Tíminn - 04.06.1961, Side 16

Tíminn - 04.06.1961, Side 16
Sunnudaginn 4. júní 1961. 124. blað. Jöklarannsóknafélag íslands hefur gert út rannsóknarleið- angur á Vatnajökul á hverju vori síðan 1953 og hin síðari ár bæði vor og haust. Um næstu helgi mun enn leiðang- urinn leggja af stað á jökul- inn, og verða í förinni tíu til tólf menn á tveimur snjóbíl- um. Vatnajökull er einn tíundi hluti landsins, sagöi dr. Sigurður Þórar- insson, þegar blaðið spurði hann um þennan fyrirhugaða leiðangur, svo að það skiptir ekki litlu máli fyrir okkur að þekkja þetta land- svæði og eðli þess, auk þess sem ílestar stórár landsins koma frá honum. Við þurfum að vita, hvort Vatnajökull í heild er að minnka. Það er engum vafa undirorpið, að jaðrar hans ganga nú til baka, og líklegt er, að hann sé allur minnk- andi. Sé svo, þá hefur það í för með sér, að árnar, sem undan hon- um koma, eru þessi árin meiri en eðlilegt er, því að þá bráðnar meira úr jöklinum en nemur þeirri úrkomu, sem á hann hleðst í árnar munu minnka, ef hættir að ganga á jökulinn, og það er ekki einskisverð vitneskja með tilliti til vatnsvirkjana. Kvað Sigurður í ráði að fá til landsins sænskan úrkomusérfræð- ing í haust, ' Rannsóknarstörfin Annars verða rannsóknir þær, ísem framkvæmdar verða á Vatna- jökli nú framhald þeirra athugana, I sem þar voru gerðar síðastliðið sumar. Þá var unnið að landmæl- ingum við Grímsvötn, hitamæling- ar gerðar í borholum, allt að þrjá- tíu metra djúpum, og auk þess gerðar þyngdarmælingar í Gríms- vötnum og nágrenni þeirra. | Síðastliðið haust voru reist há i járpmöstur norður af Pálsfjalli og á Grímsvatnasvæðinu til þess að mæla snjókomu vetrarins 1960— 1961. Nú er ætlunin að mæla snið af yfirborði jökulsins milli Gríms- vatna og Kverkfjalla með svo mik illi nákvæmni að sams konar mæl- ingar, endurteknar síðar, geti skor ið úr um, hvort hájökullinn er að þykkna eða þynnast. Mun Stein- Igrímur Pálsson, landmælingamað- ur, stjórna þeim mælingum. Einnig ;♦; >; :♦; :♦: :♦; :♦: :♦: :♦: :♦: :♦: g :♦; Er Vatnajökull aö þykkna eöa þynnast? mynd hjarns og íss. Það er að minnsla kosti greinilegt, að Jök- ulsá á Fjöllum er nú að jafnaði meiri en eðlilegt væri, ef jafnvægi væri á. Þetta þýðir aftur það, að í jökulferðum ber margt sér- kennilegt fyrir augu. Hér er hóp- ur jökulfara staddur í 45 metra djúpum íshelli í Grímsfjalli. — (Ljósm,: Magnús Jóh.). er ætlunin að framkvæma þyngd- armælingar með sama sniði, mun Örn Garðarsson eðlisfræð. vænt- anlega annast þær. Þá verður og mæld vetrarákoman á jöklinum, bæði á möstrunum tvéim og í gryfj um, og breytingar á Grímsvatna- svæðinu kannaðar að vanda. Mun Sigurður Þórarinsson dveljast við fimmta mann í Grímsvötnum með- an hinir halda til Kverkfjalla. Pósthús á jökli Eins og tvö undanfarin vor verð-1 ur pósthús starfrækt á Grímsfjalli í sambandi við leiðangurinn. Hafa verið prentuð sérstök númeruð umslög. Þeim, sem þess óska, verða tryggð sömu númer og þeir hafa keypt undanfarin vor, og geta þeir snúið sér til Magnúsar Jóhanns- sonar útvarpsvirkjameistam, Óð- insgötu 2, þessu viðvíkjandi. Efri myndin er af skýlinu á Grímsfjalli og einu af ökutækjum þeim, sem notuð eru til jökulferðanna. Þarna er pósturinn afgreiddur, og á neðri myndinni sjáum við póstmann að starfi í einni hinna fyrri jökulferða. Þetta er Grímur Sveinsson Víkingur, og þess er fastlega vænit, að hann verði einnig póstmeistari á Grímsfjalli að þessu sinni. (Ljósm.: Magn. Jóh.) Atkvæðagreiðslan um miðlunartillöguna Úrslit i atkvæðagreiðslu um miðlunartillögu sáttasemjara í þeim félögum, er talningu var ekki lokið hjá, þegar blaðið fór í prent- un á laugardagsnóttina, urðu á þessa leið: JÁRNIÐNAÐARMENN: Já 25 — nei 230. JÁRNSMÍÐ AMEISTAR AR: Já 130 — nei 880. TRÉSMIÐIR: Já 112 — nei 242. TRÉSMÍÐ AMEIST AR AR: Já 397 — nei 1155. BIF VÉLAVIRK JAR: Já 16 — nei 69. Bif vélavirk j ameistararnir uðu allir tillögumv liöfii 1

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.