Tíminn - 27.07.1961, Blaðsíða 16
Fimmtudaginn 27. júlí 1961.
168. blað.
Minni útflutningur
og innflutningur
Útflutningur fyrri hluta árs var nú
1.152 milljónir króna, en innflutning-
ur 1.217 milljónir króiia.
Framfærslu-
kostnaður upp
um stig i juni
Hagstofa íslands hefur reiknað'
út vísitölu framfærslukostTiaðar í
júlímánuði þessa árs. Nemur hún
105 stigum og hefur hún hækkað
um eitt stig frá því í júníbyrjun,
er hún var 104 stig. Mest eru það
matvörur, fatnaður og álnavara,
sem hækkað hafa í júnímánuði.
Rithöfundar
fá styrki
Rithöfundasaimbandi íslands
hefur úthlutað þremur starfs-
styrkjum, er menntamálaráð veit
ir sambandinu, að fjárhæð fimm
þúsund krónur hver. — Þrettán
umsóknir bárust, en styrkina
hlutu: Elías Mar, Ingólfur Krist-
jánsson og Sigurður Róbertsson.
Hagstofa íslands hefur
reiknað út bráðabirgðatölur
um verðmæti útflutnings og
innflutnings í júní þessa árs.
í júní - var flutt út fyrir
124.883.000 krónur, en á sama tíma
í fyrra fyrir 177.647.000 krónur.
Inn var í júní flutt fyrir 181.498.000
krónur en á sama tíma í fyrra
fyrir 384.346.000 krónur. Þar af
voru í júní í ár flutt inn skip og
flugvélar fyrir 80.252.000 krónur,
en í fyrra fyrir 175.582.000 krónur.
Fyrra helmjng þessa árs nam
Útflutningurinn 1.152.602.000 krón-
um, en á sama tíma í fyrra
1.210.789.000 krónum. Innflutning-
urinn nam 1.217.539.000 krónum,
en á sama tíma í fyrra 1.653.538.000
krónum. Þar af voru í ár flutt inn
skip og flugvélar fyrir 80.252.000
krónur, en í fyrra fyrir 276.965.000
: krónur.
I Vöiuskiptajöfnuðurinn var í
júní óhagstæður um 56.615.000
krónur, en á sama tíma í fyrra var
hann óhagstæður um 206.699.000
krónur. Fyrra helming þessa árs
var vöruskiptajöfnuðurinn óhag-
I stæður um 64.937.000 krónur, en á
sama tíma í fyrra var hann óhag-
stæður um 442.749.000 krónur.
Bæði útflutningur og innflutn-
ingur hafa þannig dregizt saman á
árinu, sérstaklega innflutningur
skipa og flugvéla.
■■ ■ - Björgunarbáturinn Gísli Johnsen, sem er eign Slysavarnafélagsins, kom til
CseISIB Ja John- Aðalvíkur á Ströndum frá ísafirði síðastliðinn sunnudag. Gísli J. Johnscn fór
vestur á firði vegna eftiriits við skipbrotsmannaskýli Slysavarnafélagsins á
díi Ó Vestfjörðum, en báturinn varð fyrir smávægilegri vélarbiiun, og hefur legið
acia d nudivm . ísaflr8i t|l þessa
Nú mun Gísli J. Johnsen halda áfram þessu starfi, og er báturinn væntanlegur suður til Reykjavíkur aft-
ur um^næstu mánaðamót.
Skipstjóri í þessari ferð er Lárus Þorsteinsson, skipherra hjá landhelgisgæzlunni, og hefur um sig harð-
snúið lið frá Slysavarnáfélaginu.
Myndirnar eru teknar á Aðalvik. Aðalvík er nú, eins og Hornstrandir allar, í eyði. Eru því skípbrotsmanna
skýli Slysavarnafélagsins bráðnauðsynleg á þessum slóðum, því oft er engum nema fuglinum fljúgandi fært
til og frá víkum og fjörðum dögum saman. (Ljósmynd: J. G.)
