Tíminn - 30.04.1961, Blaðsíða 3

Tíminn - 30.04.1961, Blaðsíða 3
[(I N N, gU£iiudaginn 30. aprfl 1961 Ætlar aft flytjast af gó'ðri jör’ð undir Eyja- fjöllum á Skógasand. Bóndi einn í Austur-Eyja- fjallasveit hefur tekið þá á- kvörðun að stofna nýbýli úti á Skógasandi. Verður hann án efa fyrstur íslenzkra bænda til þess að flytja sig af jörð, sem talin er vildisgóð, til þess að reisa bú á svörtura eyði- sandi. Þessi bóndi er Kristján Magnús- son í Drangshlíð undir Eyjafjöll- um. Hann ætlar í vor að byrja að byggja úti á sandinum. Hlaðan verður fyrsta húsið, og ef til vill verður eitthvað hafizt handa um ræktun um leið. Kristján Magnús- son er nær hálffimmtugur að aldri, ókvæntur, en hefur búið með systur sinni um skeið. Tím- inn hafði tal af honum til að spyrjast nánar fyrir um þetta ein- stæða ráðabragg. Kristján sagðist nú hafa fengið munnleg loforð allra yfirvalda, sem hlut eiga að máli, fyrir nægi- legt landssvæði undir bújörð frammi á Skógasandi. Myndi hann fá þar 100 hektara flæmi. Eftir Tshombe er iaus Saettir virSast nú aftur hafa tekizt með stiórnmálaleiðtogum ( Kongó. Tshombe, siáifskipuSum forsætisráðherra í KatangahéraSi hefur verið sleppt úr þriggja sói- arhrlnga stofufangelsl og hannj beðinn afsökunar á handtökunni. Tshombe mun í þess stað hafa lýst yfir, að ahnn skyldi halda áfram þátttöku í ráðstefnunni í Coquilhatville í Miðbaugsfylki, þar sem fjallað er um framtíð Kongó. Samkomulag um framtíð Kongój hefur ekki náðst endanlega. I Tshombe hugðist fara af ráðstefn unni f Coquilhatville s.l. þriðju-j dag, en var þá tekin höndum. Á-1 greiningurinn er um stofnun sam bandsríkis í Kongó, sem Tshombe styður, svo og afstöðuna til S.Þ.J en Tsohmbe þykir stjórnin í Leo-1 poldville of eftirgefanleg við sam| tökln. væri aðeins að ganga formlega frá þessu og ákveða, hvar fram- tíðarjörðin skyldi vera, því að Skógasandur er stórt svæði. Víst væri þó, að hún myndi verða skammt austan við Skógaá, nokk uð frammi á sandinum. Auðveld framtíðarbújörð Bændur í Á-Eyjaf jallahreppi hafa um 200 hektara sandgræðslu á Skógasandi, og sinn hlut af því hefur Kristján til að byrja með. — Er þetta ekki bjartsýni, að ætla að fara að reisa bú á eyði- sandi?, spurði fréttamaður. — Það er nú víst kallað það, svaraði Kristján og hló við. En ég ætla að fá mér þama auðvelda bújörð og ekki eins vinnufreka og þá, sem ég bý á núna, þótt hún sé reyndar ágæt. En maður má ekki ofbjóða sér með þrældómi til þess að hafa stórt bú. Eg ætla að fá þarna 100 hektara. — Og sandurinn er auðveldur til ræktunar. Það þarf varla ann- að en sá í hann og tína úr honum einn og einn stein. Þetta er allt ircnnislétt. Auðvitað yrði þarna fyrst og fremst kúabú, en ætli maður verði ekki að reyna að hafa fáeinar kindur líka til þess að hafa kjöt í sjálfan sig. Byrjunin það erfiðasta — Margt er óljóst enn í þessum áætlunum. Ég er' enn ekkert far- inn að ákveða, hversu margar kýrnar verða. En ég er farinn að undirbúa þetta með því að koma mér upp góðum kúastofni til að byrja búskapinn með. Sandurinn er að vísu ekki frjósamlegur yfir að líta meðan ekkert hefur verið gert fyrir hann, en það er býsna mikil mold í honum á köflum, og ég er viss um, að þetta verður hæg ur búskagpr, þegar allt verður kom ið í