Tíminn - 30.04.1961, Blaðsíða 16

Tíminn - 30.04.1961, Blaðsíða 16
Húsgögnin, sem nemendur skól- ans liafa smíðað í vetur, vöktu mikla athygli. Myndin liér að ofan sýnir nokkur húsgögn, sem nem- endur f jórða bekkjar hafa smíðað. Söluverð þeirra hluta, sem hinir 23 nemendur fjórða bekkjar tré- smíðadeildarinnar hafa smíðað í vetur, er 90—100 þúsund krónur. Þarna á myndinni sést svefnsófi, ákaflega léttur og skemmtilegur; en flestii- pilt)arnir smíðuðu sér einn slíkan. Takið eftir hæginda- stólnum lengst til hægri á mynd- inni. Hann er ákaflega vandaður að smíð, og þægilegur að því lcyti, að hann má leggja saman eins og garðstól. Myndirnar hér til hliðar og að néðan eru teknar á þriðju hæð, þar sem sýndur er saumaskapur námsstúlkna. Sýnir neðri myndin vetrarvinnu einar námsmeyjarinn- ar. Er saumaskapurinn sýndur, svo og snið og vinnubækur. Námshæfni til bóklegs náms og verklegs fer yfirleitt saman — vaxandi áhugi unga fólks- ins — frjálst nám Gagnfræðaskúli verknáms Gagnfræðaskóli verknáms- ins hefur ekki starfað sam- kvæmt því sjónarmiði, að verknámsdeildirnar eigi að skipuleggja þannig, að þær ættu að ieysa vanda þeirra, sem erfiðlega gengi með bók- legt nám. Skólinn hefur þvert i móti lagt töluvert á nemend ur í þeirri von, að þá yrði meiri árangur af náminu. Fyrst og fremst hefur verið miðað við hagnýtt námsefni, -g krafizt nokkurs náms af ’iemendum, jafnt í bóklegum sem verklegum greinum. Er þetta í samræmi við þá reynslu, að námshæfni til bók legs og verklegs náms fari yrirleitt saman. Einna þýðingarmesta atriðið í .cólamáíunum er að búa sem bezt að allri verklegri og tækni- legii menntur.. Unga fólkið hefur líka vaxandi áhuga á verklegu námi. Af 400 umsækjendum um skólavist síðast liðið haust var að- eins hægt að veita 200 inngöngu, aðallega vegna skorts á húsrými. — Aðsóknin að skólanum hefur aukizt mjög mikið, einkum síðustu tvö árin. Skólinn hefur nú starfað 10 vetur, og þennan tíma hafa 2432 nemendur stundað nám í hon um. ■ Gagnfræðaskóli verknáms er tveggja ára skóli, 3. og 4. bekkur gagnfræðaskóla. Náminu lýkur með gagnfræðaprófi. Skólinn starfar nú í fimm deildum. Fyrir stúlkur er saumadeild og hús- s'tjórnardeild, en fyrir pilta er tré- smíðadeild, jáirnsmíða- og vél- virkjadeild og loks sjóvinnudeild. Allir nemendur skólans læra Inð sama" í bóklegum fræðum, ís- lenzku, reikning, ensku, dönsku, íslandssögu, félagsfræði heilsu fræði. í þessum greinum imu prófkröfur og í bóknáir um. í verklegum greinum ‘in endur valið um fimm e id ar deildir. Verknáms'gre.- • u koma í stað bóknámsgreir sem dýrafræði, giasafræði, mann tynssögu, kristinfræði og landa- fræði. Yfirleitt er talið æskilegt, að nemendur gætu að einhverju eða talsverðu leyti valið sér náms- greinar í skólanum eftir eigin hugðarefnum. í Gagnfræðaskóla verknáms hefur verið nokkur vísir að þessu. í fyrsta lagi velja nem- endur, hvaða verklegar greinar þeir vilja nema, og í öðru lagi er svokallað frjálst nám við skólann. Það eru fimmtán námsgreinar, sem ekki er skylt að nema til gagnfræðaprófs og nemendur þurfa ekki að taka þátt í, en þeir sem vilja geta valið sér sem auka námsgreinar. Mest þátttaka hefur verið í vélritun og bókfærslu. Aðr- ar valgreinar eru t. d. útskurður, útsaumur, bókband, teikning, fonn skrift, flugvirkjun, þýzka og esp- eranto. Þetta frjálsa nám hefur gefizt vel, þrátt fyrir ýmsa örðug- leika vegna húsnæðisskorts skól- ans. Námsárangur er meiri en í venjulegri kennslu, enda skipa hvern námshóp aðeins þeir nem- endur, sem áhuga hafa á náms- .'l'ninu. Kennarar við skólann eru 26, og ilastjóri hefur frá upphafi verið i’.agnús Jónsson. 97í biáð. Sunnudaginn 30. apríl 1961. Verknámssýning í tilefni af 10 ára afmæli Gagnfræðaskóla verknámsins hefur verið opnuð sýning á vetrarstarfi nemenda skólans. Seinni dagur þessarar sýning- ar er í dag, og er hún opin frá kl. 2 til kl. 10 í húsakynnum skólans að Brautarholti 18. Á neðstu hæðinni er sýning á gripum úr trésmiði og járn- smíði pilta. Á annarri hæð er sýnd formskrift, iðnteikning- ar og vélritun. Á þriðju hæð er sýnd hússtjórn stúlkna og gripir úr handavinnu þeirra. Er þarna margt skemmtilegra og eigulegra muna. dag r Myndin hér efst á síðunni er af nokkrum listmunum, sem nemend-; ur hafa gert í skólanum. Þarna eru niargir mjög skemmtilega gerðir smáhlutir. Á myndinni þar4 fyrir neðan er sýnishom af svo- ( nefndri formskrift, en það er mjög t einföld og auðlærð skrift, sem1 hefur það fram yfir að'rar skrif- tegundir að vera sérlega læsileg. Steðjinn og hamarími hér til hlið- ar eru gerðir af einum nemenda jámsmíðadeildar. Þetta er líkan, ákaflega vandsmíðað. Myndin hér að neðan er af sýningunni af grip- um, sem gerðir em af nemendum jámsmíðadeildar. Kennir þar margra grasa. Loks komum við með eina mynd úr skólalífinu. Það era frímínútur núna. (Myndir á siSunni: Tíminn, G.E.)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.