Tíminn - 27.04.1961, Qupperneq 9
t T ÍMIN N, fímmtudaginn 27. aprfl 1961.
Heillaríkt skátastarf
meðal fatlaðra barna
Á safni og sýningu
Listsýning Barböru Árjnason
Skátahreyfingin er tví-
mælalaust með beztu og
heilbrigðustu æskulýðs-
hreyfingum heims. Hún
leggur megináherzlu á vin-
áttu og bróðurþel, og inn-
an hennar vébanda mætast
hinar ólíkustu þjóðir —
hvítar, svartar, brúnar og
gular — ólík sjónarmið, ó-
lík trúarbrögð, sjúkir og
heilbrigðir.
Hvers vegna geta svo allir
þessir ólíku aðilar snætzt
þarna í vináttu? Jú, það er af
því, að það er lögð áherzla á
að Virða það, sem hverjum
og einum er helgast. Það er
unnið saman að sameiginleg-
um vandamálum — verkefnin
leyst sameiginlega.
Þeir, sem hafa séð skáta frá
ýmsum löndum vinna saman á
skátamótum — reyna að kenna
hver öðrum og hjálpa hver öðr
um — þeir skilja þetta vel. —
Það er gamaan að sjá skáta
frá íslandi og kolsvartan
Afríkuskáta velta vöngum yfir
matartilbúningi á ensku móti.
Vera í sama tjaldhorninu með
landkynninguna sína — hvít
gæruskinn .lýsislampa og alls
konar ísl. minjagripi, og á
hinu borðinu ýmiskonar bast-
og tágavinnu, perlufestar,
klúta og hitt og þetta, sem ó-
mögulegt er að muna. Sitja svo
hlið við hlið á tjaldgólfi með
hver sitt Nýja testamenti, fylgj
ast með þeim texta, sem svo
einhver foringi frá þriðju
heimsálfunni les, og hlusta á,
hvernig hann eða hún útskýrir
skátaheitið.
Þetta er örlítið svipmynd úr
skátalífi. Og skátastarfið er
látið ná til þeirra, sem ef til
vill eru blindir, heyrnarlausir,
bæklaðir, vangefnir o.s.frv.
Skátastarf meðal vanheilla
barna er svo til nýr liður í
starfinu hér á landi. Skátasveit
fatlaðra og lamaðra var stofn-
uð s.l. ár. Það eykst stöðugt
áhugi skátanna fyrir því að
reyna að hjálpa þeim börnum,
sem á einn eða annan hátt eru
vanheil, til þess að þau geti
tekið þátt í skátastarfi. Þar er
þeim gefinn kostur á að vera
hlutgeng í félagsskap heil-
brigðVa barna, þau verða vinir
þeirra og samstarfsmenn, og
báðir aðilar hafa mjög gott af
þessu samstarfi, engu síður
þau, sem heilbrigð eru.
Þó hér sé aðeins hafið starf
fyrir fatlaða og lamaða, þá
mun strax og tækifæri gefst
er svo varið til þessarar skáta-
starfsemi fyrir 'vanheil börn.
í þetta sinn verður kaffidag-
urinn 1. maí í Skátaheimilinu
við Snorrabraut. Hafi einhver
löngun til að Ijá þessu máli lið,
er tækifæri til að drekka eftir-
miðdagskaffið í Skátaheimilinu
L maí. Það verður opnað kl.
2 síðdegis.
Nokkrir fatlaðir skátar — flokkur þeirra heitlr Hirtir og þarna
sýnir elnn fiokksmerkið.
verða hafist handa um starf
fyrir önnur vanheil börn. Það
er trú margra, að einmitt í
skátastarfinu geti þau fundið
þann félagsanda, sem veiti
þeim kjark og djörfung til þess
að taka þátt í leikjum og starfi
annarra bama á þann hátt,
sem þeim er fært. Þar eignast
þau vini ,sem taka þau eins og
þau eru.
Síðastliðið sumar fóru tvær
skátastúlkur úr Reykjavík til
Danmerkur á námskeið og mót
til þess að kynna sér skátastarf
meðal vanheilla barna. f ráð'i
er að reyna öðru hvoru að
senda út foringja til slíkra
námsferða. Þetta hefur auð-
vitað töluverðan kostnað í för
með sér, þess vegna hefur
stjórn Skátasveitar Fatlaðra og
Lamaðra tekið upp þann hátt
að efna til kaffisölu einn dag
á vori. Skátar og aðrir velunn-
arar hjálpa með því að gefa
kökur þennan dag. Ágóðanum
| Félagsbréf AB nr. 21
É Út er komið 21. hefti Félags-
^bréfa AB. Efni þess er sem hér
asegir:
1 Kristmann uðmundsson á þar
gtvö Ijóð, er hann nefnir Eufrósýne
||og Stjarnan og skugginn. Sigurður
iéiNordal skrifar grein um Engel
I:Lund undir nafninu Litla stúlkan
§í apótekinu: Þá er greinin Já vof-
ílan þekkist og viðbúnað hefur hún
flenn — nokkur orð til nytsamra
. sakleysingja í tilefni af sextugs-
yafmæli Tómasar skálds uðmunds
sonar frá uðmundi íslasyni Haga-
Jín — og að lokum ritar Agnar
fÞórðarson grein um leikritun í
Bandaríkjunum og nefnir hann
J.hana Broadway 1960. Um bækur
'skrifa þeir Þórður Einarsson og
. Ólafur Sigurðsson. Einnig eru í
yheftinu ritstjórnargreinar o. fl.
