Tíminn - 30.04.1961, Page 5
’ T f MIN N, sunnudaginn 30. aprfl 1961.
5
Úfgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN.
Framkvæmdastjóri: Tómas Arnason. Rit-
stjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb.), Andrés
Kristjánsson, Jón Helgason. Fulltrúi rit-
stjómar: Tómas Karlsson. Auglýsinga-
stjóri: Egill Bjamason: — Skrifstofur
í Edduhúsinu. — Símar: 18300—18305
Auglýsingasími: 19523. Afgreiöslusími:
12323. — Prentsmiðjan Edda h.f.
.___________ , , -------------------------------------/
Dagur launþega
Fyrsti maí — hátíðisdagur verkamanna — er á
morgun. Víða um lönd munu samtök verkamanna halda
stóra fundi og göngur til að minnast unninna sigra og
árétta baráttumál líðandi tíma.
Samtök verkamanna eiga margs að minnast síðan
þau gerðu fyrsta maí að sérstökum baráttudegi sínum.
Þau hafa oft unnið mikla sigra, líka stundum lotið í
lægra haldi. í mörgum löndum má merkja árangurinn í
stórbættum kjörum og stórauknum réttindum verkafólks.
Mestur og glæsilegastur hefur árangurinn orðið í
þeim löndum, þar sem verkalýðssamtökin hafa notið
frelsis til að berjast fyrir hagsmunamálum verkalýðsins.
Því miður skortir enn mikið á það víða um heim, að
samtök launþega njóti frelsis til að berjast fyrir hags-
munamálum sínum. Verkalýðssamtökin eru ófrjáls í þeim
löndum, þar sem einræðissinnaðir íhaldsmenn fara með
völd, eins og á Spáni, í Portúgal, í mörgum ríkjum lat-
nesku Ameríku o. s. frv. Verkalýðssamtökin njóta ekki
heldur frelsis í þeim löndum, er kommúnisminn hefur
brotið undir sig. Verkamenn í framangreindum löndum
verða að sætta sig við þau kjör, er viðkomandi stjórnar-
völdum þóknast að skammta þeim.
í verki birtist þetta líka á þann háttf að t.d. i Evrópu
eru kjör verkalýðsins lökust*á Spáni,. í Portúgal og í
Austur-Evrópu.
Islenzkir verkalýðssinnar hljóta að minnast verka-
lýðs þessara landa með samúð og óskum um, að hann
megi sem fyrst losna við fjötrana.
Hér á landi hafa verkalýðssamtökin margs að minn-
ast 1. maí. Það er óvéfengjanleg staðreynd, að samvinnu-
hreyfingin og verkalýðshreyfingin hafa átt meginþátt
í því, að hin vaxandi þjóðarframleiðsla hefur tryggt hér
síbatnandi kjör alþýðu til sjávar og sveita — að tiltölu-
lega fleiri einstaklingar hafa orðið hér efnalega bjarg-
álna en í flestum eða öllum löndum öðrum.
Um þessar mundir eru af hálfu þeirra flokka, sem
nú fara með stjórn landsins, gerð markviss tilraun til
að brjóta þessa stefnu niður og eyðileggja ávöxtinn af
starfi þessara félagshreyfinga.
Öll rök mæla með því, að lífskjörin þyrftu nú ekki
að vera lakari en þau voru í október 1958, eða eins og
þau voru allt árið 1959. í stað þess eru þau nú 15—
20% lakari. Ástæðan er sú, að tekin hefur verið upp
röng efnahagsstefna — sama efnahagsstefnan og nú
veldur atvinnuleysi 6—7 millj. manna í Bandaríkjunum.
Tilgangur þessarar stefnu er ekki að tryggja atvinnu-
vegunum sæmileg starfsskilyrði, þótt svo væri látið heita
upphaflega, enda allt annað komið á daginn. Tilgang-
urinn er, að hverfa aftur til hinna „góðu gömlu daga“,
þegar fáir voru ríkir og fjöldinn fátækur.
Verkalýðssamtökin hafa sýnt réttmætan skilning í
því að lofa þessari stefnu að fá hæfilegan tíma til að
sýna sig í verki, svo að ekki verði sagt, að þau hafi
rasað um ráð fram. En endalaust geta þau ekki þolað
það, að mikill þorri launþega hafi ekki nema 4000 kr.
mánaðarlaun. að óbreyttri þeirri dýrtíð. sem orðin er.
Það er ekki heldur hægt að þola til lengdar, að hér
ríki samdráttarstefna, sem mun skerða stórlega fram-
leiðslu og atvinnumöguleika í framtíðinni.
Stjórnendur landsins verða að skilja, að verkalýðs-
samtökin geta ekki beðið endalaust. Nú er það ríkis-
stjórnarinnar að koma svo til móts við launþega. að ekki
komi til átaka, sem gætu orðið til mikils tjóns. Annars
ber ríkisstjórnin ábyrgð á því, sem ella skeður.
