Tíminn - 15.06.1961, Blaðsíða 14

Tíminn - 15.06.1961, Blaðsíða 14
búsgögxram, en maturinn aft ur & móti hversdagslegur, og stafaffi þáð sparsemi greif- jmjunnar. Greifynjan hafði orðið en Shirley tók ekki eft ir því sem hún sagði, fyrr en hún beindi að henni ákveð- innl spurningu: — Lét faðir yðar eftir sig mikil auðæfi? Shirley þóttist vita að greif ynjan væri á hnotskóg eftir þvl hvort eitthvað værí á milli hennar og Roberts og vlldl því fá að vita um fjár- hag hennar. — Nei, því miður. Læknir getur ekki safnað auðæfum, meðan þessi skattalög eru í glldi. Eg neyðist til að fá mér atvinnu. — Það er synd. Ung stúlka af góðu fólki ætti alltaf að hafa nóga peninga milli hand anna. Robert hló hátt. — Þú ert óforbetranlegur auðhyggju- maður, mamma. Hann sneri sér að Shirley: — Mamma hugsar ekki um annað en að útvega mér auðugt kvonfang. Hún reyndi að pússa okkur Aleen Jackman saman og nú vill hún hafa sama hátt- inn á með þig, ef þú átt nóga peninga. Þegar þau komu inn í setu- stofuna, sagði Robert við móð ur sína: — Þú hefur vonandi ekki gleymt því, að þú ætl- aðir að skrifa þessi skilaboð fyrir mig? — Auðvitað ekki, Robert, svaraði hún óstyrk, — ég skal gera það strax. Shirley fannst gamla kon- an taka öllu sem skipunum, sem sonur hennar lét út úr ; sér. í — Mamma er indæl, sagði Robert, þegar hún var farin, — hún var verulega lagleg, þegar hún var ung. — Já, það hlýtur hún að hafa verið. Shirley sat í sófanum og Robert settist við hlíðina á henni. — Þetta er næstum eins og h&ima hjá þér í Sussex. Manstu, þegar við sátum sam an og horfðum inn í eldinn? En Shirley fannst allt loft hér lævi blandið. — Þú svarar engu, sagði hann og tók um hönd henn ar. Hana langaði mest til að slita sig lausa, en hún hafði hemil á sér. Það hefði verið kjánalegt. — Þú ert skjálfhent, og nú veit ég hvers vegna þú svar- Jennifér Ames: Grímuklædd hjörtu 13. ar ekki spurningum mínum. Hvað ertu að hugsa um? — Eg veit það ekki, Robert. Það eru fjögur ár síðan við sáumst síðast; það er lang- ur tími. — Já, en stuttur tíml þeg ar ástin er annrs vegar. Ger- ir þú þér ljóst, að ég elska þig enn þá yfirmáta? — En þú elskaðir mig ekki. Það er ekki fallegt af þér að segja þetta. — Víst gerði ég það. En þú varst ekki nema barn, og ég var gestur föð'ur þíns. Þar að auki vissi ég ekki betur en að ég yrði örkumlamaður það sem eftir var ævinnar, svo hvað hefði ég getað boðið þér? — En Robert, þegar þú lagðir af stað heim, þá varstu sannfærður um, að þú værir orðinn heill heilsu. Hann horfði á hana hrygg ur í bragði: — Já, allir trúðu því, meira að segja faðir þinn, sem hefði þó átt að vita bet- ur. Það var einber óskhyggja. En innst inni vissi ég, að það var of gott til að Vera satt. — En þú gazt gengið, þegar þú fórst frá okkur, Robert, þú gazt meira að segja hlaup ið. Það man ég greinilega. — Eg hélt að minnsta kosti, að þú myndir skilja. Skilurðu þá ekkl, að það var vegna föður þins? Þú getur ekki í- myndað þér, hvað því fylgdri mikill sársauki, en ég vildi ekki valda honum vonbrigð- um