Tíminn - 11.06.1961, Blaðsíða 9
■ TfMISN, siumudaginn , U., jáni ,196L.
\
9
:,.~i . ■' “ » » ' i ■< .T'W’
SýslumaS'jr, sem auðvitað veit
hvað syngur í þeim guðsmannin-
um og öðrum fyrirsvarsbændum
þinglagsins, gefur sinn úrskurð, að
hreippstjórarnir í Tunguhreppi,
þeir Árni Guðmundsson á Stóra-
bakka og Jón Árnason á Galta-
stöðum út, skuli með nægilegri
aðstoð annarra bænda á vettvangi
flytja þessi hjú til sveitar sinnar,
í miðhluta Múlaþings, og ekki frek
ar gefið upp hvert ferðinni skuli j
heitið. Það hefur auðvitað verið ó-'
glöggt fyrir bændum. Nú skeður
þetta náttúrlega, og nú er frekar
grennslazt eftir uppruna þeirra,
og kemur þá auðvitað á daginn að
Þorgeir er ekki upprunninn í mið
hluta Múlaþings. Þeir flytja hann
um Smjörvatnsheiði, að fyrsta bæ
í Vopnafirði, Hrappsstöðum og
þar er hann næsta ár 1762.
Þannig stendur á veru hans,
þegar manntalið telur hann þar
húsmann, algerlega einn síns liðs.
Sigríður Magnúsdóttir hefur aftur
á móti verið upprunnin í mið-
hluta Múlaþings, og þangað færa
þeir hana. Sjálfsagt hafa þeim
verið bannaðar samvistir. Allt fyrir
það er Sigríður komin til Vopna-
fjarðar á útmánuðum 1762, ef hún
á barn fyrir jólin þ. á., sem stað-
fest er á Ásbrandsstaðaþingi 1763.
Nú er Þorgeir sjálfsagt innfæddur
Vopnfirðingur, og ekki hægt að
meina honum að ganga í hjóna-
band þar í sveit. Hann leitar þess
þó ekki við sóknarprest sinn, séra
Þórð á Refsstað, heldur við Hofs-
prestinn, séra Skafta Árnason.
Vera má að sektir hafi verið ó-
goldnar fyrir barneignina á Gilj-
um, og Þórður prestur þðtzt kenna
meinbugi á ráði þessara hjúa,
enda sjálfsagt farið mikið orðspor
af harðræðunum við þau á
Hvammsseli. En séra Skafti er
frjálslyndur og þó einkum tengda-|
faðir hans, séra Guðmundur Ei-(
ríksson, en þeir fylgjast nu aðj
einu ráði á Hofi, hann og séra
Skafti, og býr þó séra Guðmundur
á Hofsborg, sem hann kallar að-
eins „Borg“ í bréfum. Þórði presti
hefur mislíkað við séra Skafta að
hafa af sér pússunartollinn og
þess vegna hefur hann uppi þetta
lítilfjörlega kærumál á hendur
Þorgeiri, 1763. Því þótt prestar
yrðu að greiða sekt, og missa
stundum hempu fyrir ofbráða barn
eign með konu sinni, virðist það
skipta minna máli um almúga,
sem á að syndga, svo prestarnir
geti borið burtu heimsins synd.
Af þessum hrakningi eru þau
nú komin saman í hjónaband, Þor-
geir og Sigríður, með atfylgi séra
Skafta, og það er eins og hann
vilji fulltingja þeim betur. Þau
hljóta að fara að hans ráði og í
hans trausti norður á Langanes,
þangað sem séra Skafti var upp-
runninn. Hann var sonur séra
Árna Skaftasonar á Sauðanesi, og
konu hans Valgerðar Pétursdóttur
eldra, Bjarnasonar sýslumanns á
Bustarfelli, Oddssonar. Ekki skorti
jarðnæði í Vopnafirði, nálega hálf
sveitin í eyði, og verið að veita
styrk til þess að koma þeim í á-
búð. Þetta er næsta undarlegt, en
þýðir ekki um að ræða, aðeins
grunar mann, ónotalega, vað hér
sé nokkuð sérstætt fólk á ferð,
sem ekki má ólíklegt þykja af þvi,
sem á undan er farið.
