Tíminn - 27.04.1961, Blaðsíða 16

Tíminn - 27.04.1961, Blaðsíða 16
M. Hatf. Fhnmtudaginn 27. apríl 1961. Norskur skuttogari hlaupinn af stokkum í byrjun þessa árs hljóp af stokkunum við Bergens Mek- aniske Verksteder í Björgvin fyrsti skuttogarinn, sem smíð- aður er í Noregi. Hlaut hann nafnið Hekktind, og er úr stáli og af 1. gæðaflokki. Innrétting og útbúnaður allur er sam- kvæmt ströngustu kröfum norska skipaeftirlitsins. Togarinn er með tveimur gegn- umgangandi þilförum og er hið efra botnvörpuþilfar. í skut er slippur fyrir setningu og inndrátt togvörpu og er hann af sérstakri gerð, sem B.M.V. hefur einkaleyfi á. Bústaðir skipverja og vélarrúm eru í framhluta, en vinnuþilfar og lestarrými í afturhluta. Lestar eru með frystiútbúnaði. Brennsluolía, vatn og kjölfesta er í botngeym um í „tunnel-hæð“. Á milliþilfaii er vinnslurúm, fiskgeymsla, slóg- borð, þvottaker og flutningatæki til kælirúms. Fyrir aftan vinnurúm á stjómborð og hléborð er rúm fyrir veiðarfæri. Fyrir aftan kæli- lestar, undir aðalþilfari, er komið fyrir „gúanó“-geymi, en auk þess Höfðingleg gjöf á Húsavík Lifrarsamlag Húsavíkur er nú að hætta störfum vegna breyttra hátta, og í gær bauð stjórn þess stjóm sjúkrahússins á Húsavík til kaffidrykkju í Hótel Húsaví'k og gerði henni kunnugt, að það ætlaði að gefa söluverð eigna sinna ,tvö hundruð og fimmtíu þúsund krónur, til sjúkrahúss- bygginga'r í kaupstaðnum. Jóhannes Hermannsson hafði orð fyrir stjórn Lifrarsamlagsins, er skýrt var frá þessari stórhöfð inglegu gjöf. Margir úr stjórn sjúkrahússins tóku til máls og þökkuðu Lifrarsamlaginu. Þormóður. ieru geymar á stjórn- og hléborð 1 fyrir frárennslisvatn frá vinnu- irúmi. Aftan við gúanógeyminn er rúm fyrir kvörn, safnker og gúanó- dælu. Allt hráefni frá vinnurúmi 1 er leitt í ræsi að kvörn til mölunar og síðan dælt í gúanógeymana. Aðalvél er 4-gengis Werkspoor- dísilvél, 1200 hestafla. Hjálparvél ar eru tvær. Aðalvél og önnur hjálparvél eru með dælu sem afl- gjafa fyrir hydrálískar vindur á þilfari, svo og fyrir lestarlúgur. Þilfarsvélar, svo sem akkerisvinda, togvörpuvinda, hjálpartogvinda og festarvinda eru af hinni fullkomn- ustu gerð. Togarinn er búinn fiskileitar- og fisksjártækjum af Asdic Elac gerð, með lárétt-lóðrétt geislasvið, Disa- miðunarstöð, Arma Brown stýris- tæki og Frydenbö-stýrisvél. Fullbúinn til veiða mun togarinn kosta 4.500.000 krónur. Vélaverkstæði Sigurðar Svein- bjömssonar h.f. fer með Umboð fyrif Bergens Mekaniske Verk- steder hérlendis. Helztu kostirnir við togvörpu- veiðar skuttogara með yfirbyggt þilfar, samanborið við venjuleg togvörpuskip með hliðartogi eru: 1. Lengri veiðitími. Óþarft að breyta um stefnu, hvort heldur vaipa er sett eða innbyrt. Skipið þarf ekki að liggja með toghliðina í hlé fyrir vindi og veðri. Frjáls- ræði við tog, óháð straumi og veðri. 2. Auknir aflamöguleikar. Betri stjörn á toginu og því meiri veiði- hæfni vörpunnar. Ekkert slit á vörpu við útbyrðun. Engin ójöfn áhrif og slit á togvörpunni. 3. Betri meðhöndlun á aflanum. Fiskurinn nýrri í vörpupokunum, þar sem stórir pokar eru teknir upp á þilfarið í einu „hífi“. Ein- faldari og auðveldari tæming afl- ans úr vörpunni, betri skilyrði til þess að verja aflann fyrir hita, birtu og veðri. 4. Minna slit á veiðarfærum, og er áður nokkuð að því vikið. 