Tíminn - 04.06.1961, Blaðsíða 3
MHINN, amumdaglnn 4. Jfinl 196L
/
ALLUR HDMURINN VÆNTIR
MIKILS AF FUNDI K & K
Undanvillt lömb
borin í bæinn
í Grímstungu var rúmlega þúsund fjár á fóftrum í
vetur og margt af ám borií í hvítasunnuhretinu
NTB—Vínarborg, 3. júní.
Kennedy, Bandaríkjaforseti,
og kona hans komu til Vínar-
borgar í morgun, en hinni op-
inberu heimsókn forcetans í
Frakklandi lauk { gær. Á flug-
vellinum í Vínarborg var
Adolf Scharf, forseti Austur-
ríkis, mættur ásamt ríkis-
stjórn sinni, og var forseta-
hjónunum vel fagnaS. Krúst-
joff, forsætisráSherra Sovét-
ríkjanna hafSi komiS meS lest
til Vínarborgar í gærkveldi,
og hófust viSræSur þessara
tveggja stórmenna strax viS
hádegisverSarborSiS I dag.
ViðræSur þeirra Kennedys og
Krústjoffs munu fara fram í
bandaríska sendiráðinu í Vínar-
boig í dag, en á morgun halda
þeir aftur fund í sovézka sendiráð
inu þar í borg.
Dvaldi í Vín í æsku
Við komuna sagði Kennedy, að
hann vonaði, að þessi fundur
þeirra Krústjoffs mætti verða til
þess, að skilningur þjóða í milli
ykist og friðarhorfur í heiminum
almennt yrðu betri. Hann kvaðst
hafa dvalizt í æsku sinni um mán-
aðartíma í Austurríki í orlofi, og
nú fagnaði hann því að vera kom-
inn þangað aftur við svo mikil-
vægt tækifæri. Scharf forseti flutti
einnig stutta ræðu og sagðist
vænta þess, að þessi fundur yrði
árangursríkur og til þess fallinn
að draga úr spennunni í alþjóða-
málum.
Blaðaummæli
Moskvublaðið Pravda tekur und
ir þau ummæli Krústjoffs, forsæt-
isr'áðherra, að mikdð geti áunnizt
á Vínarfundinum, ef góður vilji
KENNEDY
KRUSTJOFF
Á þriðjudaginn eftir hvíta-
sunnu gerði stórfellt hret um
landið norðanvert, eins og
kunnugt er. Sauðburður var
þá hafinn og fé víða langt frá
bæjum. Mun þá mörgu ný-
bornu lambinu hafa orðið kalt,
þótt reynt væri að bjarga þeim
eftir beztu getu. Bændur smöl-
uðu auðvitað fé sín]u í flýti, en
margt lamba mun hafa villzt
frá mæðrum sínum og eitt-
hvað farizt úr kulda.
Að sjálfsögðu reynast mörg
fjárhús þröng, þegar hýsa þarf
fjölda af lambfé, og er þá reynt
að nota annað það húsnæði, sem
tiltækt er, svo sem hlöður, geymsl
ur og annað. Margur hálfkrókn-
aður lambarpjinn mun líka hafa
verið vermdur við eldavélina og
hellt ofan í hann heitri mjólk
eða jafnvel brennivíni.
Á stórbúum norðanlands hafa
vafalaust mörg lömb þurft á
slíkri líkn að halda í þessu síðasta
hreti. Blaðið hefur frétt að í
Grímstungu í Austur-Húnavatns-
sýslu hafi verið hlúð að 50—60
væri fyrix hendi af beggja hálfu.
