Tíminn - 30.04.1961, Blaðsíða 2

Tíminn - 30.04.1961, Blaðsíða 2
2 TÍMINN, simnudaginn 30. apríl 1961. Castró vill semja um ágreiningsmálm Kennedy, Bandaríkjafor- seti, hefur boðað öryggisráð Bandaríkjanna á fund í dag og mun verða rætt um Laos og Kúbu. Kennedy hefur s'S- ustu daga rætt við Hammar- Kennedy mun á fundinum með Öryggisráðinu ræða, til hverra að- gerða skuli gripið í Laos, ef vopna hlé næst þar ekki. Jafnframt verð- ur rætt um ástandið á Kúbu með tilliti til síðustu atburða þar, þ.e. a.s. innrásarinnar, er fór út um þúfur á dögunum. skjöld, aðalritara SÞ, og Her- bert Hoover, fyrrum forseta Bandaríkjanna. Kennedy hélt ræðu í Chicago í dag. Hann vék að þeim ummælum Krútsjoffs, að kommúnisminn hefði þróunina með sér. Þessu mót mælti Kennedy en sagði, að hann teldi nú, að vestræn menning væri í hættu. Það staðfestu síð- ustu viðbrögð Sovétstjórnarinnar til þeirra atburða, sem nú eru að gerast í heiminum. Castró, forsætisráðherra Kúbu, hefur tilkynnt, að hann muni ekki lífiáta þá 1100 fanga, er hann tók í uppreisninni. Castró hefur óskað eftir samningum við Bandaríkjastjórn til þess að jafna ágrcining ríkjanna. Banda- ríkjastjórn hefur tekið þessu dauflega og lýst yfir, að hún geti e. t. v. samið um viðskipti við Kúbu, en hins vegar verði ekki samið um kommúnisma á vesturhveli jarðar eins og það er orðað. Uppreisnarfor- ingjar ófundnir Fimm herdeildir hafa veriS leystar upp í Alsír eftir upp- reisnina á dögunum. Jafn- framt hefur foringi útlendinga ; hersveitanna í Constantine í Alsír verið handtekinn og sit- ur nú í sama fangelsi og Challe, hershöfðingi, í Paris. Enn halda óbreyttir borgarar á- fram að skila vopnum, og hand- tökur eru enn miklar bæði í Frakk landi og Alsír. De Gaulle, forseti. mun áfram halda einræðisvaldi sínu og vænta menn nú á hverri stundu mikilvægra breytinga á ör- yggiskerfi landsins. Enn hefur ekkert spurzt til uppreisnarher- foringjanna, Salan, Zeller og Jou- haud. Gamlárs- brenna í apríl Laust fyrir hálf tólf á laugar- dag var slökkviliðið kvatt út í Faxaskjól, en þar var eldur laus í skúrræfli. Brann skúriinn að mestu, og er nú algjörlega ónýtur. — Skúr þessi átti að bíða til gaml- árskvölds, og skyldi þá verða not- aður í mikla brennu, en ein- hverjir krakkar tóku út „forskot á sæluna“ í gær, og kveiktu í skúrnum. Hefur krökkunum trú- lega þótt langt um of til gaml- árskvölds. Gert viö Víði- dalsárbrúna Bráðabirgðaviðgerð á brúnni yf- ir Víðidalsá á þjóðveginum gegn- um Húnavatnssslu er nú lokið, og hefur banninu við meiri heild- arþunga bifreiða en 5 lestir verið létt af. Fullnaðarviðgerð mun fara fram, þegar vorleysingar eru að mestu gengnar yfir. Vegir allir eru nú orðnir góðir yfirferðar, enda fer vorið vel að. Sýningu Barböru að ljúka Yfirlitssýningunni á verkum frú Barböru Árnason, sem að undan- förnu hefur verið I Listamanna- skálanum, lýkur á mánudagskvöld- ið, og verður ekki unnt að fram- lengja hana. Aðsókn að sýníng- unni hefur verið mjög