Tíminn - 29.06.1961, Qupperneq 9
TÍMINN, fimmtudaginn 29. júní 1961.
9
Hér er á ferð Richard H.
Pough, forseti amerísku
náttúruverndarsamtakanna.
Hefur hann dvalið hér
nokkrar vikur, ferðazt
um landið og kynnt sér
náttúruvernd og lands-
hiætti. Hann flytur tvo
fyrirlestra, í kvöld og annað
kvöld í háskólanum. í við-
tali við blaðamann Tímans
skýrði Richard H. Pough frá
náttúruvernd í Bandaríkj-
unum og starfi sínu þar.
Hann ræddi einnig um nátt-
úruvernd á íslandi, lýsti
þeirri skoðun sinni, að skóg-
rækt á íslandi væri hrapa-
legur misskilningur og
mundi eyða sérkennum
landsins ef hún heppnaðist,
án þess þó að efnahags-
ávinningur væri nokkur.
Richard Pough er verkfræð-
ingur að menntun, lauk prófi
frá Harvard í *þeim fræðum ár-
ið 1926. Hann nam
efnaverkfræði og lagði mikla
stund á að rannsaka hvei'nig
náttúran fór að því að leysa sín
efnafræðilegu „vandamál“.
Þjóðgarðar og friðuð
svæði
— Þetta leiddi mig á sporið
og ég fór að gefa meiri gaum
að náttúrunni, sagði hr Pough,
lagði stund á svonefnda eco-
logy, en sú fræðigrein fjallar
um starfsemi náttúrunnar í
heild, hvernig dýr og jurtir
hafa áhrif hvort á annað o. þ. h.
— Ég gerðist fljótlega áhuga-
maður um náttúruvernd en í
Bandarikjunum vinna einstakl-
ingar og náttúruverndarfélög
við hlið hins opinbera.
Hlutverk okkar er að varðveita
þjóðgarða og friða landsvæði,
þar sem er að finna dæmigert
landslag, jurtalif og dýralíf eins
óg það var, áður en manns-
höndin fór að bylta öllu við.
Náttúran hafði þróazt í tvær
billjónir ára áður en maðurinn
kom til sögunnar með tæki sín
og innleiddi nýjar tegundir af
dýrum og jurtum, en eyddi öðr
um. Þessi svæði viljum við fyr-
ir alla muni varðveita óbreytt
og skila í hendur framtíðinni.
Það er mikilsvert fyrir allar
rannsóknir eftir okkar dag að
hafa lifandi dæmi af náttúr-
unni eins og hún var.
Tilraun með barrtré
— Þetta er síður en svo til
fróðleiks og yndisauka ein-
göngu, hélt hr. Pough áfram,
heldur er vísindamönnum það
ómetanlegt gagn að hafa hlið-
sjón af náttúrufari á þessum
svæðum, þegar ráðizt er í at-
hafnir á þeim slóðum, þar sem
staðhættir og veðurfar er svip-
að. f stað þess að sóa tíma og
peningum i umfangsmiklar
rannsóknir, geta þeir séð með
eigin augum hvernig jurta og
dýralíf þrífst. — Hingað kom
ég frá Englandi, þar sem ég
var í boði brezka náttúruvernd-
arráðsins. Þar gafst mér kost-
ur að sjá gott dæmi um mikil-
vægi þessara þjóðgarða. Á
stóru svæði höfðu Bretarnir
ræktað barrtré og tilraunin
virtist ganga að óskum. Þá
gerði frost í maímánuði og að-
komnu barrtrén kól svo, að þau
drápust öll. Aftur á móti virt-
ist frostið engin áhrif hafa á
þau tré, sem fyrir voru. Þau
höfðu á löngum tíma aðlagazt
staðháttum og voru því viðbú-
in, og lifðu af. Svona vorhret
verða ef til vill ekki nema á
50 ára fresti, en það nægir til
að gera mannanna verk að
engu.
Lifandi rannsóknarstofa
í þjóðgörðunum gefst vís-
indamönnum kostur á að rann-
saka hver áhrif veðurfarið hef-
ur haft á jarðveg, gróður og
jurtir undanfarna áratugi og
jafnvel aldir og því ættu mis-
tök sem þessi að fyrirbyggjast.
