Tíminn - 28.07.1961, Síða 5
TfMINN, föstudaginn 28. júlí 1961.
5
'Jtgefandl eRAMSOKNARPLOKKURlNN
FramKvæmctastjón- Tómas A.rnason Kit
stjórar Þðrarinn Þórarmsson 'áb < Andrés
Krist.iansson lón Helgason PulltrUi rlt
stjórnar Tómas Karlsson Auglysmga
stjóri h,gil! Biarnason - Skrifstofui
Edduhúsinu - Simar 18SOO 18305
Augiysingasimi 19523 Atgreiðslusimi
12323 — Prentsmiðian Edda h.l
► VSLh
Þegar útgerðarmenn á Austurlandi — menn úr öllum
flokkum — kváðu upp úr með það í rökfastri fundarsam-
þykkt á sl. hausti, að viðreisnarráðstafanir ríkisstjórnar-
innar hefðu leikið útveginn svo grátt, að hann væri á
vonarvöl vegna þeirra í stað þess að blómstra, eins og til-
gangurinn átti að era, brá Morgunblaðinu svo við, að það
heimfærði upp á Austfirðingana orð kunns heimspeki-
prófessors og kallaði þá „samsafn fífla". Þegar fleiri fé-
lög tóku í sama streng. var þeim iíka sent fíflsnafnið.
Hér í blaðinu var no-kkrum sinnum vakin athygli á
þessari svívirðingar- og einræðisherferð aðalmálgagns
ríkisstjórnarinnar gegn rétti fólks til að láta í ljós skoðun
sína á þann lýðræðislegasta hátt, sem kostur er á.
Það sést gerla, að ritstjóra Mbl. svíður undan þessu
frumhlaupi sínu, því að einn þeirra ræðst fram á ritvöll-
inn í Mbl. í gær í því skyni að skýra hugtakið ,,samsafn
fífla“ ofturlítið betur frá sínum sjónarhóli og freista þess
að velta af sér ámæli því, sem svona hugsunarháttur og
orðbragð hlaut óneitanlega að sæta hiá sæmilegu fólki.
í greininni eru tvenn stærstu félagasamtök almennings
í landinu tekin sem sérstök dæmi um félög, sem eigi að
bera heitið „samsafn fífla“. Þetta eru Alþýðusambandið
og samvinnufélögin. Til sönnunar þessu ritar höfundur
eftirfarandi orð, sem sunnlenzkir bændur mega hugleiða:
„Höfundur vettvangsins, hefur setiS tvo aSalfundi í
stóru samvinnufélagi, Miólkurbúi Flóamanna, og segir
þaS eins og þaS er, aS aðferðir stjórnenda þess eru aS
hans dómi óhugnaSur . . . þeir eru fangar þess félaqslega
og pólitíska ofstaekis, sem alls ekki faer þolaS heilbrigSa
gagnrýni og rökræSur um hag þess fyrirtækis, sem fund-
armönnum þó er sagt aS þeir eigi. AS auki er svo um
hnúta búiS, aS meSal hundraSa fundarmanna hafa aSeins
fáir tugir atkvæSisrétt, og þeir eru staSsettir, þar sem
vel sést til frá háborSinu".
Um þetta er rætt töluvert meira í þessum dúr til þess
að sanna, að þarna hafi einmitt verið táknrænt „samsafn
fífla“, og mega Sunnlendingar meta kveðjuna svo sem
þeim líkar.
Næst er svo vikið að verkalýðsfélögum, og sagt, að þau
vinni ekki fyrir félaga sína, og þar séu menn teymdir af
forystumönnum eins og „samsafn fífla“ til þess að vinna
sjálfum sér ógagn.
Eftir þessa grein málpípu stjórnarflokkanna er „sam-
safn fífla“ á íslandi oi'ðið nokkuð stórt. Þar hafa nú bætzt
í hópinn tvö stærstu hagsmunasamtök almennings, og
jafnframt er þá ljóst, hvað er „samsafn fífla“ í augum
þessarar ríkisstjórnar. Það eru allir þeir, sem gagnrýna
á félagslegan hátt gerðir hennar, og einnig þeir, sem
mynda samtök sjálfum sér til lífsöryggis, samhjálpar og
samvinnu, gegn þeim mönnum og öflum í þjóðfélaginu,
sem viija hafa fé af almenningi með braski og einkagróða
og hagnast á vinnu annarra eða verzlun við almenning,
en er það mestur þyrnir í augum, ef fólk nær rétti sínum
og bætir hag sinn með frjálsum lýðræðissamtökum.
