Tíminn - 15.06.1961, Blaðsíða 8

Tíminn - 15.06.1961, Blaðsíða 8
8 TÍlgÉMliy, .fimmtadagiiin,,,15. j „Skapa þarf viðhlítandi aðstöðu á Hólum til kennslu í meðferð og hirðingu landbúnaðarvéla" Lárus Jónsson ræðir við Kristján Karlsson fyrrum skólastjóra Bún- aðarskólans á Hólum. Eins og alþjóð er kunnugt urSu um síðustu mánaðamót skólastjóraskipti við bænda- skólann á Hólum í Hjaltadal. Kristján Karlsson lét þar af stðrfum en við tók Gunnar Bjarnason áður kennari á Hvanneyri og ráðunautur Bún- aðarfélags íslands í hrossa- rækt. Kristján er nú fluttur til Reykja- víkur og tekinn við störfum hjá Stéttarsambandi bænda. Skömmu eftir aS hann kom í bæinn, spjall- aði ég nokkuð við hann um heima og geima. Sundurlausar slitrur úr samtali okkar fara hér á eftir. — Þú hefur veri® lengi á Hól- um, Kristján? — Já, í 26 ár, hef útskrifað 26 árganga af búfræðingum, líklega nálægt 550 alls. — Á svo löngum tíma hljóta að hafa orðið miklar breytingar á skólanum. — Skólinn er mjög svipaður að stærð og hann var, þó að auðvitað hafi rýmkazt mikið við byggingu þriggja íbúðarhúsa fyrir skóla- stjóra og kennara. En skömmu eftir að ég tók við skólanum, var fyrirkomulaginu breytt á þann veg, að nú skyldu nemendur vera tvo vetur og sum- arið á milli. Áður hafði verið átta vikna verknám að vorinu. Þetta nýja fyrirkomulag stóð þó aðeins' í nokkur ár, en þá var breytt til hins fyrra horfs, að verk námið var í námskeiðum að vor- inu. Reyndar hefur verknámið minnkað hin síðari ár vegna þess að nú hafa nemendur ekki sama tíma og áður til þess að vera fjarri heimilum sínum yfir sum- artímann. Veldur því fólks- fækkun í sveitunum. Oft er það svo, að nemendurnir eru orðn ir burðarásar búskaparins heima, áður en þeir koma í skólann og mega því ekki vera í burtu anna- tímann, eða að ineira kaup í ann- arri vinnu lokkar. Að s'jálfsögðu hefir verknáms- þörfin breytzt með breyttum bú- skaparháttum og aukinni tækni. T. j d. um og fyrir 1940 höfðu margir skapa viðhlítandi, aðstöðu til nemendur á Hólum aldrei slegið með hestasláttuvél. Við urðum að kenna þeim það. Nú virðast flest- ir nemendur hafa einhverja æf- ingu í meðferð véla, áður en þeir koma í skólann. Hins vegar mun verknám, ef það er vel rekið, vera skólanum til muna dýrara nú en fyrr, þvi að verkfæri öll, rekstur og viðhald þeirra er allt miklu dýrara nú og meðferð, og þar af leiðandi end- ing þeirra að sjálfsögðu misjafn- ari, ef margir og mismunandi van- ir eiga að fara með þau. En er ekki einhver munur á nemendum nú og áffur? Nú eru þeir yfirleitt yngri og ó- þroskaðri. Áður voru nemendur betur þjálfaðir í félagsstarfsemi, áður en þeir komu í skólann. Við fengum oft æfða fundarmenn fyrr á árum. Þetta var vegna meiri þátt töku manna í ungmennafélags- starfi á þeim árum. BÚNAÐARSKÓLINN Á HÓLUM Áður lögðu menn meiri alvöru í námið, vissu betur hvað þeir vildu, komu í skólann með ákveðn ara markmið fyrir augum. Líklega eru nemendur leiðitam- ari nú, auðveldara að stjórna þeim, þeir eru þægari. Þú hefur útskrifað nemendur eftir einn vetur líka? Jú, það hefur verið svokölluð bændadeild við skólann allan tím- ann. Hefir verið mikil aðsókn að henni? Yfirleitt mjög jöfn aðsókn, oftast nær sex eða sjö, einu sinni lang- flest, eða 17 nemendur. Meðalað- sókn að skólanum hefir líklega ver ið nálægt 20 nýir nemendur á ári, hinir' í yngri deild. Svo yngri deildin hefir ekki lagzt niður þrátt fyrir möguleik- ann að Ijúka náminu á einum vetri? Nei, aðsókn hefir alltaf verið þó nokkur í yngri deildina. Hvað telur þú nú brýnasta og næsta verkefnið á Hólum? Að byggja vélaverkstæði og kennslu í