Tíminn - 26.04.1961, Side 13
T f M I N N, miðvikudaginn 26. apríl 1961,
K3
B L I K fjarlægir mjög auðveldlega alla fitu og
skilar leirtauinu taumalausu og gljáandi
B L I K hentar því mjög vel í allan uppþvott, en
einkum er það gott fyrir allar uppþvotfavélar
Blik gerir létt um vik— Blik gerir létt um vik - Blik gerir létt um vík— Blik
(Framhald af 9. síðu).
á hagkvæmu verði og greiði fyrir
þeim á annan hátt. Fólkið þarf þá
ekki að eyða dýrmætum tíma sín-
um í hlaup út um hvippinn og
hvappinn, það er líka ekki eins
kunnugt hnútunum og maður sem
er búinn að dvelja í Kaupmanna-
höfn í 36 ár. Ég hef aldrei þurft
að auglýsa þessa starfsemi mína,
einn bendir öðrum á mig, og ég
hef meira en nóg að gera. Ég hef
mikla ánægju af þessari starfsemi
(Framhald af 8 síðu'
maður kveðju og afmælis-
Ijóð frá Sigurði Símonar-
syni á Akranesi, en hann
var einn stofnfélaga, — og
önnur heillaskeyti sem fé-
laginu höfðu borizt og
þakkaði afmælisgjöf,
keppnisbikar í glímu, frá
Önnu Sumarlið'adóttur frá
Sandhólaferju, börnum
hennar og Guðmundar
Halldórssonar, sem nú er
látinn.
Því næst gaf formaður
orðið frjálst. Þessir töluðu:
Sigurður Greipsson, formað
ur Héraðssamb. Skarphéð-
ins; Stefán Jasonarson í
Gaulverjabæ; Hafsteinn
Þorvaldsson íþróttakenn-
ari; Þorsteinn Þorsteinss.,
áður bóndi á Ámundarstöð
um og Þorkell Bergsson frá
Selfossi. Síðan var stiginn
dans fram eftir nóttu.
Ccho-kvartettinn frá Hvols
velli lék fyrir dansinum.
Þessi samkoma fór öll
fram með myndar- og
rausnarbrag, viðstöddum
til ánægju og ungmenna-
félaginu til sæmdar.
minni, hef kynnzt fjölda góðra
manna og eignazt trygga vini. Það
er sennilega ekki algengt í við-
skiptalífinu, að mönnum berist
persónuleg þakkarbréf og kveðjur
eftir að viðskiptin hafa átt sér
stað, en ég hef fengið margar slík-
ar kveðjur. Mér þykir enn vænna
um þessi bréf og smágjafir af því
ég veit, að íslendingar eru penna-
latir við bréfaskriftir, af öðru
skrifa þeir nóg. — Maður kynnist
landanum miklu nánar og betur í
útlendri. stórborg en heima, á
nokkrum klukkustundum er ó-
kunnur maður orðinn eins og alda
gamall vinur.
— Þú hefur kynnzt mörgum
merkustu stjórnmálamönnum,
blaðamönnum og listamönnum
Norðurlanda. Hefurðu trú á nor-
rænni samvinnu sem svo er nefnd?
— Því svara ég hiklaust játandi,
segir Geir án þess að hugsa sig
um, menn eru alltaf að nöldra og
mögla og halda því fram, að nor-
ræn samvinna sé ekki nema veizlu
höld og skálaræður, innantómar
og meiningarlausar. En jafnvel
samkvæmislífið og veizluhöldin
hafa mikla þýðingu. Þarna kynn-
ist margt fólk, sem að öðrum kosti
mundi aldrei hittast, af vináttu
þessa fólks sprettur samstarf, sem
getur borið ríkulegan ávöxt. Þarna
gefst fólki tækifæri til að skiptast
á skoðunum, útskýra sín sjónarmið
og útrýma misskilningi. — Það er
held ég einsdæmi í heiminum að
fimm sjálfstæðar þjóðir hafi með
sér svo nána samvinnu á-öllum
sviðum og hún á eftir að aukast,
öllum þjóðunum í hag. Þó að eitt-
hvert mál strandi á málþingum
norrænnar samvinnu, þá er annað
til lykta leitt, og þeir sem hafa
fylgzt með framvindu málanna eru
sannfærðir um, að norræn sam-
vinna á ekki aðeins rétt á sér, —
heldur er hún lífsnauðsynleg í sam
skiptum Norðurlandaþjóðanna inn
byrðis og út á við.
