Tíminn - 15.06.1961, Blaðsíða 11
g^M,INN>. miðvikndagton 14. jfoí 1961.
11'
Neitar öllum sakargiftum,
þótt öll vitni séu á móti
Harðnar enn sókn og vörn í máli Brevings
hins danska
Á föstudaginn var hófust
réttarhöld í máli danska
skipasmiðsins Erik Breving í
þinghúsinu í Óðinsvéum. Við
höfum áður rakið forsögu
málaferlanna hér á síðunni,
og munum ekki fara frekar
út í þau að þessu sinni, held-
ur segja lítillega frá réttar-
höldunum.
♦
Réttarhöldin hófust með því,
að Breving var yfirheyrður á
grundvelli þeirra upplýsinga, sem
fram höfðu komið við rannsókn
málsins. En þrátt fyrir margt í
þeim upplýsingum, sem stangað-
ist á við framburð Brevings,
vildi hann ekki breyta framburði
sínum að neinu leyti.
Enginn heyrði sprengingu
Rannsóknardómarinn hóf þess-
ar yfirheyrslur með spurning-
unni: — Finnst yður það ekki at-
hyglisvert, að ekkert vitnanna sá
nema einn mann um borð í bátn-
um? Lágu hinir? Lagðist kona
yðar t. d. niður vegna hræðslu
eða eitthvað þess háttar?
— Nei, svaraði Breving. — Ég
var sá síðasti, sem yfirgaf bátinn.
— Þér segið, að sprenging hafi
orðið í bátnum, en ekkert annað
vitni heyrði sprenginguna.
— Ég veit ekki, hvort hún hef-
ur heyrzt í land.
— Þér hafið áður lýst því yfir,
að þér hafið gert 10—15 tilraunir
til þess að fá mótorinn í gang.
Geta ekki hafa komið hvellir í
sambandi við það?
— Jú, það er ekki ómögulegt.
— Heyrist það í land?
— Það getur vel verið.
— Er þá ekki undarlegt, ef
enginn hefur heyrt neina hvelli?
— Ég get ekki gert að því.
Hví stukku þeir fyrir borð?
— Hvernig stendur á því, að
mennirnir tveir stukku fyrir borð
á undan yður og konu yðar? Það
lítur dálítið undarlega út.
— Þeir hafa e. t. v. verið
hræddir um, að báturinn spryngi
í loft upp.
— Fjöldi manna hefur lýst því
yfir, að þeir hafi séð eldinn, frá
því að hann brauzt út. Hvers
vegna hafa vitnin þá ekki séð
fleiri en yður? Voru nokkrir
fleiri um borð en þér, kona yðar
og barn hennar, þegar eldurinn
varð laus?
— Já, þá voru allir um borð.
— Og lifandi?
— Já.
Stal upplaginu
Aðfaranótt laugardagsins gerð-
ist sá atburður í Álaborg, a® bíl-
Jíjófur stal upplaginu af „Álborgs
Amtstidende“, sem gefið er út í
3200 eintökum. Blöðin höfðu ver-
ið sett á vörubíl, og stóð hann úti
fyrir prentsmiðjunni, þegar bíl-
þjófur kom á vettvang, settist und
ir stýri ©g ók á brott. Þegar upp-
víst varð um þjófnaðinn hóf lög-
leglan víðtæka leit, en síðast þeg
ar fréttist, var bíllinn ekki fund-
inn enn þá og þaðan af síður b!öð
in. Málinu var bjargað með því
að prenta annað upplag.
— Þá verð ég að spyrja öðru-
vísi: Gáta þau hreyft sig?
— Já.
— Beygðuð þér yður út fyrir
borðstokkinn og bunduð björg-
unarbeltið á konu yðar þar?
— Nei.
— Hvernig gátuð þér þá bund-
ið það svona fast?
— Ja — efnið hefur sjálfsagt
hlaupið í vatninu.
— Ég skal segja yður, að það
gerir það ekki. Um það efni ligg-
ur fyrir yfirlýsing frá skipaskoð-
uninni.
Breving svaraði ekki. /
Hví fannst ekki konan?
— Hvers vegna fannst kona
yðar ekki þrátt fyrir leit kringum
brennandi flakið? Var hún komin
fyrir borð löngu áður af einhverj-
um ástæðum?