> j Tilkynnt er um tvær næstu mán-
.aðarbækur AB, en þær eru
y Leyndarmál Lúkasar eftir Ignazio
eSilone í þýðingu Jóns Óskars og
r Fjúkandi lauf — Ijóð eftir Einar
"Ásmundsson hæstaréttarlögmann.
Engann þarf að undra, þótt
mönnum séu mislagðar hendur,
því að svo er einnig um skap-
arann sjálfan. Ekki eru öll börn
hans jafnmikil hagleiksverk, séð
fr ásjónarmiði mannlegrar skamm
sýni.
Sýning frú Barböru er yfirlits-
sýning, en einnig afmælissýning
eftir 25 ára starfsferil hér á landi,
en sjálf hefur frúin hálfnað öld-
ina, og fimmtíu ára afmælið
finnst mér eitt skemmtilegasta
afmæli manna. Einhverju sinni
svaraði skólabarn þeirri spurn-
ingu, hvers vegna væru til fleiri
konur en karlmenn, og svarið var
þannig, að Guð hefði skapað karl-
manninn fyrst, en ekki verið á-
nægður með listaverkið og því
reynt aftur. Hefði hann þá skap
að konuna og séð strax, að hon-
um hafði nú heppnast betur og
þess vegna látið verða til fleiri
konur en karlmenn.
Eitt er víst, að honum hefur
heppnast vel, þegar hann skap-
aði frú Barböru Árnason. Ég
hygg að allir, sem eitthvað þekkja
frúna, verði mér sammála um
það, að hún sé ljómandi lista-
verk skaparans. Allt hennar við-
mót, öll framkoma og öll hennar
gerð er þannig, að það birtir hvar
em hún kemur.
Fillips Brooks, einn af prófess-
orum Harvard-háskólans, var orð-
lagður fyrir dásamlegt áhrifavald.
Um það komst einhver að orði á
þessa leið: „Dagurinn var drunga
legur, rigning og dimmviðri,
ömurieikinn áberandi. Þá kom
Fillips Brooks gangandi eftir göt
unni, og allt varð ljómandi bjart“.
Þannig vil ég lýsa frú Barböru
og er þá í raun og veru óþarfi
að bæta þar nokkru við um hana
sjálfa, en það eru gæfuríkar sálir,
sem fengið hafa slíka vöggugjöf
og svo heppilegt uppeldi, að þær
verða alls starfar sem ljósgeisli
á vegum manna. Slík er frú
Barbara. Til hennar mætti heim-
færa ýmislegt hið bezta sem sagt
hefur verið og bókmenntir geyma,
t.d. þetta: „Góður maður ber gott
fram úr góðum sjóði hjarta síns“.
Hin gullfallega sýning frúarinn-
ar vitnar um þetta. Listakonan
sameinar þrjá sterka þætti í einn
máttugan: Listgáfuna, skáldskapar
gáfuna og snilld handbragðsins.
Hún er listamaður af guðs náð.
Pund hennar er stórt. Listagáfa
hennar er mikil og hún er einnig
gott skáld ,hún yrkir fagran óð
í myndum. Hugkvæmnin er mikil
og handbragðið allt undravert.
Fyrir allmörgum árum kom ég
inn í sýningarskálann og rak þá
strax augun í svo sérstakar mynd-
ir, að ég stóð sem höggdofa og
hugsaði: er hér kominn annar
Hallgrímur Pétursson? Hver yrk-
ir Passíusálma í myndum? Þá
vissi ég ekki neitt um frú Barböru
Ámason, en fékk að vita, að hún
væri höfundur þessara dásamlegu
listaverka. Síðan hefur hún gnæft
hátt sem listamaður í vitund
minni og ekki minnkað við nán-
ari kynni. Þegar um list hennar
er að ræða, finnst mér einfald-
ast að heimfæra til hennar eitt
það dásamlegasta, sem sagt verð-
ur um list nokkurs manns. Það
eru nokkrar setningar í ljóði
Einars Benediktssonar um lista-
manninn Thorvaldsen, sem skáld-
ið nefnir viðeigandi heiti: Arfi
Þorvalds. Þar segir:
„En aldrei stóð mynd hans í anda
svo lágt,
né ofverkið handa svo langt yfir
mátt,
að lífsverk hans eigi einn einasta
drátt,
sem afbakar drottins sköpun“.
