Tíminn - 30.04.1961, Page 7

Tíminn - 30.04.1961, Page 7
TÍMINN, stumudagiim 30. apiil 1961. Ástvaldur Helgason, vörubifrei'ðarstjón, Vestmannaeyjum: Verkalýðshreyfmgin beiti sér fyrir umbótum í fískiðnaði í Vestmannaeyjum hittum við að máli Ástvald Helgason, vörubifreiðarstjóra. Hann var fulltrúi Landssambands vöru- bifreiðastjóra á síðasta Alþýðu sambandsþingi. Við hittum Ástvald við sundlaugina í Vest mannaeyjum, en hann gegnir nú vörzlu þar. — Hvemig þorfir hjá verka- mönnum hér? Ástvaldur. — Horfurnar eru skuggalegar. Það liggur í augum uppi. Að fá þessa lélegu vertíð ofaná róðrar- bann og verkfall, það er meira en við fáum þolað. Vertíðin hefur alltaf orðið til bjargar en alþýðu maðurinn sér ekki nú hvernig hann á að rísa undir þeim skuld- um sem fjöldinn hefur stofnað til vegna húsakaupa og bygginga. Margir hafa enn ekki getað klár- að matarskuldir síðan í róðrar- banninu hvað þá meir. — Hvað gerist hér í Eyujm ef þið fáið aðra eins vertíð næst? — Ég vil helzt ekkert úttala mig uni það. Þetta er nógu alvar- legt nú þegar. — Hvað hafa landverkamenn haft yfirleitt á þessari vertíð? — Ég átti um daginn tal við kunningja minn sem er toppmað- ur í einu frystihúsanna. Hann hafði sjö þúsund kr. í marz, en vanur að hafa 14—15 þúsund yfir þann mánuð. Nú er engin vinna framundan hjá landverkafólki nema ef eitthvað fiskast. Þá gæti verið að sumum tækist að rétta sig úr kútnum. Einhver vinna er fyrirhuguð hjá símanum en það er takmarkað. — Engin skreið? — Skreið er mjög lítil nú. Fáir hafa vinnu við saltfisksþurrkun. Hann er fluttur út blautur, megn ið af honum. I — Hvað gera menn þá, halda til lands og leita vinnu þar? — Ég veit það ekki. Ég veit bara að allir reyna að bjarga sér. En hugur okkar er allur við sjó- inn hér og flestar bjargir bann- aðar ef hann bregzt. Þú sérð Hér hefur verið bygg- ingafaraldur og menn tekið kúf- rányrkju. Að vísu koma fleiri or- sakir til greina. En það getur ekki gengið að stunda netaveiðam ar eins og verið hefur. Um þetta held ég að flestir séu á einu máli. En þetta verður að rannsaka til hlítar. Áður fiskaðist alveg upp í land steinum. — Telur þú ekki að við þurf- um að leggja áherzlu á betri nýt ingu aflans? — Tvímælalaust. Það er mikil öfugþróun í íslenzkum fiskiðnaði. Togararnir sigla út með óunninn fisk slag í slag. Það er nokkuð sem verður að taka fyrir. Og síld ina þurfum við að nýta miklu bet ur. Meiri nýting á sjávarafurðum yfirleitt verður að koma til sög- unnar og verkalýðshreyfingin þarf einmitt að beita sér fyrir að svo verði. Hvað þýðir að byggja frystihús allt í kring um land og starfrækja þau ekki mikinn hluta ársins? En þessi er þróunin í dag og hún stefnir öfugt. Skuldum er safnað til að koma upp atvinnu- fyrirtækjum og þau síðan óstarf- rækt. Að vinna að því að þessu verði snúið algjörlega við er eitt af framtíðarverkefnum verkalýðs- hreyfingarinnar. HreggviÖur Sigríksson, form. verkamannadeildar Verkalýíisfélags Akraness: Bóndinn og verkamaður- inn eiga eina rót saman ÁSTVALDUR HELGASON inn ofan af vertíðinni til að stand ast straum af skuldasöfnuninni. Nú vita þeir ekkert hvað gera skal. Hér leggjast allir fjölskyldu