Jón D. Guðmundsson, verkama'Sur, Reykjavík:
Verkalýöshreyfingin og samvinnu-
hreyfingin taki höndum saman
Jón D. Guðmundsson, verkamað-
ur, er starfsmaður í vörugeymslu
S. í. S. í Reykjavík.
— Hvenær ert þú fæddur, Jón?
— Eg er fæddur 11. sept. 1897
að Melstað í Miðfirði í V.-Hún. Eg
ólst að mestu upp á Barði, sem er
næsti bær við Melstað, en móðir
mín var vinnukona á Barði. Eg
var í Miðfirði til 25 ára aldurs, en
þá fór ég á vertíð á „eyrina“ eins
og kallað var, þ. e. eyrina í
■ Reykjavík. Þetta var vertíðin 1922
og vann ég aðallega við uppskipun
úr togurum. Heima hafði ég unnið
öll algeng sveitarstörf.
— Og hvað um viðbrigðin?
— Viðbrigðin voru mikil. Eg
hafði alizt upp á góðu heimili, þar
sem allir voru jafnir, húsbóndinn
jafnt sem vinnufólkið — og mér
fannst, er ég kom til Reykjavík-
ur eins og það væri litið niður á
þessa verkakarla á eyrinni. Eftir
þessa eyrarvertíð var ég hingað og
þangað í lausavinnu, bæði hér fyr-
ir sunnan og einnig fyrir norðan,
var t. d. 2 sumur í síld norður á
Siglufirði. Vorið 1924 kom ég svo
til Hafnarfjarðar og vann tvö ár
hjá hjá Jóni og Gísla, en þeir önn-
uðust uppskipun úr togurum, salt-
og kolaskipum og aðra þálíka
vinnu. — Þar var töluverð vinnu-
harka; en mér líkaði samt vel við
verkstjóra mína alla og held kunn-
ingsskap við marga þeirra enn. —
Þá var vinnudagurinn 10 stundir,
frá 7 til 7. Tímakaupið var kr. 1.20
og eftir- og nelgidágavinna var kr.
2.00.
Þar í Hafnarfirði urðu fyrstu
nánu kynni mín af verkalýðsfélög-!
um, en ég hafði lítilsháttar kynnzt
þeim í Reykjavík áður.
— Var starfsemi verkalýðsfé-
laga öflug þá?
— Það var töluvert líf í verka-
lýðsfélaginu í Hafnarfirði og voru
flestir verkamenn þar í verkalýðs-’,
félaginu, þótt enginn væri skyld-’
aður til þess þá. Eg man eftir því
að 1926 var mikið verkfall í Reykja
vík og var sett á samúðarverkfall!
að suður. Eg starfaði við
Vífilsstaðabúið frá 1939 til 1946 en
þá fluttizt ég hingað til Reykjavík-
ur. Eg hefi starfið á vörugeymslu
S. í. S. síðan ég kom hingað til
Reykjavíkur. Eg gekk strax í Dags
brún, og hef síðan fylgzt með fram
vindu verkalýðsmála í Reykjavík.
JÓN D. GUDMUNDSSON
— Hvað flgurý þér nú helzt í
hug í samabndi við verkalýðsmál,
er þú lítur til baka?
— Breytingarnar hafa orðið
stórkostlegar. Það hefur mikið á-
unnizt, en þó neita ég því ekki að
ýmis víxlspor hafa verið stigin í
verkalýðshreyfingunni. Með hlið-
sjón af því sem verið hefur að
gerast síðustu misseri og það sem
viiðist framundan get ég ekki
stillt mig um að benda á, að það
virðist sem ætíð eigi að níðast á
þeim, sem minnst hafa, á verka-
mönnunum, sem lægst hafa kaup-
ið. — Mér sýnist framundan bein
mannekla í þeirri stétt, því ungir
menn leita ekki í lægst launuðu
og óþrifalegustu vinnuna og láir
þeim það enginn. Reynslan hefur
sannað, að ef verkamönnum tekst
að ná kjarabótum eftir langvar-
andi baráttu, þá þykir sjálfsagt að
hækka strax við alla hina.
Þeim tveimur félagsmálahreyf-
ingum, sem mestu hafa komið á-
leiðis hér á landi til hagsbóta al-
menningi, verkalðsýhreyfingunni
og samvinnuhreyfingunni verður
seint að fullu þakkað, en ég get
ekki stillt mig um að segja, að
mig_ tekur sárt að þessar hreyfing-
ar skuli ekki vinna meira saman
en nú er að hinu sameiginlega
markmiði. Þessar félagsmálahreyf
ingar verða að taka höndum sam-
an til hagsbóta landi og lýð. Þetta
er einkum nauðsynlegt nú, þegar
komin er til valda ríkisstjórn, sem
auðsjáanlega vill hefta áhrif og
lama framkvæmdagetu beggja
þessara félagssamtaka.
