Tíminn - 11.06.1961, Blaðsíða 5
'H&MXXm, smmndagiim 11. jóní 1&6L
5
. 11 1 1
útgefandi: FRAMSÖKNARFLOKKURINN
Framkvæmdastjóri: Tómas Arnason Rit
stjórar: Þór^rinn Þórarinsson (áb.j, Andrés
Kristjánssonj Jón Helgason Fulltrúi rit-
stjórnar: Tómas Karlsson Auglýsinga-
stjóri: EgiU Bjamason — Skrifstofur
i Edduhúsinu — Simar: 18300—18305
Auglýslngasimi: 19523 Afgreiðslusími:
12323. — Prentsmiðjan Edda h.f.
Aum var f yrsta gangan
Sagt er í Vísi, að fjármálaráðherra eigi að skrifa eitt-
hvað af klausum í blaðið framvegis. Sú fyrsta er komin.
Gunnar segir að greiðsluhalli við útlönd hafi verið
undanfarin ár 200 milljónir að meðaltali, á ári. Síðan
segir:
„Hér hafa á einu ári orðið undraverð umskipti. Gjald-
eyrisstaða bankanna batnaði um 240 milljónir á árinu
1960.“
Þessi samanburður á að sýna „umskiptin“!
Hér falsar Gunnar myndina svo undrum sætir og það
vísvitandi, því þótt hann muni heldur úti á þekju í fjár-
málunum, veit hann þó vafalaust einföldustu niðurstöður.
Hann veit vafalaust vel, að samkvæmt upplýsing-
um viðskiptamálaráðherra á Alþingi varð greiðsluhall-
inn við útlönd 704 milljónir árið 1960 eða sá mesti,
sem nokkru sinni hefur orðið og er þá ekki einu sinni
tekið tillit til þess, að þar á ofan gekk á birgðir út-
flutningsvara.
Gunnar hefur það eins og hans er vandi. Slítur útúr
samhengi eitt atriði, gjaldeyrisstöðu bankanna, en
sleppir að geta hinnar gífurlegu skuldasöfnunar við út-
lönd, sem varð á árinu 1960 og því veldur að stórkost-
lega seig á ógæfuhlið.
Þetta er svona álíka gáfulegt uppgjör á þjóðarbú-
skapnum og hjá karlinum, sem aldrei hafði vit á að gá
nema í vasann sinn, þegar hann vildi athuga „statusinn“,
en tók ekki skuldir sínar til greina.
Annars er það um þessi mál að segja, að menn hefðu
átt að mega vænta stórbættrar stöðu út á við þegar fram-
kvæmdir eru dregnar saman stórkostlega og þrengt svo
að mönnum, að fjöldinn hefur ekki haft ráð á að fata
sig t. d., hvað þá til tækjakaupa og þvílíkt.
Verður því varla trúað að ríkisstjórninni takist að
lama svo framleiðsluna og draga úr henni, að sjálf gjald-
eyrisstaðan ekki batni eitthvað þegar samdráttur í fram-
kvæmdum eykst enn á næstunni. Fyrr má sem sé rota
en dauðrota. En fram að þessu hefur sigið stórlega á ó-
gæfuhlið í afkomunni út á við ofan á allt annað.
I ■
Fjarstæðar hótanir
Öllu ábyrgðarlausara og órökstuddara hjal hefur ekki
sézt á prenti en hótanir stjórnarblaðanna um gengis-
lækkun vegna kauphækkunar þeirrar, sem láglauna-
menn hafa fengið samkv. samningum samvinnufélag-
anna og verkalýðsfélaganna.
Stjórnarblöðin segja, að efnahagskerfið þoli 6%
kauphækkun, — en jafnframt segja þau, að ,,kerfið“
steypist og gengislækkun verði afleiðingin, ef kaupið
hækki um 4—5% þar umfram.
Kaupgjald er aðeins einn af mörgum kostnaðarliðum
fyrirtækja, að vísu stór liður víða. 4—5% kauphækkun
svarar samt til mjög smávægilegra breytinga á fram-
leiðsluverði vara, t. d. útflutningsverði afurða. En verð-
sveiflur á slíkum afurðum eru tíðar og oft verulegar.
Býsna oft verða 5—10% verðbreytingar til eða frá,; og
þykja tæpast stórtíðindum sæta.
