Tíminn - 28.06.1961, Page 8
8
T Í MIN N, miðvikudaginn 28. júní 1961.
Vatnajökulsleiðangri Jökla-
rannsóknafélagsins er nú
lokið. Leiðangursmenn, 11
að tölu, komu til bæjarins á
sunnudagskvöld, eftir 16
daga útivist. Sigurður Þór-
arinsson, sem stjórnaði leið-
angri þessum ásamt Magn-
úsi Jóhannssyni og Stein-
grími Pálssyni, hefur eftir-
farandi að segja um þessa
ferð:
Frá og með vorinu 1953 hefur
Jöklarannsóknafélag íslands
efnt til leiðangurs á Vatnajökul
vor hvert, og var þetta því 9.
vorleiðangurinn í röð. Vei'kefni
þessa leiðangurs voru nokkuð
margþætt. Eitt aðalverkefnið
var að hallamæla s-nið yfir jök-
ulinn, frá Svíahnúk eystri á
Grímsfjalli til Kverkfjalla, en
það er um 40 km vegalengd.
Fjórir áhugamenn höfðu tekið
sig saman um að eyða sumar-
leyfi sínu til að framkvæma
þetta erfiða verk. Fyrirliði
þeirra fjórmenninganna var
Steingrímur Pálsson, landmæl-
ingamaður, en hinir þrír voru
verkfræðingarnir Sigmundur
Freysteinsson og Pétur Jökull
Pálmason og Páll Hafstað full-
trúi á Raforkumálaskrifstof-
unni. Fyrir tveimur árum halla-
mældu þeir Steingrímur og Sig-
mundur snið milli Kerlinga og
Pálsfjalls í vestanverðum Vatna-
jökli og sömuleiðis snið frá jök-
uljaðrinum í Tungnárbotnum 3
km inn á jökul. Þetta síðast
nefnda snið mældu þeir nú aft-
ur og samkvæmt bráðabirgða-
útreikningum hefur jökullinn
lækkað 10—15 m á tveimur ár-
um. Gefur þetta nokkra hug-
mynd um það, hversu mikil
rýrnun jöklanna er, og hverja
þýðingu slíkar hallamælingar
hafa fyrir allar framtíðaráætl-
anir um virkjun jökulvatna, þar
sem nauðsynlegt er að gera sér
grein fyrir því, hversu mikið af
núverandi rennsli jökulánna
stafar af rýrnun jöklanna, en
ekki er hægt að treysta á, að sú
rýrnun haldi áfram til lengdar,
þótt mögulegt sé að hún geri
það, en hætti hún, getur rennsli
jökulánna minnkað verulega. í
sambandi við hallamælingarnar
var ákveðið, að framkvæma
segul- og þyngdarmælingar á
Svíahnúks—Pálsfjallslínunni og
þverlínum á hana. Það verk var
falið Erni Garðarssyni, verk-
fræðingi, sem er nýkominn
heim frá framhaldsnámi í
Bandaríkjunum. Aðrir ieiðang-
ursmenn, auk vísilstjóranna,
höfðu einkum það hlutverk að
framkvæma mælingar á snjó-
komu síðast liðins vetrar á jökl-
inum, einkum Grímsvatnasvæð-
inu, og kanna þær breytingar,
sem orðið hafa á því svæði síð-
an í fyrra, en Grímsvatnasvæðið
er stöðugum breytingum háð.
Auk þess var starfrækt póst-
hús á Grímsfjalli eins og tvö
undanfarin vor og annaðist
Grímur Sveinnson póstþjónustu
að vanda. Er það ærið verk að
frfmerkja þau mörgu þúsund
bréf, sem því pósthúsi bei*ast.