meðlimir á eitt að drífa inn pen- inga þessa mánuði, konur og krakkar. Það er svipað og á Siglu firði. f fyrra var ekki meir en meðalvertíð. Þessi hefur alls ekki líkst neinni vertíð. Ég man að minnsta kosti ekki efti-r annarri lakari og er ég þó fæddur og upp alinn hér og hef unnið í fiski frá því ég byrjaði að taka til hend inni. — Hvað heldur þú um orsakir þessa aflaleysis? — Það er hald allra sem til þekkja, að þetta stafi beinlínis af Hreggviður Sigríksson, formað- ur verkamannadeildar Verkalýðs- félags Akraness er starfsmaður í Sementsverksmiðju ríkisins, en þar vinna nú á 2. hundrað manns. — Hvað hefur þú unnið lengi við Sementsverksmiðjuna, Hregg- viður? — Ég hef starfað þar síðan í jan. 1958. — Og hver eru kjör ykkar starfs manna verksmiðjunnar? Dýrmundur Ólafsson, form. Póstmannafélagsins: Áukavinnan heldur i manni líftórunni seunilega ekki mikið meira í viðbót við viðreisnina til áð setja allt í hnút og þá yrði lítil atvinna hér á Akranesi. Nú hefur enginn orðið efni á því að byggja þak yfir höfuðið á sér og hve lengi er hægt að reka Sementsverksmiðjuna, ef enginn getur keypt framleiðsluna — og hætt er við að þá yrði þröngt fyrir dyrum hjá mörgum á Akranesi. Nú er búið að selja annan togarann og hinn liggur bundinn við bryggju svo að það er ekki mikils að vænta af þeim miðum. — Hvernig telur þú að verka- lýðurinn eigi að bregðast við þeim óföllum, sem hann hefur orðið fyrir? — Ég tel að heppilegasta lausn- in myndi verða að fá vöruver'ðið lækkað, en þegar þrautreynt er að það fáist ekki, verður að láta til skarar skríða. Jafnvel lítil fjöl- skylda berst nú í bökkum, rétt dregur fram Ufið af 10 tírna vinnu hvað þá ef eftirvinnunni sleppti og hún ætti að lifa af dagvinnu- kaupinu einu saman — ég fæ ekki séð hvernig það er hægt. — Það er mín skoðun að áhrifaríkast væri að sem flest verkalýðsfélög landið um kring sameinuðust í barátunni fyrir bættum kjörum og einnig í verkföllum, ef til þess neyðarúrræðis þarf að grípa. Verkalýðsfélagið á Akranesi hefur nú lausa samninga eins og önnur verkalýðsfélög í landinu. Félagið hefur sent atvinnurekendum kröf- ur sínar um 20% kauphækkun og styttingu vinnuvikunnar. Kröfur þessar eru í samræmi við sam- þykkt Alþýðusambandsþings og svipaðar kröfum þeim, er önnur verkalýðsfélög hafa sett fram. — Hvar telur þú að skórinn kreppi mest að í verkalýðshreyf- ingunni? (Framhald á 9. ... — Söngurinn hefur alltaf verið mín bezta skemmtun, sagði Dýr- mundur Ólafsson, starfsmaður á Pósthúsinu, þegar fréttamaður Tímans hitti hann. Dýrmundur er Húnvetningur að uppruna, fæddur 1914 að Stóruborg í Víðidal. — Þar sem ég ólst upp á Stóruborg, var mikið um söng og hljóðfæraslátt, DÝRMUNDUR ÓLAFSSON og þá vaknaði sá söngáhugi hjá mér, sem aldrei síðan hefur dregið úr. Eftir að ég fluttist suður varl ég lengi í Söngfélaginu Húnum og | síð»r í Söngkór verkalýðsfélag- j anna. Alltaf söng ég bassa. — Varstu ekki fyrst í lögregl-l unni, eftir að þú fluttist í bæinn? j — Jú, og mér líkaði það ágæt-1 lega. Það voru mikil viðbrigði fyrir! mig áð koma úr sveitinni í bæjar- lífið, og ég var oft taugaóstyrkur, því maður lenti í ýmsu óvenjulegu. Þarna