Hver mundi tala um gengisfellingu í sambandi við 1%
breytingu á verðlagi útflutningsvara, en slík verðbreyting
væri t. d. hjá frystihúsunum sambærileg við 4—5%
hækkun á kaupi.
Á þessu sést, hve marklaust það er, að lausn Vest-
mannaeyinga og Norðlendínga á kaupgjaldsmálinu geti
gefið ástæðu til gengislækkunar.
f
'/
'/
'/
'<
/
/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
t
f
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
/
'/
'/
í
/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
/
'/
'/
Walter Lippmann ritar um allöióðamál:
. i
Viðræðufundurinn í Vínarborg
var áfangi að réttu marki
Kennedy og Krustjoff mega ekki láta öfgafulla skjólstæÖinga ráÖa.
EFTIR fregnum þeim, sem
byggðar eru á stuttum, opin-
berum tilkynningum um Vín-
arfund þeirra Kennedys, for-
seta, og Krútjoffs, forsætis-
ráðherra, vitum við nægi-
lega mikið um þennan fund
til þess að geta sagt, að hann
hafi verið merkisviðburður
og mikilvægur vegna þess að
með honum eru að nýju
stofnuð fullkomin stjórn-
málaleg samskipti. Sem af-
leiðing af U-fluginu og hin-
um misheppnaða toppfundi i
París fyrir rúmu ári rofnaði
raunverulega, þótt ekki væri
formlega, stjórnmálasamband
milli Moskvu og Washington.
Allt frá því er Kennedy var
kjörinn forseti, hafa báðir að-
ilar gert ýmislegt til þess, að
eðlileg stjórnmálasamskipti
gætu hafizt að nýju. Ber þar
fyrst að nefna starf ambassa
dors okkar í Moskvu, Llewe-
lyn Thompsons, og síðan Vín-
arfundinn, sem fól í sér end-
urvakningu stjórnmálalegra
samskipta.
ÞETTA er athyglisverður
árangur. Hann stendur ofar
sérstöku samkomulagi eða
ósamkomulagi, er orðið
hefur sitt á hvað nið-
urstaða í viðræðum. Því
það er aöeins með stjórn-
málalegum samskiptum, þ.e.
a.s. stöðugum viðræðum, sem
hægt er að sneiða hjá endan-
legum úrslitakostum og kom-
ast fram hjá þeim skelfingar
atburðum, sem hvorugur að-
ila í rauninni óskar eftir eða
stendur undir. Aðeins með
þessum hætti verða árekstr-
ar að lokum látnir lönd og
leið. Allsherjarsamkomulag
er ekki aðeins í rauninni ó-
mögulegt, heldur og óhugs-
andi. en það er ekki aðeins
mögulegt að hafa hemil á
styrjaldarhættunni heldur og
lífsnauðsynlegt.
Það er aðeins með stjórn-
málalegum viðræðum, að hin
ar tvær andstæður geta forð
azt að koma sjálfum sér í þá
sjálfheldu, að ekki sé annars
kostur en að gefast upp eða
fremja sjálfsmorð.
ÞAÐ VIRÐIST sanngjarnt
að segja, að vitneskja um
þetta atriði var fyrir hendi á
fundinum í Vínarborg. Báðir
aðilar þar gengu þess ekki
dulir, að hvorugur þeirra
gat sett hinum úrslitakosti,
og að hvorugur gat — jafn-
vel þótt allur væri af vilja
gerður — gefið eftir við hinn
umfram málamiðlun um
beggja hagsmuni. Hvorugur
gat látið af hagsmunum sín-
um í ríkara mæli.
Hvorugur getur kúgað hinn,
hvorugur getur stjórnað hin-
um og hvorugur getur gefizt
upp fyrir hinum. Af þessum
ástæðum eru lausnir með
málamiðlun og eftir stjórn-
málalegum leiðum óhjákvæmi
legar.
Þessi skilningur speglaðist
í einu þeirra sérmála, sem
rædd voru i áheyrn ráðgjafa-
nefnda. Þetta var umræðan
um Laos. Laos er ekki svo
lífsmikilvægt fyrir Bandarík-
in né heldur Sovétríkin. að
bæði væru albúin að heyja
Kennedy ræðir við frú Krustjoff.
kostnaðarsama styrjöld til
þess að þvipga fram skilmála
sínum um lausn á vanda-
málum landsins. En jafnframt
og jafn mikilvæg er sú stað-
reynd, að sérhver tilraun til
þess að reyna að gefa upp La-
os í hendur kommúnistum
og þá að lokum kínverskum
myndi ekki verða þoluð af
Bandaríkjunum, er þá myndu
grípa til hernaðaraðgerða.
