Tíminn - 28.06.1961, Side 14
H
TÍMINN, migyikudaginn 28. júnf 1961.
hafði hún hugleitt hvort hún
ætti að segja John frá því, að
hún hefði séð mynd af honum
á skrifborði Roberts. Hún
hafði einnig brotið heilann
ákaft um það, sem Paul hafði
sagt um manninn í miðstöðv-
arherberginu, sem var að
brenna kjötkveðjuhátíðar-
grímu.
Hvers vegna hafði hún ekki
spurt Paul hvernig maðurinn
var í sjón? Því að nú rifjaðist
allt í einu upp fyrir henni, að
á höndum Roberts hafði ver
ið sót og einnig blettur á enn
inu.
Síminn hringdi og Paul
sagði: — Viljið þér tala víð
mig, eða ofbýður yður, hvað
ég skrifaði? Ef ekki, komíð
þá niður og fáið yöur kaffi-
sopa með mér i forsalnum.
— Það vil ég gjarna, sagði
hún.
Þegar hún kom niður,
horfði fólk forvitnislega á
hana.
— Svona er að'vera forsíðu
frétt í stórblaði, sagði Hurd,
— allir vita, að þér eruð hetja
dagsins. En meðal annarra
orða, ætlið þér til hallarinnar
um helgina?
— Já, auðvitað. Því skyldi
ég hætta við það?
— Nei, þér hafið ugglaust
á réttu að standa. Fer John
Brown með?
— Það veit ég ekki, svaraði
hún hirðuleysislega. Auðvitað
mundi John ekki fara með
eftir það, sem gerðist daginn
áður. — En ég gleymdi að
spyrja yður að dálitlu, hélt
hún áfram. — Hvernig leit
maðurinn út, sem þér sáuð í
gær, þessi, sem var að brenna
grímuna?
— Hár og grannur, sagði
hann, — annars sá ég hann
óglöggt.
— Og gekk hann — ég
meina, gat hann gengii? eðli-
lega?
Ó, já, hann gekk eðlilega,
svaraði hann hægt. — Eg
veit fullvel, að það kemur
mér ekki við, en ég vildi óska
að þér hættuð við að fara til
Trione. Eg hef á tilfinning-
unni, að eitthvað illt sé í vænd
um ....
— Hvað eigið þér við? Eruð
þér að reyna að hræða mig?
Gleymið ekki því, sem ég hef
margoft sagt yður, að Robert
er gamall vinur minn. Ef þér
þekktuð þau — þér hafið
Jennifer Ames:
Grímuklædd
hjörtu
23.
aldrei hitt hann eða móður
hans?
— Eg veit ekki til þess. En
hafið þér losað yður við tösk
una?
— Já, ég kom henni fyrir í
geymsluhólfi á hótelinu og
bíð bara eftir því, ag lögfræð
ingurinn komi að sækja hana.
Sendill kom með tvö sím-
skeyti og rétti henni. Hún opn
aði þau og sá, að annað var
frá Cleo frænku: — Elsku
vinan, mikið hlýtur þetta að
vera spennandi. Eg öfunda!
þig. Það var undirskrifað Cleo
frænka.
Hitt hljóðaði svo: — Hvað
á þetta að þýða? Komdu til
Parísar strax. Walter.
Hún las skeytið aftur og
hugleiddi, hvað hún hefði
gert, ef hún hefði fengið það
nokkrum dögum áður. Það
var sýnilegt, að Walter taldi
víst, að hún kæmi og bæði
fyrirgefningar. En hún var of
stolt til þess hélt hún. En and
artaki síðar varð henni ljós
hin rétta ástæða. Hún kom
auga á John, sem stefndi að
borði þeirra.
— Mér var sagt, að ég
myndi finna þig hér, sagði
hann. Shirley anzaði ekki, en
Hurd svaraði:
— Fálð yður sæti.
— Þökk fyrir, sagði John,
dró fram stól og settist. Hann
virtist vera feiminn og óstyrk
ur .Shirley sneri sér að hon-
um:
— Vildurðu finna mig?
