Tíminn - 28.07.1961, Síða 7
T í M I N N, föstudaginn 28. júlí 1961.
7
Erlen*
(Framhaid ai 5. síðu )
Servatius spyr: Óskið þér
eftir að ræða um eitthvað sér-
staklega í þessu sambandi?
Eichmann: Það er ómögulegt
að ég hafi samið greinar þær,
sem eru á bls. 7, því að ég
heyrði þessi ákvæði fyrst á
fundinum.
Og enn eitt dæmi. Franz
Rademacher, sem vann í þeirri
deild þýzka utanríkisráðuneyt-
isins, er hafði með að gera
einig Gyðinga, skýrði frá því
eftir styrjöldina, að Eichmann
hefði lagt til, að 1200 Gyðingar
í Serbíu væru skotnir. Þetta er
alvarleg ákæra og passar ekki
alveg við þá fullyrðingu Eich-
manns, að hann hafi aðeins
haft með flutninga að gera.
Servatius spyr: Hafið þér
nokkuð að segja um þessa full-
yrðingu: Eichmann leggur til,
að þeir verði skotnir.
Eichmann: Ég hef ekki sagt
þetta. Ég gæti ekki hafa sagt
þetta, því að ákvarðanir sem
þessar gat ég ekki tekið.
—0—
Þriðja aðferð Eichmanns er
að nota sömu mótbáruna til
þess að sanna tvær andstæður.
Þegar t. d. ekki er minnzt á
hann í þeim skjölum, sem
liggja frammi í réttinum, enda
þótt í þeim sé ýmislegt annað,
sem bendir til þess, að hann
hafi haft með að gera það, er
í þeim stendur, þá fullyrðir
hann, að þar sem nafn hans er
ekki til staðar, sé það sönnun
þess, að hann hafi hvergi nærri
komið.
Maður skyldi nú ætla, að
Eichmann myndi viðurkenna
hlutdeild sína í þeim samþykkt-
um, þar sem nafn hans kemur
beinlínis fram. En svo er ekki.
Hann segir í slíkum tilfellum,
að nafn hans stafi af einhverj-
um misskilningi. Hann er sjálf-
um sér svo samkvæmur um
það, að hann hafi aðeins starf-
að cftir skipunum, að hann
neitar jafnvel einstaka ákvörð-
unum, sem þó eru honum í
hag.
Eichmann skynjar þá hættu,
sem hann er í, og þess vegna
neitar hann allri ábyrgð. Ef
hann játaði í einu einasta til-
felli að hafa átt frum-kvæði að
einhverju, myndu menn um
leið draga þá ályktun, að röng'
væri sú fullyrðing hans, að
hann hefði aðeins farið eftir
skipunum í afskiptum sínum af
málefnum Gyðinga.
—0—
Svo virðist sem Eichmann
hagi sér með tilliti til þess
möguleika, að hann fái aðeins
fangelsisdóm. Hann forðast
eins og heitan eldinn að ásaka
núlifandi Þjóðverja, en þegar
hann hefur þó flutt slíkar ásak-
anir hefur hann þyrmt félög-
um sínum í SS og Gestapo.
Hann hefur beint skeytum sín-
um að Ribbentrop og þýzka ut-
amíkisráðuneytinu, en jíar
segir hann hafa verið teknar
ákvarðanirnar um útrýmingu
Gyðinga og hún síðan fram-
kvæmd með aðstoð þýzkra er-
indreka í hinum herteknu lönd-
um.
Mynd sú, sem Eichmann dreg
ur upp af sjálfum sér, er vissu-
lega ekki sannfærandi og rök-
semdafærsla hans byggð á
sandi. En hitt verður þó að
játa, að honum hefur heppn-
azt að draga nokkuð í efa þá
fullvissu ákæruvaldsins, að
einmitt hann væri maðurinn á
bak við útrýmingaráætlun
Hitlers og Himmlers á Gyðing-
um. Það mun hins vegar síðar
koma í ljós, er sækjandinn hef-:
ur mál sitt, hvort Eichmann j
hefur verið svo valdamikill eða
aðeins flutningastjóri eins og
hann vill sjálfur vera láta.
