Tíminn - 30.04.1961, Page 6
-— ®g ör ftöð’tíur í HeRJar-
seB í Hróarstungu þann 30.
apríl, þar var tvíbýli og
bjuggu foreldrar mínir, Guð-
bj'örg Jósefsdóttir og Stefán
Magnússon, á öðrum helmingi
jarðarinnar. Þetta var nokkuð
stór jörð en harðbýl. Við vor-
um fjögur börnin, en tvö dóu
í bernsku. Systir mín er enn
á lífi í Vestmannaeyjum.
Foreldrar mínir bjnggu við
lítil efni og ekki bætti úr skák
að ég varð mesti eymingi á unga
aldri, veiktist fimm ára gamall.
Það hljómar kannski eins og lyga-
saga, en einn daginn fékk lítils-
httar áblástur á vörina. Ég reif
ofan af því og sofnaði svo um
kvöldið. En um miðja nótt vakna
ég við kvalir og er þá orðinn
stokkbólginn. Faðir minn átti
hest á járnum og reið í snatri
þá um nóttina á næsta bæ. Þar
vildi svo heppilega til, að Stefán
Gíslason, læknir, var um nætur-
sakir. Hann var drifinn til mín
en þá var höfuðið á mér alt orðið
bólgið og komið sár á það. Ég
var að því kominn að kafna en
þá þreif læknirinn pelann henn-
ar systur minnar, á honum var
slanga, og þessu stakk hann upp
í mig. Litlu síðar varð ég alger-
lega blindur. I þessum furðulega
sjúkdómi átti ég næstu þrjú árin,
ég lá rúmfastur og Bjöm Ólafsson
augnlæknir sem þá ferðaðist um
í dag er Magnús Stefánsson dyra-
vörður í Stjórnarráöinu sjötugur
aö aldri. í því tilefni hefur blaða-
maður Tímans gengið á fund
hans og innt hann eftir ýmsum
atvikum á langri ævi. Magnús
kann frá mörgu að segja. Það
værl ekki ofsagt að hann hefði
séð í tvo heimana um sína daga.
— Tíminn sendir afmælisbarninu
beztu óskir á þessum degl.
landið, hélt því fram að engin
leið væri að lækna blinduna. —
Svo var það einu sinni á vortíma
að ég sá grisja í ofurlitla skímu
og hafði orð á því að kveikt hefði
verið á olíuljósi. Svo var þó ekki,
heldur var glaðasólskin úti. —
Þannig læknaðist ég af blindunni
smám saman án þess nokkuð
væri að gert.
(
Lokaður inni í fjósi
með kverið
— Varstu lengi í föðurhúsum?
— Mamma dó þegar ég var 10
ára gamall og þá neyddist pabbi
til að bregða búi, svaraði Magnús,
— hann var of fátækur til að
halda ráðskonu. Þá fór hann í
viunumennsku og ég var á hans
vegum á ýmsum stöðum. — Ég
varð kirtlaveikur og leið illa.
Þá tók pabbi það til bragðs að
fara með mig til grasalæknis.
Það var Þórunn í Brúnavík, móð
ir Erlings grasalæknis á Grettis-
götunni. Hún var ættuð úr Skafta-
fellssýslu en hafði sest að í Brúna
vík, afskekktum bæ við litla vík
sunnan við Borgarfjörg eystra.
Hún lét mig éta skarfakál og
drekka býsnin öll af sjó.
— Sjó?
— Já, og að auki skipaði hún
mér að baða mig upp úr sjó. Ég
dvaldist hjá henni nokkurt skeið
en mér batnaði ekki. Til dæmis
hafði ég sár á bak við eyrað sem
aldrei greri.
13 ára gamall var ég farinn að sjá
það skýrt að ég var látinn læra
kverið. Þá var ég á Rangá
hjá Birni Hallssyni. Ég var
lokaður inni í fjósi meðan ég las.