meðferð og hirðingu véla. Það er nú orðið mjög mMls- vert að kenna betri hirðingu og þannig stuðlá að aukirini eridingu vélanna. En hvað um framtíðina? f liverju er hið nýja starf þitt fólg- ið? Ég er að byrja að kynna mér skýrslur varðandi þá 10 ára áætl- un, er gerð var um 1950 um fjár- festingu (umbætur og bústofns- auka) í landbúnaðinum. Síðan mun ég taka eina og eina sýslu fyrir í einu, kynna mér bú- skaparháttu þar og möguleika og ef til vill gera einhverjar tillögur um ráðstafanir til úrbóta. Auk þessa mun ég mæta á kjör- mannafundum Stéttarsambandsins og kynna þar starfsemi Stéttarsam bandsins og verðlagsgrundvöll landbúnaðarvara. Ég þakka Kristjáni fyrir rabbið. Ég óska honum til hamingju með nýja starfið. EKki síður vil ég óska bændastéttinni til hamingju með að hafa fengið Kristján í þetta starf. Reykjavík, 13. marz 1961. Varðandi bréf allsherjarnefndar, dags. 23. febrúar 1961, um „Tillögu til þingsályktunar um ráðstafanir \egna læknaskorts", 160. þingmál 1960—1961, vill Læknafélag ís- lands taka fram eftirfarandi atriði: 1. Læknafjöldi á fslandi má telj- ast nægilegur, þar sem 1 læknir er fyrir hverja 760 íbúa, og auk þess era um 75 læknar og kandidatar við nám eða bráðabirgðastörf er- lendis. 2. Skoitur á læknum í héruðum stafar af tregðu ungra lækna til þess að taka að sér störf á þessum stöðum. Auk þeirra 6 héraða, sem voru læknislaus um áramót, mun 8 héruðum þjónað af ungum lækn- um (kandídötum) til fullnægingar fyrirmæla um 6 mánaða vinnu- skyldu í héruðum. 3. Orsakir þess, að læknar vilja ekki vera í þessum afskekktu hér- uðum, eru: a. Almennur fólksstraumur frá þeim stöðum, þar sem menn fara margs konar félagslegra og ann- arra þæginda á mis, hafa t. d. minni möguleika á að koma börn- um sínum til mennta o. s. frv. b. Fólksfæð og þess vegna of lítið að starfa sem læknir. íbúatala í læknisla-^su héruðunum, sem um getur í greinargerð þáltill., er sam- kvæmt nýjustu heilbrigðisskýrslum (fyrir árið 1957): Árneslæknishérað (Djúpa- víkurlæknishérað) 324 íbúar Flateyjarlæknishérað 182 — Reykhólalæknishérað 416 — Súðavíkurlæknishérað 649 — Kópaskerslæknishérað 1210 — Bakkagerðislæknishérað 527 — Sennilegt er, að síðan hafi enn Eækkað í sumum þessara héraða, ín því mannflesta, Kópaskershér- iði, hefur verið skipt í tvö héruð, HVERJAR ERU ORSAK- IR LÆKNASKORTSINS? Kópaskershérað og Raufarhafnar- hérað._ c. Ófullnægjandi starfsskilyrði, svo sem skortur á verkfærum og aðstoð (hjúkrunarkvenna og ann- arra) og erfiðleikar á að fá aðstoð annarra lækna, þegar nauðsyn krefur. d. Léleg launakjör. í læknislausu héruðunum, sem að ofan getur, voru samkv. athugun, sem Lækna- félag íslands lét gera fyrir árið 1957 (yngri skýrslur ekki tiltæk- ar), árstekjur fyrir læknisverk greidd af sjúkrasamlögum á þess- um stöðum frá kr. 8200 upp í kr. [61000, en að meðaltali kr. 31000. Héraðslæknar starfa samkvæmt | gjaldskrá frá 1933 og mega 6-falda ! hana. Almenn rannsókn á sjúklingi er þar verðlögð á kr. 2.00 (nú 2 kr. x 6 = 12 kr.). Fyrir ferða- lög greiðist 2 kr. á klst. fyrst-j 5 klst. ferðarinnar, næstu 6 klst. 1 'kr., en eftir það 0.50 kr. á klst. Nú má 6-falda þetta allt, og rétt er j að geta þess, að frá kl. 23 til kl. 7 !má leggja á þessar upphæðir 50%. Fyrir sólarhrings ferðalag sem hefst kl. 7 að morgni, má héraðs- læknir því reikna sér 26 kr. x 6 = 156. kr. Svo bætist væntanlega við rannsókn á sjúklingi, 12 kr., eða alls 168 kr. fyrir sólarhrings starf. Ef ókunnugum héraðslækni j væri fenginn fylgdarmaður (svo jsem vera bæri, a. m. k. í vetrar- iferðum, vegna sameiginlegs örygg- is læknis og héraðsbúa) og