Tíminn - 31.05.1961, Page 9
Og nú á 20. öldinni 'hafa sam-
skipti íslendinga og Norðmanna
aftur orðið jafn mikil og forðum.
Milli þjóðanna hefur tekizt giftu-
drjúg saimvinna í menningar- og
atvinnumálum. — Norðmenn
lögðu fyrstu landsímalínurnar
Eiðsvellir, 65 km. fyrir norðan Osló. 1814 setti „Riksforsamlingen" Norgei 1906. Norðmenn áttu verulegan
stjórnarskrá að Eiðsvöllum. | þátt í uppgangi íslenzkra atvinnu
vega og veittu fslendingum marg-
háttaða aðstoð við að hefja hval-
veiðar, síldveiðar og síldariðnað.
Á sviði menningarmála hafa áhrif
Normanna verið mjög mikil.
Hvaða íslendingur hefur ekki
orðið fyrir áhrifum frá norsku
skáldunum Hamsum, Ibsen, Björn-
son, Bojer, Lie, Kielland, Undset,
Falkberget, Hoel og Christiansen,
svo einhverjir séu nefndir.
aáfc
Gott dæmi um menningarsam-
skipti þjóðanna er heimsókn Norð
manna 1947, en með í þeirri för
var Ólafur konungur, þá ríkisarfi
Noregs. Norðmenn komu þá fær-i
Frá fiskimiðunum við Lófót.
og íslendinga eru þessi samskipti
e. t. v. meiri en dæmi eru til um.
með no'kkrum öðrum þjóðum. ís-'
lenzkir landnámsmenn flestir eru
eins og kunnugt er komnir frá'
Noregi. Og þangað var aftur hald-
ið, er framgjörn ungmenni fóru
utan til að leita sér fjár og frama.
Sumir fluttu konungum kvæði sín,
aðbrir gerðust hirðmenn og for-
frömuðust í hinum norska skóla.
Þormóður Kolbrúnarskáld, Egill
Skallagrímsson, Sighvatur Þórðar-
son og Einar Skúlason dvöldust
allir langdvölum í Noregi og mót-
uðust þar að verulegu leyti. Þann-
ig voru íslendingar bæði gefend-
ur og þiggjendur.
andi Ihendi og höfðu meðferðis
Snorrastyttu Vigelands, sem gefin
var í tilefni af 700 ára dánaraf-
mæli skáldsins. Norðmenn sýndu
með þessari heimsókn, að __ þeir
kunnu vel að meta framlag íslend
inga til norskrar menningar og
sameiginlega hylltu Norðmenn og
Íslendingar höfund Heimskringlu.
Það er einlæg ósk okkar ís-
lendinga, að þessi hlýhugur ráði
samskiþtum okkar við Norðmenn
og vináttubönd þessara tveggja
þjóða megi verða þeim mun sterk-
ari sem lengra líður.
Gunnar Dal.
Og hingað barst kristni frá Nor-
egi, sem varð til að binda þessar
tvær þjoðir éhn nýjum böndum.
íslenzkir prestar dvöldust lang-!
dvölum hjá Kórsbræðrum í Niðar-j
: ósi og meðal þeirra var munkur-1
inn Eysteinn Ásgrímsson, sá erj
orti Lilju. Og íslendingum var
saga Noregs jafn hugleikin og
þeirra eigin saga: Snorri Sturlu-
son reit Heimskringlu. Sturla Þórð
arson skráði Hákonarsögu Hákon-;
arsonar og Magnúsarsögu laga-|
bætis. Karl Jónsson ábóti skrifaði
Sverrissögu og þannig mætti leng-
ur telja.
aiHiBiziaiBizraiaiaraiaiajErafgfBigjHJBiarararajaraiEiaigiafBraigfgÆrejaiaramamafargjgjHraiafajziararaiaiafgfgiamaaraiBiHfaiajaiaiaiHiHiHraraigmaiaiHiHiHiHfaiHigrarajHraraii
ar hendur og stutt til stranda.
Fagurt var í land að líta, og ég
þóttist kenna gróður álfheima. Að
vísu myndu Norðmenn kalla
sprettu fátæklega á eyjum þeim,
en í mínum augum voru þær eins
og aldingarðar. Svo þrengdist leið-
in, á hægri hönd var fagur hólmi
með trjám og runnum, síðan fór-
um við inn mjótt sund, og er gegn
um það var komið, blasti borgin
við. Til vlnstri handar var all-
breiður fjörður, en framundan há-
ir, skógivaxnir hálsar, og undir
þeim í Htnii vík var Bergen. Ég
hafði’búizt við henni stærri, vissi,
að þar var eins maigt fólk eða
fleira en á öllu íslandi. En um-
hverfið var dásamlegt.
