Tíminn - 28.06.1961, Síða 7
I
TfMINN, niiSvítudaginn ZZ. júní 1961.
Sigurður Einarsson í Holti:
Jónsmessu-
Ijóð 1961
(Þeir, sem hlýddu á hið
snjalla fjallkonuljóS séra Sig-
urðar Einarssonar í Holti,
fundu gerla, að þar er frjór
skáldhugur og orð'kyngi enn í
góðum fórum. Og þetta fallega
sumarljóð, sem Tíminn fékk
hjá séra Sigurði í gær, er góð-
ur kvistur af sama meiði.)
Enn koma dagarnir bjartir á brá,
bláir í augum og léttir í spori.
Nú skal ég leggja lag mitt við þá,
leika mér ungur á vori.
Hlæja með fossum,
hjala með lindum,
hlaupa á skýjum,
bruna með vindum
og setjast með sálinni
á tindum.
Teiga þar glaður úr guðs eigin skál
glitrandi veigar af daganna ljósi,
finna þar jökulsins bláhvíta bál
og blikin af flæðum og ósi
loga og verða
í sál mér og sinni
svellandi músík,
sem ljómar þar inni
og brennir mér vesöld
og vetur úr minni.
Máttuga vorsól, legg þú oss lið
langdægra þinna gegn vetrarins meinum.
Gef þú ei vofunum værð eða grið,
sem vafra í sálnanna leynum.
Þú þarft að brenna hér
búrans ótta,
baslarans kergju
og heimalnings þótta.
Slá amlóðans öfund
á flótta.
Komdu út í birtuna, bróðir minn kær,
bláhiminn guðs sé þar tjaldið vort fríða.
Systir mín góða, sittu mér nær.
Sjáum hve vordægrin líða.
Svo leysum vér huga vorn
tjóðurtaman
og taktu svo eftir,
hve Ijúft er og gaman
að fagna sólinni
saman.
Hvernig á fjölskyldan
aö lifa á laununum?
í sambandi við verkföllin undan
farið, er ekki úr vegi að gera sér
nokkra grein fyrir, hvernig kaup-
mætti launa er háttað hér hjá okk-
ur nú. Kaupmáttur launanna hlýt-
ur óhjákvæmilega að vera aðal-
atriðið í öllum kjaradeilum.
Eitt af dagblöðunum í Reykja-
vík greindi nýverið frá því, að út-
tak úr skattaskýrslum hefði leitt
í ljós, að meðaltekjur verkamanna
s.l. ár hefðu verið röskar 75 þús-
undir króna, eða nálægt 6,250, —
kr. á mánuði eð meðaltali.
Hingað til hafa laun verkamanns
ins yfirleitt verið talin lægstu
launin, — laun opinberra starfs-|
rnanna hins vegar meðal hinna öf-
undsverðu. En athugum nú, I
hversu öfundsverð þau eru hin
lægri laun opinberra starfsmanna.
Undirritaður er einn hinna op-
inberu starfsmanna (hjá rikis-
sjóði) og í 10. launaflokki. Mán-
aðarlaunin eru kr. 5.015,50. Fjöl-
skyldan er: maður, kona og 2 börn.
Fjölskyldubætur kr. 433,33. Tekj-
ursamtals á mánuði verða því kr.
5.448,83 eða 65.385,96 kr. yfir árið,
og eru þetta 10 þúsundum króna
lægri laun, en meðal verkamanns-
laun samkvæmt framanskráðu.
Eftirtaldir útgjaldaliðir munu
teljast í mesta máta hóflegir, ef
ætlazt er til, að fjölskyldan geti
lifað nokkurn veginn sómasam-
legu lífi. (Tekið er meðaltal í einn
mánuð):
Efni í fæði handa hjónum og 2 börnum kr. 2.200,—
Húsaleiga fyrir viðunandi húsnæði .... — 2.200,—
Fatnaður ýmis konar handa fjölskyldunni — 1.000,—
Húsgögn, innanstokksmunir og áhöld .... — 500,—
Ljós og hiti ............................... — 550,—
Lífeyrissjóðsgjald ........................ — 200,60
Útsvar og önnur oipnber gjöld............... — 400,—
Sjúkrasamlagsgjöld, læknishjálp og Iyf .. — 150,—
Strætisvagna- og önnur fargjöld ............ — 425,—
Síminn (ásamt uppsetn. eða flutningsgj.) — 220,—
Útvarpið (afnot og afborgun) ............... — 80,—
Dagblaðið (t.d. Morgunblaðið) .............. — 45,—
Til dægrastyttingar handa öllum (bíó o.fl.) — 300,—
Annað, ýmislegt, til hreinlætis, snytring-
ar, lesefni o. fl. o. fl.................... — 200,—
Þetta verða samtals á mánuði kr. 8,475,60
eða 101,707,20 kr. yfir árið.