— Nei, hún var um borð, þang-
að til eldurinn kom upp.
— Þér hafið skýrt frá því, að
mennimir tveir, Bebe og Hansen,
hafi fikrað sig aftur eftir og
stokkið út frá afturstafninum, en
á meðan hafi kona yðar setið aft-
ur í og hellt úr benzínbrúsum út
fyrir borðstokkinn. Þýðir það, að
mennirnir hafi stokkið fyrir borð,
meðan eldurinn var ekki magn-
aðri en svo, að hægt var að sitja
við að hella benzíni út frá aftur-
stafninum? Vilduð þér svara
þessu játandi eða neitandi?
— Eg hef svarað þessu 120
sinnum, svaraði skipasmiðurinn
og brosti.
— Þér syntuð með drenginn í
fanginu, segið þér. Hvað þá með
höfuð hans?
— Ja — það lenti undir yfir-
borðinu nokkrum sinnum, án
þess að ég fengi rönd við því
reist.
; — Hvers vegna heimsóttuð þér
Ulrích yfirlækni? Var það til þess
að fá að vita, hvort hefði dáið
fyrr, móðirin eða sonurinn?
— Já, meðal annars. '
Hafði aldrei lekið
Að lokinni yfirheyrslu yfir
Breving hélt vitnaleiðslan á-
fram. f ljós kom, að hafnsögu-
maður einn hafði tekið eftir því,
að landfestarnar löfðu niður úr
bátnum að aftan, eins og einhver
hefði ætlað að hanga í þeim.
Framleiðandi vélarinnar, sem í
bátnum var, lýsti því yfir, að
ekki gæti verið, að vélin hefði
sprungið. Því næst kom fyrir sá
sem átti bátinn á undan Breving,
og hann sagði meðal annars:
— Ég átti aldrei í erfiðleikum
með mótorinn, og ég minnist þess
ekki, að hann hafi nokkurn tíma
lekið benzíni eða olíu.
— Þér þekktuð Breving?
Já, við hjónin gættum drengs
ins stundum, og nokkru fyrir
gamlárskvöld lét Breving þess
getið, að hann vildi gjarna fá
að koma drengnum fyrir hjá okk
ur á gamlárskvöld. Það var þó
ekki afráðið neitt nánar. Mér
fannst, að Johnny væri elskur
að stjúpföður sínum. Mér fannst
að hann tæki alltaf á móti hon-
um með gleði, þegar hann kom
heim eftir dvöl annars staðar
3rá við spurninguna
Sjómaður einn frá Middelfart
var næsta vitni. Hann á mótor-
bót af sömu gerð og_slysið varð
á. Stuttu eftir að slysið varð,
heimsótti Breving hann og spurði
hvort hann hefði nokkurn tíma Þessi mync! var íakin af þeim hiónurumi Kennedy og Macmillan í London, nú á dögunum, er Kennedy sótti Mac-
tekið eftir því, að það kæmu m'llan heim eftir viöræðurnar við Krúsfjoff í Vínarborg.
BREViNG
— á leið í réttarsalinn,
neistar út úr soggreininni á mót
ornum. Hann sagðist líka hafa
það á tilfinningunni, ag lögregl-
an tryði ekki á skýringar hans
varðandi sprengingu í bátnum.
— Svo spurð.i hann mig,
sagði sjómaðurinn, — hvort ég
héldi að lögreglan gæti sannað
nokkuð, þótt hún gæti náð mót-
ornum upp. JVlér hrá við þessa
spurningu, og mér fannst, að
hann væri mjög tau^aóstyrkur.
Ekkert athugavert
Deildarstjóri einn hjá tækni-
fræðistofnuninni, sem vann við
að bjarga bátsflakinu, lýsti því
yfír, að þegar báturinn kom upp
á yfirborðið, hefðu allar leiðslur
setið á enn þá, allt hefði verið
í lagi með blöndunginn og hann
var þéttur. Hann hefði verið
hálffullur af steinolíu, svo að hún
hlyti að hafa verið brennsluefn
ið, þegar eldurinn brauzt út.
Loftlokan var stillt eins og vera
ber, þegar vélin gengur eðli-
lega, og eldsneytisgjafinn hefði
verið stilltur á fullan kraft.
