Tíminn - 31.05.1961, Qupperneq 13
fSÍjjftrN'N, miðvikudagimi 31. maí 1961.
13
Valur sigraði Fram með 1 - 0
í þriðja leik íslandsmótsins
— Matthías Hjartarson skorafti eina markiS í
leiknum í byrjun sííiari hálfleiks
Þriðji leikur íslandsmótsins
í knattspyrnu fór fram í fyrra-
kvöld á laugardalsvellinum og
léku Reykjavíkurmeistarar
Fram gegn Val. Leikurinn var
mjög fjörugur og skemmtileg-
ur fyrir áhorfendur, þótt að-
eins eitt mark væri skorað.
Liðin skiptust á áhlaupum og
voru jöfn og skapaðist oft tals-
verð hætta við mörkin. Matthí-
as Hjartarson skoraði eina
markið í leiknum á 12 mín. í
síðari hálfleik.
Fram sótti meir til að byrja með
í leiknum en sköpuðu sér ekki op-
in tækifæii, og fyrsta marktæki-
færið í leiknum átti Valur á 8.
mín., þegar Björgvin Daníelsson
spyrnti rétt yfir markið. Fram
hafði þó heldur frumkvæðið í
leiknum, og fyrsta góða tækifæri
liðsins kom eftir 15. mín., þegar
Grétar Sigurðsson átti gott skot,
sem Björgvin Hermannsson, mark
vörður Vals, varði mjög vel.
' Rétt á eftir fékk Valur eitt
bezta tækifærið í leiknum. Björg
vin Daníelsson gaf vel fyrir mark
ið til Matthíasar, sem var á mik-
illi ferð, cn hann hitti ekki knött
inn fyrir opnu marki og skömmu
síðar er Matthías enn í góðu færi
og spyrnir á mark, en Hinrik v.
bakvörður, bjargaði á línu.
1 Þegar líða tók á hálfleikinn for
Valur að ná betri leik og voru
meira í sókn, en mörk fengu þeir
| ekki skoruð. Á 35. mín. lék Skúli
i Skúlason upp kantinn, gaf fyrir til
'■ Matthíasar, sem var frír í góðu
! færi, en Geir Kristjánsson, mark-
| vörður Fram, hljóp gegn honum
og iokaði vel.
Fyrri hálfleikurinn var oft mjög
hraður og vel leikinn á köflum, og
i talsvert um sæmileg tækifæri. Þeg
| ar iiða tók á hálfleikinn náðu Vals
1 menn tökum á miðjunni og sýndu
J þá sæmilegan leik.
MATTHÍAS SKORAR
Fyrstu 10 mín í síðari liálfleik
var leikurinn enn mjög jafn. Á
I 12. mín. átti Ormar Skeggjason,
framvörður Vals, skot á mark
! Fram af nokkuð löngu færi. Geir
stökk upp og ætlaði að grípa
knöttinn, en Rúnar Guðmundss.
truflaði Geir og hrökk knöttur-
j inn af Rúnari út í vítateiginn til
I Matthíasar, sem tókst að finna
i leið að markinu gegn um varn-
armenn Fram og skoraði með
föstu skoti. Þetta mark Matthí-
asar var fallegt, þótt mistök hafi
orðið hjá Rúnari og Geir í mark-
! inu.
i Eftir markið náði Valur yfir-
| íökunum í leiknum og hélt því að
I mestu alveg til leiksloka. Mark
j Fram komst þó aldrei í verulega
í hættu, utan einu sinni, er Sigurð-
ur Einarsson, bakvörður Fram,
bjargaði á marklínu.
VERÐSKULDAÐUR SIGUR
Valur vann verðskuldaðan sigur
í leiknum, og er liðið í greinílegri
framför. Halldór Halldórsson lék
nú í framlínunni og setti það auk-
inn kraft í liðið. Valsliðið er mjög
jafnt og vart hægt að telja einn
leikmann öðrum fremri. Björgvin
Hermannsson varði vel í markinu,
og vörn liðsins var yfirleitt góð,
en galli á leik hennar hvað varn-
arleikmennirnir reyna lítið _ að
finna samherja, nema helzt Árni
Njálsson. Ormar Skeggjason vann
mjög vel á miðjunni og var senni-
lega bezti maður liðsins. í fram-
línunni var Björgvin Daníelsson
virkastur og skiptingar hans ágæt
ar.
Framliðið náði sér aldrei veru-
lega á strik í leiknum, alltof mik-
ið um langar sendingar fram völl-
ínn, og leikmenn réðu ekki við
þann mikla hraða sem þeir hleyptu
á köflum í leikinn. Liðið lék sæmi
lega fyrstu 25 mín. og hefði leik-
ur þess getað orðið árangursríkari
með meiri nákvæmni, en svo dal-
aði það mjög. Rúnar var txaustur
í vörninni að venju — en varla
kemuT fyrir að hann sendi sam-
herja knöttinn og er það mikill
galli á jafnjsterkum leikmanni og
Rúnar ér. Áhorfendur urðu fyrir
nokkrum vonbrigðum m_eð fram-
línu Fram. Guðmundur Óskarsspn
náði sér aldrei á strik og Björgvin
Árnason var einkar óheppinn í
flestum aðgerðum sínum.
