Tíminn - 29.06.1961, Page 6
TÍMINN, fimmtudaginn 29. júní 1961.
KVEÐJUORÐ
Ingunn Arnórsdóttir
húsfreyja í Eyvindartungu
„Skjótt hefur sól brugðið sumri ,
þv£ séS hef ég fljúga
fannhvíta svaninn úr sveitum i
til sóllanda fegri ..."
J. Hallgrímsson
Ingunn húsfreyja í Eyvindar-
tungu var dóttir hinna kunnu
hjóna, Helgu Kristjánsdóttur og
Arnórs Sigurjónssonar frá Lit.lu-
Laugum í Þingeyjarsýslu.
Hún var fædd 16. maí 1930 í
Héraðsskólanum á Laugum, en þá
var faðir hennar skólastjóri þar.
Ingunn ólst upp hjá foreldrum
sínum fyrst á Laugum, síðar á
Þverá í Fnjóskadal. Hún var
gagnfræðingur frá Akureyri 1948
og lauk kennaraprófi 1951, og
hándavinnuprófi 1953. Var kenn
ari við Barnaskóla Eyrarbakka
1951—1'52 og 1953—’'55.
Ingunn giftist fyrri manni sín-
um, Jóni Forna Sigurð'ssyni frá
Fomastöðum í Fnjóskadal, sum-
arið 1955, og hóf með honum bú-
skap að Fornhóli í Fnjóskadal.
Mann sinn missti hún síðla
sumars 1958, frá tveimur ungúm
börnum og því þriðja ófædduJ
Brá búi vorið ef.tir, og fluttist til
foreldra sinna, sem þá voru kom-
in til Reykjavíkur.
Hún fluttist að Eyvindartungu
haustið 1960, og giftist Jón Teits-
syni, bónda þar. Hún lézt á Lands
spítalanum 21. júní 1961.
Ingunn Arnórsdóttir var góðum
gáfum gædd, eins og hún átti ætt-
ir til. Samfara bókhneigð og
menntaþrá, fór mikil vinnugleði
við öll störf, hvort sem var inn-
an húss eð'a utan. Hún ólst upp
í fögrum sveitum norðanlands, og
kunni að meta gagnauðgi sveita-
lífsins. Er hún hafði svalað nokk-
uð menntaþrá sinni, og tekið góð
próf frá þeim skólum, er hún
sótti, átti hún góðu brautargengi
að fagna í starfi sínu sem kenn-
ari. En fegurð sveitalífsins heill-
aði hana, og hún hvarf frá ör-
uggri atvinnu og lifsþægindum
þéttbýlisins, á vit hinnar fögru
náttúru í heimasveit sinni, og hóf
ótrauð frumbýlingslíf á þæginda
snauðu nýbýli. I
En náttúrubarnið fékk ekki
lengi notið sköpunargleði land-
nemans, því að stærsti harmur
lífsins sótti hana heim fyrr en
varði, er bóndi hennar fórst af
slysförum, skammt frá heimili
þeirra.
Með geðró sinni og stillingu,
sýndi hún hetjulund á þungbærri
sorgarstund. En nú hvarf hún
með sorg og söknuði frá sinni
fögru heimabyggð, suður yfir
fjöllin til foreldra sinna.
Meðan fólk er ungt og hraust
er lífið sterkt. Aftur leitaði hug-
ur Ingunnar til sveitalífsins. Nú
varð það ein fegursta sveit Suður-
lands, sem varð heimkynni henn-
ar, er hún flutti á sl. hausti að(
Eyvindartungu í Laugardal. Þar
voru mörg verkefni fyrir hæfi-!
leika hennar, búskapurinn heima j
og kennslustörfin við stærsta hér!
aðsskóla landsins á Laugarvatni.
Veturinn leið og miklu starfi ’
var skilað á báðum stöðum. Vorið |
kom eins og vant er, með fangið j
fullt af fyrirheitum til þeirra, ;
sem í sveitum búa.
