Tíminn - 24.06.1961, Side 12
12
TÍMINN, laugardaginn 24. júní 1961.
RITSTJORI HALLUR SIMONARSON
Hollenzka landsliðið gjör- Danskir knattspyrnu-
sigraði Akurnesinga, 11:1
— Helgi markmaöur Daníelsson bauö knatt-
spyrnuskó sína til sölu eftir leikinn
Hollenzka landsliðið í
knattspyrnu lauk heimsókn
sinni með því að setja nýtt
markamet á Lauqardalsvellin-
um í gærkvöldi. Ellefu sinnum
varð Helgi Daníelsson að hirða
knöttinn úr marki sínu, og
eftir leikinn fór hann úr knatt-
spyrnuskóm sínum, veifaði
þeim til áhorfenda og bauð þá
til sölu, og gaf þar með til
kynna — í gríni auðvitað — að
hann ætlaði að hætta knatt-
spyrnunni. En vonandi lætur
hann ekki hugfallast við þessi
ósköp.
Það var djarft teflt hjá Akurnes-
ingum að styrkja ekki lið sitt í gær-
kvöldi, einkum og sér í lagi, þar
sem bezti maður liðsins, Sveinn
Teitsson gat ekki leikið vegna
meiðsla. Og útkoman varð líka
mjög slæm. Knattspyrnusamband-
ið bað Akurnesinga mjög um að
styrkja lið sitt, en þeir vildu það
ekki. Líklegt er þó, að leikmenn
úr öðrum liðum hefðu eitthvað
getað styrkt liðið — og áhorfendur
hefðu eitthvað fengið fyiir pen-
inaa sína Það er ekkert gaman að
horfa á algeran einstefnu akstur.
8—1 í fyrri hálfleik.
Akurnesingar fengu fyrsta tæki-
færið í leiknum. Á 2. mín lék Þórð
ur Jónsson upp kantinn og gaf vel
fyrir Ingvar Elíasson skallaði á
markið. en hollenzki markmaður-
inn varði vel.
En síðan fór leikuiinn að mestu
fram á vallarhelmingi Akurnes-
inga og mörkin létu ekki á sér
standa. Alls urðu þau átta, sem
Hollendingar skoruðu í hálfleikn-
um, en Akurnesingar eitt.
Á 10. mín skoraði miðherjinn
með frekar lausnm skallknetti, eft-
ir góða fyrirgjöf frá vinstri, og
smaug knötturinn rétt hjá Helga.
Fimm mín síðar náðu Hollend-
ingar mjög fallegu upphlaupi, og
litherjínn Weber skoraði fallega.
Og ekki leið nema mínúta þar til
þriðja mark var skorað. og var
hægri útherjinn þar að verki. Fjór-
um mín. síðar urðu mistök í vörn
Akurnesinga. Helgi Hannesson
ætlaði að gefa til nafna síns í
markinu, en miðherjinn komst á
milli og náði knettinum af Helga
markverði og skoraði örugglega.
j Á 21. mínútu komst Ingvar
einn innfyrir hollenzku vömina
1 eftir mikÚ mistök hjá vörninni.
Markmað'urinn hljóp gegn hon-
um og spymti Itigvar knettinuni
í hann. Ingvar náði knettinum
aftur en tókst þá svo illa til, að
hann rcnndi honum framlijá
opnu markinu. Þarna var farið
illa með gott tækifæri.
En Hollendingar voru stöðugt
ágengir. Á 25. mín. skoraði mið-
herjinn þriðja mark sitt í leiknum
, og fimmta mark Hollands. Rétt á
| eftir komst innherjinn hægri inn
fyrir eftir langa sendingu og skor
aði öiugglega. 6—0 og áhorfend-
um var hætt að standa á sama.
Leikur Akurnesinga var algerlega
í molum, og Hollendingar gátu
leikið á varnarleikmennina að vild
sinni. Eftir hálftíma leik skoraði
vinstri innherjinn sjöunda mark-
ið, en á 35. mín. tókst Akurnes:
ingum aðeins að rétta sinn hlut.
Þórður Jónsson fékk knöttinn
um miðjrlna ”óg lék einn með
hann upp að vítateig og spyrnti
á markið. Öllum til undrunar
fór knötturinn gegnum klofið á
liinum ágæta markverði Hollands
og í markið 7—1.
Hollendingar skoruðu áttunda
mark sitt í hálfleiknum á 41. mín.
og var það miðvörðurinn, sem
skoraði beint úr aukaspyrnu a£
um 35 metra færi. Mjög klaufa-
legt hjá Helga í markýnu.
3—0 í síðari bálfleik
Hollendingar voru ekki nálægt
því eins ágengir í síðari hálfleikn-
um, hefur sennilega þótt nóg af
svo góðu komið. Þó tókst þeim að
skora þrjú mörk til viðbótar og
bæta þar með vallarmet þýzka
landsliðsinS gegn KR í fyrra —
10—0.