kynntist ég af starfinu bæði björtu og dökku hliðum mannlífs-' ins. Svo hætti ég, þegar mér bauðst starf á Pósthúsinu. Annars langar mig alltaf í sveitina aftur, ég hef aldrei rótfestst almennilega hér á mölinni. — Þú starfar talsvert í félags- málum póstmanna? — Ja, ég hef verið formaður fé- lagsins í eitt ár. Mér finnst varla veita af. að eitlhvað sé rekið á- fram í kaupgjaldsmálunum. Ég minnist þess, að þegar ég kom fyi'st til Reykjavíkur, nægðu laun- in okkur konunni, þótt þau væru lág. Nú væri hins vegar ekki nokk- i ur vegur að lifa af laununum, ef 1 maður hefði ekki aukavinnu. — Verksmiðjan hefur tvo samn-| inga við verkalýðsfélagið. Verk-! smiðjan gekk inn í hinn almennaj samning, sem verkalýðsfélagið | hafði við vinnuveitendur, en svo; gerði verksmiðjan sérsamning viði við verkalýðsfélagið fyrir vakta-' vinnumenn, þegar vinnslan hófst í verksmiðjunni. Mánaðarlaun vaktmanna hér við verksmiðjuna eru örlítið lægri en vaktamanna hjá Áurðarverksmiðjunni. — Hvernig lízt þér á ástandið; í kjara- og ver'kalýðsmálum? — Ég tel óhjákvæmilegt að fá kjörin eitthvað bætt, því að kjara rýrnun hefur orðið geys-ileg sl. 2 ár, einkum þó í fyrra af völdum viðreisnarinnar. — Hvað segir þú um atvinnu- horfur hér á Akranesi? — Atvinna hefur verið mun minni hér í vetur en undanfarið. Vertíðin hefur verið léleg og af- koma fólks því verri en oftast áð- ur. Akranes hefur vaxið mjög ört síðustu ár, en nú virðist vera farið að draga úr grózkunni, einkum eftir að byggingu verksmiðj- unnar lauk, en þá var fækkað mjög fólki hjá verksmiðjunni, og nú um ár'amótin var enn sagt upp 15 mönnum. — Þegar vertíðinni lýkur, veb maður ekkert hvað tekui' við hvort bátarnir fara á síld eða hvort þeim verður lagt. Það þyrfti Hannes Pálsson, form. Samb. ísl. bankamanna: Við teljum kaupið og ríkj- andi ástand óviðunandi Hannes Pálsson, form. Sam- bands ísl. bankamanna er útibús- stjóri Austurbæjarútibús Búnaðar- banka íslands við Laugaveg. — Hvað eru margir bankqmenn starfandi á landinu, Hannes? — Þeir munu nú vera hátt á 6. hundrað og þeim hefur fjölgað ört HANNES PALSSON , síðustu árin. 1958 voru þeir t. d. ! taldir 430. Síðan ég hóf starf við j Búnaðarbankann fyrir 20 árum jhafa orðið geysimiklar breytingar á bankamálum og á þessum árum j hefur starfslið Búnaðarbankans þrefaldast og það er svipaða sögu jað segja úr öðrum bönkum, en * auk þess hafa bætzt við nýir bank- ar eins og kunnugt er. — Hvað segir þú mér um fé- lagsskap ykkkar bankamanna? — Samband íslenzkra banka- manna varð 25 ára í fyrra. Félag- inu var frá upphafi ætlað að vinna i að skipulagðri félagsstarfsemi ís- jlenzkra bankamanna, og að gæta hagsmuna bankamanna í hvívetna og hafa á hendi forystu fyrir þeim út á við í þeim málum, er snerta stöif og kjör sambandsfélaga al- mennt. Þetta er samband starfs- mannafélaga bankanna. Samband- ið á aðild að norræna banka- mannasambandinu og hefur allná- in skipti við félög bankamanna á Norðurlöndum. íslenzkir banka- menn egia kost á náms- og ferða- styrkjum úr sjóðum starfsmanna- félaganna og sækja þeir gjarna til (Framhald á 9. síðu).

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.