Svo var ég fluttur að Eiðum og
látinn til Jóns Jónssonar í Firði
sem þá var kennari þar. Hann
átti ag sjá um að ég lærði kverið
og rækti það hlutverk sitt af trú-
mennsku. Svefnherbergið hans
0. aprfl.
Hjónin Aðalbjörg Jónsdóttir og Magnús Stefánsson á Laugarásvegi 75. Gamla húsið kúrir í skugga nýja húss-
ins, sem þau hafa reist, bæði húsin segja sína sögu um tvenna tíma í ævi þeirra hjóna og raunar öllu þjóðiífi
okkar. (Ljósmynd: Timinn).
var inn af kennslustofunni og þar
geymdi hann mig og ætlaðist til
að ég læsi. Að vísu las ég þarna
af kappi, en þó ekki kverið. Jón
mundi nefnilega aldrei eftir því
að loka bóakskápnum sínum og
það notfærði ég mér, en auðvitað
varaðist ég að hafa orð á því. Eg
þótti heldur ódæll á þessum ár-
um en samt slampaðist ég í gegn
um ferminguna hjá séra Vigfúsi.
Ég komst aldrei yfir allar altaris-
göngubænirnar, lærði aldrei nema
þá fyrstu og treysti því að ég yrði
látinn fara með hana. Það varð.
— Hvað tók þá við?
— Heilsuleysi og vinnumennska.
Næstu árin var ég í vinnu-
mennsku, eitt ár í stað og var
heldur aumur. Ég réði mig að
Eiríksstöðum til Einars bónda.
Réði ég mig með því fororði að
fá hálfs mánaðar orlof. Þann tíma
ætlaði ég að nota til að gera úr-
slitatilraun til að fá bót meina
minna. Þá var ég 17 ára gamall.
„Eg læt ekki slá kven-
mann niSur"
— Hvernig tókst það til?
— Ingólfur Gíslason var þá
læknir á Vopnafirði. Þangað fór
ég. Þá var ekkert sjúkrahús í
grenndinni. En Ingólfur kom mér
fyrir hjá gömlum hjónum þar í
plássinu, Maríu og Jóni Gíslasyni.
.Þau voru eina fólkið sem lofaði
gestum að vera. Svo líður og bíð-
ur unz Ingólfur kemur þangað til
mín einn daginn og athugar sárið.
Síðan fær hann sér tvö koff-
ort og leggur ofan á þau hurð.
Skipaði mér síðan að leggjast á
hurðina. Kallar á Maríu sér til að-
stoðar, ætlar nú að svæfa mig og
krukka í sárið bak við eyrað. —
Hann lét Maríu halda svæfingar-
maska fyrir vitum mér. En það
verður oft að menn hreyfa sig
stundum nokkuð hastarlega áður
en þeir sofna á þennan hátt og
Ingólfi hafði láðst að binda hend
ur mínar. Nú vill svo ilia til að
ég slæ Maríu í höfuðig svo hart
og títt að hún hrökklaðist öfug
ofan á gólf, með maskann í hönd
unum. Þá bölvaði Ingólfur strák
helvítinu og sagði: „Eg læt ekki
slá kvenmanninn niður!“ Nú lét
-hann Maríu fara og greip til sinna
ráða. Hann hellti í mig ómældu
brennivíni, lét mig svo leggjast
út af á ný. Og nú hófst ópera-
sjónin fyrir alvöru og var ekki
dregið af. Ingólfur komst að raun
um að sárið vildi ekki gróa vegna
þess að skemmd var í beinirfu.
Skóf hann allt hold frá beini í
kringum sárið og brenndi síðan
allt í kring með vítissteini. Víst
var þetta sárt. En ég var vanur
því að kveljast. Og sárið greri.
Allsber í snjónum
Ég var smali á Eiríksstöðum.