og svipta hann þeirri trú, að hann hefð'i gert krafta- verk. Hún vildi ekki andmæla honum, en hún var sann- færð um að allt, sem hann sagði, var tóm lygi og ósann indi. — Mér þykir vænt um, að pabbi vissi það ekki, sagði hún. — Mér þykir vænt um að heyra þig segja þetta, því að' þá veit ég, að ég hef breytt rétt. Shirley, ég elska þig stöð ugt, og ég vona, að það sé gagnkvæmt. — Eg elskaði þig áður, svar aði hún, — en það hefur bara verið ímyndun úr stelpu. — Þú varst sautján ára, svo að þú varst nógu gömul. — Eg var nýkomin úr heimavistarskóla, þar sem ekki var leyfilegt að hugsa um unga menn. — Ef þú heldur því fram, að það hafi bara verið stelpu ást, því hefurðu þá ekki gift þig? Þú ert víst ástfangin af einhverjum öðrum? Til dæm is þessum John Brown? Því er hann hér? Vill hann ekki sleppa þér úr augsýn? Hún þoldi ekki glampann í augum hans. Hvað mundi hann gera, ef hann vissi, að John væri bróðir Aleenar Jackson? — Þú hefur ekki svarað mér enn þá. Elskar hann þig? — Ef til vill, svaraði hún. — Og þú? — Eg veit það ekki, svaraði hún og leit undan. Hún var orðin eldrjóð í kinnum. — Þú veizt það ekki? Það gleður mig, þvi að þá hef ég vonarneista. Það er sem sagt 4. flimntndagjmi. ekkert sérstakt á milli ykk- ar? — Nei, það er það ekki. Hún hefði viljað gefa mikið til að John hefði heyrt þetta samtal, Hann hafði kysst hana, en hvers vegna? — Það er gott, sagði Rob- ert. — Eg held ég geti vakið ástina í brjósti þér á ný. Greifynjan kom aftur inn í stofuna. — Eg er búin að skrifa bréfið, Robert, og biðja Gaston að fara með það á Hotel de la Poste. — Þakka þér fyrir, mamma, sagði hann og brosti hlýlega til móðiur sinnar. Hótel de la Poste. Þar bjó John. Hafði hann einhverja ástæðu til að skrifa honum? Robert afsakaði sig með því, að læknirinn hefði ráðlagt honum að hvílast. — En mamma sýnir þér kannski fjölskyldualbúmið á meðan, sagði hann og brosti afsak- andi. Mamma hans kinkaði kolli leyndakdómsfull á svip, og þegar hann var farinn út, gekk hún að skáp og dró út skúffu. Hún kom aftur með hlaða af ljósmyndum. Flest- ar myndirnar voru af henni og Rot/'rt, en Shirley tók strax eftir ungri stúlku, sem stóð við hliðina á gamla sól- úrinu. — Þetta er Aleen Jackson, er það ekki? spurði hún. Greifynjan horfði á hana óstyrk: — Þekkið þér hana? —Nei, en ég hef heyrt svo mikið um hana talað, að ég gæti þekkt hana á hvaða mynd, sem væri. Þótt Aleen væri ekki eins falleg og John, voru þau afar lík. Það var enginn vafi á því, að Aleen hafði verið hug prúð og trygg stúlka. Hún var hávaxin, grönn og hafði dökkt, hrokkið hár. Augun minntu mjög á augu Johns. — Og þetta er ungi maður- inn, sem var svo hrifinn af henni. Þau voru bæði gestir hér. Hann var ekki sérlega myndarlegur, hann var rauð- hærður og freknóttur. Eg hafði gert mér vonir um, að eitthvað yrði úr þessu hjá Robert og henni, en svo kom þessi strákur askvaðandi einn daginn og stúlkan varpaði sér bókstaflega í fangið á honum. Þau voru alltaf saman og komu ekki einu sinni í mat- inn á réttum tíma. Þau voru