Allir sjá, að hér er svo að segja
öllum óþarfa sleppt, tóbaki og á-
fengi alveg, bílnum að mestu leyti,
bókunum sömuleiðis, veizlunum
og tækifærisgjöfunum; — gest-
komum stillt í hóf og skemmtanir
skornar mjög við nögl o.s.frv., o.s.
frv. Þó vantar sem svarar, mánað-
arlega, kr. 3.026,77 svo að tekjurn-
ar nægi fyrir útkjöldunum, eða
rúmlega 36 þúsund krónur yfir
árið.
Hvar ætlast ríkissjóður til, að
launþegar hans taki það sem á
vantar? — Með eftirvinnu, sem
sums staðar er engin? — Með
vinnu annars staðar?
Er furða, þótt hinir lægst laun-
uðu kvarti?
Reykvíkingur.
Bandalag starfsmanna ríkisog
bæja styrkir verkfailsmenn
Á fundi stjórnar B.S.R.B. 26.
þ.m. var einróma samþykkt eftir-
farandi ályktun:
Með bréfi, dags. 5. þ.m. leitaði
Alþýðusamband íslands eftir fjár-
hagslegum stuðningi B.S.R.B.
vegna verkfalla ýmissa verkalýðs-
félaga, sem þá stóðu yfir.
Fyrst eftir að stjórn B.S.R.B.
barst þetta bréf, virtist nokkurt
útlit fyrir, að vinnudeilur þessar
myndu bráðlega leysast, og var
því dregið að taka ákvarðanir um
málið.
Á stjórnarfundi hinn 16. þ. m.
var ákveðið að skýra stjórnum
bandalagsfélaganna þegar í stað
frá beiðni Alþýðusambandsins og
biðja þær að vera viðbúnar að
taka afstöðu til málsins, og hefja
aðgerðir í samræmi við það, þegar
eftir 26. þ. m., ef verkföllin yrðu
þá ekki leyst.
Vegna þeirrar stefnu í launabar-
áttunni, sem hefur orðið ráðandi
i vinnudeilum þessa árs, telur
stjórn B.S.R.B. ríka ástæðu til að
minna á samþykktir síðasta banda
lagsþings, er í samræmi við skoð-
anir þess undanfarið árabil, marka
ákveðna stefnu í launa- og kjara-
málum, er stjórnin ítrekaði með
samþykkt á fundi sínum hinn 24.
febr. s.I.
Jafnframt lýsir stjórnin þeirri
skoðun sinni, að hún telur til-
gangslaust, eins og málum er
komið, að eyða tíma í deilur um,
hvort umsamið kaupgjald verka-
lýðsfélaganna muni leiða til kjara-
bóta í réttu hlutfalli við launa-
hækkanir.
f þessu sambandi lýsir banda-
lagsstjórnin yfir eindregið og á-
kveðið þeirri skoðun
að á undanförnum árum hafi verið
of langt gengið í launajöfnuði
við lausn kjaradeilna og bendir
á þá þjóðfélagslegu nauðsyn,
að auk þess að tryggja lífvæn-
leg lágmarkslaun sé tekið tillit i
til náms, ábyrgðar og sérhæfni!
í starfi. j
að áframhaldandi verkföll rýra i
mjög þjóðaiframleiðsluna og
skerða því möguleika launþega
til að bæta kjör sín í nánustu
framtíð, og er því miður farið
að lausn vinnudeilna sé hindr-
uð vegna ágreinings um forms-
atriði.
að rétt sé, að opinberir starfsmenn
geri sitt.til að bæta úr þreng-1
ingum þeirra, sem nú líða skort
(Framhald á 13. síðu).
