Tíminn - 26.04.1961, Side 16

Tíminn - 26.04.1961, Side 16
93. Ma». Miðvikudaginn 26. aprfl 1961. Blökkumenn ! Angóla eiga ekki sjö dagana sæla. Portúgalska stjórnin hefur tæplega látiö sig miklu skipta hingaö til, hvernig landsmenn þar komust af. En nú hefur keyrt um þverbak síðan ókyrrö hófst f nýlend- unni fyrir skömmu. Margt blökkumanna hefur flúið frá Angóla Inn yfir kongósku landamærin undan herhlaupum og haröstjórn Portúgala. Hér er faðir með son sinn. Þeir flúðu um regntímann, og faðiriiin hefur lánað syninum hatt sinn til skjóls í rigningunni. Til viðtals við eigendur bíla frá General Motors Fulltrúi fyrirtækisins staddur hér og vill kynna sér óskir íslenzkra bifrei'Öanotenda Þessa dagana er staddur hjá bíladeild Sambands íslenzkra samvinnufélaga bandaríkja- maður frá General Motors verksmiðjunum, Stanley Schneider. Schneider hefur starfað hjá Gen- earl Motors í f jórtán ár, og er starf hans að mestu leyti fólgið í því að ferðast á milli umboðsmannanna og kynna sér aðstæður þeirra og hvaða breytingar væru æskilegar á bílaframleiðslunni með tilliti til aðstæðna í hver'ju landi fyrir sig. í þessu skyni hefur hann ferðazt um mest alla veröldina, en mest í Mið- og Suður-Ameríku og Evrópu. Schneider verður til viðtals á bílaverkstæði SÍS, að Hringbraut 119, fimmtudaginn 27. apríl og ósk- ar hann eftir því að þeir eigendur General Motorsbíla, þ. e. a. s. Chevrolet, Buick, Bedford, Vaux- hall, GMC og Opel, sem kynnu að j óska einhverra upplýsinga eða að- stoðar, snúi sér til hans þar. General Motors leggur mikla áherzlu á þann lið starfsemi sinn- ar að senda menn víðs vegar til tryggingar því að viðskiptavinir þeirra njóti sem beztrar þjónustu í hvívetna. Schneider mun fara til Bandaríkjanna á föstudag. Skyldi það hafa dansað svona á Jörfagleðinni eða á vikivökunum á Flankastöðum forðum daga? Það er ekki gott að segja. Myndin var að minnsta kostí tekin ! Þjóðleikhúsinu á afmælissýningu Þjóðdansafélags Reykjavik- ur á laugardaginn var. Á hennl sést atriði úr Rúnaslag, vlkivaka með brotum ! lokuðum hring. Frá afmælissýn- ingunnl seglr nánar á elleftu síðu blaðslns í dag. Mormónatrú í miklum uppgangi í Englandi STANLEY SCHNEIDER Framfarir í Kalabríu Lanbúnaðaráætlanirnar heppnast misjafnlega hjá stjórnmálafor- ingjunum. ítalska stjórnin hefur á prjónunum áætlanir um fram- farir í Kalabríu á Suður-Ítalíu, og forsætisráðherrann, Fanfani, tók sér ferð á hendur til þess að kynna sér, hvernig gengi að fram- kvæma þær. Hann kom í þorp, þar sem honum var sýnt fyrirmyndar býli með tuttugu kúm. Daginn eftir kom hann í annað þorp, þar esm honum var sýnt annað býli með tuttugu kúm. Einum förunauta ráðherrans virtist hann kannast við kýrnar, enda reyndust þær vera hinar sömu og skoðaðar voru daginn áður. Og nú hefur fram- kvæmdastjóri landbúnaðaráætlananna, Paolo Buri prófessor, verið sviptur embætti. „Við trúum því, að ísrael verði samansafnað og hinar tíu ættkvíslir endurvaktar — að Síon verði reist í þessari heimsálfu ..." Svo segir í elleftu grein trúar- játningar Mormóna. Hélmsálfan, sem þeir hafa í huga, er Ameríka, og Síonsborg trúa þeir, að muni rísa á nákvæmlega afmörkuðu svæði í Independence í Missouri. Mormónar eru einkennilegur trúflokkur. Þeir hafa verið mjög affluttir, og margir vita ekki