Þau tvenn félagssamtök, sem mestan þátt eiga í því að
lyfta hinum efnaminni í þjóðfélaginu til betri hags á síð-
ustu áratugum, eru eins og allir vita verkalýðshrevfingin
og samvinnuhreyfingin. Þessar hreyfingar — og þó fyrst
og fremst samvinnuhreyfingin — eru því mestur þyrnir í
augum þeirrar ríkisstjórnar, sem hugsar mest um hag
braskara og gróðamanna og vill um fram allt endurlífga
blóma slíkra íhalds-þjóðfélagshátta. eins og hann var fyrir
rúmum þrem áratugum. Allir, sem eru á móti, eru „sam-
safn fífla“, og þá auðvitað samvinnuhreyfingin líka —
frjálsustu og lýðræðislegustu almannasamtök, sem starfa
á landinu.
„Samsafn fífla“ á íslandi er orðið nokkuð stórt.
Eichmann gerir sér vonir um
að sleppa með fangelsisdóm
Verjanda hans hefur tekizt aí óskýra myndina, sem ákærand-
inn dró upp af Eichmann
Dr. Servatíus, verjandi Adolfs
Eichmanns, leggur aðeins þær
spurningar fyrir skjólstæðing
sinn, sem hann veit, að Eich-
mann vill fúslega svara. Hann
biður Eichmann aðeins að segja
álit sitt á þeim málsskjölum, er
geta orðið til þess að styrkja
vörnina í heild. En þegar dóm-
arinn notar aðstöðu sína og
s-pyr Eichmann afdráttarlaust,
myndast fljótt skörð í varnar-
múrinn og Eichmann á eifitt
með að fóta sig á þeirri línu, er
hann hefur reynt að þræða í
því skyni að fá sem mildastan
dóm.
Það er einkum fernt, sem
Eichmann reynir að lafa á:
1) Þegar hann komst að því,
að Hitler og Himmler höfðu
'ákveðið að útrýma öllum Gyð-
ingum, reyndi hann að fá lausn
frá stöðu sinni í öryggismála-
ráðuneytinu og verða í þess
stað sendur sem SS-foringi til
vígvallanna. Þessari beiðni
hans var hafnað.
2) Hann var enginn andstæð-
ingur Gyðinga og reyndi eins
lengi og hægt var, og á meðan
hann hafði ekki fyrirskipanir
um hið gagnstæða, að koma
Gyðingum undan. Enginn Gyð-
ingaleiðtogi getur ásakað hann
fyrir störf hans á árunum 1933
—40.
Það var eki hans ákvörðun,
að Gyðingar skyldu flytjast frá
Þýzkalandi. Hann fór hér eftir
skipunum. Aðeins tilviljun réð
því, að auk þess sem hann fram
fylgdi skipun fór hann hér
einnig eftir sannfæringu, þar
sem hann var viss um, að Gyð-
ingum væri fyrir beztu að fá
sitt eigið land. Síðar, er hann
byrjaði að senda Gyðingana til
útrýmingar, gerði hann það
gegn vilja sínum og sannfær-
ingu, en skipun var skipun og
við það sat.
3) Hann hafði aldrei per-
sónulega neitt frumkvæði varð- ,
andi lausn Gyðingavandamáls-
ins. Hans hlutverk var aðeins
eitt framkvæmdaatriði s. s.
flutningur hinna dauðadæmdu
til aftökustaðarins.
4) Aðeins einu sinni sýndi
hann þó nokkuð frumkvæði, er
hann árið 1944 lagði til við þá
Hitler og Himmler, að þeir sam
þykktu hið fræga tilboð hans,
að nokkrum Gyðingum yrði
gefið líf í skiptum fyrir flutn-
ingabifreiðir. Nánar tiltekið
var þetta tilboð á þá leið, að
einni milljón Gyðinga skyldi
gefið líf gegn afhendingu
ákveðins fjölda vörubifreiða og
annars varnings frá Vestúrveld-
unum, enda lofuðu Þjóðverjar
því í staðinn að nota þetta að-
eins gegn Rúíssum á austurvíg-
stöðvunum. Það veldur honum
mikilli hryggð nú, eftir að ljóst
er af leyniskjölum, er hafa
verið lögð fram í réttinum í
Jerúsalem, að það var vegna
andstöðu Englendinga, að til-
boð hans náði ekki fram að
ganga.
