Tíminn - 30.04.1961, Page 8

Tíminn - 30.04.1961, Page 8
F 8 TÍMINN, siumudaginn 30. aprfl 1961. Karl Jónsson, iínverkama<Jur, Akureyri: Atvinnuöryggið er mikilvægast Við hittum Karl Jónasson, starfs- morgnana og vinnum til fimm. mann í Ullarverksmiðjunni Gefj- Tökum einu sinni kaffihlé og mat- unni á Akureyri, þar sem hann arhlé um hádegið. stendur við bandþvottavélina og — Hvernig er samstarfið milli smellum formálalaust af honum verkamanna og stjórnenda verk- mynd. smiðjanna? Karl Jónsson við vinnu sína Ertu lengi búinn að starfa hér, Karl? — Tólf ár. — Hvernig líkar þér? — Ágætlega. — Og hvað líkar þér bezt? — Ja, vinnan er trygg, og að- búnaður og launakjör hafa alltaf farið batnandi. Frá því að ég kom hingað, hafa orðið geysilegar breytingar í verksmiðjunni, allt hefur stækkað og orðið þægilegra fyrir srtarfsfólkið.'Fyrstu árin mín hérna vann ég í gömlu verksmiðj- unni, og þar var svo þröngt, að hver flæktist fyrir öðrum. — Vinnið þið í tímavinnu? — Nei, við erum á fastakaupi. Fullgildir iðnverkamenn hafa um 4500 krónur á mánuði, en eftir- vinna er borguð sérstaklega. — Vinnur þú oft eftirvinnu? — Svona af og til, eftir því hvernig á stendur. — Hvað er vinnutíminn annars langur daglega? — Við byrjum klukkan sjö á — Það er ágætt. — Aldrei orðið alvarleg verkföll hjá ykkur? — Nei, aldrei síðan ég kom, síð- ur en svo. Við höfum smásigið á með kaup og kjör án þeirra. — En hvað finnst þér mikilvæg- ast fyrir verkamenn? — Þeir þurfa að sjálfsögðu að ‘ hafa sem mesta einingu og sam- stöðu innbyrðis, en mikilvægustu réttindi verkamanna eins og ann- arra er atvinnuöryggið. Og það höf um við haft hér á Gefjun til þessa. Sem fastir starfsmenn njótum við ýimssa samningsbundinna fríðinda, svo sem sérstakra veikindadaga og lífeyrisréttinda, og það er mjög mikilvægt fyrir okkur. — Hvað gerðir þú áður en þú byrjaðir á Gefjun? (Framhald á 9. síffu). Jón Snorri Þorleifsson, form. Trésmiíiafélags Reykjavíkur: Sameinumst í breiöfyIkingu í sókn til mannsæmandi lífskiara — Hvernig lýst þér á ástandið, Jón Snorri? — Það dylzt engum að kjara- rýrnun hefur orðið mjög mikil hjá aliþýðu manna síðustu 2 ár. Alþýðuflokksstjómin lækkaði kaupið með lögum og viðreisnin er einhver mesta kjararýmun, er leidd hefur verið yfir verkalýð- inn í langan tíma. Trésmiðafélag- ið hefur lausa samninga og tré- smiðir ásamt múrurum, málurum og pípulagningamönnum hafa lagt fram kröfur til atvinnurekenda um betri kjör. — Hvað um atvinnuhorfur tré- smiða nú? — Það hefur gætt nokkurs atvinnuleysis hjá trésmiðum í vet- ur. Samdráttur hefur orðið gífur- legur í byggingariðnaðinum og á s. 1. ári var byrjað á helmingi færri íbúðum en árið á undan. Sá samdráttur stafar fyrst og fremst af hinum gífurlegu verðhækkun- um af völdum viðreisnarinnar. Ásgeir SigurtSsson, rafvirki: Sameinuðum atvinnu- rekendum verðum við að mæta sameinaðir JÓN SNORRI ÞORLEIFSSON Byggingarefni hefur hækkað um 50—70% og allt upp í 90%. Eftir slíka holskeflu er almenningur 1. maí er í senn baráttu og hátíðis- dagur launþega getulaus til að ráðast í byggingar og þegar almenningur hefur ekki lengur getu til að eignast eða byggja íbúð, þá þýðir það atvinnu- leysi hjá okkur byggingarmönnum. — Hvað eru margir trésmiðar starfandi í Reykjavík? — í félagi okkar eru 620 tré- smiðir. Kaup okkar er ekki nema rúmar 50 þúsund krónur á ári fyr- ir 48 stunda vinnuviku eða 1109 krónur á viku, en samkvæmt út- reikningum hagstofunnar þarf vísi tölufjölskyldan rúmar 74 þúsundir í króna til að geta lifað mannsæm-; andi lífi. Kaup ófaglærða verka-j manna er enn lægra og sér hveri maður að við slíkt verður ekki bú-1 ið öllu lengur. Vegna hinnar óhagstæðu þróun- ar mála undanfarin