Næst er það á Skeggjasrtaða-
þingi, vorið 1764. Þá ke'mur þar
fram Þorgeir Erlendsson bóndi á
Miðfjarðarnesi, og óskar frests á
greiðslu sektar, sem honuni hafi
verið gert að greiða á Ásbrands-
staðaþingi ári fyrr, fyrir barpeign
með Sigríði Magnúsdóttur, sem
þá hafi verið orðin kona sín. Ætl-
ar hann að sækja um eftirgjöf sekt
arinnar til hærri yfirvalda. Þor-
geir hefur þá aldrei komizt norð-
ur á Langanes. Hann staðnæmist
á Ströndinni og er enn í sýs'iu
Péturs Þorsteinssonar. En hvaða
líkur eru nú fyrir því, að her sé
um þann Þorgeir að ræða sem
forðum spretti af á Dalhúsum og
á síðan afkvæmi í Eiðaþinghá og
Seyðisfirði. Jú. í manntalinu 1816
er Guðrún Þorgeirsdóttir f. á Mið-
fjarðarnesi á Ingveldarstöðum í
Seyðisfirði og hjá henni er Þor-
björg f. á Rangá systir hennar
segir þar, svo hér er ekki um að
villast hver sá Þorgeir er, sem
er faðir Þorgeirsbarnanna í Seyðis
firði 1816, þar á meðal Bjarna og
sannast nú allt enn betur.
Þorgeir býr nú á Miðfjarðarnesi
og ber ekki til tíðinda. Hann hef-
ur sjálfsagt verið mikill dugnað-
armaður og þarna er gott til bjarg
ræðis. Þá'er það 1769, á Skeggja-
staðaþingi, að þar kærir Guðmund
ur Jónsson, sem einnig býr á Mið-
fjarðarnesi, mótbýlismann sinn,
Þorgeir Erlendsson fyrir það, að
hann hafi í einrúmi flogið á sig
og sagt að svo skyldi hann betur
gera, ef hann, Guðmundur, bæri
sér ófrómt mannorð. Sýslumaður-
inn er nú lögsagnari Péturs, Gutt-
ulsá við Fossvelli. Annars hefði
þurft að setja réttinn yfir Þorgeiri
í Vopnafirði. Þarna koma ýmsar
upplýsingar, því svona málum er
eicki sleppt án rækilegra spurn-j
inga og langrar bókunar. Guðríð-1
ur staðhæfir að Þorgeir eigi krakk
ann, segist áður hafa átt frillu-
lífsbarn með Pétri Einarssyni.
(Pétur Einarsson getur um þetta
við mál Helgu systur sinnar, sem
bar barnið út á Hallormssctaða-
hásli 1771. Þau systkin hafa lík-
lega verið af Jökuldal. Helga er
á Hallormsstað hjá séra Jóni
Högnasyni og Ingveldi Gunnlaugs-
dóttur á Skjöldólfsstöðum Jóns-
sonar). Verður nú Þorgeir að
segja sína sögu. Hann hafi aldrei
í hórdómsbrot fallið, en tvisvar í
frillulífsbrot og annað sinn með
þeirri konu, sem hann hafi síðan
átt, en áður með Sesselju Bjarna-
dóttur. Gera má ráð fyrir að Þor-j
geir hafi verið kunnugur í Teigs-
seli frá fyrri tíð, þvi sá bær er
lega ögn eldri, sem Þorgeir gæti
einnig verið, þrátt fyrir aldurs-
ákvörðun 1762. Ekki lifir Þorgeir
mörg ár eftir þetta, að því er helzt
má álykta. Þegar farið er að færa
manntalskirkjubækur í Vopnaf.
eru börn hans þar á sveitarfram-
færi, þau Þórunn, Bjarni og Þór-
dis, en Sigríðar Magnúsdóttur get-
ur ekki. Er það þó svo, að mann-
talskirkjubók á Hofi byrjar 1784,
en ekki til slik bók úr Refsstaða-
sókn fyrr en 1789. Virðist helzt
mega álykta, að er Þorgeir er dá-
inn hafi Sigríður farið til fólks
síns í miðhluta Múlasýslu og með
henni elztu börnin, Margrét og Sig
ríður, en Þorbjörg hefur alizt upp
á Tunguhreppi þar sem hún var
fædd. Þórdís er í Norður-Skála-
nesi 1786 talin þá 13 ára, en 1789
er hún á Egilsstöðum í Refsstaða
kirkjusókn og talin enn 13 ára.