5. Betri vinnuskilyrði fyrir Nú er veðrið fyrir börnin til þess að vera úti. Víða er búið að dytta að rólunum, og þó að sumar séu lágar, þá eru þær óspart notaðar. Hér sjáum við tvær ungmeyjar í Höfðaborg, er una sér vel í rólunum sinum á góð- viðrisdegi. (Ljósmynd: TÍMINN — G€). * „Eg flyt yður heitar osk- ir ákærðs einstaklings“ Bramboltinu í hinu svo- nefnda morðbréfamáli er ekki enn lokiS. í gær var boSaS tii blaSamannafundar í skrifstofu Guðlaugs Einarssonar, verj- anda Magnúsar GuSmundsson- ar í máli þessu hingaS til, og afhenti Magnús þar tvö bréf, er hann hefur ritað, annaS til hæstaréttar, en hitt til verj- anda þess, sem honum var skipaður, Ragnars Ólafssonar. Vill Magnús, sem kunnugt er, ekki þekkjast nýjan verjanda. í bréfinu til hæstaréttar segir Magnús meðal annars: „Lýsi ég því yfir, að með á- lyktun virðulegs hæstaréttar um að leysa Guðlaug Einarsson frá t- segir Magnús GuSmundsson hæstaréttar bréfi tii skipshöfnina. Hið háa fríborð skut- togarans eykur öryggi áhafnar við öll störf, einkum í vondum veðr- um. Á skuttoguiunum fer öll að- gerð og verkun aflans fram á j neðra þilfari, en þar er áhöfn ör- ugg gegn sjó og veðri. Einungisj athafnir við togvörpuna fara fram: á hinu efra þilfari. þessu starfi, hefur dómurinn ó- vart orðið þess valdur, að vonir mínar um sýknudóm í samræmi við sakleysi mitt dvínuðu og eigin- kona mín, sem er veikluð, lét hugfallast við -sregnina. Þessi sann leikur er ekki neinum til áfellis sagður, heldur hreinskilnisleg játning sakbomings um staðreynd ir. Eg skírskota til samvizku yðar, virðulegi hæstiréttur, þegar ég bið yður í einlægni að endurskoða afstöðu yðar í ályktun um lausn verjanda míns, Guðlaugs Einars- sonar, og óska þess, að hann fái aftur í hendur vörn fyrir mig í þessu máli með nýrri ályktun hæstaréttar. Á þessu stigi geri ég ekki kröf- ur til yðar, virðulegi hæstiréttur, heldur flyt yður heitar óskir á- kærðs einstaklings, sem með at- beina kjörins verjanda síns fyrir dómi leitar sannleikans, í skjóli æðsta réttar landsins. Virðið mér þetta á mannsæmandi hátt. Eg treysti yður að óreyndu." ! Oddsskarð opnað iReyðarfirði 26. apríl. 1 í dag átti loks að byrja að , ryðja snjónum af veginum í I Oddsskarði til Neskaupstaðar. ; Þótti það þó óálitlegt í að ! leggja, því að mjög mikill snjór er enn á skarðinu, og er því óvíst, hvenær verkinu verður lokið. Annars er hér allt að auðnast í byggð, því að hlýindi eru dag hvern. Einn smábátur hefur róið undanfarið og fiskað vel, en stóru bátarnir, Gunnar og Katrín, afla frekar illa. M.S. í bréfinu til Ragnars Ólafsson- ar ítrekar Magnús, að hann viður- kenni hann ekki sem verjanda sinn, og segir enda, að sér virðist, að ákvæði í stofnskrá Evrópuráðs- samnings og fullgildingarskjal af íslands hálfu um vemdun mann- réttinda ómerki ákvæði landslaga um þetta efni. ■iö er byrjaö að skola óhreinind- i eftir veturinn af götunum í 'eykjavík. Vatnsbíll er á ferð neð slöngur, og vatnsboginn sóp- - sandi og leir niður í niðurföll- n. - (Ljósmynd: TÍMINN — GE). Félag barna- kennara 30 ára Stéttarfélag bamakennara í Reykjavík minntist nýlega 30 ára afmælis síns með hófi í Fram- sóknarhúsinu. Þegar félagig var stofnað, hafði verið starfandi kennarafélag við Barnaskóla Reykjavíkur (Miðbæj- arskólann), en eftir að Austur- bæjarskólinn tók til starfa, á- kváðu bamakennarar að stofna sameiginlegt stéttarfélag. í fyrstu stjórn félagsins vom: Gunnar M. Magnúss, formaður, Guðmundur í. Guðjónsson, Halgrímur Jóns- | son, Hannes M. Þórðarson og Kon ( ráð Kristjánsson. I Frá fyrstu tíð hefur hlutverk ! félagsins verið tvíþætt. í fyrsta ! lagi hefur það unnig að bættum í kjömm barnakennara, og hefur 1 það löngum verið forustuaðili í Sambandi íslenzkra barnakennara, enda langfjölmennasta kennarafé- ; lag landsins, félagatala nú um 300. | í öðru lagi hefur það unnið að menntun kennara og bættum starfsháttum, samstarfi foreldra og kennara ,og haldið uppi ýmis j konar félagsstarfsemi fyrir með- limi sína. í þessu sambandi hef- ; ur félagið beitt sér fyrir fjölmörg um námskeiðum, fræðslufundum og skemmtifundum, og gefið út Foreldrablaðið um margra ára skeið. Núverandi stjóm félagsins skipa: Þráinn Guðmundsson, Jó- hannes Pétursson, Jón Árnason. Sigurður Marelsson og Steinar Þorfinnsson. .

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.