Og í þann tíð þótti allt of gott
fyrir smalann. Þeir stóðu við að
passa fé aUan sólarhringinn. En
nú var mig farið að langa til að
líta út eins og aðrir menn. Ég
var eymdin uppmáluð, brjóstið
innfallið og tekinn í andliti. Fæt-
urnir voru þannig að 8 þumlung-
ar voru milli þeirra þegar ég
klemmdi saman hnén. Sonur Ein-
ars bónda var Gunlaugur, hann
var þá í Möðruvallaskóla og varð
síðar læknir. Hann átti bók sem
þarna var á heimilinu og hét Mit
System, eftir danskan lækni, Miill
er. Það var safn líkamsæfinga.
Bókin var á dönsku og ég skildi
ekki stakt orð, en í henni voru
all margar skýringarmyndir og ég
athugaði þær mjög gaumgæfUega.
Reyndi að fara eftir þeim og
lagði mig allan fram. Muller og
hans menn iðkuðu þá íþrótt að
vera allsberir úti í snjó og þetta
aðdráttum fyrir búið. Þegar skóla
vistinni lauk, var ég nokkur ár
í vinnumennsku en þá tókum við
þrír Eiða á leigu. Ég lagði aleigu
mína, 50 rollur. En við urð-
um fyrir miklum skakkaföllum,
og ég varð stórskuldugur
upp úr öUu saman. Um sumarið
bjó ég mig út á síld til Siglufjarð-
ar, ætlaði að græða mikla pen-
inga til að losna úr skuldakrögg-
unum. En ég varð of seinn á síld
ina og hafði ekkert af henni að
segja. Ég var vanur að halda á
hamri og sög og gaf nú mig út
fyrir smið, réði mig í ýmsa staði
og hafði sæmilegt upp úr mér.
En ekki nóg. Þá kom mér helzt
það ráð í hug að fara suður til
Reykjavíkur, ég bjó* um aleigu
mína í tveimur kóffortum og tók
mér fari með skipi sem fór aust-
ur um. Ég fór af skipinu á Seyð-
Með
konungsfylgd
á gamla
Ford
— og ekkert
varadekk
lék ég eftir, velti mér stundum
upp úr snjó kófsveittur eftir æf-
ingar í 12<—13 stiga frosti.
— Og varð ekki meint af?
— Eftir 2—3 ár var ég orðinn
eins og aðrir menn í vexti, svarar
Magnús og brosir, — þetta varð
hreinasta nautn. Skömmu siðar
fór ég á Búnaðarskólann á Eið-
um og þar hélt ég áfram æfing-
unum. Nema hvað ég hætti að
hlaupa um i snjónum allsber, það
þótti ekki viðeigandi þarna í
menningunni.
Aleigunni stolið
— Og aldrei orðið misdægurt
síðan?
— Nei, þó hef ég einu sinni
fengið mislinga. Annað ekki. Ég
var í Eiðaskóla tvo vetur. Fyrri
veturinn aðallega í ferðalögum, í
isfirði og kom farangrinum
fyrir í geymslu í pakkhúsi meðan
ég skrapp upp á Hérað til þess að
kveðja vini mína og kunningja.
Þegar ég kom aftur var búið að
stela báðum koffortunum. Það
hafði verið brotizt inn í húsið. Nú
átti ég ekkert annað en garmaua
sem ég stóð í.
— Hafðist ekki upp á þjófun-
um?
— Jú, það komst upp síðar meir
hverjir það voru, segir Magnús,
— það voru menn af þremur
brezkum togurum. Skipstjórinn á
einum togaranna skrifaði bæjar-
fógetanum á Seyðisfirði að einn
háseta hans hefði komið upp á
dekk í fínum sevjotfötum bláum
úti á rúmsjó. Hann gekk á hann
og komst ag raun um hvernig föt-
in voru fengin. Skipstjórinn
bauðst tll að bæta skaðarm að!
þriðja parti og benti á hina sem
sekir voru. En ekkert varð þó af
þvi að þýfið kæmizt til skila.
Og réðist í að kaupa bíl
— Hvað tókst þú til ráða?