kringo-iByrjunin verður auð- vitað það erfiðasta, en maður má ekki láta hana vaxa sér í augum. Ákvörðunin er tekin, og ég vona að ekki líði alltof langur tími áð- ur en ég get setfc! ið á nýja bæn- um. Fögur fjallasýn, en enginn bæjarlækur — Eitt er það, sam vantar á sandinum, en það er vatnið. Eg ætla að bora eftir jarðvatni og dæla því upp, en ef það gefst ekki vel, verður varla um annað að ræða en að safna af húsum, að minnsta kosti fyrst í stað. En annað kemur á móti. Útsýnið af sandinum er frábærlega fagurt, bæði til sjós og lands, sérstaklega f jallasýnin, sem varla er til að tala um hér uppi undir hlíðunum. Rannsóknarleiðangur á Grænlandshaf SEATO til bar daga í Laos? Vopnahlé dregst á langinn Vorlð er komið með sól og yl, en þó er tæplega orðið sólbaðsfært ennþá. Jörðin er líka blaut, og þess vegna leggj ast þeir, sem farnir eru að vitja Arnarhóls, endilangir á bekkina, þegar sóiin skín. Það er líka sólbað. Nýbýli á svörtum sandi Phoumi Nosavan, land- varnaráðherra stjórnarinnar í Vientiane í Laos, befur skipað her stjórnarinnar að beita því aðeins vopnum að á herinn sé ráðist að fyrra bragði. Jafn- framt hefur Nosavan skorað á Kong Le, herforingja Path- et Lao, að koma til fundar við sig hið fyrsta til þess að ræða um vopnahlé í landinu. Forsætisráðhcrra hægri stjórn arinnar í Vientiane, Boum Oum, hefur sent foringjum vinstri manna orðsendingu, þar sem hann leggiu: til, að þeir hittist imdir vopnahlésfána á svæði mitt á milli yfirráðasvæða hvors um sig. Ekki er vitað til þess að nokk uð svar hafi borizt við þessu, en áður hafði verið ágreiningur um, hvar leiðtogarnir skyldu hittast. Vinstri menn sækja fram á öll- um vigstöðvum í Laos og hafa mestan hluta landsins á sínu valdi. Eru vinstri hersveitirnar nú skammt frá stjórnarborginni, Vientiane. Stjórnin í Vientiane fullyrðir að Rússar haldi áfram vopnasending um til Laos, þótt ekki sé í jafn ríkum mæli og fyrr. Bandarískar herflugvélar eru hins vegar í flutn ingum fyrir Vientiane-stjórnina, og Bandaríkjastjórn segist ekki munu breyta afstöðu sinni til La os nema tryggt sé, að raunveru- legt vopnahlé sé á komið. Voði, ef vopnahlé ekki næst Laos-nefndin, er sett var á stofn 1954 og starfaði fram til árs ins 1958, hefur aflur komið sam an í Nýju Dehli. Formaður nefnd arinnar er Indverji, en auk hans eru í nefndinni Pólverji og Kan- adamaður. Nefndin hélt fyrsta fund sinn í gær og náðist þar al- gert samkomulag um, hversu hag að skuli eftirliti með vopnahléi í Laos. Greinargerð um þetta verð ur send stjórnum Bretlands og Sovétríkjanna, sem svo taka á- kvörðun um, hvenær nefndin held ur til Laos. Brezka stjórnin segist styðja þá tillögu Vientiane-stjórnarinnar, að deiluaðilar hittist á hlutlausu belti mili víglínanna. Hins vegar hefur brezka stjórnin verulegar áhyggjur vegna hernaðaraðgerða vinstri manna í Laos og óttast að Suðaustur-Asíu-bandalagið SEATO grípi í leikinn í landinu, én það gæti aftur þýtt aðild Kína að á- tökunum þar með ófyrirsjáanleg- um afleiðingum. Stjórn B.S.R.B. hefur eínróma sam- þykkt aðild að 1. mai-hátíðahöldum — Undarleg yfirlýsing einstakra stjórnar- meðlima utan fundar f dag, sunnudag 30. apríl,! leggur Ægir af stað í umfangsl mikinn leiðangur í Grænlands hafi á vegum fiskideildar