Skrúfan var stillt aftur á bak.
— Funduð þér yfirleitt nokk-
uð athugavert við bátinn?
— Nei.
— Ef mótorinn hefði neistað
út frá sér, hefði það getað kveikt
í bátnum, ef benzín hefðl lekið
niður í botn?
— Það held ég ekki. Neistar
lifa mjög stutt.
— Af hverju dragið þér það?
— Við höfum gert rannsóknir
þar að lútandi á dráttarvélum.
Eldsneytisrðrið
Verjandi Brevings vildi vita,
hvort sambærilegar rannsóknir
hefðu verið gerðar á bátavélum.
Deildarstjórinn kvað það ekki
vera, en vitað væri, hve lengi
neistar gætu lifað. Því næst
ræddi hann lítillega um elds-
neytisrörið, sem var vafið í boga
utan um púströrið. Verjandinn
vildi vita, hvort það væri for-
svaranlegt. Deildarstjórinn svar-
aði því, að þag gæti engan usla
gert. Það væri aðeins gert til
þess að flýta fyrir upphitun olí-
unnar.
Mynduð þér sjálíur láta rörið
liggja þannig, ef þér ættuð slík
an bát?
— Já, þetta er mjög útbreidd
aðferð.
— Og þér mynduð taka kon-
una með yður í sjóferð á slíkum
báti?
— Já.
Ag lokum skýrði vitnið frá
því, að það værí hugsandi, jafn-
vel þótt sprenging hefði orðið,
að mótorinn hefði lyfzt við hana,
því hann væri enn þá fastur við
undirstöðurnar og allar leiðslur
væru með felldu.
Ekki hægt að kveikja í því
Næstur í vitnastólinn var efna
fræðingur frá tæknistofnuninni.
Hann taldi óliklegt, að eldur
gæti brotizt út í eldfimum efn-
uhl, þótt þau hefðu safnast sam
an á bátsbotni, því að þar safnað
ist einnig sjór. Rannsóknir lút-
andi að þessu hefðu leitt í ljós,
að ekki væri hægt að kveikja
í eldfimum efnum, þótt þeim
EVSSssti öku-
skírteinið?
fékk konu
Verzlunarmaður einn
norskur, sem þurfti mikið
að nota bifreið sína til þess
a® komast til kúnnanna,
kom nýlega á stað einn, þar
sem hann hafði ekki komið
í svo sem hálft ár. Vlð-
skiptavinur hans á staðn-
um tók eftir því, að hann
ók ekki sjálfur, heldur var
ung og falleg, Ijóshærð
stúlka vi'ð stýrið. Hann
spurði þess vegna verzlun-
armanninn, hverju þetta
sætti, að hann ók ekki
lengur sjálfur.
— Þetta er einkabílstjór
inn minn, var svarið. — Eg
gætti mín ekki og missti
ökuréttindin í fyrra í eitt
ár ,og þá auglýsti ég í hjóna
dálkunum:
ÓGIFTUR MAÐUR MEÐ
GÓÐAR TEKJUR OG NÝJ
AN, AMERÍSKAN BÍL,
1961 MÓDEL, VILL
KYNNAST UNGR,I
STÚLKU, SEM FÆRI
VEL MEÐ BÍLINN. ÖKU-
SKÍRTEINI ER SKIL-
YRÐI.
Eg fékk 278 myndir og
tilboð og valdi þessa ungu
stúlku hér. Eftir hálft ár
fæ ég ökuskírteinið á ný,
en ég er ekki viss um, að
ég taki við stjóminni á bíln
um fyrir það. Eg er bara
ekki viss um, að ég fái það.
Nema hún verði heima til
að gæta bús og barna.
væri blandað til helminga við
kjölvatn.
Að lokinni yfirheyrslu^ var
farið á lögreglustöðina í Óðins-
véum, þar sem leifarnar af bátn-
um voru. Hinum ýmsu hlutum
flaksins, sem náðst höfðu, var
þar raðað saman, svo dómendúr
gætu gert sér hugmynd um að-
stöðu, þegar slysið varð. Síðan
var réttarhöldunum frestað til
þriðjudags, og einnig verður
reynt að sviðsetja sem mest af
slysinu til þess að betur s'é hægt
að átta sig á, hvað geti verið
mögulegt og hvað ekki.