Dómari í leiknum var Magnús
Pétursson, Þrótti,
Staðan í mótinu
ferðina er þannig:
1. Akranes
2. Valur
3. K. R.
4. Akureyri
5. Fram
6. Hafnarfj.
og dæmdi vel.
eftir fyrstu um-
0 0 2—0 2
0 0 1—0 2
0 0 6—3 2
0 1 3—6 0
0 1 0—1 0
0 1 0—2 0
sá.
Heimsmet í
langstökki
Ólympíumeistarinn í lang-
stökki, Ralph Boston, Banda-
ríkjunum, setti á sunnudaginn
nýtt heimsmet í langstökki,
stökk 8.24 metra. Boston átti
sjálfur eldra metið, 8.21 metra
sett í fyrra, og bætti þá elzta
frjálsíþróttametið, en sprett-
hlauparinn Jesse Owens stökk
árið 1935 8.13 m. og þann á-
rangur tókst engum að bæta
fyrr en Boston í fyrra.
Landsleikir í
knattspyrnu
★ Danir léku landsleik í knatt-
spyrnu við Austur-Þjóðverja í
Kaupmannahöfn á sunnudag-
inn. Jafntefli varð 1—1, og
voru Danir óánægðir með þau
úrslit. Austur-Þjóðverjar skor-
uðu strax á þriðju mínútu, en
Ole Madsen jafnaði fyrir Dani.
ic Svíar unnu Svisslendinga í
Stokkhólmi á sunnudaginn með
4—0 í undankeppni heims-
meistarakeppninnar. Sænska
liðið hafði mjög mikla yfir-
burði og sýndi ágætan leik. —
Miðvörður Sviss var rekinn af
leikvellinum síðast í fyrri hálf
leik vegna grófs brots. Staðan
í riðlinum er nú þannig:
Svíþjóg 2 2 0 0 6—0 4
Sviss 3 2 0 1 6—7 4
Belgía 3 0 0 3 3—8 0
★ Ungverjaland sigraði Wales i
landsleik í knattspyrnu á sunnu
daginn með 3—2. Bæði liðin
sýndu ágætan leik.
LIÐINIKVÖLD
Lið St. Mirren og Vals í leiknum á Laugardalsvellinum
í kvöld verða þannig skipuð:
ST. MIRREN
James Brown
(1)
Robert Campell John Wilson
(2) (3)
Robert Stewart James Clunie John IJAcTavish
(4) (5) (6)
Tommy Bryceland Tommy Gemmell
(8) (10)
Albert Henderson Donald Kerrigan Alister Miller
(7) (9) (11)
O
Matth. Hjartars. Albert Guðm.s. Bergst. Magnúss.
(11) (9) (7)
Halldór Halldórsson Björgvin Daníelsson
(10) ^ (8)
Hans Guðm.s. Magnús Snæbj.s. Ormar Skeggjas.
(6) (5) (4)
Þorsteinn Friðþjófsson Árni Njálsson
(3) (2)
Björgvin Hermannsson
(1)
Dómari í leiknum verður Guðbjörn Jónsson, KR, en
línuverðir Magnús Pétursson og Baldur Þórðarson,
Þrótti. Á undan leiknum leika Valur og KR í 3. flokki
og hefst sá leikur kl. 7.30.
Utvarpsstarfsmenn
mótmæla árásum
Eftirfarandi, einróma samþykkt
i var gerð á fundi Starfsmannafé-
! lags Ríkisútvarpsins hinn 24. maí
1 síðastl.:
,,Að undanförnu hefur iðulega
verið veitzt í blöðum að starfsfólki
látir um of að svara þessu aðkasti.
Hinn 19. maí s. 1. birtir eitt af
blöðum stjórnmálaflokkanna, Al-
þýðublaðið, forsiðugrein, og segir
þar meðal annars:
,Innan Ríkisútvarpsins og utan
Fáir leikmenn eru liprari en Rúnar Guðmannsson, Fram, og hann fékk miklð klapp hjá áhorfendum, þegar
hann kastaði sér á bakið og spyrnti knettinum aftur fyrir sig og langt fram völlinn. Mvndin svnir atvih.ið, og
þyW'gvin Daníelsson, Val, virðist hálf hissa á svipinn. Ljósmynd: Tíminn, G.E.
Ríkisútvarpsins og stofnuninni þess sitja kommúnistar á svikráð-
sjálfri með órökstuddum dylgjum, ,um við þá stofnun til að misnota
aðallega um kommúnisma. Að vísu hana í þágu flokksins.“
hafa þar verið fremst í flokki alls Þetta verður naumast s-kilið a
ómerk blöð, sem ekki eru svara annan veg en þann að sveigt sé
verð, en þessum aðdróttunum hef- að starfsliði útvarpsins. Og þar
ur einnig skotið upp í dagblöðum J sem ekki er tekið fram, hverjir
Reykjavíkur. Gagnrýni er góð, en þeir menn séu, eða á hvern hátt
dylgjur rætnar. Útvarpsstarfs-1 þessir ónefndu menn stundi svik-
menn hafa ef til vill verið tóm-1 (Framhald á 15. síðu).