Mér líst sannarlega ekki á, ef
íhaldið með auðmenn og atvinnu-
rekendur í broddi fylkingar fær
með aðstoð hjálparkokka sinna
meiri ítök í verkalðsýhreyfing-
unni, en þegar er orðið, og ég
treysti því og trúi að frjálshuga
og frjálslyndum mönnum takizt
að hrista af sér slík óþrif innan
tíðar. Hér er þó á brattann að
sækja, vegna þess að unga fólkið
gerir sorglega lítið af því að
kynna sér verkalýðsmál og taka
virkan þátt í störfum verkalýðs-
félaga. Það er unga fólkið, sem á
framtíð þessa lands í höndum sér
og þegar það sjálft hefur gert sér
fulla grein fyrir staðreyndum og
lögmálum lífsins, þegar það vakn-
ar, þá er sigurinn vís.
— Þú ert ekki sVo svartsýnn á
framtíðina.
— Eg sat á Alþýðusambands-
þingi í haust og þar kyntist ég
mörgum fulltrúum verkalýðsins
úti á landsbyggðinni og það voru
góð kynni. Mér fannst anda góðu
frá þeim mörgu ágætu mönnum,
— þar mætti ég skilningi og sam-
vinnuhvöt. Eftir þau kynni hef ég
meiri trú á framtíðinni en áður.
í Hafnarfirði, það er að segja, það
var ekki skipað upp úr togurum
frá Reykjavík í Hafnarfirði.
— Var hugsunarháttur almenn-
ings varðandi verkalýðsfélög ekki
nokkur annar þá en nú? •
— Jú, hann var það. Stéttvísi
var þá ekki eins mikil og nú.
Verkalýðsfélög áttu víða mjög erf-
itt uppdráttar og verður forystu-
mönnum verkalýðshreyfingarinnar
á þessum árdögum hennar seint
fullþakkað fórnfúst og óeigingjarnt
starf. Þeir hlutu ekki ætíð mikil
laun fyrir þrotlaust starf og bar-
áttu.
Seinasta veturinn minn í Hafnar
firði fóru fram bæjarstjórnarkosn
ingar og voru átök mikil. Kosn-
ingadagurinn var mjög skemmti-
legur og mun seint líða mér úr
minni. Þá var barizt af hörku og
ákefð og Alþýðuflokkurinn fékk
hreinan meirihluta í bæjarstjórn-
inni. Það voru glæsilegir og ske-
leggir forystu- og baráttumenn, er
þá komust til valda. — Það var
annar Alþýðuflokkur en við höfum
nú — og þeir menn voru gerólíkir
þeim mönnum, sem nú fara með
völd og eru á oddinum í Alþýðu-
flokknum. i
— Og hvert lá svo leiðin frá
Hafnarfirði?
— Frá Hafnarfirði fór ég austur j
fyrir fjall _og stundaði vinnu-
mennsku í Árnes- og Rangárvalla-
sýslum. Þá var atvinnuleysi tekið
að herja og kreppan var á næsta
leyti. Þar eystra var ég í 12 ár eða I
allt til ársins 1939, er ég kom hing I
Guðmundur Björnsson, formaÖur VerkalyÖsfélags
Stöftvarf jar'Öar:
Fljótum ekki sof-
andi að feigðarósi
Guðmundur Björnsson, foirnað-
ur Verkalýðsfélags Stöðvarfjarðar,
hefur ritað eftirfarandi fyrir blað-
ið í tilefni 1. maí:
Á morgun er 1. maí, baráttu- og
GUÐMUNDUR BJORNSSON
hútíðisdagur verkalýðsins.
Dagsins og stéttarinnar er
minnzt á margvíslegan hátt, allt
eftir því hvar er á jarðarkringl-
unni.
í höfuðstaðnum er efnt til kröfu
göngu og útifundar. Svipaður hátt-
ur mun á hafður í öðrum kaup-
stöðum, kauptpnum og þorpum
landsins, og þá jafnan miðað við
stærð og getu hvers staðar.
Á útifundum, og i veglegum
samkomusölum, eru flutt hvatn-
ingarorð til verkalýðsins.
Og í sjálfu Ríkisútvarpniu er
dagsins minnzt þó stundum hafi
það ekki verið gert á þann hátt, er
forustumenn verkalýðsins hefðu
helzt kosið.
Allt er þetta tilstand góðra
gjalda vert. Hvatningarorð foringj
anna á slíkum stundum eru nauð-
synleg. Vinsamleg ummæli vald-
hafanna í garð stéttarinnar eru
einnig ákjósanleg, en því miður,
þau orð, sem sögð eru í hrifningu,
(Framhald á 12. síðu).