MARKMID stjórnmálalegra
samskipta er að eyða, leysa
eða draga úr möguleikunum
á því, að aðilar standi frammi
fyrir þeim óbærilega vanda,
að eiga ekki aðra lausn en
uppgjöf eða sjálfsmorð. Hlut-
leysi er bezta málamiðluniri
fyrir hina stríðandi aðila í
Laos, eins og Kennedy og
Krútsjoff urðu báðir ásáttir
um. Með hlutleysi Laos höfn-
um við þeirri löngun að koma
á fót okkur hliðhollri stjórn
í Laos. Þessi stefna ókkar var
röng frá upphafi vegar. Sov-
étríkin gefa á sama tíma upp
alla von um að innlima Láos
í hinn kommúnistíska heim.
HVORT SVO i rauninni er
hægt að koma á fót raun-
verulegu hlutleysi í Laos, er
auðvitað mjög svo í óvissu.
Við vitum t.d. ekki, hvort
Krútsjoff hefur óbundnar
hendur gagnvart Kína, sem
hefur fyrst og frenist hags-
muna að gæta í Suðaustur-
Asíu. Við vitum því ekki,
hvort Krútsjoff kemur svo
fram í Genf sem hann lofaði
í Víharborg.
En við megum samt
sem áður vonast til, að svo
verði. Meiri háttar hagsmun-
ir Sovétríkjanna eru ekki
djúpt bundnir Laos eða Suð-
austur-Asíu yfirleitt. Það, sem
fyrst og fremst er teflt um í
Laos jafnt af hálfu Kennedys
sem Krútsjoffs, er heiður.
Hvorugur myndi nokkru glata
af metnaði sínum ef Laos yrði
hlutlaust og þar komið á fót
stjórn, sem prinsarnir þrír í
Laos myndu viðurkenna. Vel
gæti svo farið, að samkomu-
lag um hlutlaust Laos ætti
eftir að ná til allrar Suð-
austur-Asíu. Þessarar skip-
unar gætu Indland og Pakist-
an gætt sem og S. þ. og stór-
veldin öll þ.á.m. Kína. '
BERLÍNARMÁLIÐ var mik
ið rætt. Ljóst má vera af
fregnum ,að ólíklegt er, að á-
tök verði út af borginni. En
samkomulag liggur ekki fyrir
— frekari umræður eru óhjá-
kvæmilegar.
Berlín er annars gott dæmi
um ástand, er gæti leitt til
þess, að deiluaðilar teldu sér
ekki annað fært en velja á
milli uppgjafar eða sjálfs-
morðs. Enginn getur ábyrgzt,
að Kennedy eða Krútsjoff
muni ekki grípa til vopna.
Krútsjoff getur ekki ætlað,
að Bandaríkin muni ekki
berjast, ef hann þjarmar að
þeim.
Krútsjoff má ekki heldur
vera þeirrar skoðunar, sem
sumir af ráðgjöfum hans virð
ast 'haldnir, að engu máli
skipti, þótt reynt sé að skerða
hlut Sovétríkjanna. Við meg-
um heldur ekki álíta, eins og
fram virtist koma bæði í Bonn
og París, að vestræn ríki geti
hafnað öllu samkomulagi og
látið hlutina vera eins og þeir
eru með því að nóta styrjöld.
HÆTTAN í Berlín er sú, að
báðir aðilar láti undan kröf-
um öfgafullra skjólstæðinga
sinna, þ.e.a.s. í Austur-Berlín
annars vegar og Bonn hins
vegar. Ég er mjög svo trúað-
ur á það, að þeir Kennedy og
Krútsjoff hafi verið sér með-
vitandi um þetta og viti það
enn betur eftir að hafa ræðzt
við og séu nú ákveðnari en
nokkru sinni fyrr, að finna
með rólegri og skynsamlegri
íhugun leið út úr þeim vanda,
ef þeir þyrftu að standa and-
spænis óhæfu vali.
•x*n.*-v*x*-v*'V*x*x*-vvv*