Hjartahnoö-aöferð við lífgun úr dauöadái
Það er nú orðin all þekkt
staðreynd, að mögulegt er að
vekja menn til lífsins á ný,
þótt hjarta þeirra sé hætt að
slá. Skurðlæknar hafa gert
þetta með því að opna brjóst-
hol sjúklingsins og nudda
hjartað.
Fyrir tæpu ári sannreyndi
bandarískur læknir, dr. Kouwen-
, hoven í Baltimore, að einnig er
| hægt afs koma hjartanu af stað,
eftir að það er hætt að slá. með
reglubu'ndnum þrýstingi utan á
brjóstholið, þar sem hjartað liggur
undir. Beitti hann aðferff þessari
með góðum árangri, og hefur hún
síðan breiðzt talsvert út.
Lífgunaraðferð þessi, sem á ís-
lenzku nefnist hjartahnoð, er
þannig framkvæmd, að hjartanu
er þrýst saman með því að styðja
báðum höndum á brjósthol sjúk-
Þessl mynd er úr dýragarSinum í Amsterdam. Ljónin fjögur standa vlS ll'ag1fJ,ns’ sem liggur a bakinu. Hef-
sfkl og horfa yfir á hinn bakkann. VatniS í síkinu er spegilslétt, og Ijónin Un V,er,1. n° U me aran°rl’
3 K 3 ^ ' vifs um tuttugu manns, og voru
speglast í vatnsfletinum. En þau láta þaS ekki trufla hátingarlega ró sína, a m k 7 þeirra raunverulega úr
enda sæmdi þaS konungi dýranna aS hirSa ekki um þvíiikt fyrirbæri. lifenda tölu, hjarta þeirra var
hætt að slá' og blóðrásin hafð’i
MMHMMBMMMBHHHMMMMWa stöðvast.
Þar sém þessi nýja aðferð til
þess að núdda hjartað, þarfnast
engrar aðgerðar, og er talin auð-
lærð, hefur sú spurning vaknað,
hvort ekki ætti að kenna hana
almenningi, eins og aðrar lífgunar
aðferðir. f Baltimore var hún
kennd slökkviliðsmönnum og hef-
ur þeim síðan tekizt að lífga þó
nokkra menn með aðstoð hennar.
Norrænt læknatímarit, „Nordisk
Medicin", hefur nú hvatt lækna
á Norðurlöndum til þess að segja
álit sitt á þessu máli. Meðal
þeirra, sem orðið hafa við þeim
tilmælum, er dr. Henning Ruben,
yfirlæknir við Finsensstofnunina.
Dr. Ruben telur ekki rétt að
kenna öllum almenningi hjarta-
hnoð, þar sem margt fólk kunni
ekki að finna púls sjúklingsins, og
geti því ekki vitað með vissu hvort
hjartaslögin séu hætt eða ekki.
Ilins vegar geti allir fundið,
hvort sjúklingurinn sé hættur að
anda, og notað þá blástursaðferð-
ina. Hún getur aldrei skaðað
neinn, segir hann, en hjartahnoð
getur verið skaðlegt, þegar þess
gerist ekki þörf.
Þó telur dr. Ruben rétt að
kenna þeim leikmönnum aðferð-
ina, sem oft kunna að þurfa á
lifgunaraðferðum að halda, s.s.
fólki við rafmagnsstörf. slökkvi-
(Framhald á 2. síðu.)
Skemmtiferð Fram-
sóknarfélaganna
Framsóknarfélögin í Reykjavík efna til skemmtiferðar sunnudag-
inn 13. ágúst. Verður ekið til Þingvalla og þaðan um Kaldadal í Húsa-
fellsskóg og síðan um Borgarfjörð til Reykjavíkur.
Tilhögun bessarar ferðar verður auglýst nánar síðar.