At-| vinnudeildar háskólans. Meg-| intilgangur þessa leiðangurs er að rannsaka útbreiðslu og magn á karfaseiðum, með sér-j stöku tilliti til staðsetninga á megin gotsvæðum karfans. I I Leiðangurinn er farinn í sam-j vinnu við Þjóðverja, sem þegar eru lagðir af stað á rannsóknar-j skipi sínu Anton Dohm. Verka-' skiptingu er þannig hagað, að1 Ægir á að annast rannsóknirnar á ] öll-a Grænlandshafi, nánar tiltekið1 norðan frá Kögri suður undir Hvarf á Grænlandi og þaðan aust- ur undir Reykjanes. Anton Dohrn annast rannsóknir á svæðinu þar fyrir sunnan og austan, allt suður á 50. breiddarbaug og austur undir Færeyjar. Um borð í báðum skipunum verða notuð sams konar rannsókn- artæki, svo gögnin verða sam- bærileg. Jafnhliða karfarannsóknunum verða gerðar dýrasvifsrannsóknir, sjórannsóknir, síldar leitað og plöntusvifsrannsóknir framkvæmd ar á hluta leiðangursins o. fl. Leiðangurinn allur mun taka um 4 vikur, en ætlunin er að bæði skipin hittist í Reykjavík (Framhald á 2. síðu). Blaðinu barst í gær tilkynníng frá sex stjórnarmeðlimum í stjóm B.S.R.B. um að bandalagið taki ekki þátt í hátíðahöldum í Reykjavík 1. maí. f tilefni af þessu sneri blaðið sér til Krist- jáns Thorlacius, formanns B.S. R.B. og ynnti hann eftir, hverju þetta sætti. Kristján tjáði blaðinu, að á fundi í stjórn bandalagsins föstu- daginn 21. apríl 1961 hafi stjórn- in einróma samþykkt að taka boði 1. maí-nefndar fulltrúaráðs verkaiýðsfélaganna í Reykjavík um aðild að hátiðahöldunum 1. maí. Jafnframt var Einar Óiafs- son, verziunarstjóri, einróma kjörinn fulltrúi bandalagsins í 1. maí-nefnd. Síðan hefur enginn fundur verið haldinn í stjórn bandalagsins, en hins vcgar töl- uðu 2 stjórnarmeðlimir við for- mann bandalagsins í gærmorg- un og létu í ljós óánægju yfir því að fulltrúi bandalagsins í 1. maí-nefnd skyldi hafa undirritað ávarp dagsins, þótt þeim væri Hlaut 172 þúsund króna sekt í gær kvað bæjarfógetinn í Vest mannaeyjum upp dóm í máli skip stjórans á brezka togaranum Star- ella. Var skipstjórinn dæmdur í 172 þús. kr. sekt og afli og veiðar- færi gerð upptæk, en þau voru metin á 200 þús. kr. — Skipstjór- inn áfrýjaði dómnum, setti 500 þús. kr. tryggingu og fór frá Vest- mannaeyjum kl. 2,30 í gær. S.K. Xuglýsið í Tímanum kunnugt um að hann hefði undir ritað ávarpið með fyrirvara og í fyllsta samræmi við fyrri sam- þykktir bandalagsþings og banda lagsstjórnar. Formaður tjáði þeim, að hann myndi halda fund í stjórninni um þetta mál, strax og þess væri óskað. Slík ósk hafði engin borizt, er blaðið fór til prentunar. Undirritaði L maí-ávarpið með fyrirvara Einar Ólafsson, fulltrúi B.S.R.B. í 1. maí-nefnd verkalýðsfélaganna í Rvík, hefur beðið blaðið að geta þess, að hann undirritaði 1. maí-ávarp meirihluta kröfugöngunefndar með fyrirvara. Að áliti Einars átti ávarpið eingöngu að vera um launamál og kjara baráttu verkalýðsins. Fyrir vari Einars var um það, að hann væri aðeins samþykk- ur þeim hluta ávarpsins, er fjallaði um launamál. Hins vegar tæki hann enga af- stöðu til hermála. Einnig var Einar mótfallinn því að deilum um landhelgismálið væri blandað saman við kjarakröfur launþegasam- takanna á hátiðis- og bar- áttudegi þeirra, 1. maf.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.