Tíminn - 19.07.1961, Síða 5

Tíminn - 19.07.1961, Síða 5
T f MIN N, miðvikudagiim 19. júlí 1961. 5 Cltgetandl: FRAMSÓKNARFlOKKURINN FramKvæmdastióri Trtmas A.rnason Rit stjórar Þrtrarinn Þðrarinsson 'áb < Andres tíristtansson Irtn Helgason Pulltrúi rit stjórnar Tómas Karlsson Auglýsinga stjrtri KgiB Bjarnason - SKritstofui I Edduhúsinu - Simar 183U0 188(15 Auglýsingasimi 19523 Afgreiðsiusimi 12323 — Prentsmiðjan Edda h.t Island og Nato Að síðari heimsátyrjöldinni lokinni var það von allra góðra manna, að upp myndi renna öld friðar og afvopn- unar, þar sem smáþjóðir gætu herverndarlausar unað óáreittar við sitt. Styrjöldinni hafði lokið með ósigri nazismans, en því miður kom jafnskjótt í ljós, að ofbeldi og yfirgangur höfðu ekki lotið endanlega í lægra haldi. Öld friðar og virðingar fyrir rétti smáþjóðanna var ekki enn upp runn- in. — í stað þess að veita þeim þjóðum í Austur-Evrópu frelsi, sem knésettar höfðu verið undh’ oki nazismans, lögðu Sovétríkin hverja þjóðina af annarri í einræðisfjöt- ur kommúnismans með tilstyrk Rauða hersins. Allt útlit var fyrir, að öll Evrópa yrði þessari vopnuðu framrás kommúnismans að bráð, nema þær þjóðir, sem enn struku um frjálst höfuð spyrntu með samtaka afli við fót- i '/ '/ '/ '/ / '/ '/ / '/ '/ '/ '/ / ’/ / / / '/ "/ / / / / / / / / / / um. Smáþjóðir Vestur-Evrópu sáu, að þær urðu annað hvort að eiga þátt í vanrarsamtökum gegn framrás komm- únismans eða eiga það á hættu að sæta sömu örlögum og þjóðir Austur-Evrópu. Smáþjóðir höfðu birta reynslu af því, hvers virði hlutleysisyfirlýsingar voru í augum ein- ræðisríkja í útþenslu- og vígahug. Á þennan hátt varð Atlantshafsbandalagið til í knýj- andi nauðsyn. Lýðræðisríki Vestur-Evrópu áttu enga aðra leið til að bjarga sér frá að verða kommúnismanum að bráð. Þegar svona var komið málum ákváðu íslendingar að eiga aðild að Nato. Friðsamar þjóðir hljóta að vona, að Sameinuðu þjóð- irnar eflist og styrkist og nái svo góðum tökum á friðar- málunum, að varnarbandalög verði óþörf. Smáþjóðirnar geti þá treyst því, að fá hjá þeim samtökum vernd gegn íhlutun og yfirgangi annarra. — En því miður á þetta langt í land, því að kommúnistaríkin vinna af ofurkappi að því að veikja framkvæmdamátt Sameinuðu þjóðanna. Eins og nú horfir um eflingu Sameinuðu þjóðanna og afvopnun væri það óráð eitt fyrir lýðræðisþjóðir á Vestur- löndum að taka aftur upp hlutleysisstefnuna, sem opnaði löndin fyrir nazismanum á sínum tíma og hefði lagt gjörv- alla Evrópu undir hæl kommúnismans eftir stríðið, ef hún hefði þá verið tekin upp á ný. Það er einnig óraun- hæf stefna, að íslendingar einangri sig frá nágrönnum sínum með því að taka hlutleysisstefnu upp og segi sig þar með úr Nato. Þótt ísland taki af fullum heilindum þátt í NatO/ er ekki þar með sagt, að hér eigi eða þurfi að vera her, meðan Nato stendur. Það er samkomulagsatriði, hvernig samstarfi við Nato er háttað hverju sinni. Þegar ísland gekk í Nato var það með skýlausu skil- yrði um að hér væri ekki her á friðartimum og voru allir lýðræðisflokkapnir á einu máli um þá afstöðu. Þetta var einnig áréttað 1951, er varnarsamningurinn var gerður. Það yrði alveg á valdi íslendinga. hve lengi varnarliðið yrði hér. Framsóknarflokkurinn hefur ætíð haldið fast við þá stefnu, er mörkuðvar frá upphafiog leggur flokkur- inn áherzlu á, að þó við séum og verðum í Nato. verði ekki erlent herlið lengur í landinu, en brýn nauðsyn ber til að dómi íslendinga sjálfra. Þegar varnarlið væri ekki í landinu, yrði samstarf, samt sem áður við Nato um öryggismái og þá á þeim grundvelli, sem gert var ráð fyrir við stofnun bandalags- ins. — Þessi stefna á ekkert skylt við að íslendingar segi sig úr