7
r*
A víðavangi
Erfitt aS finna
samhljóminn
Alþbl. helgar Framsóknar-
mönnum og SÍS leiðara sinn í
gær. Segir þar, að samvinnu-
félögin hafi samið við verka-
menn um 10% kauphækkun til
að koma á „nýrri verðbólguþró-
un“ og gengislækkun til að geta
grynnt á skuldasúpu samvinnu-
félaganna. Alþbl. er svo greini-
Iega búið að skipa sér til hægri
við málgögn íhaldsins, að Mbl.
og Vísir eru hætt að geta fylgzt
með, og þessum blöðum virðist
nú erfiðara með hverjum deel
að samræma „stefnuna“.
Leiðari Visis í gær fjallar um
ótta Framsóknarmanna. Vísir
segir að „loks sé farið að brydda
á því, að Framsóknarmenn skilji,
hvert þeir eru að leiða þjóðina“
„ Framsóknarmenn eru tekn
ir að svitna undir skyrtunni af
ótta við verðbólguna og géngis-
fallið.“ (Leturba Tíminn).
Þannig er tvisöngurinn úr.her
búðum stjórnarflokkanna. Alþbl.
segir, að Framsóknarmenn vilji
ekkert fremur en verðbólgu og
gengisfall og markmið samning
anna við verkalýðsfélögin hafi
verið það. Vísir segir að Fram-
sóknarmenn óttist ekkert meira
en verðbólgu oig gengisfall og
séu haldnir ofboðslegum ótta og
svitni heilmjkið undir skyrtunni.
Mbl. rekur svo lestina og segir,
að Rússar hafi staðið að baki
samningum sanwinnufélaganna
og verkalýðsfélaganna um 10%
kauphækkun. Rússar hafi mútað
Sambandinu og borgi því millj-
ónir fyrir olíuflutningana, fyrir
að semja við verkamenn um svo
há laun að það kollvarpi lýð-
ræðisþjóðfélagi á íslandi.
Hvaö getur verið hættulegra
og grafið meira undan lýðræðis-
skipulaginu, en einmitt svona
skrif málgagna stjórnarflokka,
sem telja sig lýðræðisflokka.
Farinn aí hrörna?
í síðasta tölubl. Frjálsrar þjóð
ar segir meðal annars:
„Það kemur vissulega ekki oft
fyrir, að Ólafur Thors forsætis-
ráðherra verði orðlaus, og kann
hann jafnan svör við flestum
þeim spurningum, sem fyrir
hann eru lagðar í kappræðum.
— Þó er sagt að það hafi komiö
fyrir um daginn, þegar hann
spjallaði við Fúrtsévu hina rúss-
nesku. Þau voru eitthvað að
spjalla saman og fór hið bezta
á með þeim. Þar kom að Fúrt-
séva sagði: „Þér ættuð nú bara
að koma austur til okkar og
kynnast ástandinu þar af eigin
raun og sjá, hvað við höfum
gert.“ — „Nei, ég er orðinn allt
of gamall til þess“, sagði Ólafur.
„En herra forsætisráðherra,
ef þér eruð orðnir of gamlir til
þess, eruð þér þá ekki of gamlir
til þess að vera forsætisráð-
herra?“.
Og — þá, sem sagt, þagði
Ólafur.
Hver er afstatSa „vand-
ræÖastjórnarinnar“
til vinnudeilna?
f Iciðara Mbl. í gær segir:
„Viðreisnarstjórnin lýsti því
strax yfir, að hún hyggðist ekki
hafa pólitísk afskipti af verk-
föllum og vinnudeilum. Hún
myndi leitast við að styrkja
samningafrelsi vinnuveitenda og
launþega fremur en veikjá það."
Það er rétt hjá Mhl., að ,,vand
ræðastjórnin" Iýsti þessu yfir
við valdatöku sína, cn þá yfir-
lýsingu hefur hún marg þverbrot
ið — eins og allar hinar. f stað
(Framhald á 6. siðu).