Tíminn - 31.05.1961, Síða 14
14
TtMINN, migvikudaginn 31. mai 1961.
kæmi upp um hann, skyldi
hann koma allri sökinni á
hana . . . og ljóstra upp öllu
um fortíð hennar og þá
myndu allir trúa honum frek
ar en henni.
— Og hún hefur þá vitað
að það var Tom sem myrti
Roy, stundi Lora.
— Ekki fyrr en nú um helg
ina. Hana hafði farið að
gruna það um það leyti sem
frú Charles, hr. Fenton og
hr. Clare hófu að fara yfir
allt sem gerzt hafð'i og sýni-
legt var að þér voruð saklaus
ar. Og hún hefur sjálfsagt
látlð sannfærast niðri í Skóg
argöngunum í gær .... hún
.... henni virtist mjög brugð
ið. Eg býst við að henni hafi
orðið Ijóst að líkin hafi verið
flutt og hún farið nærri um
ástæðuna.
— Vissi Noll að Tom drap
frú Charles, spurði Antonia,
og Drake hristi höfuðið.
— Nei, sagði hann. Hann
segist ekki hafa vitað það og
ég trúi honum. Hann var heill
aður af Sonju og þegar hún
sagði honum að hún gæti ekki
snúið hingað aftur af því að
hún væri hrædd og grátbað
hann að koma með sér á ör-
uggan stað þá gerði hann
það. Hún virðist hafa haft
undarlegt vald yfir karlmönn
um .... konur af hennar
sauðahúsi eru oft svona.
— Og hvað verður gert við
þau? spurði Mark.
Drake yppti öxlum og
teygði þreytulega úr sér.
— Hún. verður eflaust rek
in úr landi og send aftur til
Þýzkalands, en .... Hann
brosti. — Eg býst ekki við að
vinur hennar fylgi henni. Þeg
ar hann heyrði um lifnaðar-
háttu hennar meðan á styrj-
öldinni stóð, ,breyttist hugur
hans til hennar.
— Guði sé lof, sagði Anton
ia lágt. — Noll er góður vin-
ur og mér þykir vænt um
hann. Tom var það líka áður
en Sonja náði honum á sitt
vald. Það er í rauninni hún,
lega sem gerzt hefur . . . Hún
sem á sök á öllu því hræði-
ætti ekki að sleppa svona auð
veldlega. Það eina sem Tom
gerði var að vernda hana.
— Ó, neinei, sagði Drake
einbeittur. — Það var ekki
einskær ást sem fékk hann til
að fremja morð. Það var ótti
.... ótti við að verða afhjúp
aður. Ef þáð hefði komizt
upp að hann var kvæntur ill
ræmdum kvenmanni, hefði
hann verlð búinn að vera sem
leikari .... og þetta vissi
hann. Hann myrti til að
bjarga sjálfum sér, ekkert síð
ur en að bjarga henni. Þér
skuluð ekki eyða meðaumk-
un yðar á hann. — Jæja,
bætti hann við og leit á
þreytuleg andlitin umhverfis
sig. — Eg held ég hafi sagt
ykkur allt sem máli skiptir
og ég ber fram þá tillögu að
þið farið öll í rúmið ........
ykkur virðist ekki vanþörf á
hvíld.
Og að svo búnu gekk hann
út úr herberginu.
Nokkra stund ríkti þögn
i stofunni, svo reis Garvin á
fætur og gekk að borðinu,
þar sem Rogers hafði skilið
horfði aðeins á konuna, sem
hjá honum var.
— Antonia, sagði hann hrað
mæltur. — Þegar leikritið
verður fullæft, langar mig til
að sjá það.
Hún sneri sér að honum og
hann sá að hún brosti í
tunglsljósinu. — Eg skal
senda þér aðgöngumiða. svar
aði hún.
— Kannski við gætum far
ið út og borðað saman á eftir,
hélt Mark áfram. Það var
svo langt síð'an hann hafði
gert hosur sínar grænar fyrir
konu að honum leið eins og
feimnum skóladreng, sem býð
ur vinkonu sinni í fyrsta sinn
í kvikmyndahús.
— Eg veit um stað .... hjá
á drykkjumannahæli fyrir
hálfu ári.
Mark leit vandræðalega á
hana.
— Og hinir .... eru þeir á
lífi? Hann roðnaði af skelf-
ingu þegar hann hafði sleppt
orðinu.
Hún leit á hann furðu lost
in.
— HINIR?
— Fyrirgefðu, flýtti hann
sér að segja. — Fyrirgefðu,
þetta var ófyrirgefanlegt af
mér. Hún virtist skemmta sér
hið bezta.
— Elsku bezti, hvað held-
urðu eiginlega að ég hafi átt
marga eiginmenn?
—Lora hélt þeir væru þrír,
stjamaði hann.
KATE WADE:
LEYNDARDÓMUR
51
ítaiska kússins
7fS*
eftir flöskur og glös. Hann
drakk í einum teyg og án þess
að líta á hin gekk hann út.
Antonia varp öndinni:
— Hann saknar frænku
sinnar, sagði hún. — Eg
hugsa að honum hafi í raun
og veru þótt afar vænt um
hana.
Hún reis úr sæti og gekk
út að glugganum og sneri
sér að Mark.
— Kemur þú út? Það er
svo fagurt úti og hressandi að
fá sér frískt loft.
Hann flýtti sér út til henn
ar og um leið og hann smeygði
sér út sá hann að Clive tók
Loru í fað'm sinn.
— Nú verður ayt gott, hugs
aði hann ánægður. Nú geta
þau farið að skipuleggja brúð
kaupið.