Yfirbori Grímsvatna hefur
hækkað um 24 metra á einu ári
Að þessru sinni bar svo vel í
veiði, að pósthúsið var opið 17.
júní, er ný frímerki voru gefin
út og eru flest bréfin með þess-
um nýju frímerkjum og stimpl-
uð þennan dag. Þess má geta,
Vatnajökull „leggur af” - frá vísinda-
leiðangri Jöklarannsóknafélagsins
Þyngdarmæling og vinna við snjógryfju.
að þar eð óvíst var fram á síð-
ustu stundu, hvort af þessum
leiðangri gæti orðið, þótti ekki
ráðlegt að auglýsa starfsemi
pósthússins fyrir fram, en þeir,
sem þess vegna hafa misst af
kaupum á umslögum, munu
geta fengið úr bætt með því að
snúa sér til Magnúsar Jóhanns-
sonar, Óðinsgötu 2. Tekjurnar
af þessu pósthúsi eru Jökla-
rannsóknafélaginu mikilsverður
stuðningur.
Tveir víslar félagsins voru
með í förinni 'og stýrðu þeim
Haukur Hafliðason og Magnús
Eyjólfsson, tveir af harðdug-
legustu og úrræðabeztu jökla-
mönnum okkar. Ótalinn er þá
Halldór Ólafsson, vanur .jökla-
maður, þótt ungur sé að árum.
Lagt var úr Reykjavík laugar-
daginn 10. júní og komið í
Grímsvatnaskála kl. 14 þ. 12.
júní. Tók_ jökulferðin uppeftir
16 tima. Á Grímsfjalli var leið-
angurinn veðurtepptur að heita
mátti fram til kvöldsins 16.
júní, er tók að rofa til, en ekki
varð veður hentugt til mælinga
fyrr en þann 19., en ágætt úr
því. Var þá unnið að mælingum
slyndrulaust nætur sem daga og
lögðu línumennirnir hart að sér.
Tókst að mæla línuna milli
Svíahnúks og Kverkfjalla, sömu-
leiðis að framkvæma segul- og
þyngdarmælingar, svo og að
grafa þrjár gryfjur um 6 m
djúpar til að athuga vetrarsnjó-
komuna, sem reyndist í meðal-
lagi. Yfirborð Grímsvatna
reyndist hafa hækkað um 24
m síðan í júní 1960 og er það
óvenjumikil hækkun. Járn-
möstur þau hin miklu, sem Sig-
urjón Rist og félagar hans
höfðu reist á Grímsvatnasvæð-
inu og norðvestur af Pálsf jalli í
sinni jökulferð í október síðast-
liðnum fundust bæði uppistand-
andi, og er það í fyrsta skipti,
sem tekizt hefur að koma upp
möstrum, sem staðið hafa af sér
vetrarveður og ísingu. Var auð-
velt að mæla á þeim hver snjó-
koman hafði verið á s.l. vetri.
Við Grímsvatnamastrið reyndist
hún 5.6 m. Með því að grafa
gryfjur gegnum þetta snjólag
og mæla vatnsgildi snævarins
á ýmsu dýpi er svo hægt að
reikna út úrkomuna í mm vatns.
Mælingum öllum var lokið að-
faranótt þ. 23. og næsta dag var
lagt af stað heimleiðis. •
Ég vil að endingu leyfa mér
að þakka ferðafélögum mínum
dugnað þeirra og ósérhlífni í
þessari ferð, sömuleiðis þeim
meðlimum Jöklafélagsins, sem
hjálpuðu til að undirbúa þenn-
an leiðangur, einkum þeim Stef-
áni Björnssyni og Gunnari Guð-
mundssyni, að öðrum ógleymd-
um, svo og þeim bílstjórum,
sem komu okkur og okkar haf-
urtaski til jökulheima og heim
aftur. Jöklarannsóknafélag ís-
lands er ekki auðugt félag og án
hjálpar margra duglegra vel-
unnara væru leiðangrar sem
þessi óframkvæmanlegir. Hing-
að til hygg ég engan hafa iðrað
þátttöku í Vatnajökulsleiðöngr-
um félagsins og það veit ég, að
sá 11 manna hópur, sem var á
Kverkfjöllum þann dýrlega
dag 22. júní, þykist hafa fengið
þátttökuna í Vatnajökulsleið-
angrinum 1961 sæmilega borg-
aða.
Skálinn á Grímsfjalli — snjógöng frá dyrunum. (Ljósm.: Magnús Jóhannsson).