Þjóðgarðarnir eru því nokkurs
konar lifandi rannsóknarstofa
í þessum efnum. Ýtarlegar
skýrslur eru haldnar um það
hvernig gróðurinn bregzt við
loftslagsbreytingum og með
sérstökum rannsóknum á jarð-
veginum má fá upplýsingar um
veðurfarsbreytingar fyrr á öld-
um. i
Jafnvægi náttúrunnar
Þjóðgarðar og friðlýst svæði,
þar sem allt fær að lifa og gróa
óáreitt, eru einkum mikilvæg
eftir að maðurinn fór að raska
öllu jafnvægi náttúrunnar. Það
hefur tekið náttúruna margar
aldir að ná þessu jafnvægi, en
með tilkomu nýrrar jurtar eða
dýrategundar fer allt úr skorð-
um og enginn getur með vissu
sagt um þróunina eftir það. En
reynslan sýnir, að allar þær
tegundir, sem fyrir eru, verða
að lúta tilkomu hinnar nýju
jurta- eða dýrategundar. Þær
vei'ða háðar þessum aðskotadýr
um og breytast eftir því. Oftast
dregur úr vexti og viðgangi
þeirra lifvera, sem fyrir voru,
unz samlögun hefur orðið á ný
og jafnvægi náðst eftir þúsund
ár eða meira.
Strik í reikninginn
Við höfum þess mörg dæmi í
Ameríku, hvernig dýra- og jurta
tegundir hafa hrörnað og dáið
út á stórum svæðum með til-
komu nýrrar tegundar. Til
dæmis fluttu Bandaríkjamenn
inn frá Asíu sérstaka tegund
af kastaníutrjám og hugðust
þar hafa gert góðan leik. Árang
urinn varð þó sá, að innbornu
kastaníutrén dóu út, eyddust
með öllu af völdum sjúkdóms,
sem barst með Asíutrjánum.
Bakteríurnar, sem ollu þessum
sjúkdómi, höfðu ekki skaðleg
áhrif á trén í Asíu, en drápu
skammri stundu öll amerísku
kastaníutrén. Ýmsar dýrateg-
undir höfðu lifað á hnetum af
kastaníutrjánum og þessum
dýrum fækkaði mjög. — Banda
ríkjamenn fluttu einnig inn
frá Suður-Ameríku dýrategund
eina, sem coipu nefnist, þessi
dýr höfðu geigvænleg áhrif á
jurtagróðurinn og þannig mætti
lengi telja. Náttúran er lengi
að ná sér, þegar svona strik
koma í reikninginn.
Nytjaskógur verður aldrei
Þá víkur talinu að náttúru-
vernd á íslandi, en Robert H.
Pough hefur’ ferðazt um landið
og kynnt sér þau mál eftir
föngum.
— Ég er hrifinn af íslenzka
birkikjarrinu og tel sjálfsagt
að hlú að því á allan hátt, sagði
Richard Pough, en ég fæ ekki
betur séð en ræktun barrtrjáa
muni svipta ýmsa fegurstu staði
landsins sérkennum sínum. Ég
fæ ekki heldur séð neinn skyn-
samlegan tilgang með slíkri
skógrækt á íslandi, það verður
aldrei hægt að framleiða hér
nytjaskóg.
Ég kom að Mývatni og
hreifst af fegurð staðarins, auð-
legð lita og lína. Það hefur að
vísu verið atvinna mín að ferð-
ast um meðal fagurra og sér-
kennilegra staða, en engan
stað hef ég séð líkan Mývatni.
Nú er viðbúið að náttúrufeg-
urðin við Mývatn verði ekki
annað en gömul þjóðsaga,
þarna í hrauninu (Dimmuborg-
um) hefur verið plantað barr-
trjám, sem verða til lýta fyrir
allt umhverfið, ef þau ná
þroska. Sérkenni Mývatns
munu hverfa í skuggann fyrir
trjánum. Svipaða raunasögu er
að segja um aðra sérkennileg-
ustu og fegurstu staði á land-
inu, Þingvelli, Ásbyrgi og víð-
ar. Það er hörmulegt að sjá,
hvernig maðurinn gengur í
berhögg við náttúruna og svipt-
ir hana þeim einkennum, sem
hún sjálf hefur kosið sér,
raunalegt að sjá hvernig fegurð
jarðar er vísvitandi þun’kuð
út. Hver er tilgangurinn með
þessu?
Borgar sig ekki að
gróðursetja
— Mér er sagt, áð íslending-
ætli sér með þessu móti að
koma sér upp nytjaskógi, svo
að þeir þurfi ekki að flytja inn
timbur í framtíðinni, segir
hr. Pough. Þetta er hrein rök-
leysa, ef það er ástæðan. Reynsl
an hefur sýnt, að nytjaskógur
vex ekki í löndum, þar sem
loftslag og jarðvegur er svipað
og á íslandi. Það er barnaleg
hégilja að sóa tugmilljónum
króna til skógræktar í þeirri
von að eftir hálfa eða heila öld
verði landið þakið nytjaskógi.
