Tíminn - 04.06.1961, Blaðsíða 5

Tíminn - 04.06.1961, Blaðsíða 5
TÍMINN, sunnudaginn 4. júni 1961. 5 Útgetandi: FRAMSÚKNARFLOKKURINN. Framkvæmdast.lóri: Tómas Arnason Rit stjórar: Þórarinn Þórarlnsson táb.t, Andrés Kristjánsson, Jón Helgason Pulltrúi rit- stjórnax: Tómas K.arlsson Auglýsmga- stjóri: EgiU Bjarnason — Skrifstofur í Eddutuismu — Slmar: 18300—18305 Auglýsmgaslmi: 19523 Afgreiðslusimi: 12323. — Prentsmiðjan Edda h.f. A. J. P. Taylor um Vínarfundinn: í . »-V *-V »“V > ilSin magnast Úrslitin eru nú kunn í atkvæðagreiðslunum um tillögu sáttasemjara í kjaradeilu verkalýðsfélaganna í Reykjavík og í Hafnarfirði við atvinnurekendur. Niðurstaðan er sú, að áfram heldur verkfall allra þeirra félaga, sem hafið var, og til viðbótar kemur svo verkfall margra félaga nú um helgina. Úrslit atkvæðagreiðslunnar eru ekki sízt merkileg fyrir þá sök, að þau sýna augljóslega, að afstaða manna hefur ekki farið neitt verulega eftir pólitískum flokkum. Af hálfu stjórnarflokkanna var rekinn hinn ákafasti áróð- ur fyrir því, að tillagan yrði samþykkt. Samt fær tillagan nær hvarvetna miklu minna fylgi en vitað er um að stjórn- arflokkarnir hafa átt í viðkomandi félögum tií þessa. Eftir þessi úrslit, halda verkfölhn áfram og magnast. Tjón aðila og þjóðarheildarinnar fer vaxandi með hverj- um degi sem líður. Krafa þjóðarinnar er sú, að ekkert verði látið ógert til þess að leysa þessa deUu sem fyrst. Þar hvUir þyngst skylda á ríkisstjórninni. Það er hún, sem'hefur skapað þessa deilu. Hún gerði það í jfyrsta lagi með „viðreisninni”, sem hefur haft óhæfilega mikla kjara- skerðingu í för með sér. Hún gerði það í öðru lagi með því að hafna öllum málaleitunum verkalýðssamtakanna á síðastl. vetri um að kjörin yrðu bætt eftir öðrum leiðum en kauphækkunarleiðinni. Með þessu hefur ríkisstjórnin þvingað launþegasamtökin út í kauphækkunarbaráttuna. Ríkisstjórnin hefur í valdi sínu að gera ýmsar ráðstaf- anir, er mjög geta hjálpað til að leysa þessa deilu, eins og lækkun vaxta, rýmkun á lánsfjárhöftum og lækkun sölu- skatta. Þessar ráðstafanir myndu jöfnum höndum styrkja aðstöðu atvinnuveganna til þess að Koma til móts við laun- þega, og draga úr kauphækkunarþörfinni. Ríkisstjórnin tekur á sig mikla og vaxandi ábyrgð, ef hún dregur að gera þessar ráðstafanir. Þá er það höfuðnauðsyn, að viðræður deiluaðila verði nú hafnar að nýju af fullum krafti. Farsællega verða slík mál aldrei leyst, nema hægt sé að skapa sem nánust tengsli og gagnkvæmastan. skilning milli aðila. Enginn grundvöllur er betri í þessum efnum en gagnkvæm tiltrú. Það var samkvæmt þessum skilningi, sem Framsóknar- menn vildu koma á fastri viðræðunefnd atvinnurekenda og launþega á sínum tíma. í þessum anda var sú tillaga þeirra líka flutt, er „viðreisnin“ var rædd á Alþingi, að reynt yrði að leysa efnahagsmálin með sem allra víðtæk- ustu samstarfi. Ríkisstjórnin hafnaði því og tók þrönga stéttarafstöðu, er hún skellti „viðreisninni“ á. Þess vegna er nú komið, sem komið er. Sjómannadagurínn í dag er Sjómannadagurinn. Þjóðin minnist í dag hins mikilvæga hlutverks sjómannastéttarinnar og þakkar henni störfin í þágu þjóðar og lands. En bezt verður sjómannanna þó vissulega minnzt á þann veg, að þeim sé tryggður aðbúnaður og kjör, er sé í samræmi við hið áhættusama og erfiða hlutverk, sem þeir gegna. Tíminn færir sjómannastéttinni beztu hamingjuóskir á hátíðisdegi hennar Verður loks rætt skynsamlega um lausn Berlínarmálsins? Einn kunnasti sagnfræðingur Breta gerir grein fyrir áliti sínu / / r V ) ) ) ) ) f ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) r ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) A.J.P. TAYLOR