Ungu hjónin í Eyvindartungu j
höfðu margt í huga í framtíðar-j
málum sínum. Vorstörfin voru ný-
hafin, er óvæntan gest bar að
garði. Unga konan sem aldrei
hafði kennt sér neins meins, veikt
ist snögglega. Eftir nokkra vikna
legu á Landsspítalanum, var hún
liðið lík. Hvítblæði varð henni að
aldurtila þrjátíu og eins árs að
aldri.
Ingunn Arnórsdóttir var yfir-
l.ætislaus kona í tali og framkomu.
Með prúðmennsku sinni og góð-
vild vann hún hvers manns hylli.
Hún hafði yfir miklum hæfi-
leikum að búa, og hafði mikið að
lifa fyrir. Hún hafði numið nýtt
land með nýrri trú á lífið. Fráfall
hennar er því mjög sorglegt, en
minningin um hana er björt og
fögur.
Þegar engill dauðans boðað'i
henni annað líf, tók hún því með
sama hugrekki og hetjulund og
hún hafði sýnt í þessu lifi.
í banalegu sinni lét hún aldrei
á öðru bera, en hún hefði trú á
að heilsan kæmi aftur. Þegar
maður hennar kom til hennar í
síðasta sinn meðan hún lifði,
hafði hún orð á, að nú myndi
hann sækja sig í næstu viku. Það
hefur hann gert, og gerir útför
hennar frá Eyvindartungu í dag.
Hún verðUr jarðsett í nýjum graf
reit, sem Laugdælingar hafa valið
sér í skógarhlíðinni ofan Laugar-
vatns. .
HvíLurúm hennar verður fyrsta
gröfin á þeim fagra staö.
Blessuð veri minning hennar.
Teitur Eyjólfsson.
Aðalfundur Norræna félagsins
Aðalfundur Nórræna félagsins
var haldinn í Tjarnareáfé mánu-
daginn 12. júní s.l. Formaður fé-
lagsins, Gunnar Thoroddsen, fjár-
málaráðherra, setti fundinn og
stjórnaði honum. Framkvæmda-
stjóri félagsins, Magnús Gíslason,
flutti skýrslu um starfsemina á
liðnu ári. Að því loknu las gjald-
kerinn, frú Arnheiður Jónsdóttir,
upp reikninga félagsins og voru
þeir samþykktir óbreyttir. Fjár-
hagur félagsins er góður. Rösklega
14 þúsund krónur voru í sjóði um
áramót. Þvj næst fór fram kosn-
ing formanns fyrir tvö næstu
starfsár.
Gunnar Thoroddsen, fjármála-
ráðherra, var endurkjörinn for-
maður félagsins einróma. Þrír með
stjórnendur áttu að ganga úr
stjórn félagsins að þessu sinni:
Páll fsólfsson, Sveinn Ásgeirsson
og Thorolf Smith. Þeir voru allir
endurkjörnir. Aðrir stjórnarmenn
eru auk formanns, Arnheiður Jóns
dóttir, Sigurður Magnússon og Vil-
hjálmur Þ. Gíslason.
Samkvæmt skýrslu framkvæmda
stjóra hefur félagsstarfið verið
fjölbreytt á s. 1. starfsári. Fulltrúa-
fundur Norrænu félaganna var
haldinn í Reykjavik s.l. sumar, en
hann er haldinn hér fimmta hvert
ár. Samtímis var nú haldið sam-
bandsþing fulltrúaráðs N.F. í
fyrsta sinn. í fulltrúaráði félagsins
eru, auk stjórnar Norræna félags-
ins í Reykjavík, einn fulltrúi frá
hverri félagsdeild, en deildirnar
eru nú 22 talsins.
Félagið hefur eins og að undan-
förnu veitt fjölþætta fyrirgreiðslu
í sambandi við ferðalög til Norð-
urlanda og námsdvalir þar um
lengri eða skemmri tíma, og greitt
var fyrir gagnkvæmu kynningar-
starfi innan vébanda vinabæjar-
hreyfingarinnar, en flestir kaup-
staðir fslands hafa nú tekið upp
norræn vinabæjatengsl fyrir milli-
göngu félagsins.