— Já, Eg kom tll að spyrja
hvort þú vildir sjá blómasýn-
inguna. Það er svo gott út-
sýni frá svölunum mínum,
sagði hann og roðnaði. —
Eiginmaður Helenu er farinn
aftur til Parísar og hana lang
ar til, að þú komir. Þér eruð
velkomnir líka, Paul.
Þegar Shirley svaraði ekki,
sagði Paul: — Eg vildi gjarn
an þiggja það, en því miður
er ég vant við látinn.
Þegar hún lét enn ósvarað,
endurtók John vandræðalega:
— En þú, Shirley?
— Eg hef ágætt útsýiiriirá
mínum svölum, sagði hún.
— Er þér alvara, Shirley?
— Auðvitað er henni ekki
alvara, sagði Hurd. — Og hún
vill miklu frekar fara með
yður. Það er leiðinlegt að vera
ein síns liðs. Nú borðum við
saman, og svo ek ég henni
til hótels yðar, John.
Þar sem Hurd hafði tekið.
málstað ohn á móti hennar,
var ekki um annað að ræða
en að láta undan, og John
reis samstundis upp. — Þá
sjáumst við klukkan tvö, Shir
ley.
— Hafið þér séð greinina
mína? spurði Hurd.
— Já. Mér fannst undar-
legt, að Shirley skyldi ekki
minnast á þetta við mig, þeg
ar við borð'uðum saman í gær,
sagði John.
— Mér datt ekki í hug, að
þú hefðir áhuga fyrir því,
sagði Shirley kuldalega. —
Þegar allt kemur til alls,
stendur þessi atburður ekk-
ert í sambandi við heimsókn
þína til Nice. Ætlarðu annars1
að fara til .hallarinnar um
helgina?
John fór.
— Hvers vegna tókuð þér
málstað hans á móti mér, svo
að ég verð ag fara með hon-
um? spurði Shirley og horfði
gremjulega á Hurd.
— Eg átti eftir að gera góð
verkið mitt í dag.
— Hvað eigið þér við?
— Þó að ég hafi aldrei þótt
sérstakur í útliti, þá er ég á-
kaflega hjartagóður, þegar
því er að skipta, sagði Paul
Hurd glettnislega. — Og þeg
ar ég sé, að snurða er hlaupin
á þráðinn hjá tveimur mann-
eskjum, sem þykir vænt
hvorri um aðra, reyni ég að
hjálpa þeim að ná saman á
nýjan leik.
— Hvernig dettur yður í
hug, að ég sé hrifin af John?
— Kvenmaður myndi aldrei
leyfa sér að vera ósvífin gagn
vart John, ef hún væri ekki
hrifin af honum.
Blómasýningin í Nice var
atburður, sem aldrei gleym-
ist, en þó að Shirley yrði að
viðurkenna með sjálfri sér,
að hún hefði aldrei séð neitt
svona stórkostlega fallegt,
leið henni alls ekki vel.
Blómasýningin er hápunkt-
ur kjötkveðjuhátíðahaldanna
og skrautið og fegurðin var
ótrúleg. Shirley fannst eins
og þetta væri ævintýraland,
tíminn stæði kyrr eða kann-
ske öllu fremur, að hún væri
horfin aftur í miðaldir, þeg-
ar hún horfði á alla blóma-
skreyttu hestvagnana, sem
virtust svífa fram hjá.
Sýningunni var senn að
ljúka, og John fór niður til
að biðja um te. Hingað til
hafði hann varla mælt orð
frá vörum.
— Eg skal segja yður, að
mér þykir mjög vænt um
John^ sagði Helen, — hann
er einstakur maður, og ég
vona að hann finni góða
j konu.
! Shirley svaraði engu og
Helen hélt áfram
— Það er eiginlega skrýtið
að hann skuli ekki fyrir löngu
hafa kvænst.
— Já, það er undarlegt,
sagði Shirley lágt.
— Það eru margar, sem
hafa verið alveg vitlausar í
honum, sagði Helen.
— Hann hefur kannske tal
ið sig of góðan í'yrir þær,
sagði Shirley kuldalega.
— Þér haldið þó ekki að
John sé hrokafullur? spurði
Helen undrandi.