Við skriðum inn að hafnarbakk-
anum. Skammt þaðan sá ég röð
af mjög fornum byggingum, sem
Norðmaðurinn sagði vera frá tím
um Hansakaupmanna, uncjarleg
hús, eins og straumur tímans hefði
gleymt að sópa þeim með sér.
Ég var búinn að ákveða, hvað
gera skyldi,,þegar ég kæmi í land.
Auðvitað átti ég ekki neinn stað
vísan, og peningar mínir voru
þrotnir að rnestu. Er ég steig á
norska grund, átti ég tvær krón-
ur og tíu aura í vasanum. — Með
mér á ferðalaginu hafði verið
frændi minn, Guðmundur Gamal-
íusson, bóksali, og rædduim við
lítils háttar saman. Sagði hann
mér mörgum árum seinna, að hann
hefði verið ákveðinn í að gefa
mér nokkrar krónur. En það fórst
fyrir, og þykir mér vænt um. Af
farangri hafði ég trékassa einn,
útbúinn sem ferðatösku, fullan af
handritum og bókum. En föt mín
og aðrar eigur hafði ég látið í
strigapoka. Kassinn var dálítið
þungur, en halda hafðit verið sett
á hann. Gat ég því borið þetta sitt
í hvorri hendi og vagað með þetta
niður landganginn, eftir að ég var
búinn að kveðja þernuna, sem
hafði verið mér góð í vesaldómi
mínum.
Ég hafði ákveðið að fara sama
dag til Games, því að ég var með
leiðarbréf frá Helga Valtýssyni til
forstöðumanns drengj aheimilisins
þar. Hét sá Gudtorm Vatndal, og
ég vonaði, að hann myndi skjóta
skjólshúsi yfir mig nokkra daga.
Mér var kunnugt um, að stutt var
að fara til Garnes og ódýrt með
eimlestinni. Ákvað ég að koma
fyrst dótinu mínu á járnbrautar-
stöðina og fá það geymt þar, en
skoða mig síðan um í bænum og
hitta hinn' manninn, sem ég hafði
leiðarbréf til, Olav Gullvág, rit-
stjóra. Gerði ég mér vonir um, að
hann myjidi reynast mér hjálp-
íegur og utvega mér einhverja
vinnu í Bergen, svo að ég gæti
komið þangað aftur innan skamms.
Labbaði ég nú gegnum bæinn
til járnbrautarstöðvarinnar með
pokann minn í vinstri hendi og
kassann í hægri. Þóttist ég sjá, að
mér væri veitt nokkur athygli,
enda kom síðar á daginn, að Beig-
ensbúar eru allra manna forvitn-
astir um annarra hagi. Mikið var
af skrautbunu fólki á götunum og
flögg alls staðar dregin að húni.
Tók ég það, sem heillaríkt teikn,
auðvitað var borgin að fagna hin-
um nýkomna íslendingi, er ætlaði
að leggja undir sig Noreg. Mér
tókst brátt að finna jámbrautar-
stöðina, spurði þó til vegar nokkr-
um sinnum, og tóku allir undir
það með mikilli kurteisi. Ég komst
að því þá, sem ég fékk raunar
betur staðfest seinna, að þarna
var fólk viðmótsþýtt og þægilegt
ókunnugum mönnum.
Mig minnir, að það hafi kostað
tuttugu og fimm aura að geyma
dótið á stöðinni. Ég spprðist fyrir
um verð farmiða til Garnes, og
mun það hafa veiið ein króna og
tíu aurar, og voru þá eftir sjötíu
og fimm aurar, er ég hafði til
eyðslu og framdráttar mér, þar til
úr rættist.
Gekk ég' nú aftur út í bæinn og
var hinn glaðasti, reyndar svolítið'
laraður eftir bannsetta sjóveikina
og ekki laus við kvef. En daguririn
var fagur, glaðasólskin og hitinn
eins og hann verður mestur á fögr
um júnídegi heima á íslandi.
Utan frá firðinum hafði ég séð
Flöyen, hæðina, sem gnæfði yfir
Bergen, og veitingahúsið á toppi
hennar. Þangað langaði mig að
komast og horfa þaðan yfir hið
fyrirheitna land. Eins konar jám-
braut liggur upp á fjallið og nefn-
ist „Flöybanen". Fann ég neðri
endastöð hennar og spurði, hvað
farið kostaði, en það reyndist helzt
til mikið fyrir pyngju mína, svo
að ég tók það ráð að fara gang-
andi.