fengi , fylgdarmaðurinn Dagsbrúnar- ikaup), yrði það kr. 835.90 á sólar- ! hring. Umsögn Læknafélags íslands í tilefni þingsályktunartillögu um ráðstafanir / til að bæta úr læknaskorti úti um land. e. Takmarkaðir möguleikar á að flytjast úr afskekktum fámennis- héruðum, þar sem nærri mun láta, að íbúatalan í 25 héruðum sé innan við 1000 og af þeim séu í 15 héruð- um færri en 800 íbúar. Óttinn við i að festast og „forpokast" í lélegum jhéruðum er eitt af mörgu, sem jfælir unga menn frá að sækja um i þau. Þá þekkjast því miður nokkur j dæmi þess, að embætti héraðs- . lækna hafa ekki verið veitt eftir þeim reglum, sem héraðslæknar og landlæknir hafa talið réttmætar. Jafnvel margra ára réttlátar emb- ættaveitingar eyða seint þeirri tor- tryggni og gremju, sem slíkt veldur. Til þess að læknisþjónusta geti talizt „sæmileg", verður að gera vissar lágmarkskröfur varðandi þekkinga og starfsskilyrði: 1. Fullmenntaðir læknar. Þjón- usta læknastúdenta kemur lítt til greina vegna núverandi námstil- högunar við læknadeild háskólans. Hjúkrunarmenn geta einir sér ekki leyst af hendi „sæmilega" læknis- þjónustu. 2. Nauðsynlegustu tæki til rann- sókna og lækninga, sem eru skil- yrði fyrir því, að fullmenntaðir læknar geti neytt þekkingar sinn- ar. Samkvæmt greinargerð í merku læknariti (Medical Clinics of North America, nóv. 1960) munu slík tæki ásamt litlum röntgen- tækjum nú kosta um 200 þús. kr., og er þó gert ráð fyrir, að læknir- inn eigi auk þess sjálfur öll algeng minni háttar tæki, sem til skamms tíma voru talin fullnægjandi. 3. Vel búnir læknabústaðir bæði sem íbúðir og vinnustaðir. Búnaði og viðhaldi læknabústaða er víða ábótavant, en annars staðar eru engir til. Hér er því þörf mikilla umbóta, og verður sérstaklega að gæta þess, að húsakynni fáist fyrir t þau tæki, sem getið var um hér að jofan, og önnur aðstaða til þess að jvinna með þeim. 4. Hentug farartæki fyrir hér- ! aðslækna, sem þeir gætu aflað sér á viðráðanlegu verði. Eins og nú jstanda sakir, eru kaup og rekstur jbifreiða héraðslækna þyngri fjár- |hagslegur baggi en þeir fá með ; góðu móti risið undir. En varðandi sjúkraflutninga virðist nauðsyn- legt, að fram fari athugun á, hvernig bezt verði ráðið fram úr þeim málum, t. d. með heildar- skipulagningu þeirra um land allt. Laun hqraðslækna. Á aðalfundi Læknafélags íslands 1959 var sam- þykkt svo hljóðandi ályktun 5 manna nefndar, sem skipuð var héraðslæknum eingöngu, um föst laun héraðslækna: „Læknafélag íslands lítur svo á, að embættislaun beri ekki að skoða sem greiðslu fyrir almennar lækn- ingar, heldur fyrir eftirfarandi m. a.: x 1. Búsetu í viðkomandi héraði, ásamt gegningarskyldu jafnt á nótt sem degi. 2. Almennt heilbrigðiseftirlit og umsjón með heilbrigðisfram- kvæmdum hérðasins, svo sem: a. Sóttvarnir. b. Eftirlit með berklum, kynsjúk- dómum og sullaveiki. c. Matvælaeftirlit. d Eftirlit með vatnsbólum. e Húsnæðiseftirlit. f Eftirlit með framkvæmd heil- brigðissamþykkta og skólaeftir- Iit. 3. Fyrirskipaðar heilbrigðis- skýrslugerðir." Þetta er margendurtekin krafa héraðslækna, en við hana þarf nú að bæta því, að launin séu miðuð við 1000 íbúa eða fleiri, en staðar- uppbót greiðist í héruðum, sem hafa minna en 1000 íbúa, og því jhærri sem íbúarnir eru færri. | Greiðsla fyrir almenn lækninga- störf verði hin sama um land allt 1 og miðist við eina og sömu gjald- skrá, hvort sem læknar starfa í kaupstöðum eða sveit. Endurskoðun þarf að fara fram á skipan læknishéraða, og kæmi í því sambandi til athugunar breyt- (Framhald á 13. síðu).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.