— Það eru flestir karlmenn
sem eru jafn myndarlegir og
hann!
— Það getur verið, að sum
ir séu þannig, en John er að
minnsta kosti ekki af þvi
sauðahúsi. Hann hefur minni
máttarkennd vegna útlits
síns.
Shirley varð hugsað til
þess, hve John hafði gram-
izt, þegar hún hafði minnzt
á útlit hans.
— Dauði Aleenar var ó-
skaplegt áfall fyrir hann.
Hann tilbað hana. Þau misstu
móður sína, þegar þau voru
börn að aldri. Faðir þeirra
reyndist þeim að vísu vel, en
hann skildi ekki börn. John
var eiginlega allt í senn fað-
ir móðir og bróðir fyrir Aleen.
Eg get vel skilið, aA hann fái
ekki frið, fyrr en hann hefur
komizt að hinu sanna um
dauða hennar. Hann hugsar
aldrei um sjálfan sig. Alltaf
aðra. Eg hélt að þér hefðuð.
veitt því athygli.
— Hvers vegna einmitt ég?
spurði Shirley.
ÚTVARPIÐ
Miðvikudagur 28. iúni:
8.00 Morgunútvarp.
8.30 Fréttir.
10.10 Veðuriregnir.
12.00 Hádegisútvarp.
15.00 Miðdegisútvairp.
16.30 Veðurfregnir.
19.20 Veðurfregnir.
19.30 Fréttir.
20.00 Tónleikar.
20.20 Knéfiðlan ymur: Enrico MaJl
ardi leikur vinsæl lög.
21.10 Tækni og vísindi; annar þátt
ur: Efnarafaiiinn (Páll Theó
dórsson eðlisfræðingur).
21.25 Frá fjórða söngmóti Kirkja-
kórasambands Eyjafjarðarpró-
fas-tsdæmis (Hljóðr. á Akur-
eyrd 28. f.m.) Fimm kórar
syngja ellefu lög sér í lagi og
sameiginlega Söngstjórar: Sig-
ríður Schiöth, Gestur Hjör-
Ieifsson, Áskell Jónsson, Jak-
ob Tryggvason og Páll Er-
lendsson. Undirleikarii: Guð-
rún Kristinsdóttk.
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.10 KvJdsagan: „Þríhymdi hatt-
urinn" eftir Antonio de Alarc-
ón: IX. (Eyvindur Erlendsson).
22.30 Úr djassheiminum:
a) Errol Gardner leifcur á pí-
anó. b) Benny Goodman og
hljómsveit hans leika.
23.00 Dagskrárlok.
VÍÐFFÖRLI
Hvíti
hrafninn
123
Eiríkur sá, að Seathwyn trúði
manninum ekki. — Þessi maður
er að segja satt, herra, sagði hann
og lýsti því fyrir Seathwyn, sem
áður hafði gerzt. — Trúnaður
Ragnars verður allur keyptur fyr-
ir peninga, og nú ætlar hann að
krefjast vænnar upphæðar í lausn-
argjald fyrir hvíta hrafninn, sagði
hann. — Var sonur minn með
mönnum Ragnars, spurði Seath-
wyn. Svarið var neikvætt. — Hm,
sagði Seathwyn. — Er það senni-
legt, að Ragnar flytji son minn
fyrst til eyjarinnar, samkvæmt
minni fyrirskipun, til þess að
ræna honuni síðan og flytja hann
til Morkars? Eiríki fannst^það í
hæsta máta sennilegt, en þagði
við. — Að lokum sagði hann: —
Trúðu mér, Seathwyn, með hverri
mínútunni færist dauðinn nær
syni þínum. Ég bið þig um að
skilja .. . Hann var truflaður af
hópi manna, sem kom nú inn í
rjóðrið. — Althan, sagði hann
undrandi. Althan, sem var í fylgd
með sínum eigin mönnum og
mönnum Bryans, gekk til Seath-
wyns. — Nú er kominn tími fyrir
okkur að leggja niður vopnin og
tala saman eins og fullorðnum
mönnum sæmir, sagði hann.