heldur óskikkanleg. Shirley leit á myndina af Jim Atwell. Henni virtist hann aðlaðandi, og brosið var hjart anlegt. — Hvaða myndir eru þetta, sem þú ert að sýna Shirley, mamma? Var ég ekki búinn að segja þér að brenna þeim? Þær höfðu báðar verið svo uppteknar af myndunum, að þær höfðu ekki heyrt, þegar Robert kom inn. Meðan hann sagði þessi orð, hrifsaði hann myndirnar úr hendi móður sinnar og fleygði þeim á eld- inn í ofsa. — En Robert þó, hrópaði greifynjan. Shirley leit á Robert. Eins og í gærkvöldi var illúðleg- ur svipur á andliti hans. Hann var fölur og hörkulegur og beit saman vörunum. Augun glóðu af heift, en hann reyndi að hafa hemil á sér. — Fyrirgefðu, mamma, ég var ruddalegur, sagði hann. — En það er ekki viturlegt að vera að geyma þessar, ÚTVARPIÐ Fimmtudagur 15. júní: 8,00 Morgunútvarp. 12,00 Hádegisútvarp. 12.55 „Á fr£vaitinni“, sjómannaþátt- ur (Kristín Anna Þórarinsd.). 15,00 Miðdegiisútvarp. 18.30 Tónleikar: Lög úr óperum. 18.55 Tilkynningar, 19,20 Veðurfregnir. 19.30 Fréttir. 20,00 Kórsöngur: Karlakórinn Svan- ir á Akranesi syngur. Söng- stjóri: Haukur Guðlaugsson. Einsöngvarar: Jón Gunnlaugs- son og Baldur Ólafsson. Við hljóðfærið: Fríða Lárusdóttir (Hljóðritað á tónleikum á Akranesi 14. f. m.). 20.30 Erlend rödd: Danski rithöfund urinn Tom Kristensen talar um Par Lagerkvist (Sigurður ' A. Magnússon laðabmaður). 20,50 Organsláttur: Martin Gunther Förstemann leikur á orgel Hafnarfjarðarkirkju tvö verk eftir Bach. 21,15 Erindi: Sahara (Eirfkur Sigur- bergsson viðskiptafræðingur). 21,40 Tónleikar: Caprice Itallen op. 45 eftir Tjaíkovsky (Columbíu- hljómsveitin leikur; Sir Thom- as Beecham stjómar). 22,00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Kvöldsagan: „Þiíhymdi hatt- urinh“ eftir Antonio <lo Aiar- cón; IV. (Eyvindur Erlendss.). 22.30 Frá tónlistarhátlðinni i Búda- pest 1960: Konsert fyrir hljóm- sveit eftir Béla Bartók (Fil- harmoniska hljómsveitin í Búdapest leikur; János Feren- csik stjómar). 23.10 Dagskrárlok. FJRÍKUR VÍÐFFÖRLI ^ ' Hvíti hrafninn 113 Tilhugsunin um það, að hvíti hrafninn væri í nágrenninu, gerði Eirík órolegan. I-Iann vissi, að Morkar ætlaði að drepa unga manninn, ef hann næði honum. — Ef þið ætlið að ráðast á kastal- ann, sagði hann, — skal það verða mér sönn ánægja að leggja ykkur lið. Ég þekki staðinn út og inn, og á auk þess sjálfur óuppgerðar sakir við Morkar. — Hvers vegna dettur þér í hug, að við ætlum að ráðast á kastalann? spurði Seath- wyn grunsemdarfullur. Eiríkur gat sér þess til, að Seathwyn ætl- aði ekki að ráðast á kastalann nema Morkar samþykkti hjóna- band Elínar og Bryans. Einmitt í sama bili komu tveir menn Seath- wyns af verði. — Hafið þið nokk- uð að segja? — Ekkert, herra, svar aði annar. — Við mættum tveim- ur bændum, sem báru unga stúlku á börum, og með þeim var gömul kerling. Annars var ekkert að sjá. Hefði Seathwyn litið á Eirík, þeg- ar maðurinn skýrði frá þessu, hefði hann séð örvæntinguna skína út úr andliti hans.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.