BARNAGULL TÍMANS
19 nÖgöaiiBÍa b
4
MANNLÝSING
Það var 13. júní 1952,
að ég man fyrst þann
mann, sem ég hef hugsað
mér að lýsa. Pétur amt-
maður, eins og pabbi
kallaði hann oft, af því
að hann heitir Pétur Haf-
stein, var þá 7 ára og
langaði til að vera í sveit,
eins og mörg kaupstaðar-
börn. Ef hann ekki yrði
irá af leiðindum mátti
hann vera hér á Frosta-
stöðum. En það er nú
svona og svona að vera
hjá öllum ókunnugum
bara 7 ára.
Jú, það bar ekki á öðru
en að hann kynni vel við
sig. Hann var góður og
skemmtilegur leikfélagi
okkar Gísla bróður míns.
Af því ég var minni og
seinni að hlaupa man ég
að hann bar mig oft á
bakinu. Eg kallaði hann
hestinn minn og fannst
það góður reiðskjóti.
„NÚ ANGAR BLÓMABREIÐA". — Vorið er okmið og
grundlrnar gróa, og bráðum skreyta sóley og fíflli ís-
lenzk tún. Það verður varla langt þangað til börnin
geta setzt í blómabreiðuna.
Líklega hefur þetta ekki
verið jafn góð skemmtun
fyrir Pétur. En hvað um
það, hann var hér 5 sum-
ur í röð. Koma hans var
jafn viss og koma far-
fuglanna. Alltaf hlökkuð-
um við jafnmikið til að
hann kæmi með smágjaf-
ir pg skemmtilegan fróð-
leik. Við sátum og feng-
um hann til að segja okk
ur sögur frá Akureyri,
því þar átti hann þá
heima. Hann sagði okkur
hvað á daga hans hefði
merkast drifið um vetur-
inn. Til dæmis að hann
hefði verið kattarkóngur
á öskudaginn og hefði
reynt að skrópa úr sundi,
þegar hann fékk því við
komið.
Pétur var mikill dýra-
vinur og ég skildi vel að
hann vildi komast úr
kaupstaðnum í sveitina,
í nána snertingu við gróð
ur og dýralíf.
Nú er þessi drengur
orðinn 16 ára og getur
talizt heimsborgari. Hann
hefur ferðazt frá íslandi
til Indlands og staldrað
þar við í tvö ár. Á leið-
inni skoðaði hann stór-
borgir í Evrópu og Asíu.
Á þessum ferðum hefur
hann margt séð, til dæm-
is fíla, Ijón, tígrisdýr,
slöngur og tínt páfugla-
fjaðrir, sem minjagripi.
Pétur er hár og þrek-
inn, með fallegt, liðað
hár, svolítið bólugrafinn
í andliti og notar gler-
augu. Lundin er jöfn og
létt og það er gott með
honum að vera.
Þórarinn Magnússon,
Frostastöðum.
(11 ára)
ÞETTA eru þau
Bobby og Lolla.
Seppi er danskur
en stúlkan íslenzk,
en samt hinir ágæt-
ustu vinir. Hundur-
inn er vitur og
mesta tryggðatröll,
og með íslendingn-
um og Dananum
tókst hin ágætasta
vinátta.
Litla músin, sem
náði stóra kettiniun
Svarti kötturinn sat
úti undir vegg, en músin
sa„ uppiá veggnum.
„Komdu hérna niður,
mýsla mín“, sagði kött-
urinn, „við skulum leika
okkur“.
„Fús er ég til þeas“,
anzaði músin, „en ef við
eigum að leika okkur, þá
verður þú að koma hing-
að upp.“
„Já, ef þetta væri tré“,
sagði kisa, „en upp vegg-
inn get ég ekki klifrað".
„Þú getur heldur ekk-
ert.“
„Hvað getur þú svo
sem meira?"
„Ég get þó þetta: Ann-
an eins vegg og þennan
get ég gengið upp eins
og ekkert. Og ég get
miklu meira en það. Ég
náð þér, stóra, svarta
4i
„Þú náð mér? Það
nú ekkert af því.
skal gefa þér eitthvað
til þess.“
„Ja, peninga á ég nú
ekki; en ef þú nærð mér
á þitt vald, þá getur þú
selt fallega, svarta skinn-
ið mitt.“
„Það er gott. Leggðu
strax drög fyrir að fá
þér nýja yfirhöfn. Því að
svarti feldurinn er nú
minn." Og eins og hún