Tíminn - 31.05.1961, Síða 1

Tíminn - 31.05.1961, Síða 1
Áskriffarsímmn 1 120. tbl. — 45. árgangur. Héimsókn Noregskonungs bls. 8—9. Miðvikudagur 31. maí 1961. Olafur V stígur á land klukkanll Ólafur V Noregskonungur stígur á land í Reykjavík klukkan 11 í dag ásamt fylgd- arliði sínu. Konungurinn kem- ur hingað í opinbera heimsókn og kemur yfir hafið á kon- ungsskipinu Norge. Varðskip- ið Óðinn sigldi í morgun til móts við konungsskipið, og þau sigla saman til hafnar í Reykjavík. Halvard Lange utanríkisráðherra kom til Reykjavíkur á sunnudags- kvöldið í flugvél frá SAS-félaginu, sem nú er leiguflugvél Flugfélags íslands. Einnig flutti flugvélin hingað um tug- sendimanna er- lendra ríkja á íslandi, sem aðsetur hafa í Osló. Koma þeir hingað í sambandi við konungsheimsóknina. Báturinn að Loftsbryggju Báturinn, er flytur konung og fylgdarlið hans í land úr skipinu, leggur að Loftsbryggju klukkan 11, [ og verður þar þá fyrir forseti ís- ! lands og forsetafrú, ráðherrar og 1 annað stórmenni að taka á móti i honum. Síðan mun fylking bifreiða 1 aka með gestina um fánum prýdd- ar götur að ráðherrabústaðnum við í Tjainargötu. Fer sú fylking hægt, ! og má búast við fjölmenni á götun- um að fylgjast með konungskom- (Framhald á 2. síðu) Akureyri, 30. maí. í dag tókust samningar netagerðarmanna og Odda h.f. á Akureyri. í Verkamannafélagi Akureyrar er sérstök deild netagerðarmanna, seim hafa haft svipaða samninga og Nót, sveinafélag netagerðar- manna í Reykjavík. Helztu atriði samningsins eru þessi: Lágmarkskaup þeirr'a, sem unnið hafa í þrjú ár eða lengur í starfsgreininni, verður 1365 krónur á viku, en 29,38, á tímann, ef unnið er í tímavinnu. Þeir, sem styttra hafa unnið en þrjú ár, fá á viku 1197 krónur, en 25,85 ef unnið er í tímavinnu. Öllum ver’kamönnum skal greitt vikukaup, nema fyrirsjáanlegt sé, að sú vinna, sem þeir eru ráðnir til, standi skemur en einn mánuð. Sé unnið utan Akureyrar, hafa verkamenn frítt fæði og húsnæði og laun greidd meðan á ferðinni stendur. Eftirvinna greiðist með 60% álagi á dagvinnu, en var áður 50%. Orlofsfé verður 6% af út- borguðu kaupi. Atvinnurekendur (Framhald á 2. síðu). Stúikurnar eru alvarlegar á svipinn, en ekki skulum við álykta af því, a8 einkunnirnar hafi verlð lélegar, báð- ar þessar stúlkur fengu ágæta einkunn í nýafstöðnu prófl i stúdentsdeild Kennaraskólans i Reykjavík. Sjá frétt á 2. síðu. (Ljósm.: Tíminn, G.E.). Tillaga frá sáttasemjara í gærkvöldi klukkan níu hélt sáttasemjari ríkisins fufti með deiluaft'ilum og var þar lögð fram málamiðlunartiilaga sátta- semjara. f tillögunni er gert ráð fyrir 6% hækkun á kaupi þegar í stað en síðan 4% viðbótarhækkun eftir eitt ár. Samningar verði fastir til 1. júní 1963, en framlengist þá í eitt ár enn, verði þeim ekki sagt upp. En jafnframt hækkar kaupiö þá enn um 3%. Eftir 1. júní 1964 framlengjast samningar í sex mánuði í senn meö eius mánað'ar uppsagnarfresti. f samningsuppkasti sáttasemjara er einnig ákvæði um hækkun vísitölu. Ef framfærsluvísitala hækkar um 3% eða meira, má segja kaupgjaldsákvæði samningsins upp með mánaðarfyrirvara á tímabilinu frá gildistöku samningsins til 1. júní 1962. Þá má einnig segja upp samningnum með eins mánaðar fyrrr- vara, verði gengisbreyting. Þá er gert ráð fyrir að' þetta tilboð atvinnurekcnda verði lagt fram og kynnt á félagsfundum í viðkomandi félögum og síðan fari fram um það allsherjaratkvæðagreiðsla. Atkvæ'ðakössum verði skilað til sáttasemjara ríkisins eigi síðar en á laugardag, en hann hafi umsjón með talningu. Til skýringar skal þess getið, að tillaga sáttasemjara felur í sér helmingi minni kauphækkun strax en atvinnurekendur hafa boðið á Húsavík og verkamenn þar féllust á fyrir sitt leyti, en verkakonur höfnuðu, og varð því ekki að samkomulagi. Tillaga sáttasemjara felur og í sér rösklega helmingi minni hækkun á verkamannakaupi, en samið var um í Vestmanr.aeyjum í vetur.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.