Er unn tað segja nokkuð glæsi-
legra um listamann? f huganum
mótast aldrei nein mynd, sem er
hinni miklu sköpun vansæmandi,
og þar skorti ekki heldur mátt
handanna til þess að fullnægja !
innblætrinum. Útkoman varð því
sú, að þar fannt ekki í heilu ævi-
starfi mikils listamanns einn ein-
ati dráttur, ekki einn, em „af-
bakaði drottins sköpun“, sem var
fegurð lífsins ósamboðinn.
Þetta mundi ég, þótt enginn
listfræðingur sé, áræða að segja
um list frú Barböru Árnason. Hún
er öll vígð fegurð og snilld, ekki
einn dráttur í óæðri þjónustu.
Hún er öll lofsöngur um lífið,
lofsöngur í mikilli myndauðgi og
fjölbreytni. Þar legg ég ekki út í
neina upptalningu. Eftirlæt það
hinum sérfróðu, en tarsýnt varð
mér á verk eins og Fjallshlíð. Hví
lík hárfín snilld og augnayndi.
Sú mynd, einnig Hekla og fleiri
af svipaðri gerð, eru engu aðdá
unarefni en hin frægu hraunmál-
verk Kjarvals á sinu sviði. Jafn-
vel frá FjósapoIIinum birtir lista
konan töfrandi fegurð, og Millu-
kofi er eitt sýnishornið af hand-
bragðinu. Friður á jörðu, er
mynd, sem sumir erlendir list-
fræðingar myndu kalló cosmic art,
og þá ekki síður Negro spiritual.
Báðar eru þessar myndir á sér-
stakan hátt andleg list — cosmic
art. Þær lyfta ál aðdáandans í
íFramhald 3 i3 siöu
Lækkun byggingarkostnaðar
1 Kafli úr eldhúsumrætSum Jóns Skaptasonar
'íá
I Hv. þm. Jónas Rafnar, var stjórnarflokkar hafa staðið fyrir?
§, ,. * , ... Hér er því af litlu að státa.
f utvarpsumræðunum a dog-; Húsbyggjendum væri áreiðan-
funum a8 hæla núv. stjómar-jlega kærkomnara að fá upplýsing-
II,, , , , . , . , , ., 'ar um, hvaða ráðstafanir stjórnar-
jflokkum fynr serstakan sk.ln- flokkarnir ætla að gera til þess
högum húsbyggjenda að tryggja nýjar tekjur í bygging-
arsjóð ríkisins, þar sem ljóst er,
lm9
Fatlaður skáti hnýtir hnúta.
|°g dugnaði við að útvega fé r ð tekjustofnar hans eru að drag-
byggingarsjóð ríkisins. ast stórlega saman frá því sem
áætlað var í upphafi.
Hann nefndi tölur máli sínu til Stjórnarflokkarnir hafa til
stuðnings, m.a. að á s. 1. ári hefði þessa stráfellt hverja einustu till.
byggingarsjóður lánað 71,8 millj. okkar Framsóknarmanna um fjár-
xkróna, sem er um 8 millj. krónum útveganir í byggingarsjóðinn. Þeir
?meira en 1956 á fyrsta ári vinstri hafa meira að segja gengið svo
■ stjórnarinnar. Hverjum dettur í langt á þeirri braut, að fella till.
Ihug, að þessar 8 milljónir dugi til j frá mér og Einari Ágústssyni um
*a3 mæta þeim gífurlegu hækkun- smá aukafjárveitingu til rannsókna
- ,um á byggingarkostnaði, sem núv. | og tilrauna, er miðuðu að lækkun
byggingarkostnaðar. Þó liggja"þær
upplýsingar fyrir, að íslendingar
verja næstum því helmingi meira
af þjóðarfiamleiðslu sinni til
íbúðabygginga en aðrar þjóðir
gera, að íslendingar nota 2% sinn
um meira fé til íbúðabygginga á
mann en Vestur-Þjóðverjar, en
byggja samt tiltölulega færri íbúð-
ir, og að sérfræðingur frá Sam-
einuðu þjóðunum, Davisson að
nafni, sem kvaddur var hingað til
að kynna sér þessi mál, hefur
lýst því yfir, að þriðjungslækkun
byggingarkostnaðar hérlendis sé
alls ekki óraunhæft markmið til
að keppa að.
Þegar þessar staðreyndir eru
hafðar í huga, verkar hástemt lof
þm. um sérstakan velvilja núv.
stjórnar í garð húsbyggjenda held-
ur illa.