heldur tilþrifalitlir. Rúna- slagur er vikivaki með brotum í lokuðum hring, hringbrotið er byggt á lýsingum, sem til eru af gömlum hringbrotum hér á landi, og dansinn við Dýravísur er byggður á vikivakaspori. Skemmtilegar gamlar dýravísur eru sungnar við þann dans, og þar af er nafnið dregið. Einbeittir piltar Næst komu barnaflokkar, og sýndu dansa við Öxar við ána, Frjálst er í fjallasal og Nú er glatt hjá öllum álfum. Sá dans er saminn af Rósu Þorsteins- dóttur við færeyskt lag. Það var gaman að litlu krökkunum. Eink um var þar áberandi, hvað stelp- urnar virtust kunna dansana bet- ur og vera öruggari en strák- arnir. Þær«voru líka léttari í dansinum, en í staðinn skein meira viljaþrek út úr strákun- um og þar var greinilegt, að þeir ætluðu ekki að gefast upp fyrr en í fulla hnefana. Já, það var gaman að litlu krökkunum, en þó var meira gaman að þeim í síðara skiptið, og komum við síðar að því. Næstur í röðinni var dansinn Ásudans. Það er dans við gam- alt íslenzkt þjóðkvæði, sem er 111 erindi að lengd, og segir sögu Ásu Gunnarsdóttur. Dans- inn er nokkuð skemmtilegur, en ekki eru dönsuð öll erindin 111, heldur 11 fyrstu og tvö af þeim allra síðustu. Söng önnuðust Þuríður Pálsdóttir og Guðmund- ur Guðjónsson óperusöngvari, og gerðu það prýðilega, svo sem þeirra var von og vísa. Hún söng vel Næst kom Frísadans. Það er dans, sem er byggður á efni kvæðisins Huldumeyjan og hrepp stjórinn. Dansinn sjálfur er ógn lítilfjörlegur og væri sanni nær, að kalla þetta atriði skrautsýn- þennan dans, þegar hún kvaddi föðurhúsin. Áður en stúlkan gifti sig, varð hún að leiða dansinn þrisvar sinnum kringum hús for- eldra sinna og hneigja sig í hvert sinn, sem hún fór fram hjá dyr- unum. Dans þessi á rætur að rekja til Serbíu og Króatíu. Hann er dansaður í opnum hring, og endastúlkurnar veifa vasaklút- um í lausu hendinni. Það er varla hægt að segja að nokkur hafi skorið sig úr, en þó fannst mér einna mest gaman að ann- arri stúlkunni með vasaklútinn. Fyrir utan það, að hreyfingar hennar voru snöggar og svolítið sérstæðar, var hún afskaplega skemmtilega skandinavísk í brosi sínu. Tarantella Á eftir Kólódansinum var glansnúmer dagsins. Það var ítalski dansinn Fasóla, eða Tar- antella. Dansinn er kenndur við kóngulóna Tarantula, en bit hennar gat verið banvænt. Eina ráðið fyrir þann, sem varð fyrir biti hennar, var það, að dansa nógu fjári hratt. Þetta er tví- menningsdans, og mér myndi finnast miklu réttara að kalla þetta listdans en þjóðdans. Þau, sem sýndu þetta, voru Mínerva Jónsdóttir og Svavar Guðmunds- son, og mér finnst ég ekki taka of mikið upp í mig, þótt ég segi, að þau hafi dansað dansinn af mikilli list. Þriðj'i dansinn af arlendum var líka athyglisverður. Það var Karlfuglarnir láta illa hvor að öðrum. Börnin I ték'kneskum vasaklútadansi. ingu en dans. Efni kvæðisins er líka nauðaómerkilegt, en það sem hélt þessu atriði uppi, var hin góða söngrödd stúlkunnar, sem fór með aðalhlutverkið. Hún heitir Unnur Eyfells, og mér er óhætt að fullyrða, að hún hefur betri rödd en sumar þær, sem kalla sig söngkonur. Þá kom dansinn Hoffinn, sem er dansaður við lagið Hér er kominn Hoffinn. Um hann er ekki margt að segja, en heldur var hann í hærri flokki en Frísa- dansinn. Og síðasta atriðið í flokki slenzkra dansa var Tafl- kvæði. Það var þokkalegur dans en ekki tilþrifamikill. Erlendir dansar Þá var komið að erlendu döns- unum, og fór þá að fjörgast um á sviðinu. Fyrstur var júgóslav- neskur dans, sem heitir Kóló- dans. í efnisskránni segir, að áð- ur fyrr hafi dansinn verið sett- ur í samband við giftingu, og hafi þá brúðurin orðið að dansa asta hjá börnunum að þessu sinni. Þá komu tvær litlar stúlk- ur og dönsuðu skottís.