— í Bandaríkjunum vex skóg-
urinn margfalt hraðar en hér
yrði nokkurn tíma, og þó hefur
verið reiknað út, að ekki borg-
ar sig fjárhagslega að gróður-
setja tré. Vinnukostnaðurinn
yrði svo gífurlegur. Það borgar
sig betur að láta þau sjálf um
að festa rætur og það gera þau
þar sem skilyrði eru fyrir
hendi.
Grasið betra en skógur
íslendingar geta aldrei gert
sér vonir um að hagnast á skóg-
rækt, þeir geta í mesta lagi
vonazt eftir að fá efni í nokkr'a
girðingarstaura eftir hálfa öld.
•Hér vex aldrei skógur, sem
nægir til stórfelldrar timbur-
framleiðslu, í mesta lagi verður
hægt að framleiða lítils háttar
trjákvoðu úr þeim skógi, sem
nú er sáð til. __ — Og hvers
vegna þurfa fslendingar ein-
mitt að velja fegurstu staði
sína til að peðra þar niður hjá-
rænulegum barrtrjám? Hér eru
þúsundir ferkílómetra eintóm
auðn og móar og það væri þó
hótinu nær að gróðursetja trén
á þeim slóðum. En umfram
allt, reynið að bjarga Þingvöll-
um, Mývatni og Ásbyrgi áður
en það er um seinan. Þetta eru
helgireitir, sem ykkur ber
skylda til að varðveita og friða.
í Bandaríkjunum mundi varða
við lög að planta trjám á slík-
um stöðum.
Skógur hentar ekki íslenzk-
um staðháttum, að öðrum kosti
væri hann hér sjálfkrafa. Mér
finnst liggja fslendingum nær
að verja fé sínu til að breyta
móum og mýrum í grösu.g tún,
það hefur sýnt sig, að hér
sprettur gott gras. Afkoma
bjóðarinnar byggist að miklu
leyti á sauðfénu og íslenzka
sauðkindin hefur í þúsund ár
samlagazt þessu landi. Ræktið
móa og mýrar, þar liggur ör-
ugg fjárfesting, en ekki skýja-
borgir.
Fer8amenn vilja ekki tré
Ef til vill halda íslendingar,
að þeir laði að sér útlenda
ferðamenn með því að bjóða
þeim upp á skuggsæla skógar-
lunda og ilmandi björk. Það
er misskilningur. Útlendingar
sækja hingað einmitt vegna
víðerna landsins, þar sem ekk-
ert byrgir útsýnið og landslag-
ið fær að njóta sín. f flestum
öðrum löndum heimsins er
hægt að skoða ótölulegar trjá-
tegundir.
Atvinnubótavinna
f fyrstu hélt ég í sakleysi
mínu, að skógræktarstarfið hér
væri atvinnubótavinna. Þess
vegna varð ég hissa, þegar ég
frétti, að fremur væri skortur
á vinnuafli hér á landi. Ég held
að þeim fjármunum öllum og
vinnu, sem fer í skógrækt hér,
sé kastað á glæ. Hér eru engin
skilyrði, jafnvel þótt fluttar séu
inn plöntur frá svipuðum
breiddargráðum og bent á að
meðalhiti sé svipaður á báðum
slóðum. — Nýjustu rannsóknir
hafa leitt í ljós, að það er mjög
villandi að reikna með meðal-
hita í þessum tilfellum. Þó að
meðalhitinn sé sami, getur veð-
urfarið verið gerólíkt. Nokkrir
ofsaheitir dagar í Alaska hafa
úrslitaþýðingu fyrir vöxt
trjánna þar. Hér þekkjast ekki
slíkar hitabylgjur og er þó
meðalhitinn svipaður.
Óháð mat og almannafé
— Það þarf að fá hæfustu
sérfræðinga til að ganga úr
skugga um, hvort mögulegt sé
að rækta skóg áður en rokið
er til og sóað milljónum króna
í því skyni, sagði Richard H.
Pough. Ég hef sáð þess alltof
mörg dæmi í ýmsum löndum
að skógræktarfélögin sjálf
bjóði til sín skógræktarfólki úr
öðrum löndum, haldi þeim dýr
legar veizlur og bjóði þeim í
fFramhaid á 13 si^u
Barrtré
eyða
sérkennum
fslands
— rabbað við formann bandarísku náttúru-
verndarsamtakanna, hr. Richard Pough