Tíminn - 28.07.1961, Side 9
9
TÍMINN, föstudaginn 28. júlí 1961.
■
Utvegur á Eskifiröi
með myndarbrag
„íslendingar fást ekki til að
sinna síldveiSum þó síldin
sé í stöppu bæði djúpt og
grunnt", segir Jón Sigurðsson
í Fiskibók sinni árið 1859. En
7 árum síðar er þær upplýs-
ingar að finna í útflutnings-
skýrslum, að út eru fluttar frá
Austurlandi 119 tunnur af
saltsíld í fyrsta sinni. Árið
1874 fluttu Eskfirðingar út 6
tunnur af saltsíld. Þær verða
margar sex, síldartunnurnar
þeirra í ár, því að hér er sölt-
uð síld af svo miklu kappi, að
við borð liggur, að það valdi
truflun á geðsmunum.
Norðmenn hófu síld-
veiðarnar
Það voru Norðmenn, sem hófu
síldveiðar við Austfirði bæði í
nætur og net og er sú saga hart
inær 100 ára, því að árið 1868
sendu t. d. tvö norsk útgerðarfé-
lög hingað 5 sildveiðiskip. Fram-
kvæmdastjórar voru Jakobsen og
Otto Wathne. Síldveiðar Norð-
manna urðu upphaf að fjölþættu
athafnalífi í þessum landshluta 3
síðustu áratugi aldarinnar.
Fyrstu frystihús landsins
Eins og áður er að vikið, leiddi
síldveiðin til aukinnar þorskveiði,
síldin 'var svo góð beita, eins og
hún er enn. En þá var ekkert
frystihús til á landinu og ekkf
auðvelt að geyma beitusíld. Þá var
það árið 1896, að ungur Austfirð-
ingur, sem um hríð hafði dvalizt
í Ameríku, og m. a. kynnt sér ís-
húsbyggingar og rekstur íshúsa,
kom heim og sá um byggingu
nokkurra íshúsa á Austurlandi m.
a. á Eskifirði. Það voru fyrstu ís-
húsin á landinu og er það fyrsta
kennt við Konráð Hjálmarsson í
Mjóafirði. Útvegurinn tók fjör-
kipp, og nú myndaðist útvegs-
mannastétt við sjóinn. Áður hafði
útgerðin eingöngu verið í höndum
bænda.
f aldarlokin hófst svo þilskipa-
útgerð. Hún blómgaðist ekki. Arf-
taki hennar var mótorbátaútgerð-
in, sem enn skilar drýgstum hlut
sjávaraflans í þjóðarbúið.
Franskt blóð?
Á Eskifirði búa nú 740 manns
og fer íbúatalan aðeins vaxandi
síðustu árin, en hefur annars lengi
staðið í stað. Þar, eins og annars j
staðar á Austfjörðum, er eitthvað,
af franskættuðu fólki frá þeim í
tíma, er franskir stunduðu fisk-'
námurnar. Þeir eru nú horfnir, en
silfurbergsagnirnar brjóta sólar-
ljósið á margan veg á útveggjum
húsa víða um land, m. a. Þjóðleik-
húsinu. Eitt dauðaslys varð í þess-
ari námu. Mannvirki blasa við í
fjallshlíðinni, þegar ekið er út
Helgustaðasveit, en þau eru yfir-
gefin.
Á fyrri stríðsárunum voru graf-
in upp kol í landi Byggðarholts.
Það þótti erfitt og eftirtekjan ekki
nægileg. Þar fórst einnig maður-
og hét hann Ögmundur, faðir Sig-
rúnar, fyrium útvarpsþuls.
Góður skipakostur
Á Eskifirði eru margir góðir
bátar, svo sem: Guðrún Þorkels-
dóttir, Hólmanes, Vattarnes, Seley,
Björg og Víðir. Auk þeirra eru svo
mimii þilfarsbátar og trillur. í
sumar hefur verið mjög góður afli
á minni bátunum. Álls staðar er
sama sagan: Minni þilfarsbátar og
opnir vélbátar hafa skilað ótrúlega
miklum aflahlut, miðað við til-
kostnað. Fiskigengdin hefur vaxið
eftir friðunina og mikið neyðarúr-
ræði var það, þegar samið var við
Breta um að fá aftur að veiða inn-
an 12 mílna markanna.