—0—
En hvernig reynir nú Eich-
mann að standa við þessi fjög-
ur atriði um leið og ákæru-
valdið fullyrðir, að einmitt
hann hafi verið hið virka afl að
baki þeirra Hitlers og Himml-
EICHMANN:
mér var sagt.
Ég var aðeins lítill karll Ég gerSi bara það,
ers í tilraun þeirra til þess að
útrýma a. m. k. öllum Gyðing-
um í Evrópu?
Minni Eichmanns virðist með
nokkuð frumlegum hætti eins
og það kemur fyrir í réttarhöld-
unum. Hvað eftir annað rekur
han ákæruvaldið i rogastanz,
er hann lýsir nákvæmlega í
smáatriðum ýmsum löngu liðn-
um atburðum, en getur svo þess
á milli ekki með nokkru móti
gert sér grein fyrir jafnvel af-
gerandi atburðum.
Hér kemur sem dæmi tákn-
rænt svar frá Eichmann við
einni af spurningum Raveh,
dómara. Dunant nokikur hjá Al-
þjóða Rauða krossinum hafði
farið þess á leit við þýzka utan-
ríkisráðuneytið, að hann fengi
leyfi til þess að koma á fót
hæli fyrir gamla, sjúka og
ómynduga Gyðinga í Slóvakíu.
Von Thadden, sem var Gyð-
ingasérfræðingur þýzka utan-
ríkisráðuneytisins, sendi þessa
beiðni áfram til Eichmanns og
beiðninni var hafnað, en út-
rýmingunni haldið áfram í Sló-
vakíu sem fyrr. Nú spyr Raveh
dómari: Hvað skrifuðuð þér til
Von Thadden í janúar 1945
sem svar við þessari mála-
leitan?
Eichmann: Herra dómari: Ég
get ómögulega munað lengur,
hverju ég svaraði. Ég gat held-
ur ekki sjálfur tekið neina úr-
slitaákvörðun. Ég varð að fara
eftir skipunum yfirmanna
minna. En ef ég á að reyna að
gera mér grein fyrir, hverju ég
hef svarað. eftir þeim skjölum,
er ég hef hér fyrir framan mig,
kemst ég að þeirri niðurstöðu,
að eftir að þýzka sendinefndin
í Slóvakíu hafði tekið málið til
meðferðar, fékk ég skipun frá
mínum yfirmönnum um að
synja þessari beiðni. (Eich-
mann reynir alltaf að sýna full-
an vilja á því, að allt komi í
dagsljósið og að aliir megi
sannreyna, að það sé hinn mesti
misskilningur, þegar hann er
talinn höfuðóvinur Gyðinga).
En hið furðulega minni Eich-
manns er ekki hans anasta
vörn. Hann beitir fleiri aðferð-
um. Ein er sú að svara sumum
niðurstöðum málsskjalanna með
gagnniðurstöðu, sem venjuleg-
ast byggist á röngum forsend-
um. Ein slíkra forsenda er t. d.
mikið og gott minni. Hér fer
á eftir dæmi um svar, sem
byggt er á þessari varnartækni
eftir að málsskjöl hafa talað
skýru máli um sekt Eichmanns.
Fyrir réttinum liggur bréf,
sem SS-foringinn Heffner í Bæ-
heimi hefur skrifað til Eich-
manns. Heffner þessi leggur
til, að með tilliti til þess að
vetur fari í hönd, kunni það e.
t. v. að vera mannúðlegra að
drepa Gyðingana lireinlega í
stað þess að svelta þá í hel.
Servatius spyr: Fenguð þér
þetta bréf og hvað gerðuð þér
eftir að hafa lesið það?
Eichmann: Hefði ég fengið
þetta bréf, myndi ég auðvitað
eftir þvi vegna þess, sem það
hefur að geyma, enda þótt nú
séu liðin 20 ár frá því, er það
var skrifað. En þar sem ég
minnist þess ekki að hafa lesið
þetta bréf, get ég sagt í fullri
einlægni, að ég hef aldrei
fengið það
Og hér er annað dæmi um
það er Eichmann byggir á
þeirri vafasömu forsendu, að
rninni hans sé óskeikult.
Rétturinn fjallar um hina
frægu ræðu Himmlers á Wann-
seefundinum í janúar 1942, þar
sem rætt vár um allsherjarút-
rýmingu Gyðinga.
Eichmann hefur viðurkennt,
að það var hann, sem skrifaði
ræðu Himmlers, en hann neitar
allri ábyrgð á mikilvægustu at-
riðum hennar eins og t. d. um
nauðungarflutningana.
(Framhald á 7. síðu).