Tíminn - 19.07.1961, Page 7

Tíminn - 19.07.1961, Page 7
T í M I N N, miðvikudaginn 19. júlí 1961. 7 íbúðarhús yfir skrifstofumenn sína og að sjálfsögðu veglegt íbúðarhús yfir sjálfan srig, en það er brunnið fyrir nokkru. Þá var engin rækt á Blönduósi en Möller ræktaði 3 kúa tún og stóð fyiir ýmsum fram- kvæmdum. Möller dó árið 1908 og tók þá sonur hans við. LítiS aS hafa Fréttamenn Tímans voru ný- lega á ferð á Blönduósi og höfðu þá tal af Bjarna Einars- syni járnsmið en hann mun einn með elztu borgurum þar á staðnum, fluttist þangað árið 1904 með foreldram sínum. — Faðir minn var tómthús- maður en í þann tíð voru einar 10 tómthúsmannafjölskyldur hér, sagði Bjarni okkur. Það fólk bjó allt í torfkofum. Karl- amir höfðu atvinnu af verzlun- inni og útgerð var einhver. Jó- hann Möller gerði út fjóra báta héðan á handfæri og lóðir. Út- gerðin leggst þó niður upp úr aldamótum, en árið 1912 byrj- aði vegavinna, að öðru leyti var ekkert að hafa. Auk tómthús- mannanna voru auðvitað kaup- mennirnir og þjónar þeirra, þeir höfðu nú eitthvað betra en torfþak yfir sér, þá var hér sýslumannssetur og læknir. Kvennaskólinn var stofnaður fyrir aldamótin og hefur alla tíð sett svip á staðinn. FurSulega fáir á sveit — En það er eiginlega óskilj- anlegt nútímamönnum hvernig tómthúsmennirnir fóru að því að draga fram lífið, heldur Bjami áfram, það var að vísu vorvinna í mó og þá höfðu menn 16 aura á klukkustund. — Var það gott tímakaup? — Þá kostaði sykurpundið 28 aura, svarar Bjarni, kaffi- pundið 60 aura og sama verð var á ull, smjöri og kaffi. Pund- ið af kindakjöti kostaði 18 aura að haustinu. En fólk lifði mest á fiski, hann kostaði 3 aura pundið upp úr sjó. Flestir reru karlamir til fiskjar, fengu þá lánaða bátana og áttu það sem þeir drógu en urðu að gjalda bátseiganda hlut. En það var rétt svo að fólk skrimti af þessu, ómegð var mikil en þeir voru furðanlega fáir sem þágu af sveit. Menn lögðu hart að sér, vinnutíminn var þá aldrei skemmri en 12 klukkustundir. Kitinn frá eldavélinni — Hvernig voiu húsakynni fólks? — Þau voru nú þröng, svarar Bjarni, og upphitun var engin nema baia eldavélin. En þær voru í öllum torfbæjunum. Þetta voru nú reyndar engir bæir eins og við eigum að venjast, langflest voru aðeins eitt herbergi og geymsla. Og í þessu eina herbergi hafðist fólkið við, þar var eldað og matast og þar var sofið. Við '.i'SW ii l.y; • ;lll |, SÍll! i' |1' .' i! !'i „þá. naegir þcss i.m' fií'kílówá í gamla bænum. Valgerður situr við rokkinn sinn og nefið. „Hér hefur okkur alltaf liðið vel," sögðu þau. Pétur tekur í Æskan að leik á Blönduóst. Börn og unglingar eru um það bil ungur íbúanna, og hér sjást nokkrir þeirra í knattspyrnu. þriðj- Gamli tíminn. Nú standa aðeins tveir af hinum fornu torfbæjum á Blönduósi og búið í þeim báðum. Hér sést annar þeirra, Vinaminni, en þar býr Pétur Einarsson og Valgerður kona hans. (Ljósm.: Óskar Sigvaldason). vomm fimm systkinin og í okk- ar bæ hafði áður verið séreld- hús, en skilrúmið var fljótlega rifið svo fólkið rúmaðist betur. Ég held að innanmál hússins hafi ekki verið meira en 3x4 metrar. Víða var torfið bara bert en í skárri kofunum var tjaldað bréfi á torfið. Sums staðar var reft með kassafjölum og tunnustöfum, karlarnir fengu kassana undan toppasykrinum til þess. En sú var bót í máli, segir Bjarni, að það var ódýrt að hita þessi hús upp. Hitinn frá eldavélinni nægði til þess. Sums staðar var hitað með mó í eldavélunum þegar kaldast var, annars var bara látinn nægja hitinn sem fór til þess að elda matinn. Þess má geta í þessu sam- bandi, að þegar rafveitan tekur til starfa á Blönduósi árið 1933 ÍjpgjiS.um, húsum fle&t- ., owatt tií ljósa, suðú og hita. Það er ekki fyrr en 1940 að farið er að byggja í stórum stíl hér íbúðarhús þau sem, nú standa. Torfbæirnir gömlu eru nú allir fallnir nema tveir. — Blönduós byggðist í upphafi af efnaminnsta