ann- að um þá en það, að þeir aðhyllt- ust fjölkvæni á nítjándu öld og voru þá ofsóttir um allar jarðir. Við fslendingar mættum þó vita, að þeir eru einhverjir mestu ætt- fræðingar veraldar, því að þeir hafa starfað mjög í þjóðskjalasafn- inu hér og látið ljósmynda þar mikinn fjölda bóka og gagna, sem að haldi koma við ættfræðirann- sóknir. Þetta stafar af því, að meðal Mormóna í Utah er allmargt fólk af íslenzkum ættum, en það er eitt trúaratriði Mormóna, að þeir geti gert forfeður sína aðnjótandi dýrðarinnar með því að skír'a þáj látna. | Strangar reglur — farsælt samlíf Margar kenningar Mormóna koma öðrum einkennilega fyrir sjónir og þykja fjarri heilbrigðri skynsemi. En fyrir trú sína leggja þeir á sig þungar kvaðir. Sam- heldni þeirra er mikil. Trúin hefur meiri áhrif á líferni þeirra en al- mennt á sér stað, og sannur Mor- móni drekkur hvorki né reykir og hafnar meira að segja kaffi og tei og öllum þeim drykkjum og með- ulum, sem hafa æsandi áhrif. Og þeim hefur tekizt að stofna og við- halda farsælla mannfélagi í byggð- um sínum í Utah, en tekizt hefur víðast hvar annars staðar. MormónamiðstöS í Englandi Mormónar reka trúboð víða um lönd, og sums staðar hefur þeim orðið^ mjög vel ágengt á seinni ár- um. í Englandi einu eru til dæmis sex hundruð trúboðar Mormóna að störfum. Þar eru Mormónar orðnir tuttugu þúsund, og hefur tala þeirra tvöfaldazt á tveimur árum. Fyrr á árum fluttu enskir Mormón- ar mjög úr landi til Utah, og alls er talið, að hundrað þúsund Eng- lendingar, sem tekið hafa Mor- mónatrú, hafi flutzt til fyrirheitna landsins. En nú er þetta breytt. Samkomu- hús Mormóna þjóta nú upp í Eng- landi, og í Lingfield í Surrey hef- ur verið reist musteri með heilög- um stað fyrir giftingarathafnir og endurskírn forfeðra Mormónanna, er fram til ársins 1958 gat aðeins farið fram í musterum Mormóna vestan hafs, einkum í Saltvatns- borginni og nágrenni hennar. Mormónamir ensku þurfa því ekki lengur að J^lýja land til þess að njóta allra náðarmeðala trúar sinnar. Samhjálp Mormóna Eitt af einkennum Mormónatrú- ar er mjög öflug samhjálp, sem mótaðist þegar í öndverðu á dög- um ofsóknanna. Þeir gjalda tíunda hluta allra tekna sinna til kirkj- unnar, og því er jöfnum höndum varið til kii'kjubygginga, trúboðs og samhjálpar. En þrátt fyrir hinar miklu kröf- ur, sem Mormónar gera til sjálfra sín, afneita þeir ekki gleðinni. Samkomur þeirra eru jöfnum höndum helgaðar fræðslu og gleð- skap, bænageið og dansi, sálmum og nýtízku söngvum úr heimi dæg- urlaga. Þannig blandast saman hið (Framhald á 15. síðu). Hið nýja Mormónamusteri við Lingfield i Surrey í Englandi, er opnað var fyrir meira en tveim- ur árum. Það var öllum til sýnis í viku, en siðan hafa aðeins Mormónar fengið að koma þang- að til bænagerðar og helgiat- hafna. ( Munib skyndisöfnunLiia Framsóknarmenn í Reykjavík eru mynntir á vertSlaunasöfnun FulltrúaráÖs Framsóknarfé ■ laganna, sem lýkur 31. maí n. k. MeÖ því aí tíminn styttist ótlum, eru menn eindregiÖ hvattir til aÖ gefa sig fram sem allra fyrst viÖ skrifstofu FulltrúaráÖsins í Framsókn- arhúsinu, símar 15564 og 12942. Hver vill ekki hljóta aÖ verÖlaunum vikudvöl fyrir tvo að Bifröst i sumar? Fulltrúaráð Framsóknarfélaganna.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.