Blaðið segir, að allur heimurinn
mundi fagna því, ef fundurinn
leiddi til betri sambúðar Banda-
ríkjanna og Sovétríkjanna. Segir
blaðið ennfrenuu-, að ef jákvæður
árangur náist í viðræðunum um
bætt samskipti þessara þjóða,
muni því ekki aðeins verða fagn-
að í Bandaríkjunum og Rússlandi,
heldur um gervallan hinn friðelsk-
andi heim. f fréttum Moskvuút-
varpsins á ensku í gærkveldi seg-
ir, að allur heimurinn vænti þess,
að þessar viðræður verði til þess
að draga úr kalda stríðinu, og
verða spor í áttina til að leysa hin
margvíslegu vandamál á friðsam-
legan hátt. Engum detti í hug, að
öll vandamál verði leyst á þessum
eina fundi, en viðræðurnar gætu
orðið vísir að skjótum úrlausnum
vandamálanna, sagði útvarpið að
Iokum.
lömbum inni í bæ, þegar annað
húsaskjól þraut. í Grímstungu
búa bændur þrír, Lárus Björnsson
og synir hans, Eggert og Grímur.
Höfðu þeir rúmlega þúsund fjár
á fóðrum í vetur, og er það álit-
legur hópur með lömbum. Hafði
margt fé þar verið langt frá bæ
og eitthvað af lömbum týndi
mæðrum sínum í smöluninni, því
að talsvert af ánum var borið.
Fréttamaður blaðsins hafði tal
af Lárusi bónda og bað hann að
segja sér eitthvað frá þessu.
Hann var heldur tregur til þess
og kvað það engin tíðindi þar um
slóðir, þótt nokkrum lömbum væri
stungið inn í bæ í illviðri. Hann
sagði, að margt hefði verið borið
af ám, sumt hefði verið heima á
tún, en annað lengra frá. Allt
þetta fé hefði náðst heim, en eitt
hvað hefði farizt af lömbum. Nokk
uð af lömbum hefði verið sett inn
í bæ.
Lárus kvaðst vona, að ekki
kæmu fleiri slík veður á þessu
vori, og munu víst allir taka urai
ir þá ósk, ekki sízt bændur norð-
an og vestanlands, sem margir
munu hafa svipaða sögu að segja
og þeir í Grímstungu.
Sjómannadagurinn
í Vestmannaeyjum
Red Crusader málið er
orðið að milliríkjadeilu
Vestmannaeyjum, 3. júní.
Fjölbreytt hátíðahöld verða hér
að vanda í tilefni sjómannadags-
ins. Hefjast þau á laugardag með
kappróðri, stakkasundi og björg-
unaræfingum. Á sunnudag kl. 1
verður svo aðalhátíðin sett. Að
því loknu fer skrúðganga að minn-
ismerki hrapaðri og drukknaðra.
Við guðsþjónustu í Landakoti mun
séra Halldór Kolbeins prédika og
kveðja sóknarböm sín, en hann
lætur nú af störfum eftir 16 ára
þjónustu. Við starfi hans tekur
séra Þorsteinn L. Jónsson frá
Söðulholti. Þeim hjónum^ Láru
og Halldóri Kolbeins, var nýlega
haldið veglegt kveðjusamsæti hér.
Útiskemmtun verður á Stakka-
gerðistúni og margt til skemmt-
unar. Kvöldskemmtanir verða í
samkomuhúsinu laugardags- og
sunnudaeskvöld.
Það má telja til tíðinda, að ó-
venju litlar áfengisbirgðir munu
nú vera hér í Eyjum, þar eð ekk-
ert berst með pósti vegna verk-
fallsins. Má því búast við ,að
Bakkus konungur setji ekki jafn
mikinn * ip á hátíðahöldin og oft
vffl verða.
Atvinnúlff er með miklum
blóma hér um þessar mundir.
Margir bátar eru á humarveiðum
og afla vel. Skapar það mikla
vinnu í landi. Einnig er mikil
vinna við að búa bátana undir
síldarvertíðina.
Raddir hafa verið uppi um það
hér undanfarið, að skipta núver-
andi kirkjusókn í tvennt. Fyrr á
öldum Voru sóknirnar tvær, Ofan-
leitissókn og Kirkjubæjarsókn, og
mundu þær þá verða teknar upp
á ný. Allt er þetta þó óákveðið
enn sem komið er.
Danska freigátan Niels
Ebbesen hefur fengið skipun
um að hverfa frá Skotlands-
ströndum til Færeyja og sigla
síðan til Kaupmannahafnar.