er einn kunn- asti sagnfræðingur Breta um þessar mundir. Hann hefur ritað margar bækur um sögu- leg efni og útvarpserindi hans og greinar um utanríkismál vekja jafnan athygli. Það stafar ekki sízt af því, að hann er mjög óháður og sjálf- stæður í skoðunum, enda verið samtímis stimplaður fylgisveinn kommúnista í brezkum ihalds- blöðum og Bandaríkjaleppur í Moskvuútvarpinu. Hann skrif ar að staðaldri greinar í blað Beaverbooks lávarðar, The Sunday Express. Eftirfarandi grein hans birtist þar 21. maí síðastliðinn: EINU SINNI enn er okkur boðið upp á fund æðstu manna, er að þessu sinni skal vera gjörólíkur þeim margumtalaða Parísarfundi fyrir réttu ári, sem U-2 flugið drap í fæðingu. Að þessu sinni munu þeir hittast tveir og einir Krútsj- off, forsætisráðherra, og Kenne dy, forseti. Engar áheymar- sendinefndir bandaiagsríkja, engar gyllivonir. Þeir munu reyna að kanna hug hvors ann ars og spurningin er, hvers þeir verða vísari. ANDSTÆTT þeirri útbreiddu skoðun manna á meðal, að mik ið djúp sé staðfest milli þess- ara leiðtoga, hvað viðkemur Indó-Kína og hinum fjarlægari Austurlöndum, er þag sannast sagna, að atburðirnir austur þar eru Krútsjoff þyrnir í augum eigi síður en Kennedy. Þeir dagar eru liðnir (hafi þeir þá einhvern tíma verið), er Rússar skoðuðu hvern á- vinning kommúnismans um leið af sjálfu sér hagnað fyrir Sovétríkin. Rússar líta nú Kína með æ meiri kvíða og viðurkenna sannindi þeirra orða hins látna og syrgða Stalins, að hann óskaði Chiang Kai-shek fremur sigurs í átökunum í Kína á sínum tíma. LEIÐTOGARNIR báðir, Kenne dy og Krútsjoff, vilja sem minnst um hin fjarlægari Austurlönd tala og halda því málefni utan gátta. Aðstaða þeirra er hin sama, hvað þess- um heimshluta viðkemur. Við eigum jafnvel eftir að sjá þá í bandalagi, áður en langt um líður. Þá munu þeir báðir jafn vel skilja og viðurkenna, að styrj- öld milli landa þeirra, ,er með öllu ómöguleg. Þeir vita báðir, að siíkt myndi þýða eyðilegg ingu allrar menningar og jafn- vel mannkynsins alls. En þeir munu finna eitt mik- ilvægt atriði, sem þá greinir á um. Þýzkaland — þetfa mikla vandamál, sem mótað hefur alþjóðaviðskipti frá upp hafi þessarar aldar. Bandaríkin krefjast samein- aðs Þýzkalands og þeir neita að íhuga nokkra breytingu á st 'ðu Vestur-Berlínar. Rússar vilja klofið Þýzka- land. Þeir eru óþolinmóðir í Berlínarmálinu og líta á Vest- ur-Berlín sem fjandsamlega út varðastöð, eins konar gróðra- stíu — eins og við höfum reyndar lært af Blake-málinu — fyrir gagnkvæmar njósnir. SJÓNARMIÐIN virðast ósam- rýmanleg, en samt sem áður eru ríkar ástæður til þess að gera sér þær vonir, að þessu þvingaða ásfandi linni og hníf urinn standi ekki hér enda- laust í kúnni. Kúba hefur af- gerandi breytt sjálfum grund- velli bandarískrar stefnu. Því hvert var sjónarmið Kennedys, forseta, gagnvart Kúbu? Einfaldlega þetta: Bandaríkin geta ekki þolað fjandsamlegt ríki svo nálægt sér. Hvort heldur við fordæmum þessa stefnu eða vegsömum hana, skiptir ekki máli. Aðal- atriðið er að þessi stefna er staðreynd. Hún hafnar óraun- hæfum grundvallarsjónarmið- um og boðar í þess stað falsa- laust raunsæi. Allt að því í fyrsta sinn hefur bandarísk stefna tekið tillit til stað- reynda lífsins. En stefna, sem á við gagn- vart Kúbu, hefur einnig sinn rétt annars staðar. Þýzkaland er nær Sovétrfkjunum en Kúba Bandaríkjunum cg Þýzka land er ólíkt stórkostlegri hætta. Tvisvar hefur Þýzka- land herjað á Rússland á þess ari öld, en hvaða tjón gæti Kúba unnið Bandaríkjunum jafnvel þótt forhertur komm- únisti ríkti á eynni? SOVÉTRÍKIN hafa fullan rétt á því að vera varkár gagnvart sameinuðu Þýzkalandi. Eftir