Nato. Framsóknarflokkurinn er andvígur hlutleys- isstefnu. Tímanum þykir rétt að rifja þetta upp nú, er dr. Stikker, framkvæmdastjóri Nato, sækir okkur heim. / j i / j '/ / / I / '/ '/ '/ / / '/ '/ i '/ '/ ’/ / / i / '/ '/ ‘/ / / / '/ j / / / ’/ ‘/ / / i r i '/ ‘/ / '/ / i '/ / / / i i i i / '/ / / i i Hert á kröfum um sektar- uppgjöf pólitískra fanga Nýlega hefur verið opn- uð skrifstofa í Lundúnum, >em safna mun upplýsing- um um pólitíska fanga um gervallan heim. Skrifstofan mun síðan dreifa þessum Stofnun sett á Iaggirnar í London — safnar upplýsingum um pólitíska fanga og sendir þær vi'ðkomandi ríkjum, ásamt rökstuðn- ingi og beiðni um að láta þá lausa. / '/ '/ i / / / / / '/ / '/ / '/ / i i / i i i i i upplýsingum meðal þjóða heimsins. Upphafsmenn þessa starfs hyggja nú á herferð og skora á stjórnar- völd einstakra landa að láta lausa pólitíska fanga eða gefa þeim kost á að svara til saka fyrir rétti. Krafan um sektaruppgjöf árið 1961 nefna þessir menn baráttu sína. Hér fer á eftir frásögn blaðamanns af fundi, er menn þessir áttu með fréttamönnum fyrir tæpum mánuði. Vifi fyrstu sýn virtust þetta hugaðir menn en átakanlega baraalegir, að aetla sér að um- breyta pólitísku siðgæði Hér voru saman komnir m.a þrír brezkir lögfræðingar, aílir með limir brezka þingsins. og eitin frá hverjum þingflokkanna þriggja auk Afríkumanns. Uíig- verja og Kvekara. Þessir menn skora nú á alla góða og vel- viljaða menn að berjast ötu.!- lega fyrir því, að pólitískir fangar — menn, sem fangels- aðir hafa verið vegna skoðana sinna — verði látnir lausir, hvar sem er í heiminum. Þegar öllu er á botninn hvolft, hefur mörg hugsjónin verið hlekkjuð við fangelsismúrinn á síðustu áratugum. Áskorunin um póli- tískt réttlæti er vafalaust styrk ur samtakanna — það er sið- gæði, sem liggur á bak við bar- áttuna. í ölium álfum heims eru meipi fangelsaðir án dóms og laga eða eftir málamyndarrétt- arhöld. Ástæðan til frelsissvipt ingarinnar er sú, ag hafa sett fram hugmyíidir. sem ekkert þykir athugavert við þótt fram komi og ræddar séu, þar sem eitthvag frjálsræði ríkir. Hér skal fyrst nefna kommúnista- ríkin, þar sem nær sérhver sjálfstæð hugsun er landráð. { öðru lagi eru svo hih hægri sinnuðu einræðisríki, sem enn standa, s.s. Spánn. Portúgal og nokkur ríki Suður-Ameríku og Mið-Ameríku. í þriðja lagi skulu svo nefndar nýlendur og staðir þeir, sem byggðir eru mörgum kynþáttum og foringj- arnir neita að taka tillit til þeirrar þróunar, sem orðin er staðreynd. Og í fjórða og sið- asta lagi skal svo nefndur ein- strengingsháttur margra þjóð- ernishreyfinga í þeim löndum Afríku og Asiu, sem nýverið hafa öðlast frelsi að nýju Þetta síðasta er ekki hvað sízt sorg- legt Hver einasti maður með óbrjálaða dómgreind hlýtur að harma þetta allt, segja frum- kvöðlar fyrrnefndrar hreyfing- ar. Allir eru þeir heiðarlegir menn og njóta álits i Bretlandi, en hætt er við, að nöfn þeirra séu ekki kunn utan heima- landsins: John Foster. íhalds bingmaður, kunnur fyrir af- skipti að ýmsum mannúðarmál um, Elwyn Jones. þingmaður Verkamannaflokksins. hefur barizt fyrir auknum almepn- um mannréttindum og loks Jeremy Thorpe, þingmaður frjálslyndra. Fj'rstu skjólstæðingar þessar ar frelsishreyfingar eru hver í sínu heirnshorni’ Robert Manga liso Sobukwe. forseti Alls'herj- ar-Afríku, þingsins -í Suður- Afríku: Istvan Bibo. fvrrum ráðhe’ra í Ungverialandi er reyndi að komast að sann- giörnu samkomulagi við Sovét- ríkin árið 1956: Tony Ambat- ielos. grískur verkalvðsleið- togi og konynúnisti. sem verið hefur ( fangelsi allt frá árinu 1947, oe Dr. Phan Quang Da-n frá Suður-Vietnam. sem barð- ist gegn persónulegu einræði Diems forseta i landinu. Ómannúðlegar aðfarir taka á sig næstum sömu mynd meða allra ófrjálsra bjóða Lögreglan tínir menn upp og lokar inni svo lengi sem stjórnarvöldun- um sýnist Menn eru heittir hót unum. þeim er ógíiað og þeir eru miskunnarlaust limlestir og pyntaðir. f sumum löndum eru ákærurnar vfirskyn eitt og réttarrannsóknin aðeins til málamynda. Annars staðar. eins og t.d. í Austur-Evrópu er jafnvel fanginn ekki viðstadd- ur réttarhöldin. d.