Danska flotamálastjórnin hef-
ur lýst yfir samþykki sínu á
framkomu skipherrans á Neils
Ebbesen gagnvart brezka tog-
aranum, Red Crusader, sem
freigátan stóð að óiöglegum
veiðum í landhelgi við Fær-
eyjar á mánudagskvöld. Mál
þetta er nú orðið milliríkjamál
Bretlands og Danmerkur.
Herskipið Bellona, sem í fyrra
tók tvo skozka togara í landhelg-
inni við Færeyjar, er nú komið á
miðin við Færeyjar og hefur fyrir
skipun um að taka hvern útlendan
togara, sem gerir sig sekan um
ólöglegar veiðar á miðunum þar
og beita valdl, ef nauðsyn kréfur.
Seldi aflann
Eins og kunnugt er af fréttum,
stóð danska eftirlitsskipið hinn
brezka togara að ólöglegum veið-
um innan sex mflna markanna,
skammt fyrir norðan Vogey-í Fær
eyjum á mánudagskvöldið. Skaut
eftirlitsskipið á togarann nokkrum
kúlum og laskaði hann mikið, en
togarinn fékk aðstoð brezkra her-
skipa til að komast undan til
heimahafnar sinnar í Aberdeen.
Þar seldi skipið aflann á fimmtu-
dagskvöld og fór síðan til viðgerð-
ar.
Mótmæli
Danski sendiherrann í London
afhentj brezku stjóminni mótmæla
Danir hóta því aS skjóta betur næst, ef brezk her-
skip haldi áfram atS halda hlífiskildi yfir land-
helgisbrjótum
orðsendingu dönsku stjórnarinnar
vegna aðgerða brezku herskipanna
strax á þriðjudagskvöld. Á fimmtu
dag var málið tekið fyrir í brezka
þinginu, en ekki hefur danska
stjórnin enn fengið neitt svár við
orðsendingu sinni.
Danska flotamálaráðuneytið hef-
ur lýst því yfir, að það muní ekki
láta undan í þessu máli, því að
taka togarans hafi samkvæmt al-
þjóðalögum verið réttmæt, og þeg
ar togarinn sinnti ekki stöðvunar-
skyldunni eftir ítrekaðar viðvaran-
ir Niels Ebbesens, hefði freigátan
mátt skjóta togarann í kaf. Ef Bret
ar sjá sig ekki um hönd, verður
betur skotið næst, segir í yfirlýs-
ingu flotamálaráðuneytisins.
100 menn féllu í
bardögum í Kongó
NTB—Leopoldville, 1. júní.
í dag kom til blóðugra bar-
daga í héraðinu Kivu í Kongó,
og voru yfir 100 menn drepnir
og margir særðir, að því er
talsmaður Sameinuðu þjóð-
anna í Kongó skýrir frá. Hér-
að þetta er undir stjórn Giz-
enga, en laut áður Lúmúmba.
Menn þessir féllu, er í bardaga
sló milli heimamanna og kong-
óskra hersveita með vafasama
heimild til hernaðaraðgerða, að
því er ségir í fréttum. Var gerð
húsrannsókn í mörgum þorpum,
og íbúarnir reknir út úr húsum
sínum.
| Kongóskar hersveitir á staðnum
vinna nú að því, ásamt hersveitum
Sameinuðu þjóðanna, að koma á
, ró og spekt á nýjan leik.
Samtimis berast þær fréttir, að
margir meðlimir þingsins í Bakavú
hafi verið teknir höndum, án
saka, og vinna nú fulltrúar S.Þ. að
þvl að fá þá látna lausa.
í StanleyviIIe gekk þrálátur orð-
rómur um það í dag, að fyrir dyr-
um stæði innrás belgískra fall-
hlífasveita, en nú hefur fréttamað-
ur sovézku fréttastofunnar Tass
verið handtekinn, ásamt þremur
evrópskum læknum, sem sakaðir
eru um að hafa komið orðrómi
þessum á kreik. Þeir voru þó látnir
I lausir skömmu síðar, að skipun
I Gizenga.