Á 7. mín. dæmdi dómarinn,
Haukur Óskarsson, vítaspyrnu á
Kristin Gunnlaugssctn og skoraði
vinstri jnnherjinn örugglega úr
henni. Á 36. mín. var einnig önnur
vítaspyrna dæmd á Akurnesinga
fyrir grófan leik, en Helgi Daníels
menn keppa á Akureyri
son varði þá • vel, frekar lausa
spyrnu, en hnitmiðaða. Sýndi
hann þar, að hann getur enn var-
ið vel.
Vinslri útherjinn Wéber skor-
aði tvö síðustu mörk Hollands eft
ir að vörn Akurnesinga hafði ver-
ið leikim illa sundur.
Tætingslegt lið
Lið Akurnesinga var mjög tæt-
ingslegt í leiknum, og áttu flestir
leikmennirnir slæman leik. Einna
skárstir vom Helgi Hannesson og
Jón Leósson, og Þórður Jónsson
sýndi smáspretti á köflum, þótt ár-1
angurinn væri ekki nema þetta* 1 2 3 * * *
eina mark. Akurnesingar gerðu sig
seka um mikla yfirsjón að styrkja
ekki liðið — og það var mjög
klaufalegt hjá þeim, ekki aðeins
gagnvart hinum ágætu gestum
okkar, heldur einnig og fyrst og
fremst áhoríendum, sem keyptu sig
inn á völlinn til þess að sjá knatt-
spyrnu, en hana sýndi aðeins hol-
lenzka liðið.
Hollendingar voru í essinu sínu
í leiknum — enda mótstaðan sára-
lítil — og var oft mjög ánægjulegt
að sjá leik þeirra. Allir eru leik-
fn'ennirnir góðir og jafnir.
bömári í’leiknum 'var Haukur
Óskarsson, Víkingi, og dæmdi á-
gætlega að venju.
Nýlega var háð heimsmeist-
arakeppni í borðtennis i Pek-
ing f Kína, og var þátttaka í
mótinu mjög mikil, t.d. sóttu
það margar Evrópuþjóðir, með-
al annars Danir og Svíar. Ekki
sóttu þessar þjóðir þó gull í
greipar heimamanna, því Kín-
verjar hlutu þrjá meistaratitla
af sjö, sem keppt var um. Jap-
anir, sem verið hafa fremstir
í þes^ari íþróttagrein mörg und
anfarin ár, lilutu einnig þrjá
titla og Rúmenar einn — í tví-
menningskeppni kveivna. —
Slík heimsmeistarakeppni í
borðtennis e rháð á tveggja ára
fresti. í Dortmund fyrir tveim-
ur árum hlutu Japanir sex titla
af sjö, en þessi íþróttagrein
virðist liggja mjög vel fyrir
hina litlu lipru Austurlanda-
búa. Næsta heimsmeistaramót
verður í Tékkóslóvakíu. Mynd
in hér að ofan sýnir keppnis-
salinn, sem meðan undankeppn
in fór fram, var oft keppt á 10
bór'ðuin samtímis.
í gær komu til Akureyrar
knattspyrnumenn frá danska
A-liSinu Freja í Randers, sem
er vinabær Akureyrar. Komu
knattspyrnumennirnir meS
flugvél til Reykjavíkur í fyrra
kvöld, og ætluÖu samkvæmt
áætlun að fljúga strax norður,
en vegna verkfallsins urðu
þeir að taka sér bíl og komu
því ekki til Akureyrar fyrr en
í morgun.
Liðsmenn eru fast að tuttugu
talsins og eru farastjórar þeirra
Kurt Möller og Herluf Sörensen.
Verður fyrsti leikur dönsku
knattspyrnumannanna á Akureyri
í dag, en annar leikur á mánudaa
Þann 29. júní leika þeir svo við
KR á Laugardalsvelli, en halda að
því búnu heimleiðis.
Það er íþróttabandalag Akureyr-
ar og Akureyrarbær, sem stendur
að móttöku knattspyrnuflokksins,
en Hörður Svanbergsson er for-
maður móttökunefndar. Er hér um
gágnkvæmar heimsóknir knatt-
spyrnumanna að ræða, því að í
fyrra fóru Akureyringar í mjög vel
heppnaða ferð til Randers.
Um hundrað keppendur á
Héraðsmóti Skarphéðins
Breytingar á leikjum i
1. deild Islandsmótsins
Vegna heimsóknar Randers
Freja til Akureyringa 22.6.
hafa verið gerðar svofelldar
breytingar á niðurröðun leikja
í 1. deild:
Akureyri—Akranes fer fram 13.
ágúst kl. 17.0C, en ekki 25.6. KR—
Hafnarfjörður fer fram 26. júlí kl
20.30, en ekki 29.6. Akranes—Ak-
ureyri fer fram 28. júlí kl. 20,30.
en ekki 20.8.
Vegna utanfarar Fram hinn 17.
ágúst og þátttöku lánsmanna frá
KR og Akranesi í þeirri för, hafa
verið gerðar svofelldar breytinga.r
a niðurröðun 1. deildar:
Fram—Akranes fer fram 19.
júli kl. 20,30 (í stað 13.8.). KR—
Valur fer fram 2. ágúst kl. 20,30
(en ekki 20 8.) Akureyri—Valur
fer fram 20 ágúst kl 17,00 (en
ekki 13.8.) KR—Akranes fer fram
10 september kl. 16,00 (en ekki
27.3.).