ómsniðurstað an er fvrirfram ákveðin. f fá- einum tilfellum hafa yfirvöld- in rétt til þess að kveða upp dóm án íiokkurra undangeng- inna réttarhalda og í Sovétríki unum starfa að þessum mál- um svonefndur ..félagadóm- stóll“, en hann er aðeins angi á innanríkisráðuneytinu. Þó er það ekki svo. að í hverjp landi. þar sem aðeins fáir njóta verndar laga og rétt ar. burfi endilega að ríkja ein- ræðis- eða harðstjórn Grikk- land er t d. að heita má frjálst land bótt ekki séu að fullu gró in öll sári.n eftir borgarastyrj- öldi-na þar Ef við gerurn ráð fyrir. að pólitískar óeirðir skjóti ekki aftur úpp kollinum í Grikklandi. getur stjórn lands ins aukið frelsi þegna sinna r-pð friálslegri afstöðu til póli- t.ís'kra fanga. sem nú eru i land inu. Lönd eins og Snánn halda fast við fyrri afstöðu sína í bessum efnum. en brvstingur utan að frá gæti þó orðið til þess að milda dóma yfir póli- tískum föngum þar í landi Þ,au lönd eru sárafá, sem al- j menningsálitið í heiminum / virðist engin áhrif hafa á. í ) þeim hópi má nefna Kína. en / öðru máli gegnir bæði um Ung- / verjaland og Spán. / i Gallinn við almenningsálitið j í hinum frjálsa heimi (og hér ) er átt við þau lönd, þar sem j leyfilegt er að gagnrýna ríkj- ) andi stjórnvöld) er sá, að j mannúðin er svo fjötruð í póli- \ tíska hlekki, að sönn skírskot- j un til samvizkunnar nær ekki j eyrum manna. Slík áköll eru , alltof oft skoðuð í pólitísku i ljósi. Það ákall, sem nú skal ) beint til allra, á að brjóta á j bak aftur hina pólitisku með- j aumkun. j j Frumkvöðlar þessarar hreyf- j ingar hafa í hyggju að grand- j skoða allar kvartanir, sem j þeim berast hvaðan sem er úr j heiminum. Síðan ætla þeir að j hefja eftirgrennslanir í viðkom j andi löndum, ef mögulegt er, j og birta niðurstöðurnar Þeir j vona, að víðtækt almennings- j álit í hinum frjálsu löndum j heims styrki þá í baráttunni, j og að fáar stjórnir telji skyn- ■. samlegt, að vísa þeim á bug. • Og þegar öllu er á botninn • hvolft, hvaða ríkisstjórn vill • ekki láta hugsa til sín? C Ávarpi frelsisnefndarinnar ( hefur þegar verið dreift á Bret- ( landi og einnig að nokkru leyti ( í Frakklandi. Það hefur verið ( prentað á Norðurlöndum og ( dreifing þar mun brátt hefjast. ( Menn vænta þess, að dagar öfg ( anna séu brátt taldir a.m.k. ( hvað viðkemur Vesturlönd- / um. Flestum má vera ljóst, að '/ margar göfugar hugmyndir ( hafa lent á villigötum. Jafnvel ( kommúnistar hafa efazt á síð- ( ustu árum, og lagt áherzlu á ( nauðsyn þess að endurskoða ( réttarkerfið, þótt enn hafi orð- ( ið lítið úr framkvæmdum.. Þó ( hefur nokkuð miðað í rétta átt ( t.d. í Póllandi og Júgóslavíu. / Rússar hafa oft látið uppi skoð- / anir um réttarlegar umbætur, / en þær hafa ekki náð fram að i ganga. j / Avarp frelsishreyfingarinnar j er eins konar vakning. Mein- j ingin er að lækna ofhlýðni við j einstök hugmyndakerfi. er hef- / ur í fyrstu örvað en síðar sýkt ( og að lokum eitrað. Við hlökk- ( um til, segja upphafsmennirnir, j að senda boðskap okkar til j Búdapest. Moskva, Madrid. J Accra, Kúbu og Montgomery ( Aðeins þeir. sem ekki hafa ( þurft að þola pólitískar ofsókn- j ir, geta viðurkennt og réttlætt j fangelsun annarra fyrir skoð- j anir sínar. /

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.