Hann dæsti og Antonia
stakk hönd sinni undir arm-
legg hans og þau gengu ró-
lega niður grasblettinn. Hún
sagði ekkert og í þögn gengu
þau þangað sem garðstólamir
voru.
— Allt er svo fagurt, sagði
Antonia rólega, en Mark
Vereni í Compton Street.
— Ágætt, sagði hún glað-
lega. — Eg hef ekki komið
þar í mörg ár, en það var
uppáhaldsveitingastaður
mánnsins míns.
— Ó, sagði Mark lágt og
mundi allt í einu eftir orðum
Loru um eiginmennina þrjá,
sem hún hefði skilið J/ið. —
Hann hikaði ofurlítið og vissi
ekki hvað hann átti að segja.
— Eg býst við þú vitir að
ég hef verið gift? spuröi hún.
Hann kinkaði kolli. — Já,
Lora sagði mér það. Rödd
hans var hrjúf og óeðlileg og
hún leit hissa á hann.
— Viðurkennir þú ekki
skilnað?
Hann yppti öxlum.
— Það er sjálfsagt óhjá-
kvæmilegt í einstaka tilfell-
um, svaraði hann stuttur 1
spuna. En ekki ÞRISVAR
sinnum hugsaði hann með
sjálfum sér.
— Eg skil, sagði hún hljóð
lega og sneri sér frá honum.
— Sam var ágætur, þegar
hann var ódrukkinn, en það
kom sjaldan fyrir. Hún hik-
aði og bætti við: — Hann dó
Hún hló svo hjartanlega,
að hann varð einnig að brosa.
Svo hristi hún höfuðið og
engdist sundur og saman af
hlátri. — Eg var trúlofuð
tvisvar — fyrir utan Roy og
Sam — Það var aðeins blöð-
um og aðdáendum mínum til
heiðurs. Er er hrædd um að
það hafi aðeins verið útbúið
til að minna fólk á mig ....
auglýsingabrella ....
Hún leit alvörugefin á
hann.
Og skyndilega varð honum
svo létt um hjartað Hann
leit í blikandi augu Antoniu,
og í brúnum stórum augum
hennar las hann svarið við
þögulli spurningu sinnl ....
SÖGULOK.
UTVARPID
Miðvikudagur 31. maí:
8,00 Morgunútvarp.
10,45 Útvarp frá Reykjavíkurhöfn:
Lýst komu Noregskonungs í
opinbera heimsókn til fslands.
Leiknir þjóðsöngvar No>regs
og íslands.
12,00 Útvarp frá Alþingishúsi: Lýst
athöfn á Austurvelli, er Nor-
egskonungur leggur blómsveig
að varða Jóns Sigurðssonar.
12,15 Hádegisútvarp.
12.55 „Við vinnuna": Tónleikar.
15,00 Miðdegisútvarp.
18.30 Tónleikar: Óperettulög.
18.55 Tilkynningar.
19.20 Veðurfregnir.
19.30 Fréttir.
20.20 NorSk tóniist.
Útvarp frá veizlusal að Hótel
Borg: Forseti fslands og kon-
ungur Noregs flytja ræður.
21.30 Erindi: Noregur nútímans.
(Haraldur Guðmundsson am-
bassador).
22,00 Fréttir og veðurf.regnir.
22.10 „Fjplskylda Orra“, framhalds-
þættir eftir Jónas Jónasson.
Sjötti þáttur: „Megrun". —
Leikendur: Ævar R. Kvaran,
Guðbjörg Þorbjarnardóttir,
KTÍstín Anna Þórarinsdóttir,
Steindór Hjörl'eifsson, Nína
Sveinsdóttir, Valdimar Lárus-
son og Ríkarður Sigurbaldurs-
son. Höfundurinn stjórnar
flutningi.
22,35 Norsk lög af léttara tagi.
28.10 Dagskrárlok.
Bifreið óskast
Vil kaupa Chevrolet eða Ford fólksbifreið, smíðaái
1955—57, gegn staðgreiðslu.
Tilboð sendist blaðinu fyrir fimmtudagskvöld auð-
eknnt „Staðgreiðsla“.
V*V»‘V*V*V*X»V*,V«V*V*V»V«X»X*X,*V*V»X«X»%»V
EIRÍKUR
VÍÐFÖRLI
Hviti
hrafnÍDD
ÍOO
Án þess að kveðja dyra þustu
þrír hermenn inn í herbergi Elín-
ar, og Eiríkur beið í ofvæni með-
an hermennirnir leituðu hans,
þrátt fyrir mótmæli Elínar. Að
lokum virtust þeir hafa leitað af
sér allan grun og yfirgáfu her-
bergið, tautandi einhverjar afsak-
anir. — En hann hlýtur að vera
hér, ég sá hann sjálfur, sagði einn
þeirra. — Hvar er hann þá, sagði
annar hæðnislega. — Hann hlýtur
að hafa farið út að brjóstvörninni,
við skulum flýta okkur á eftir
honum. Þegar þeir þustu af stað,
laumaðist Eiríkur inn til Elínar.
Hún starði skelfd á hann, en hann
brosti vingjarnlega og hvíslaði. —
Fljót, við megum engan tima
missa. — Rryan, segðu mér....
byrjaði hún, en í sama bili kom
andlit í Ijós í dyrunum. — Hí, hí,
hí, hló kerlingin illskulega um
leið og Eiríkur stökk til dyra. En
hann var of seinn. Slánni var
skellt fyrir með smelli, og hann
var fangi ásamt Elínu.