góð. Grænlandsleiðangur BLANCH-LELY UGAVÉLARNAR er nýjasta nýjungin í múgavélum og eru þær jafn- framt framleiddar með L E L Y einkaleyfis- kostum. Múgavélar þessar eru með fjaðrandi tindum á múgahjólunum, sem útiloka að tindar hjólanna brotni, og slitna þar af leiðandi betur. BLANCH-LELY múgavélarnar eru dragtengdar og vökvalyftutengdar. Þær eru framleiddar í 3 teg- undum: PULLRAKE (6 múgahjól, dragtengd) kostar um kr.: 14.900,00 TEDRAKE (4 múgahjól, vökvalyftutengd) kostar um kr.: 10.200,00 GATHERAKE (4 múgahjól, dragtengd) kostar um kr.: 9000.00 Kynnið yður kosti vélanna og hafið samband við okkur eða umboðsmenn. Höfum sýnishorn af vélunum. „ EVEREST TRADING COMPANY GarSastræti 4 — Sími 100-90 Innilegar þakklr fyrir auðsýnda samúS vi3 andlát og jarSarför mannsins mins, föSur okkar og tengdaföður, Þorgeirs Jónassonar frá Helgafelli. Ingibjörg Björnsdóttir, börn og tengda börn. (Framhald af 3. síðu). einu sinni á tímabilinu til að menn geti borið saman bækur sínar. Frá fiskideild taka 6 menn þátt jí leiðangrinum, þeir fiskifræðing- arnir dr. Jakob Magnússon, sem er leiðangursstjóri, og mag. Sci- ent. Ingvar Hallgrímsson, og auk þeirra 4 aðstoðarmenn. Leiðang- ursstjóri á Anton Dohrn er dr. Adolf Kotthaus. Skipstjóri á Ægi er Jón Jónsson. Framkvæmdabanki íslands vill ráða vana skrifstofustúlku nú þegar. Skrif- legar umsóknir, er tilgreini menntun og fyrri störf, afhendist í bankanum. . . . TILKYNNING Athygli innflytjenda skal hér með vakin á því, að samkvæmt I. kafla auglýsingar viðskiptamálaráðu- neytisins, sem birt var í 124. tölublaði Lögbirt- ingarblaðsins frá 31. des. 1960, þá fer önnur út- hlutun gjaldeyris- og/eða innflutningsleyfa árið 1961 fyrir þeim innflutningskvótum, sem þar eru taldir, fram í júnímánuði næstkomandi. Umsóknir um þá úthlutun skulu hafa borizt Landsbanka ís- lands eða Útvegsbanka íslands fyrir 1. júní næst komandi. LANDSBANKI ÍSLANDS ÚTVEGSBANKI ÍSLANDS Ferðaáætlun Reykjavík — Fljótshlíð 1961 1/5—15/6 1961: Fjórar ferSir í viku. Frá Reykjavík: Sunnudaga kl. 21.30 Þriðjudaga kl. 18,00 Fimmtudaga kl. 18.00 Laugardaga kl. 14.00 Frá Múlakoti: Sunnudaga kl. 17.00 Þriðjudaga kl. 9.00 Fimmtudaga kl. 9.00 Laugardaga kl. 9.00 16/6 — 30/9 1961: Sex ferSlr í viku. Frá Reykjavík: Sunnudaga kl. 21,30 Þriðjudaga, miðvikud., fimmtud., föstud., kl. 18.00 Laugardaga kl. 14.00 Frá Múlakoti: Sunnudaga kl. 17.00. Þriðjud., miðvikud., fimmtud., föstud. og laugardaga kl. 9.00 1/10 — 31/10 1961: Fjórar ferSir í viku. Frá Reykjavík: Sunnudaga kl. 21.30 Þriðjudaga kl. 18.00 Fimmtudaga kl. 18.00 Laugardaga kl. 14.00 Frá Múlakoti: Sunnudaga kl. 17.00 Þriðjud., fimmtud. og laugard. kl. 9.00 1/11 — 31/12 1961: Eln ferS f viku ef faerS leyflr. Frá Reykjavík: Laugardaga kl. 14.00 Frá Múlakoti: Sunnudaga kl. 17.00 Afgreiðsla f Reykjavík hjá Bifreiðastöð íslands, simi 18911. ÓSKAR SIGURJÓNSSON Geymið auglýsinguna. Hvolsvelli .V*V»‘V*'V*V»W>

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.