Tíminn - 28.06.1961, Síða 16
Þorkell máni lét bera sig í
sólargeisla á deyjandi degi
og fól sig þeim, er sólina skóp.
Reykvíkingar nútímans bíða
ekki dánardægurs síns. Þeir
leita í sólargeislann frá
bernsku til efri ára, hvenær
sem hlý sólskinsstund gefst.
Síðustu daga hefur sól skinið í
heiði í Reykjavík. Og það er
reyndar óþarfi að segja það: Suð-
ur við Skerjafjörð, í Nauthólsvík-
inni og þar í grennd, hefur verið
slíkur aragrúi fólks, karlar, konur
og börn, að þar hefur varla verið
hægt að þverfóta. í skjólsælum
lautum og básum við ströndina
hefur maður legið við mann, næst-
um því frá morgni til kvölds.
Krakkarnir busla í fjörunni, stöku
maður hættir sér á sund, en þorri
fólks liggur og flatmagar í sól-
skininu og lætur sumarblæinn |
leika um beran líkamann — eða
að minnsta kosti fáklæddan.
Unga fólkið er þarna mjög fjöl-|
mennt, enda hefur margt af þvíj
ekkert fengið að gera vegna verk-.
fallanna síðan það losnaði úr skól-
unum í vor. Það er orðið mjög
leitt á þessari löngu bið í aðgerða-
leysi, og því eru svona sólskins-
dagar í hvömmum og víkum við
Skerjafjörð og Fossvog sönn náð-
argjöf.
Víða líkir gleði og gáski. Gam-
anyrði fjúka, og smáhrekkir eru
hafðir í frammi. En fleiri dorma
í sælli værð í sólarylnum og láta
hugann reika eða hvílast eins og
líkamann. Margir hafa þó talsvert
amstur við að fá líkama sinn
jafnbrúnann — það er eitt þess,
sem er eftirsóknarvert. Og þá ríð-
ur á að velta sér til, smyrja sig og
rjóða á sig þeim efnum, sem gera
líkamann sem allra fyrst brúnan.
í allri þessari sóldýrð og sól-
dýrkun getur það samt hæglega
hent, að sumir fari ekki nógu gæti
lega af stað í sólfórn sinni. Og þá i
koma syndagjöldin: Þroti og sviði
í viðkvæmt hörund. Þess vegna
má vel vera, að sumt unga fólkið
hafi ekki sofið jafn vel og skyldi
eftir sólardagana í Nauthólsvík.
Miklum sólbruna fylgja nokkur
óþægindL En þetta batnar fyrr
en varir, og sólfómunum mun
ekki linna, svo framarlega sem
sólin heldur áfram að skína í
heiði í Reykjavík í sumar.
Þótt verkföllunum létti og allir
fái kappnóg að gera, mun verða
setið um hverja stund, sem gefs-t,
til þess að njóta sólar og sumars.
Og hvað er eðlilegra, sjálfsagð-
ara og heilbrigðara í laniji, þar
sem su.marið er jafn skammvinnt
og hér’ Að liðnu sumri fer að
langur vetur, og þá væri synd,
ef fólk hefði vanrækt að njóta
sólskinsins og hlýjunnar á meðan
unnt var.
Og til viðbótar við hollustuna,
hvíldina og brúna hörundslitinn,
sem fólk sækir í sólböðin, er
kannske ekki fyrir það að sverja,
að til séu fallega vaxnar stúlkur,
sem ekki þykir
Myndirnar hér á síSunni
skýra sig sjálfar. Ljós
myndarí Tímans, Guí-
jón Einarsson, tók þæi
í Nauthólsvík á mánu- [
daginn, þegar sólin
skein glaía«t-
einhver veiti þeim hóflega athygli
á svona stað. Svo eiga sumar ljóm-
andi fallega sundboli. Og sumir
piltamir, sem búnir eru að leggja
mikið á sig til þess að stæla vöðv-
ana eftir reglum einhvers æfinga-
kerfis, kunna einnig að hafa af
því dulda ánægju, að koma á þann
stað, þar sem árangurinn af þjálf
uninni má vera öllum sýnilegur,
án þess að þeir þurfi að trana sér
Pólýfónkórinn
í Gamla bíói
Síðastliðið mánudagskvöld
hélt Pólýfónkórinn tónleika í
Gamla bíói í Reykjavík. Á-
heyrendur voru margir og var
kórnum afar vel tekið. Varð
hann að syngja 3 aukalög.
Stjórnandi er Ingólfur Guð-
brandsson, en hann stofnaði
kórinn haustið 1957.
Þótt Pólýfónkórinn sé^ungur að
árum, er hann þegar orðinn vel
þekktur hér á landi Má óhikað
segja, að hann sé einhver bezti
kór, sem við eigum á að skipa.
Fara þar saman afbragðs góðar
raddir og mikil þjálfun þeirra og
fagurt samræmi. Sópraninn er sér-
staklega fallegur, eins og ein tær
rödd, sem hvorki finnst á blettur
né hrukka.
Athyglisvert er, að kór þennan
skipar aðallega ungt fólk. Einkan-
lega virðast flestar stúlkurnar
mjög ungar. Lofar það vissulega
góðu um söngmennt íslendinga í
framtíðinni. v
Efnisskrá tónleikanna í Gamla
Bíói var allfjölbreytt. Hófst hún á
gömlum, kaþólskum helgilögum.
Síðan voru sungin nokkur lög eftir
(Framhald a 15 síðu)
Sólfórnir í
Nauthólsvík