Tíminn - 27.04.1961, Page 1
ffi? fbl.—45. árgangar.
Lippmann ræSir við
Krútsjoff
bls. 5.
Finuntnðagor 27. aprfl<1961.
Þingeysk ær
átti 5 lömb
' Frá fréttaritara Tímans. —
Fosshóli í gær.
Hér eru ær aS byrja að.
bera, en þó ekki nema á ein-
staka bæ ennþá. Um daginn
bar ær að Fellsenda í Ljósa-
vatnshreppi og átti fimm
lömb. Lifa fjögur þeirra, en
eitt fæddist dautt.
Eigandi þessarar frjósömu
skepnu er Haraldur Sigurðsson
bóndi að Fellsenda. Rétt er að
geta þess, að ánni höfðu ekki verið
gefin nein hormónalyf, en það er
ekki sérlega sjaldgæft, að ær beri
þremur eða jafnvel fjórum lömb-
um við slíkar kringumstæður.
Skömmu áður en ærin bar, var
liún vegin og var þá 90 kíló.
Lömbin nýborin vógu 9 kíló. Sjálf-
sagt verða tvö lambanna vanin
undan móðurinni og hún aðeins
látin ganga með tvö. — Tíðarfarið
er nú orðið ágætt, og er þíðviðri
bæði dag og nótt, en snjór er enn
talsverður eftir stórhríðarnar um
daginn. Farfuglarnir eiu komnir,
og það kveður allt við af fuglasöng
í veðurblíðunni. Mikil bleyta er á
akvegum, enda hefur rignt tölu-
vert ofan í snjóinn, sem nú er þó
búið að ryðja af flestum vegum.
Sumar leiðir, t. d. milli Akureyrar
og Húsavíkur, eru að verða ófærar
af aurbleytu; og er öllum þyngri
farartækjum þar meinuð umferð.
F. S.
Þess sjást alls staSar merki, aS
vorið er komiS. í kaupstöSunum
má iafnvel sjá unglömb á túnum
og grasblettum, því aS þar er
sauSburSurinn byrjaSur. Hjá
Þórshamrl viS Lindarbraut á Sel-
tjarnarnesi sá Ijósmyndari Tím-
ans fallega tvflembu, sem hann
hafSi gaman af aS horfa á, og
hann bjóst þá lika viS, aS lesend-
ur Tfmans hefSu gaman af aS
sjá þetta meS sér. ÞriSja lambið
á myndinni á aSra móSur en
svörtu ána.
Minkur í fjár-
húsunum
Nú fyrir skömmu gerðist það
á Eystra-MiðfeUi á Hvalfjarðar-
strönd, að bóndinn þar, Valgarð-
ur .Jónsson, varð var við óboðinn
gest í fjárhúsum sfnum. Var það
minkur, og var ekki að sökum að
spyrja: Bóndi lagði hann um-
svifalaust að velli.
Brúin yfir Víðidalsá
sködduð af jakaburði
í bráðaleysingu um daginn
hljóp mikill vöxtur í VíÖidalsá
í Húnaþingi, og skaddaðist
brúin, líklega af jakaruðningi,
svo að nú er talin hætta á að
hún brotni undir þungum far-
artækjum. Hefur vegamála-
stjórnin gefið út bann við, að
farartæki, sem þyngri eru en
5 smálestir, fari yfir brúna.
Þetta er að sjáfsögðu til
hins mesta baga fyrir vöruflutn-
inga með stórum bifreiðum, því að
þetta er í aðalþjóðbraut landsins,
milli Reykjavíkur og Akureyrar.
Einnig hefur þetta þær afleiðing-
ar, að farþegar í áætlunarbifreið-
um verða að gjöra svo vel að stíga
út úr tækjunum og ganga yfir ána.
Víðidalsárbrúin cr nokkuð löngi verður sjálfsagt bið á, að þunga-
Uppreisn vís-
indamannanna
gegn afhendingu handritanna, segir Ekstra-
bla'ði'ð, einkum Sæmundareddu og jafnvel
Flateyjarbókar einnig
og Iivílir á þremur stöplum 1
ánni ank landstöpla. Það er stöp-
ullinn næst landi öðrum megin,
sem brotnaði, líklega af jaka eða
jakaruðningi. Brúin var smíðuð
árið 1927.