— Ég hélt áfram suður þegar
ég hafði útvegað mér ný föt. Ég
innritaðist í Samvinnuskólann
þegar suður kom, þetta var árið,
1919. En um vorið var ég að þrot-
um kominn og varð að hætta
námi, hver eyrir uppurinn. Þá
fékk ég vinnu hjá SÍS og gifti mig
1921. Konan mín er ættuð úr Loð
mundarfirði, Aðalbjörg Jónsdótt-
ir. En vinnan hjá SÍS varð ekki
langvinn. Fyrirtækið barðist þá í
bökkum og illt ástand í landinu,
mörgum starfsmönnum var sagt
upp og þar á meðal mér, ég hafði
verið svo stutt. Ég leit eiginlega
aldrei glaðan dag fyrir sunnan,
þráði alltaf að komast austur aft-
ur. Svo varð það úr að við hjón
in fórum austur á Loðmundar-
fjörð til bróður Aðalbjargar. Þar
átti ég atvinnu vísa en hún brást.
Þá keyptum við trillubát þrír sam
an og ég stundaði sjóinn um skeið.
Það gekk svona í meðallagi. En
ég sá fram á að engin framtíð
var í þessu. Svo við fluttum til
Seyðisfjarðar í von um betra.
Þetta var veturinn 1925. Ég var
í byggingarvinnu og vann oft á
4—5 stöðum sama daginn. Á
kvöldin aðstoðaði ég Karl Finn-
bogason við að raða niður Arnts-
bókasafninu. En þetta var allt
heldur stopult. Og næsta vor réð-
ist ég í það að kaupa bíl.
Ekkert varadekk fyrir
kónginn
— Var hægt að aka bíl á Seyðis-
firði í þann tíð?
— Þetta var fyrsti bíllinn sem
kom til Seyðisfjarðar, svarar
Magnus, — þetta var gamall
Ford-vörubíll sem hafði orðið úti
á Fagradal. Þar hafði hann legið
í hirðuleysi nokkur ár. Ég sendi
mótorinn suður til viðgerðar og
hafði nokkra atvinnu af bílnum,
auk þess réði Ari Arnalds mig
sem verkstjóra í fjaUvegavinnu á
Fjarðarheiði.
Árið 1926 kom konungur-
inn í heimsókn til landsins. Hann
kom með fríðu föruneyti til Seyðis
fjarðar. f fylgdarliði hans voru
ýmsir sem höfðu hug á að fara
inn til fjalla, þar á meðal grasa-
græðingar sem voru í förinni. Ari
Arnalds fékk mig til að aka þessu
fólki. Ég fór nú að undirbúa
gamla Fordinn undir ferðalagið
með þessa tignu gesti. Rétt áður
en átti að leggja af stað sprakk
einn hjólbarðinn svo rækilega að
hann var ónýtur með öllu. Ég átti
ekkert varadekk. En þá var ný-
kominn annar bíll til Seyðisfjarð-
ar. Ég gekk á fund þeirra sem
áttu bílinn og fór allra auðmjúk-'
legast fram á að þeir lánuðu mér
dekk .Þeir þvertóku fyrir það, sáu
nú hylla undir þá von að komast
sjálfir í ferðina með sinn bíl. En
ég var talsvert harður af mér og
vildi ekki gefast upp við svo búið.
Ég átti tvö massív dekk og í sam
ráði við Ara skellti ég þeim und-
ir bílinn. Við vorum á nálum um
að fólkinu mundi nú finnast nóg
um ferðalagið á slíku farartæki á
glerhörðum dekkjum. En það var
öðru nær. Fólkið sat á trébekkj-
um aftan á bílnum og var í sjö-
unda himni alla leið. Við ókum
í svonefnda Mýrarbrekku og allan
tímann Ijómaði fólkið af kæti,
það hafði aldrei komizt í annað
eins og skemmti sér prýðilega.
Til Reykjavíkur með
lafandi skott
— Þjónaðir þú konungi lengi?
— Nei, kóngur sigldi heim í
sína höll en ég varð kyrr í mínu
basli. Nú átti ég orðið tvö börn
og hafði áhyggjur af afkomunni.
Svo ég reif mig upp einu sinni
enn, fór nú til Reykjavíkur með
(Framhald á 12. síðu).