- Mér er ó- hætt að fullyrða, að þær hafi unnið hug og hjörtu áhorfenda svo að segja samstundis, a. m. k. var þeim óspart klappað lof í lófa og urðu að sýna sig aftur. ÞSssar litlu stúlkur hétu Sól- veig Pétursdóttir 5 ára og Þór- unn Björnsdóttir, 6 ára. Grískur dans frá Tyrklandi Þá kom fullorðna fólkið aftur fram á sjónarsviðið (leiksviðið) og hélt áfram að dansa. Fyrst dönsuðu karlmennirnir þrjá dansa frá Balkanlöndunum í röð. Fyrstur var grís-kur slátraradans — reyndar tyrkneskur að upp- runa — þá grískur hermanna- dans og loks rúmenskur karla- dans. Fjörugir dansar og skemmtilegir. Sama er að segja um það sem næst var, Maídans- inn danska, sem dansaður var kringum maístöngina. Rak upp öskur Loks kom Parísar polki. Létt- ur og ágætur dans, dansaður af ^ _________ ° I spegli Tímans U Sólveig og Þórunn dansa skottís. helgidans frá Mexíkó, runninn frá indíánum. Hann á að dansa fyrir framan kirkjur á hátíðum, veraldlegum og andlegum. Dans- inn er hægur, og vegna þess að um trúardans er að ræða, horfa dansendur alltaf beint fram en ekki hver á annan. Dansinn setti hátíðablæ á sýninguna. Litlu stúlkurnar Þá komu léttir paradansar frá Tékkóslóvakíu. Þá dönsuðu börn- in. Það var svipað gaman að þeim nú og í fyrra sinnið, en eitthvert skemmtilegasta atriðið á allri sýningunni var hið síð- tveimur pörum, og á eftir hon- um Schuhplatter, þjóðdans Bæ- heimsbúa. Dans þessi er dans- aður af tveimur karlmönnum, sem eiga að tákna karlfugla, sem slást um einn kvenfugl. Þetta er reglulega skemmtilegur dans, ekki síður dansaður með andlits- vöðvum en öðrum vöðvum, því látbragðslist er mikil í honum. — Var ekki laust við, að mörg- um brigði, er sigurvegarinn rak upp mikið stríðsöskur í lokin, eftir að hafa steinhaldið sér sam- an allan tímann. Kvöddu með blómum Þá fer nú að halla undan, og ekki ýkja margir dansar eftir. Næstur kom Skautavals og Hatta- dans frá Bandaríkjunum, hvor- ugur neitt afbragð og þó síður Skautavalsinn, en svo kom spanskur dans, Seguidillas. Hann dansaði Minerva Jónsdóttir ein og léttilega. Dans þessi er léttur og skemmtilegur, fyrirmynd kastaníettudansa síðari tíma, að því að talið er. Og sðastur var Li Jardinero, galrðyrkjumanna- dans frá Frakklandi. Þá kom all- ur hópurinn með blómaboga og körfur og kvaddi með því lita- skrúði. Mættu sýna oftar Dansendur voru margsínnis kallaðir fram í lokin, enda voru mörg atriðin svo vel gerð og af hendi leyst, að vel hefði verið frambærilegt hvar sem var. Þótt sumir dansararnir væru ekki beinlínis neitt sérstakir, svo sem að framan hefur verið lýst, var allt vel gert og sumir dansarnir afbragðs vel. Þjóðdansafélagið mætti gera miklu meira en verið hefur að því að sýna íþrótt sína, j (Framhald á 15 síðu). Helgidans frá Mexíko,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.