Það, sem helzt styður þetta er, að
1790 eru öll börnin farin úr Vopna
firði og koma þar ekki síðan. Virð-
FRÁ ÞORGEIRSBORNUM
ormur Hjörleifsson, og nú starir
hann á þessa bændur, bráðókunn-
ugur, og spyr, hvernig orð fari af
þessum náungum! Þingmenn reyna
að gæta tungu sinnar, en um Guð-
mund segja þeir, að hann sé
kunnur að slaðri og misjöfnu um-
tali um náungann. Þorgeir ber á
móti þessum sakargiftum og end-
irinn verður sá, að þeir sættast,
Guðmundur og Þorgeir, og var
þetta mál þar með úr sögunni.
Auðvitað hefur Þorgeir barið Guð-
mund, sem sennilega hefur átt
það fyllilega skilið.
En nú losnar um Þorgeir á Mið-
fjarðarnesi, hvað sem valdið hef-
ur. Gæti verið að hann hafi nú
haft þunga fjölskyldu þótt ekkert
af börnum hans komi fram ^íðar
nema Margrét og Guðrún, 'sem
þar hafa verið á búi. Þorgeir fer
beint í Hof til séra Skafta, þar
eignast hann barn 1771, og virðist
þetta banda á eitthvert samband
þeirra á milli, sem nú verður ekki
skýrt. Þorgeir stanzar þó ekki
lengi á Hofi. Næst eignast hann
barn, sem fætt er á Rangá í
Tunguhreppi, svo hann er kominn
aftur í þann ágæta hrepp. Er þetta
óskiljanlegt. Þá býr á Rangá
Björn Árnason, og kona hans er
Guðbjörg dóttir Sigurðar járn-
smiðs á Hauksstöðum á Jökuldal,
sem kallaður var „tuggs“, Sveins-
sonar. Þ. á, 1773, fæðist Sigurður
sonur þeirra þar á Rangá.
Þau hjón eiga ekki ætt að rekja
til Vopnafjarðar, en sjálfsagt er
hér um það að ræða, að Sigríður
Magnúsdóttir hefur verið náskyld
öðru hvoru þeirra hjóna, þótt nú
verði engum getum né likum kom-
ið að um þann skyldleika. En Þor
geir átti erindi í Tunguhrepp sem
fyrr. Þ. á., 1773, er haldið eitt
mikið og merkilegt þing, auka-
réttar, og er tilefnið að Guðríður
Pétursdóttir, Teigaseli á Jökuldal,
kennir Þorgeiri barn, en hann
synjar fyrir faðerni þess. Þetta
verður að klára í rétti og bæði
mæta þau í réttinum, sem sýnir
að þau eiga sama þing, þriggja
hreppaþingið við Trébrú á Jök-
næst við Giljá, innan frá. Barmð
í fæðist viku fyrir Mikaelsmessu,
j eins og Guðríður orðar það, en
reiknast 23. sept. og þá 1772,
! fyrst verið er að rekast í þessu
' sumarið 1773. Ekkert er verið að
j rekast í því hvaða líkindi eru á
1 samförum þeirra á jafndægrunum,
enda er nú Þeirgeri stílaður eiður
I upp á það, að hann hafi ekki kom-
| ið nærri Guðríði til barngetnaðar
■ í 52 vikur, áður en barnið fædd-
! ist, svo um haust Í771 virðist hann
kominn í Rangá eða á þessar slóð-
j ið. Þeir hafa sennilega haldið að
konur gengju með í 52 vikur. 23.
sept er gangnastapp í þessum
hreppum og líkindi á öllum skratt-
anum hér og þar, og það er eins
og þeir trúi Þorgeiri illa í göng-
unum. Þorgeir sver nú þennan eið
eftir kristilegan undirbúning séra
Erlendar Guðmundssonar í Hof-
teigi, sem er dálítið merkilegt, ef
Þorgeir á heima á Rangá. Sjálf-
sagt hefur nú Þorgeir slegið sér
illa niður, þVí stúlkan hefur verið
merk og henni trúað til að segja
satt, en ekki er ljóst hvaða Péturs
dóttir hún hefur verið.