(Lausl. þýtt og stytt úr Inform-
ation 13/7 ’61).
.-S..-V . -v- -V • V |
Þau leiðu mistök urðu hér í blaðinu í gær, að myndin sem fylgdi grein-
inni Faðir síldarverksmiðjanna, og átti að vera af Magnúsi Kristjáns-
syni, fyrrum ráðherra, var af öðrum, að vísu harla mætum manni.
Hér kemur myndin af Magnúsi, hinum merka hugsjóna og fram-
kvæmdamanni, sem öll þjóðin stendur í þakkarskuld við.
Sendið okkur íslenzk frí-
merki og við sendum ykk-
ur:
Glansmyndir,
serviettur,
þrykkimyndir,
leikaramyndir.
Sendið frímerkin óupp-
leyst, ekki minna en 75 stk.
FRÍMERKJASALAN
Lækjargötu 6 A.
íHEBNOs
REGISTEREO TRADE MARK
HEIMSINS BEZTI
! Oli
ii nijilao in
Verðlagsákvæðin |
og kaupfélögin |
Alþýðublaðið í gær, 27. júlí,
er undrandi yfir því, að sam-
vinnufélögin óski eftir afnáini
verðlagseftirlits vegna verzlun-
arinnar. Þetta er ekki til að
undrast. Verðlagseftirlit er
með öllu óþarft vegna kauþfé-
laga, og það vita flokksbræður
þeiira Alþýðublaðsmanna, jafn-
aðarmennirnir á Norðurlönd-
um. Kaupfélögin hafa alltaf
verið á móti verðlagsákvæðum
vegna verzlunarinnar. Þarna er
því ekki um neina nýja stefnu
að ræða. Þau leitast alltaf við
að útvega vöruna á sem lægstu
verði. Komi það á daginn, að
þau hafi lagt meira á en nauð-
syn er vegna öruggs rekstrar
félagsins, skila þau félagsmönn
um aftur því, sem umfram er.
Þetta er viðurkennd regla um
alla veröld, þar seni kaupfélög
starfa. Það vita líka allir, sem
eitthvað þekkja til þessara
mála, að hér á landi þrýstu
kaupfélögin verði erlends varn-
ings niður á sínum tíma, hvar
sem þau voru stofnuð og sköp-
uðu eins konar verðlagseftirlit
fyrir þá, sem á annað borð
kærðu sig um að gera hag-
kvæm kaup.
Það þarf þess vegna engan
að undra, þótt kaupfélagsmenn
um allt land óski eftir afnámi
verðlagseftirlits fyrir sitt leyti.
0« frá sjónarmiði þjóðfélagsins
er það ekki cinungis óþarft,
hvað kaupfélög áhrærir, heldur
verður þeim til óþurftar. Það
er þjóðfélaginu nauðsyn, að
kaupfélög geti þróazt með eðli-
legum og traustum hætti. Þeir,
sem ekki aðhyllast stefnu
þeirra, þurfa ekki að verzla við
þau og þaðan af síður að vera
í þeim, ef þcim þykir það óvit-
urlegt.
Á það má einnig benda til
fróðleiks, að verðlagsákvæði
tryggja engan veginn neytend-
um lægsta verð á varningi. Þau
tryggja aðeins. að ákveðin
hundraðstala sé notuð við verð
lagningu varanna. Þess vcgna
er það, að þeim sem gerir óhag
stæðust innkaup varnjngs, kaup
ir inn dýrasta vöru, skapa þau
mestan hagnað. Þeim, sem hins
vegar leitast alltaf við að gera
sem hagkvæmust innkaup,
refsa þau.
Neytendum í landinu er því
furðu lítil trygging í vei'ðlags-
ákvæðunum. — PHJ.
