Tíminn - 27.07.1961, Qupperneq 9

Tíminn - 27.07.1961, Qupperneq 9
TÍMINN, fimmtudaginn 27. julí 1961. 9 allbreiðum flesjum undir lág- um klettabeltum. Þar þótti mörgum fagurt um að litast meðan. dráttarvélin silaðist niður' sneiðingana í hlíðinni. Það var að sjálfsögðu uppi fótur og fit, þegar komið var niður í byggð. í Görðum hófst byggð að nýju árið 1780, og nú búa þarna um hundrað manns, og eftir því, sem við komumst næst, á þetta fólk um sextán þúsund fjár á fjalli, að lömbum meðtöldum. Fénaðurinn er svo margur, að sumt af honum er flutt á bátum í sumarhaga suð- ur yfir Einarsfjörð. Samt hefur hann gengið svo nærri landinu næst byggðinni, að þar sést engin víðikló né birkihrísla, þótt þar væri víðikjarr fyrir ör- fóum áratugum. Þarna er allmyndarlegt og vel búið á grænlenzka vísu og fólkið geðþekkt og hýbýlaprútt. En það segja kunnugir, að það líti talsvert á sig og sé hörunds- sárt, ef því er misboðið. Við eitt af fyrstu húsunum, sem við komum að, stóð minn- isvarði fyrsta landnámsmanns- ins í nýjum sið. Matuma atáne kasUersárput. Niuvertok ANDERS OLSEN in. 1718 tok 1786. Anders þessi Olsen, sem — NÓTT í EIRÍKSFIRÐI í miðjum rústum dómkirkjunnar í Görðum lá skozk tík á fjórum hvolpum, og var þar tjaldað yflr hana. Börnin sýndu okkur hvolpana. byggingar verið gerðar úr rauð- um sandsteini, er brotinn hefur verið úr klettum ofan við byggðina, og eru sum björg, sem hinir fornu Grænlendingar hafa komið í hleðslu, firnastór. Stærstu steinar vega níu les'tir, og yfir dyrum stærra fjóssins, sem var 63,5 metrar að lengd, situr enn steinn, sem er fjórar lestir að þyngd. Þar hafa verið að verki menn, sem kunnu nokkuð fyrir.sér. Öll hús, sem nú eru í Görð- um, eru hlaðin úr steini, er Grænlendingar hafa rifið úr hinum fomu rústum. Söngurinn um hinn langa fjör'S Inni í hinum miklu rústum í Görðum óx hávaxið gras milli steinanna. Og í miðjum dóm- kirkjurústunum hafði skozk tík gotið og lá þar á fjórum hvolp- um. Yfir hana var tjaldað milli tveggja stórra steina, og þyrpt- ust hörn að til þess að sýna okkur hvolpana. Að sjálfsögðu fylgdi okkur fjöldi heimgmanna, karla, kvenna og barna, hvar sem við fórum, og brátt raðaði fólkið sér upp á veggi dómkirkjunnar og hóf að syngja fyrir okkur. Lögin voru falleg og söngurinn góður að dómi þeirra, er þar báru skyn á. Síðasta Iagið, sem fólkið söng, var byggðasöngur Garðamanna um hinn langa fjörð, þar sem smjör drýpur af MæSgur, sem fylgdu okkur yfir eiði frá Görðum til sjávar við Eiríks- fjörð. Frúin var ánægð með lífið. Hún horfði með sérstakri aðdáun á mann sinn, þegar hann ræddi við okkur, og henni þótti lika sýni- lega nokkuð til sinnar snotru dóttur koma. þarna hefur verið hlaðinn varði, var Norðmaður, en kona hans var grænlenzk. Flest fólk- ið í Görðum á ætt sína að rekja til þeirra og er hreykið af. Stórfenglegar forn- minjar Við byrjuðum á því að skoða hinar fornu minjar við leiðsögn Þórhalls Vilmundarsonar. Þarna var háð allsherjarþing Grænlendinga, og þarna hafa margir sögufrægir atburðir gerzt. Hér var það, sem Þor- móður Kolbrúnarskáld vó Þor- grím trölla, og hér var höfð- inginn Einar Sokkason frá Brattahlíð veginn „uppi í brekkunum". Fornar reiðgötur sjást glögglega, sem og hinir gömlu túngarðar, um 1300 m. að lengd, og uppi í hlíðinni eru þess merki, að vatn hefur verið leitt í steinstokkum úr lækjum til bæjar og jafnvel verið notað til þess að vökva harðlent túnið. Hér var bis'kupssetur Græn- lendinga og mikill auður í garði með stórmannlegan bú- skap og aðdrætti. Dómkirkjan í Görðum hefur ekki verið neitt smásmíði — að- eins tveim metrum styttri en Niðaróskirkja, og við hana sér- stakur klukknaturn. Þess sjást meiki, að í hann hefur verið notað steinlím. Norðan við kór er legstaður Jóns biskups smyr- ils, samtímamanns Páls Skál- holtsbiskups, og í gröfinni fannst beinagrind biskups og bagall, skorinn úr tönn, og þykir líklegt, að það hafi gert Margrét hin oddhaga í Skál- holti, en Páll biskup gefið embættisbróður sínum gripinn. Kirkjan hefur verið þakin blýi og mun hafa brunnið, því að blý, sem hefur bráðnað, fannst í rústunum. Sagnir eru um það, að sjóræningjar hafi kömið til Garða og brennt kirkjuna. Veizluskáli Garðabiskups hef- ur verið mjög veglegur, nær 132 fermetrar. Hann hefur verið tvöfalt stærri en skálinn á Flugumýri í Skagafirði, er þó rúmaði 240 manns, og aðeins rúmum sextíu fermetrum minni en veizluskáli sjálfs erkibiskups í Niðarósi. Grænlandsbiskupar hafa haft á sér stórmannlegt snið. Meðal útihúsa í Görðum eru tvö afarstór fjós, sem rúmað hafa hundrað nautgripi, og niðri við sjóinn eru geymslu- hús mikil, þar sem margvísleg föng hafa verið varðveitt. Allar hafa þessar miklu hverju strái — staðinn, þar sem allt veitist, er maður óskar sér. í lagi og ljóði er fólgin ást þessa hörundsbrúna fólks á hin- um fagra stað, þar sem vagga þess stóð og því mun síðar verða tekin gröf að leikarlok- um. Lítilsigldur íslendingur Að þessari athöfn lokinni tók fólk nokkuð að dreifast, enda tóku Garðamenn að sækja það fast, að gestirnir kæmu í hús sín og þægju góðgerðir. Ég fór ásamt fleiri mönnum í hús neð- arlega í byggðinni, þar sem okkur var veitt kaffi og kex. Allt var þar þokkalegt og vel um gengið, er við sáum. Dúkar voru á borðum og blómapottar í gluggum, og var lambaspörð- um raðað í hring í blómapott- ana, jurtunum til næringar. í þessu húsi kom fyrir atvik, • Framhald á 13 síðu.' Lítil telpa í Görðum kom með gítarlnn sinn, kallaði tll sín önnur börn, settist á stein undir húsvegg og hóf að spila og syngja. Mörg barnanna tóku undir. Grænlendlngar eru söngelskir, og f Görðum er tH ailmikið af hljóðfærum, orgelum og gfturum.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.