Það er líka búið með veru Þor-
geirs á þessum slóðum. Næsta ár,
1774, fæðist Bjarni sonur hans —
Dísu-Bjarni — á Ljótsstöðum í
Vopnafirði, svo nú er Þorgeir enn
kominn á sínar heimaslóðir. Er
ekki líklegt að Þorgeir sé nú sá
forstandsmaður, að hann geti séð
fyrir heimili sínu, því nú eru að
minnsta kosti 5 börn lifandi, sem
hann á og það elzta Margrét, 14
ára. Er líklegt að Þorgeir hafi í
þetta sinn farið beint á sveitar-
framfæri í Vopnafirði og hafi held
ur lítið orðsspor. Þórdís, Bjarna-
Dísa, virðist þá ófædd, en mun
hafa fæðst árið eftir eða 1776.
Hún er reyndar talin 24 ára þeg-
ar hún deyr 1793, en þá væri hún
ekki fædd í Vopnafirði, sem þó
áreiðartlegt er. Þorgeirs getur nú
ekki síðan og ef hann hefur ekki
verið nema 25 ára 1762 er hann
aðeins fcrtugur að aldri þegar Þór
dís fæðist 1776, og líklegt er að
Sigríður sé á líkum aldri , þó lík-
ast þau stefna öll á einn stað.
Eiðaþinghá eða Seyðisfjörð, og er
það sjálfsagt móðir þeirra, sem
dregur þau svo saman. Eflaust hef
ur hún verið mikilhæf kona. Líður
ekki á löngu þar til spyrst af Þor-
geirsbörnum, því 1792 á Guðrún
Þorgeirsdóttir barn með Hinriki
Árnasyni, sem talinn er til heim-
ilis á Ketilsstöðum á Völlum, en
barnið elur hún í Firði í Seyðis-
firði, og munu þá Þorgeirs börn
öll komin til Se'yðisfjarðar. Árið
1794 á hún þar annað barn með
Einari Jónssyni. Árið 1795 giftist
Margrét Þorgeirsdóttir Sigurði
Hinrikssyni í Seyðisfirði. Er hún
þá 35 ára og er því barnið, sem
rekistefnan verður út af, á
Hvammsseli, en þangað hafa þau
Þorgeir og Sigríður komið frá
Giljum, því þar er Margrét fædd,
sem áður segir. Það vekur athygli
hversu þessi börn hafa hlotið að
vera hraust og vel gerð, að
minnsta kosti þessi 4 yngstu, sem
fædd eru frá 1771—76 og lenda
öll í móðuharðindum og bólusótt
og eru síðan 4 sveitarframfæri, en
týna þó ekki tölunni, jafnhart eins
og þó var á dalnum í Vopnafirði
þessi ár, og manndauði mikill.
Bjarni var svo árum skipti í Skóg
um.
Ekki verður vitað um ætt Þor-
geirs í Vopnafirði. Getið finnst um
Erlend Illugason, sem býr á Þor-
steinsstöðum, fyrir utan Hof, árið
1746. Illugi hét vinnumaður á
Bustarfelli 1703, 22 ára Jónsson,
áreiðanlega bróðir Þorbríms á
Vakursstöðum. Erlendur Jónsson
býr í Saurbæ á Strönd 1740.
Löngu seinna er krafin skuld hans
frá þeim tíma.Þá tjáist hann alluí
á bak og burt fyrir mörgum árum.
Telja má liklegast að Þorgeir sé
sonur Erlendar Illugasonar, hver
sem sá Illugi hefur verið, og geta
fleiri komið til greina en Illugi
Jónsson. Á þingi við Trébrúna
1762 er lýst frilMífsbroti Magn-
úsar Erlendssonar og Ingibjargar
Gísladóttur. Gæti þessi Magnús
verið bróðir Þorgeirs.
Það er auðvitað ekki mikið sem
liægt er að segja um Bjarna Þor-
geirsson í ævisögustil Þetta er
engin ævi, sem þessi maður á og
' er reyndar ekki einn um það í
j ,ævisögum“ íslendinga. Það eru
i þjóðsögurnar sem láta ekki nafn
hans gleymast, nánar tiltekið,
draugasögurnar af afturgöngu Þór-
dísar systur hans en þeim er
' Bjarni órjúfanlega tengdur. Nokkra
mannlýsingu gefa þessar sögur af
Bjarna og mun fara nærri lagi að
treysta þeim. En eftir þeim virðist
Bjarni hafa verið þrekmaður 1 betra
i lagi, vel á sig kominn um vöxt og
' ekki óþekkilegur ásýndum, en dauf-
I ur og óskörulegur í framgöngu, og
ekki lánlegur.