Á árinu 1960 hefur félagið haft
milligöngu um ókeypis eða ódýra
skólavist á norrænum skólum, að-
allega lýðháskólum og búnaðar-
skólum, fyrir 92 íslenzka nemend-
ur, 48 í Svíþjóð, 34 í Danmörku,
7 í Noregi og 3 í Finnlandi. Þrír
nemendur frá Norðurlöndum fengu
ókeypis skólavist hér í vetur fyrir
atbeina Norræna félagsins. Þeir
dvöldust á Laugarvatni.
í sumar dvelja 37 islenzkir ung-
lingar á skólum á Norðurlöndum
(Framhald á 13 síðu).
í kvöld kl. 8.30:
RANDERS FERlJA
K.R.
Á Laugardalsvellinum
Oémari: Magnús V. Pétursson.
Línuveröir: Baldur Þóröarson og Haraldur
Baldvinsson.
liMk. TEKST KR-INGUM AÐ SIGRA JOTANA?
Ver'S: 5 kr. — 20 kr. — 30 kr.
íþróttabandalag Akureyrar
Brotajárn og málma
kaupir hæsta verði
Arinbjörn Jónsson
Sölvhólsgötu 2 — Sími 11360
Framleiðum
plastpoka
í mörgum stærðum. —
Góð vara. Gott verð.
PLASTPOKAR S.F.
Mávahlíð 39 — Sími 18454
Ný bók
„Á hörpunnar óma "
Gamanvísur og danslaga-
textar eftir Theodór Einars-
son er komin út. Verð kr.
25.— Sendið pantanir
merkt pósthólf 24, Akra-
nesi.
Útgefandi
Véiabókhaldið h.f.
Bókhaldsskrifstofa
Skólavörðustíg 3
Sími 14927
BÍLASALINN við Vitatorg
Bílarnir eru hjá okkur.
Kaupin gerast hjá okkur.
BÍLASALINN við Vitatorg.
Sími 12 500.
Hver sem getur
gefið upplýsingar um þann,
sem braut leiðarmerki hjá
Naustanesi í Kjalarnes-
hreppi, aðfaranótt 28. þ.m.,
tilkynni það lögreglunni í
Reykjavík eða Hafnarfirði,
eða hreppstjóra Kjalarnes-
hrepps.
Landeigandi
ALLT A SAMA STAO
VATNSDÆLUR
VIFTUREIMAR
VATNSKASSAR (jeep)
VATNSHOSUR
SENDUM GEGN
KRÖFU
Egill Vilhjálmsson h. f.
Laugavegi i 18 — Sírm 22240
Aðvörun
Að gefnu tilefni skal það tekið fram, að umferð
almennings að og frá sjóbaðstaðnum í Nauthólsvík,
liggur einungis að og um flugvallarstvæði Reykja-
víkurflugvallar þessa leið: Frá Miklatorgi um Fug-
vallarbraut—Hlíðarfót að Skerjafirði. Umferð um
aðrar leiðir innan flugvallarsvæðisins, að sjóbað-
staðnum, er stranglega bönnuð, jafnframt eru
menn sérstaklega aðvaraðir að fara ekki út á flug-
brautir flugvallarins.
Flugvallarstjóri Reykjavíkurflugvallar.
Hestamenn athugið
Fjórðungsmót sunnlenzkra hestamannafélaga verð-
ur háð á Rangárbökkum við Hellu dagana 15. og
16. júlí næstkomandi. Keppt verður á skeiði 250
m og stökki, sprettfæri, 800, 400 og 300 m.
Keppnishestar tilkynnist Jóni Hjörleifssyni, Hellu,
eða Sigurði Haraldssyni, sama stað, fyrir 5. júlí.
Undirbúningsnefnd
Hughellar þakklr sendum við öllum þeim, sem vottuðu okkur
vináttu og samúð við fráfall og jarðarför okkar hjartkæru móður,
tengdamóður og ömmu, *
Guðrúnar Jónasdóttur
frá Akri, Hrísey.
Börn, tengdabörn og barnabörn.