Sfflta’ð'Í# kappi á' Sér yfir nokkurn hluta Eskifjarðar-kauptúns. — Hátt og bratt fjallið rís
tyerih er að saltftfld Og búið að handan fjarSarins.
Þar er mikil síldarsöltun og síldarvinnsla
salta lengi á einni söltunarstöð,
sem Auðbjörg heitir og er á veg-
um heimamanna. Þar vinna 50
stúlkur og búið að salta 4000 tunn-
ur. Það var augnabliks uppihald,
er ég gekk þar um. Tvær eldri
konur hnakkrifust, önnur feit og
hin mögur. Þær höfðu ekki talazt
við síðan í fyrra, skildist mér, og
höfðu töluvert að athuga hvor við
aðra. En þarna létu þær móðan
mása og það hreinsar andrúms-
loftið að tala út. Á öðrum stað
stóðu nokkrar hinna yngri í þétt-
um hnapp og hlógu mikið á kostn-
að hins sterka kyns. En brátt fóni
þær að kalla á síld, salt og tunnur.
Hér er ekki teljandi aðkomufólk.
Innar með firðinum spúir síld-
arbræðslan óhemju reyk. Hún
þræðir 1000 mál á dag og segir
það lítið um þessar mundir. Þessi
bræðsla var áður fiskimjölsverk-
smiðja, en var breytt í síldar-
bræðslu.
Kaupmenn og kaupfélag
Hér er kaupfélagið Björk, kaup-
félagsstjóri Guðni B. Guðnason, og
Pöntunarfélag Eskifirðinga auk
fjögurra kaupmanna. Hér er nýtt
stórhýsi pósts og síma, sundlaug
í byggingu og fárra ára gamalt
félagsheimili, byggt eftir sömu
teikningu og Hlégarður í Mosfells-
sveit.
Hjá bæjarfógeta
Nú er ég kominn á skrifstofu
bæjarfógeta ■ og ræði við kjarna-
karlinn Ásgeir Júlíusson á skrif-
stofu hans. Sýslumaðurinn, Axel
Tuliníus, kemur inn í fullum
skrúða og mér sýnist hann ofurlít-
ið hissa á því, að ég spyr Ásgeir í
þaula. Hann er vanari því að ann-
iFramhald a L3 siðu i
Sildarbátur landar á Eskifirði, og uppi á hafnarbakkanum taka hraðar
hendur við síldinni og stinga henni í tunnur. — Nú er tunnulaust orðið
eystra, og ríkisstjórnin vill ekki láta salta meira. (Ljósmyndir E. D.).
Ný atvinnugrein
Síldveiðar voru ný atvinnugrein
og síldin mjög verðmæt útflutn-
ingsvara. Síldin var líka hin ágæt-
asta beita til þorskveiða. Sjósókn-
in óx ört til þorskveiða, er unnt
var að beita síld, en fyrst í stað
sátu Norðmenn einir að útflutn-
ingi á síld. Verzlunarstöðum
fjölgaði. Sjálfstæð, innlend útgeið
hófst við aðalhafnirnar og sjávar-
þorp mynduðust utan um útgerð
og verzlun.
Árið 1880—1885 eru Seyðisfjörð-
ur og Eskifjörður einu útflutn-
ingshafnirnar á Austurlandi, því
að löggiltir verzlunarstaðir voni
ekki fleiri. En strax á þessum ár-
um var síldarútflutningur frá þess-
um stöðum töluverður. Geta má
þess, að frá Eskifirði eru þessi ár
fluttar út 176.142 tunnur saltsíldar.
veiðar við Austurland. Viðskiptin
við franska sjómenn gengu mjög
vel og greiðlega þrátt fyrir óskyld-
ar tungur. íslendingar hrifust
mjög af innilegri vináttu og
tryggð hinna erlendu sjómanna.
Frakkar sáu hlið himnaríkis í
hverju pilsi, er þeir stigu á land
eftir volk og einmanaleik úthafs-
ins.
Tvær námur
Skammt frá Eskifirði er hin
fræga silfurbergsnáma, í Helgu-
staðafjalli. Frakkar ráku hana
lengi vel, en síðan varð hún eign
íslenzka ríkisins. Helgi H. Eiríks-
son var lengi verkstjóri við námu-
gröftinn. Síðustu 10 ár hefur nám-
an ekki verið nýtt. Silfurbergið
var m. a. notað í sjónauka. Stórir
úrgangshaugar mynduðust við