Var jafnan sem eitthvað hvfldi
á honum enda munu fáir hafa séð
hann ganga lausan, því á þessum
tíma eru karlmenn notaðir sem á-
burðarhestar og er skömm ef þeir
ganga lausir. Hefur Bjarni sjálf-
sagt ekki farið varhluta af því að
bera pinklana, upp og ofan yfir
heiðar, til Seyðisfjarðar. Meinlaus
þótti hann og ráðvandur, góður vlð
skipta og Iundhægur, og alla ævi
bláfátækur og stundum elgi sjálf-
bjarga er hann var enn á góðum
aldri. Það var fylgjan hans sem gaf
honum algert sérstæði meðal
manna og það þótti koma raun á
það, að eigi væri það happadrjúgt
að snúa illu að Bjarna eða særa
hann og munu flestir hafa sneytt
hjá því og frekar vikið að honum
með hlýju eða fullkomnu afskipta-
Ieysi sem oftar mun hafa orðið.
Það var talið að Þórdís hefndi
grimmilega fyrir Bjarna, ef hann
yrði fyrir aðkasti og lúta sumar
sögur um Disu að því efni. Var
sagt að ungur maður og ofláti hafði
eitt sinn veitzt að Bjarna. Átti
hann síðar leið um Húsavíkurheiði,
villtist hann og kom hvergi fram
á bæjum. Það var því von að
Bjarni væri látinn í friði, svo sem
framast mátti verða, og hefur það
sennilega verið hans eina eða mesta
líkn.
Eins og fyrr segir var Bjarni
fæddur á Ljótsstöðum í Vopnafirði
og maður eins og rekur ósjálfrátt
í það augun eða nefið að þau systkin
in, Bjarni og Þórdís, fæðast eftir
að Þorgeir sver eiðinn íyrir barns-
getnað með Guðríði Pétursdóttur,
og ennþá eins og rekur maður
nefið í það, sem er gamalt mál, að
grísir gjalda gömul svln valda og
það sem víða blasir við í ættfræði
að misgerðirnar elta ættirnar í
marga liði að stórum hluta til. En
ekki virðist Bjarni hafa unnið sér
neitt til, annað en þetta hörmulega
slys með systur sína, sem hann átti
ef til vill litla sök á. Hann virðist
ætíð gætinn maður um sína fram-
komu en það virðist Þorgeir föður
hans hafa brostið. í ýmsu munu
þeir þó hafa verið líkir. Ætterni
Sigríðar móður Bjarna verður nú
ekki fundið svo öruggt megi telj-
ast. Árið 1734 býr á Giljum Magnús
Þorsteinsson frá Kjólsstöðum í
Möðrudal, bróðir Þorkels á Eirlks-
stöðum, sem Eiríksstaðamenn eru
komnir frá og Jóns á Hákonarstöð-
um, sem Melaætt í Fljótsdal er
komin frá. Lfklega er Sigríður dótt-
ir hans, og Magnús búið fyrir aust-
an Fljót áður en hann flutti í Giljá
og Sigríður verið fædd þar. Um ætt
frá Magnúsi er ekki kunnugt og
árið 1753 býr Björn Guttormsson
á Giljum sonur Guttorms Sölva-
sonar í Hjarðarhaga 1703. Hefur
Björn liklega átt dóttur Magnúsar,
sem þá hefur verið dáin. Árið 1762
býr Stigur Þórarinsson á Giljum og
Björn þá dáinn og Sigrfður ekki
átt skjóls að vænta á Giljum, eftir
1760 sem raun bar á 1761 er þau
Þorgeir eru flæmd frá Hvamms-
seli. Er Sigríður þá fædd fyrir 1734
og komin yfir fertugt þegar hún
eignast síðasta barnið. Það er al-
kunnugt, að oft verður það, mun
þetta allt saman fara nærri um upp
(Fmnhaid a 13 siöu.;