Héraðsmót Ungmennafélags
sambandsins Skarphéðins var
háð að Þjórsártúni dagana 10.
og 11: júní s. I. Keppendur
voru mjög margir eða um 100,
sem er óvenjulegt á frjáls-
íþróttamóti hér á landi. Mjög
athyglisverður árangur náðist
í mörgum greinum, einkum þó
hjá stúlkunum. Helztu úrslit
urðu þessi:
Þrístökk:
1. Ólafur Unnst.son, Ölf. 14.04
2. Árni Erlingsson, Self. 13.67
3. Bjami Einarsson, Gnv. 13 29
4. Reynir Unnsteinsson Ölf. 12.58
Langstökk:
1. Ólafur Unnsteinsson, Ölf. 6.71
2. Matthías Ásgeirsson, Ölf. 6.51
3. Árni erlingsson, Self., 6,14
4. Sigurður Sveinsson, Self. 6.09
Hástökk:
1. Ingólíur Bárðarson, Self. 1.75
2. Bjami Einarsson, Gnúpv. 1.65
3. Jóhannes Gunnarsson, Gnúpv
(15 ára) 1.65
4. Gunnar Marmundss. Dagsb. 1.60
Stangarstökk:
1 Jóhannes Sigm.son, I-Irun 3.00
2. Ingólfur Bárðarson, Self. 2.90
3 Reyr.ir Unnsteinss."n Ö!f 2 50
2. Gunnar Karlsson, Ölf. 57.6
3. Hreinn Erlendsson, BLsk. 61.4
Aðalst. Steinþórsson, Gnúp. 61.4
5000 metra hlaup:
Hafsteinn Sveinsson, Seif. 17:35,4
Jón Guðlaugsson, Bisk. 17:36.4
Sigurgeir Gum.son Gnúpv. 18:26.6
Jón Sogurðsson, Bisk. 18:33.8
Kringlukast:
1. Sveinn Sveinsson, Self. 39.10
2. Matthías Ásgeirsson, Ölf 36.49
3. Sigfús Sigurðsson, Self. 36.27
Ægir Þorgilsson, Hr Hængs. 34.49
Spjótkast:
Ægir Þorgilsson, Hr. Hængs 46.22
Matthías Ásgeirsson, Ölf. 43.66
Sveinn Sigurðsson, Samh. . 40.92
Guðmundur Axelsson, Hvöt, 39.52
Kúluvarp:
Hafsteinn Kristinsson, Self. 12.87
Sveinn Sveinsson, Self. 12.75
Viðar Marmundsson, Dagsbr 12.66
Sigfús Sigurðsson, Self. 12.56
4x100 m. boðhlaup karla:
A-sveit Ölfus, 43 2
A-sveit Self. 49 5
A-sveit Hrunam. 53 0
A-sveit Bisk. 53 5
100 m. hlaup kvenna:
1. Helga ívarsdóttir, Samh 13 4
2. Guðrún Ólafsdóttir, Ölf. 13.6
3. Ragnh. Stefánsd., Samh. 14.0
4. Ingibjörg Sveinsd. Self. 14.2
Kinglukast kvenna:
1. Ragnh. Pálsdóttir, Hvöt, 32.40
2. Sigríður Jónasdóttir, Self. 23.62
3. Sigríður Sæland, Bisk. 22.55
4. Ólafía Jónsdóttir, Self.. 22.30
Kúluvarp kvenna:
Ragnheiður Pálsdóttir, Hvöt, 9.29
2. Móheiður Sigurðard. Hrun. 8.96
3. Sigríður Sæland, Bisk. 8.41
4. Krislín Guðmundsd. Hvöt, 8.39
Hástökk kvenna:
1. Kristín Guðmundsd. Hv.öt, 1.35
2. Móheiður Sigurðard. Hrun. 1.30
3. Helga ívarsdóttir, Samh 1.30
4. Katrín Helgadóttir, Samh 1.25
100. metra hlaup:
Ólafur Unnsteinsson, Ölf
Gunnar Karlsson, Ölf.
Árni Erlingsson, Self.
Langstökk kvenna:
H-1 ]. Helga fvarsdóttir, Samh.
2. Guðrún Ólafsdóttir, Ölf
ll-7 3. Ingibjörg Sveinsd, Self.
4.75
4.56
4.54
Hörður Bergsteinsson. Laug. 12.0 4 Ragnheiður Pálsd. Hvöt, 4.28
400 mctra lilaup:
Ólafur Unnst.son, Ölf
57.2
3000 m. víðavangshlaup:)
Hafsteinn Sveinsson, Self. 10:05.0
Jón Guðlaugsson, Bisk. 10:13.8
Guðjón Gestsson, Vöku, 10:28.5
Jón Sigurðsson, Bisk. 10:34.4
4x100 m. boðhlaup kvenna:
1. A-sveit Samh. 61.4
2. A-sveit Hrunam. 62.4
3. Sveit Ölfus, 63.9
4. Sveit Selfoss, 65.8