Langt að bíða viðgerðar
Eftir stórhríðarnar um daginn
gerði bráðan þey, og lUddi þá áin
sig, og hljóp í hana geysilegur
vöxtúr. Brotið er úr stöplinum
undan öðrum bita brúarinnar, og
er viðbúið, að hún brotni, ef mik-
ill þungi fer yfir. Enn er mikill
vöxtur í ánni, þótt nokkuð hafi
sjatnað, og það er mikill snjór til
fjalla, svo að líklega helzt áin
mikil fyrst um sinn. En augljóst
er, að viðgerð getur ekki farið
fram meðan vöxtur er í ánni, og
flutningar geti farið fram með
eðlilegum hætti.
Kaupmannahöfn, 26. apríl. —
Einkaskeyti til Tímans.
Ekstrablaðið skýrir frá því í
dag, að upp sé komin í Kaup-
mannahöfn hreyfing gegn af-
hendingu handritanna. Stjórn
Kaupmannahafnarháskóla var
kölluð saman til fundar í dag,
og var formanni Árna Magnús-
sonar nefndarinnar, Jóhann-
esi Bröndum-Nielsen prófess-
or, boðið á fundinn. Nefnir
blaðið þetta uppreisn vísinda-
mannanna gegn fyrirætlunum
ríkisstjórnarinnar.
Einkum er búizt við því, að
mótmælt verði harðlega afhend-
ingu Sæmundareddu á þeim
grundvelli, að hún sé frekar sam-
norrænn arfur en séríslenzk, þar
eð efni hennar megi álítast frá
eldri tímum en landnám fslands.
Hefur Bröndum-Nielsen lýst yfir
því í blaðaviðtali, að hann muni
beita sér gegn því á fundinum,
að íslendingar fái þetta Eddu-
handrit.
Palle Birklimd, ríkisbókavörð-
ur, hefur einnig lýst yfir and-
stöðu sinni við afhendingu Sæm-
undareddu og Flateyjarbókar, og
telur hann, að íslendingar eigi
ekki rökstudda heimtingu á þess-
um bókum.
Ekstrablaðið skýrir loks frá
því, að í hópi menntamanna í
Verkamannaflokknum sé uppi
andóf gegn afhendingu Edduhand
ritsins.
Rektor Kaupmannahafnarhá-
skóla, Carl Iversen, hefur neitað
að láta uppi álit sitt á þessu máli.
AðRs.
Tók Breta
Síðdegis í dag var varðskipið
Óðinn væntanlegt til Vestmanna-
eyja með brezka togarann Starella
frá Hull, H-219, sem tekinn hafði
verið að ólöglegum veiðum vestur
af Geirfuglaskeri, sem er syðst af
Vestmannaeyjum. Varð nokkurt
þref út af mælingum við töku
skipsins, og kom enskt herskip á
vettvang.
Rannsókn í málinu hefst vænt-
anlega í kvöld hjá bæjarfógetanum
í Vestmannaeyjum. Var skipið að
veiðum um 1,7 sjómflur fyrir inn-
an hin leyfðu takmörk.
íslenzkir nazist-
ar hóta hefndum
Mynd þessi, sem fylgir hér
með, var tekin að morgni sum
ardagsins fyrsta í Fossvogs-
kirkjugarði, en þá tóku nokkr-
ir nýnazistar íslenzkir upp á
því að ganga gæsagangi að
að leiði þýzkra flugmanna og
leggja þar blómsveig til minn-
ingar um Hitler.
Meðlimir foringjaráðs
Hltlerskveðja í Fossvogi.
istanna komu í gær að máli við
fréttaritara blaðsins og afhentu
honum ávarp, sem B. Haarde
flutti við athöfnina. Þar er lýst
mannkostum Hitlers, Roosewelt
og Churchill kallaðir böðlar Evr-
ópu og nazistaforingjarnir gömlu
nefndir píslarvottar. Endar ávarp-
ið þannig: „Við national-socialist-
ar strengjum þess heit að hefna
níðingsverkanna. Við munum
berjast, hvar sem við stöndum,
fyrir hugsjónum Adolfs Hitlers.
Heil Hitler.“
Höfðu hinir skuggalegu for-
ingjaráðslimir tneðferðis stóran
bunka af nýútkomnum nazistarit-
um, erlendum, og kváðust sjálfir
vera að stofna tímarit á íslenzku.
Hefðu þeir norskan nazista til
þess að hjálpa til vig skipulagn-
inguna hérlendis, auk þess sem
þeir hefðu á að skipa bæði út-
breiðslustjóra og öryggismála-
stjóra. Kváðu þeir góðan jarðveg
vera fyrir starfsemina hér í þæn-
um og þeir byggjust brátt við að
fá fótfestu úti á landi. Af mynd-
inni að dæma munu íslenzku naz
istarnir þó ekki vera mikið fleiri
en ein tylft unglinga.