að við höfum skilið þetta út frá Kúbumálinu, gæti farið svo, að Þýzkalandsmálið hætti að valda ágreiningi milli Sov- étríkjanna og Bandaríkjanna. Austur-Þýzkaland er til. Til- vera þess er Sovétríkjunum geysilega mikilvæg. Það er engin þörf fyrir Bandaríkin að halda áfram að neita tilveru þess. Hver myndi svo sem kvarta? Áreiðanlega enginn maður í Bretlandi með óbrjálaða skyn- semi. Enginn vill leggja út í styrjöld til þess að sameina Þýzkaland. Enginn óskar éftir að hafa brezkt setulið í Þýzka- landi. Það hefur í för með sér mikil útlát fyrir hinn almenna skattþegn og stuðlar alvarlega að óhagstæðum viðskiptajöfn- uði okkar. Með einu pennastriki má leysa deiluna um Austur-Þýzka land. Berlínarvand—nálið er hins vegar öllu alvarlegra. Krútsjoff hefur gert það lýðum ljóst, að hann muni krefjast ákvarðana um framtið borgar- innar þegar á þessu sumri. Við munum komast í hroða- !eg vandræði, ef við látum skeika að sköpuðu. Við mun- um þá standa frammi fyrir því að velja á milli auðmýktar ann ars vegar eða aðgerða miður heppilegra hins vegar. Og til hveTS? Til þess. að viðhalda stöðu, sem er óraunhæf hvort heldur er sem kenning eða í framkvæmd. Sovétlögregla gæti handtekið vestrænt her- lið í Berlín. í raun og veru væri hægt að lama Berlín al- gerlega með efnahagslegri þvingun. MYNDI ÞETTA þá þýða, að við ættum að láta íbúa Vestur- Berlínar lönd og leið eftir að hafa verndað þá og örvað all- an þennan tíma? Alls ekki. Við myndum þvert á móti geta veitt Vestur-Berlin meiri vernd eftir að hafa við- urkennt Austur-Þýzkaland. Vestur-Berlín er þýðingar- laus sem slík. Ástandi borgar- innar hefur verið viðhaldið sem eins konar tákni um sam- einað Þýzkaland. Við höfum engra beinna hagsmuna að gæta, aðeins heiðurs okkar, sökum endurtekinna vfirlýsinga um það, að Vestur-Berlín skuli aldrei hverfa inn í hina komm- únistísku austurblokk. Rússar eru reiðubúnir að mæta okkur hvað heiðri okkar viðkemur. Þeir hafa hvað eftir annað lagt til, að Vestur-Ber- iín verði gerð að hlutlausri frí- borg, jafnt skilin frá austri sem vestri. Hún gæti jafnvel verið und ir stjóm SÞ. Það væri tilraun, sem líklegt væri að tækist til muna betur en erfiðið í Kongó af hálfu SÞ. En hvað er þá athugavert við hugmyndina um að gera Vest- ur-Berlín að fríborg? Þessi lausn myndi leysa okkur und- an ábyrgð, sem er allt að því ómöguleg. Hún myndi blása burt mestu spennunni í Mið- Evrópu. Hún myndi verulega auka líkurnar fy/ir ,friði í heim inum. En skilyrði þessarar lausnar er, að fyrst verði Austur-Þýzka land viðurkennt. Þegar það hefur verið gert munu hlutirn ir falla í sínar skorður. Austur- Þýzkaland mun taka upp stefnu Sovétríkjanna. Það mun fúslega borga viðurkenningu sína með því að afsala sér til- kalli til Vestur-Berlínar. Þessi lausn er hin bezta fyr- ir okkur. Hún er einnig bezt fyrir Þjóðverja, enda þí'.t marg ir þeirra neiti að viðurkenna að svo sé. Austur- og Vestur-Þjóðverjar munu hætta að vera ásteiting- arsteinn austurs bg vesturs. Þróunin í báðum þýzk ríkj- unum fengi að vera afskiptalaus og það er það, sem hinir skyn- samari Þjóðverjar vilja. ENNFREMUR er þess að gæta, að viðurkenning Austur-Þýzka lands og öryggi Vestur-Brlínar cpna einustu leiðina til þeirr ar sameiningu Þýzkalands, sem ailir aðilar geta sætt c:g við. Ríkin þrjú geta myndað með sér samband og hafa þó hvert um sig algert sjálfstæði og frelsi til annars en að ógna hvert öðru. Ilér er sett fram djörf, já- kvæð stefna, sem Kennedy, for seti getur haft á takteinum, er hann hittir Krútsjoff. Þetta er stefna, sem kemur til móts ;Framhald á 13 siöu. JV-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.