missiri hefur borið á óánægju margra í verka- lýðshreyfingunni yfir því að ekki skuli hafa verið látið til skarar skríða og knúnar fram kröfur um bætt kjör, en ég held að það dylj- ist engum að verkalýðshreyfingin getur ekki beðið öllu lengur. — Og hvað mundir þú vilja taka fr'am í tilefni af 1. maí? — Ég vil eindregið hvetja íslenzkan verkalýð til að standa saman um hagsmunamál sín, því að reynsla undanfarinna ára hefur sýnt það áþreifanlega, að því að-; eins hefur verkalýðurinn haldið hlut sínum er hann hefur staðið i saman í órofa fylkingu. — Það erj hollt hverjum launþega að minnast þess á morgun, 1. maí, og ég vil skora á alla launþega, hvar sem þeir star'fa og hvar í flokki, sem þeir standa, að taka virkan þátt í hátíðahöldum dagsins og sam- einast í breiðfylkingu í sókn til mannsæmandi lífskjara. I Ásgeir Sigurðsson, rafvirkja hjá Flugmálastjórninni hittum við næstan að máli. — Hvað segir þú um ástand og horfur í verkalýðs- og kjaramálum, Ásgeir? — Ég álít, að enn sé næg at- vinna hjá flestum eins og stendur, en það er langt frá því að kaupið hrökkvi fyrir nauðsynlegum út- gjöldum. — Kjararýrnun hefur orðið gífurleg síðastliðin 2 ár og er fjarri því, að kaup, sem menn fá fyrir dagvinnu hrökkvi, til lífs- viðurværis. Það er eftirvinnan sem heldur okkur á floti. Mikil auka- vinna manna hefur orðið til þess að ekki ber enn að ráði á beinni örbirgð hjá fólki, en þó er enginn vafi á því, að nú berjast margar fjölskyldur í bökkum. Samkvæmt útreikningum Hagstofunnar þarf meðalfjölskylda nú um 74 þús. krónur til að geta lifað mannsæm- andi lífi. Vikukaup rafvirkja fyrir dagvinnu er nú 1163 krónur eða tæpar 60 þús. krónur á ári, svo að það vantar þarna allmikið á upp í útgjöld til brýnustu nauðsynja, en þó er ekki reiknað með nema 1000 krónum í húsaleigu á mán- uði, sem er fjarri raunveruleikan- um. — Hvað um atvinnuhorfur raf- virkja nú. Rafvirkjar eru mjög háðir byggingariðnaðinum, er ekki svo? — Jú, ef áframhaldandi sam- dráttur verður í byggingariðnað- inum, má búast við minnkandi at- vinnu og jafnvel atvinnuleysi. Ef svo færi að eítirvinnan, sem bjarg- ar mönnum nú eins og sakir standa fellur niffur, þá verður þröngt fyrir dyrum hjá mörgum. —r Hvernig á verkalýðurinn að bregðast við þessu andstreymi? — Ég tel að laun beri að hækka, þannig að unnt sé að lifa mann- sæmandi lífi af dagvinnutekjum. Þegar því marki er náð, tel ég að koma eigi upp lífeyrissjóðum fyr- ir alla launþega, m. a. til þess að bæta úr því öngþveiti, sem ríkir í lánamálum til íbúðarhúsabygg- inga. — f því sambandi þykir mér rétt að taka fram, að ég álít að unnt sé að lækka byggingarkostn- að allverulega og það beri að vinna sleitulaust að því að svo geti orff- iff. Það verður að beita öllum til- tækum ráðum og ríkisvaldinu ber ÁSGEIR SIGURÐSSON tvímælalaust skylda til að hafa þar forgöngu og leggja fram fé til rannsókna í því skyni. — Og Jjvað vildir þú segja að lokum í tilefni dagsins? — Verkalýðshreyfingin er nauð- synlegt afl í þjóðfélaginu, en það verður að beita því af skilningi og sanngirni. Hinum fyrstu forvígis- mönnum vorkalýðshreyfingarinn- ar verður seint fullþakkað óeigin- gjarnt brautryðjendastarf, en þótt verkalýðsreyfingin á íslandi eigi sér nokkra sögu, þá virðumst við enn vera á eins konar gelgjuskeiði í verkalýðsmálum. Við þurfum að sameina hin einstöku, smáu félög í öflug samtök til að geta mætt sameinuðum atvinnurekendum, sem nú hafa jafnvel ríkisvaldið sér til stuðnings. Ég vil skora á verka- lýðshreyfinguna að gera gangskör að því að koma skipulagsmálum sínum í örugga og farsæla höfn sem fyrst, því að sameinaðir get- um við aðeins staðið.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.