fólkinu framan úr sveit, þessu fólki stóð ekkert jarðnæði til boða nema þá kotskæklar. Holberg í palckhúsinu — En var félagslíf ekki tals; vert? —- Skemmtanalíf var sáralítið fyrst framan af. Það var þó eitthvað í kringum verzlunar- þjónana. Og Kvennaskólinn setti mikinn svip á allt félags- líf eins og nærri má geta. Árið 1907 var stofnuð hér stúka, fyrir því stóð Jón læknir Jóiis- son. Hún varð nokkuð öflug um skeið. — Var drykkjuskapur mikill? Hann var talsverður, karl- arnir héngu í búðunum og fengu sér óspart í staupinu. Þá var þriggja pela flaska seld á kr. 2.10 og þótti okurverð. Það mátti heita að menn þræluðu fyrir flösku yfir daginn. Stúkan varð það öflug að hún kaupir hús á Akureyri árið 1908 og lætur flytja hingað. Það var geysistór salur og þar voru haldnar ýmiss konar samkomur. — Var ekki leikið hér í gamla daga? — Spurn hef ég af því að farið var að leika hér átið 1897, svarar Bjarni Einarsson, það voru veralunarmenn auðvitað sem fyrir því stóðu og það merkilega var, að það var and- skoti mikið stykki sem þeir fluttu, Tímaleysingjann eftir Holberg. Það var seinna kallað Æðikollurinn. — Hvar var leikið? — í pakkhúsi, um annað var ekki að ræða. Það var leikið Nýi tíminn. Nú er risið nýtízkulegt íbúðahverfi austan Blöndu og þar standa þessi myndarlegu hús. Á víðavangi Þarna sjáiS þið aíi vií erum búnir aí eyíi- leggja allt. Á Austfjörðum hefur verið mikill afli vegna friðunar land- helginnar undanfarið og mikil atvinna við' síld, vegna fram- kvæmda í síldarmálum, sem Sjálfstæðismenn kölluðu „póli- tíska spillingu af versta tagi“. — Þá brjótast menn þar eystra í kornrækt, þótt ríkisstjórnin neiti að styðja hana. Sjálfstæðismenn fóru austur með Bjarna Ben. um helgina. Það sem hann hafði að segja var þetta að efni til: Eysteinn sagði, að hér væri nóg að gera, — á því sjáið þið, að stjórnin er ekki búin að eyðileggja allt! — Mbl. segir, ag Austfirðingar liafi ver- ið nijöig hrifnir af þessu!! Það væri synd að segja, að Bjarni Ben. setji markið hátt. — En meðal annarra orða, ætli Bjarni hafi kynnt sér, hve marg- ir eru nú að byrja á nýjum íbúð- arhúsum og öðrum framkvæmd- um við þau skilyrði, sem nú er búið að skapa? Fróðlegt væri að vita, livort Bjarni Ben. hefur lesig nokkuð af skrifum sínum um útfærslu Iandhelginnar sumarið 1958, þeg ar hann var að benda Bretum á, að íslendingar væru „sundrað- ir“ um útfærsluna. „FritSarstefna Rússa“ í viðtali við íslenzka blaða- menn, sagði dr. Stikker, fram- kvæmdastjóri Atlantshafsbanda- Iagsins, að ástandið í heiminum væri ^érstaklega varhugavert nú, vegna ógnana Rússa í Berlínarmálinu. Það yki hætt- una, að Krustjoff er sjálfur mjög flæktur í málið persónu- lega, vegna fjölda yfirlýsinga, sem hann hefur gefið um málið undanfarið. Síðustu misseri hafa verið mjög lærdómsrík um útþenslustefnu kommúnismans. Rússar hafa gefið upp á bátinn um sinn að sigra heiminn í styrj öld, og það eru í raun kjarnorku vopnin, sem kcmið hafa í veg fyrir, að þriðja heimfestyrjöldin hefur ekki enn verið háð. Kjarn orkustyrjöld þýddi allsherjar tor tfmingu. Krustjoff á í raun enn í dciluin við Mao í Kína um þetta atriði, en ráðandi stefna kommúnismans í heiminum nú, er að skapa glundroða, deilur og skærur, hvar sem það er unnt. Þess vegna vilja Rússar Samcin uðu þjóðirnar feigar. „Gestaleik ur“ Krustjoffs hjá Sameinuðu þjóðunum í fyrrahaust fór út um þúfur, en Rússar og fylgi- ríki þeirra hafa dregið svo úr frainlögum til samtakanna, að Sameinuðu þjóðirnar eru raun- verulega á barmi gjaldþrots vegna hins mikla kostnaðar í Kongó og við gæzluna á Gaza- svæðinu. Framkoma Rússa í Kuwait-máliuu er gott dæmi um raunverulega stefnu þeirra. Þá komu þeir í veg fyrir, með beitingu neitunarvalds í 75 sinn í Öryggisráðinu, að saipþykkt ráðsins kæmist til framkvæmda. Eina atkvæðið gegn þeirri sam þykkt var NJET Rússa.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.