No. W/2 Minor V- lítri
No. 16 Standard l/2 lítri
No. 1616 Major % lítri
No. 16Q Family 1 lítri
No. 58Q
KAFFIKÖNNUR
FALLEGAR
HENTUGAR
ÚRVAL LITA
FÆST ALLSSTAÐAR
Umboísmaíiur :
LINDSAY - Reykjavík - Sími 15789
Auglýsið; TÍMANUM
Á víðavangi
Enn um Austurland
Mbl. er enn að reyna að snúa
út úr viðtali því, er Tíminn átti
vig Eystein Jónsson, um ástand-
ið á Austfjörðum. Eysteinn
sagði, að vegna útfærslu land-
helginnar 1958 ,hefði afli tekið
að glæðast á grunnmiðum við
Austurland og hefði vcrið ágæt-
ur í vor og þar af leiðandi væri
atvinna mikil og afkoina manna
góð. Mbl. segir, að Eysteinn hafi
með þessum ummælum viður-
kennt, að „viðreisnarstefna“ rík
isstjórnarinnar væri hin hag-
kvæðasta landi og lýð — þetta
sé „viðreisnarstefnunni“ allt að
þakka. Mbl. segir í gær: „Við-
urkenning á þessum óhrekjandi
staðreyndum hefur ,jafnvel glopr
ast úr úr sjálfum Eysteini: At-
vinna er mikil . . . . og afkoma
er góð, sagði hann, þegar liann
kom austan úr síldinni og sum
arönnunum í kjördæmi sínu á
dögunum“. — Þannig er mál-
flutningur þeirra manna, sem
sviku þjóðina í Iandhelgismálinu
og buðu Bretuin, og nú öllum
togaraflota Vestur-Evrópu inn á
ígrunninið Iandsmanna. Morgun-
blaðið ætti einnig að tala hóg-
værlega um síldarannirnar á
Austurlandi. Stefna ríkisstjórn-
arinnar í síldarmálunum er með
einstökum endemum.
' Eysteinn Jónsson temur sér
ekki óheiðarlegan málflutning og
skreytni. Hann lýsti ástandinu á
Austurlandi eins og það er, en
það sýnir heiðarleikann í mál-
flutningi Mbl., að sleppt er ein-
um mikilvæigasta hluta lýsing-
ar Eysteins, er fjallar um bygg-
ingu íbúðarhúsa á Austfjörðum.
fbúðahúsabyggingar liafa lagzt
niður og er leitun að þeim, er
treystir sér í byggingarfram-
kvæmdir vi« skilyrði „viðreisn-
arinnar“ fbúðahúsabyggingar
eru nauðsynlegar ef aukin at-
vinna og framleiðsla, er kallar
fleiri hendur til starfa, á að geta
þrifizt. Þrátt fyrir að atvinna er
mikil vegna hins aukna afla, er
af útfærslu Iandhelginnar hefur
leitt, leggur „viðreisnarstefna“
ríkisstjórnarinnar dauða hönd á
framkvæmdir og eðlilega upp-
byggingu til að viðhalda jafn-
vægi í byggð landsins og tryggja
að gæði til lands og sjávar verðl
nýtt sem bezt og hagkvæmast,
laiulið um kring, þjóðinni allri
I til hagsbóta.
Þeir eru ánæsrlSir
! meíS útsvörin!
I
Vísir segir, „að menn séu al-
mennt ánægðir me« það sem
þeim er gert að greiða“ til bæj-
arins í hinurn nýálögðu útsvör-
uni. — Það kann nú að evra, að
Vísir taki full stórt upp í sig
þarna. Greðingar íhaldsins hljóta
hins vegar ætíð að vera ánægðir.
livaða útsvar sem lagt er á þá
því þeir hafa ekki þurft að
greiða sín útsvör. Útsvörin eru
skráð í útsvarsskrána, en sfíðan
bókfærð bjá bænum, sem óinn-
i heimtanlegar skuldir og bæjar-
fulltrúum neitað um að sjá lista
yfir, hvec þessi óinnheimtanlegu
útsvör eru. Upphæðin yfir „óinn
heimtanleg“ gæðingaútsvör nem
ur nú livorki meira né minna en
11,7 milljónum, eða inciru én
öll útsvarshækkunin. sem íhaldi*
rak sem hefndarhögg á almenn-
ing vegna kauphækkananna.
Guðlaugur Eirtarsson
Málflutningsstofa,
Freyjugötu 37, sími 19740