Tíminn - 16.08.1961, Síða 5
^ÍMINN, miðvikudagimx 16. ágúst 1961.
5
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN.
FramJcvæmdastjóri: Tómas Arnason Rit
stjórar: Þórarinn Þórarmsson (áb.), Andrés
Kristjánsson, Jón Helgason Fulltriii rit-
stjórnar: Tómas Karlsson Auglýsinga-
stjóri: Egili Bjarnason — Skrifstofur
i Edduhúsinu — Simar: 18300—18305
Auglýsingasimi: 19523 Afgreiðslusími:
12323. — Prentsmiðjan Edda h.f.
Getur Island orðið
Kúba Norðurlanda?
í blöðum stjórnarflokkanna og Þjóðviljanum hefur
nokkuð verið rætt undanfarið um viðtal, sem nýlega birt-
ist við séra Jóhann Hannesson í norsku blaði. í viðtali
þessu ræðir prófessorinn almennum orðum um stjórnmál
og siðferðismál á íslandi og lætur í ljós verulegar áhyggj-
ur í sambandi við hvorutveggja. Þetta ber líka fyrirsögn
viðtalsins greinilega með sér, en hún er í spurnarformi
og hljóðar svo: „Getur ísland orðið Kúba Norðurlanda?“
Séra Jóhanni finnst þó ástandið hér ekki aðeins minna
á Kúbu, heldur og á Kína fyrir byltinguna þar. Honum
farast m. a. orð á þessa leið:
„Eg var í Kína á stríðsárunum og fylgdist með bylt-
ingunni sem trúboði. Eg kemst ekki hjá því að sjá hlið-
stæðurnar í þróun míns eigin lands, ef til vill ljósast að
því er varðar verðbólguna í efnahagslífinu“.
Svo virðist sem skoðanir séra Jóhanns falli hvorki
vel í geð ritstjórum Þjóðviljans eða Morgunblaðsins. Þjóð-
viljinn telur hann óvinsamlegan kommúnistum, en Mbl.
telur hann of svartsýnan á ágæti „viðreisnarinnar“!
Sannleikurinn um séra Jóhann mun sá, að erfitt mun
vera að daga hann í nokkurn ákveðinn pólitískan dilk og
vitanlega mun honum geta missýnzt sitthvað, eins og öðr-
um mönnum. Hitt hljóta hins vegar allir sanngjarnir og
óhlutdrægir menn að viðurkenna, að það er mikill sann-
leikur í þeim orðum hans, að ástandið á íslandi minni nú
hörmulega mikið á ástandið í Kína og á Kúbu áður en
kommúnistar brutuzt þar til valda — eða m. ö. o. sagt,
á ástandið, sem ruddi kommúnistum þar braut til valda.
Undir handleiðslu þeirra Batista á Kúbu og Chiang
Kai Sheks í Kína var markvisst stefnt að því að auðga ör-
fáa menn á kostnað fjöldans. Eitt ráðið til þess var að
skerða verðgildi gjaldmiðilsins hvað eftir annað. Þing-
ræði hélzt ekki nema að nafni til í þessum löndum. Ofríki
og valdníðsla fór alltaf vaxandi. Kjöj- almennings síversn-
uðu meðan auðjöfrarnir græddu. í kjölfar alls þessa
fylgdi margs konar óreiða og upplausn. Þannig var skap-
aður jarðvegur, sem reyndist hinn ákjósanlegasti fyrir
kommúnismann.
Raunar voru það hvorki Mao Tse Tung né Castro, er
ruddu kommúnismanum braut á Kúbu og í Kína, heldur
þeir Chaing Kai Shek og Batista.
Ef þessi öfugþróun á íslandi á ekki að fá eins ömur-
leg endalok og á Kúbu og í Kína, þá verður þjóðin að
rumska við og hverfa af þeirri braut, sem nú er gengin,
jafn stjórnmálalega og siðferðislega. Það verður að hverfa
frá afturhaldsstefnunni, sem er fyrst og fremst miðuð
við þá fáu ríku — stefnu Chiang Kai Sheks og Batista.
ísland má hvorki verða Kúba né Kína. Hér þarf að hefja
að nýju merki framsækinnar umbótastefnu, sem stefnir
að því að bæta hag alls fjöldans og eyðileggur þannig
vaxtarmöguleika kommúnismans. Kommúnisminn hefði
aldrei komizt til valda í Kína eða á Kúbu, ef slíkri stefnu
hefði verið fylgt þar. Þetta þarf að verða ljóst öllum þeim,
sem vilja ekki fremur en séra Jóhann Hannesson, að ís-
land verði Kúba norðursins.
Fyrirspurn til Mbl.
Er það íslenzku þjóðinni til góðs, að fá hingað er-
lent einkafjármagn, ef sá böggull á að fylgja skamm-
rifi, að skilyrðið sé, að lífskjör fólks séu hér helmingi
lakari én í nágrannalöndunum?
Meginmunur á afstöðu Banda-
ríkjanna nú og sumarið 1939
,>egar Kennedy forseti
flutti útvarpsræðu sína 25.
júlí síðastliðinn, minnti ástand
alþjóðamála að mörgu leyti á
atburðina sumarið 1939, þeg-
ar Hitler hótaði öllu illu. Þó
er sá reginmunur á þessu, að
1939 vildu Bandaríkin leiða
hjá sér deilur Evrópuþjóða.
Þau vildu hvorki fórna lífi né
fjármunum til að jafna mál
og deilur, sem þau töldu sér
óviðkomandi. Nú standa
Bandaríkin eins og veggur
með Vestur-Evrópu og Kenn-
edy segir: Við viljum ekki
þurfa að berjast, en við höf-
um barizt áður," —
Þannig fórust Thor Thors, am-
bassador íslands í Washington, orð
í gær, er ég átti við hann stutt
blaðaviðtal um viðhorf Bandaríkja
manna til alþjóðamála og um önn-
ur alþjóðamál yfirleitt, en Thor
Thors fylgist með þeim manna
bezt, og hefur haft til þess góða
aðstöðu, sem aðalfulltrúi íslands
hjá Sameinuðu þjóðunum um 15
ára skeið.
Thor hélt áfram:
— Ef slík yfirlýsing hefði verið
fyrir hendi af hálfu Bandaríkj-
anna sumarið 1939 og Kennedy
gaf I ræðu sinni, tel ég útilokað,
að Hitler hefði þorað að hefja
árásarstyrjöld. Ef vitfirringin
skyldi samt brjótast út nú, verður
því ekki kennt um, að ekki hafi
verið skýrt talað og varað við.
Misskilningur er því útilokaður að
þessu sinni.
Allir segjast nú vilja Ieysa Ber-
linardeiluna með samningum. Þó
hefur hliðum borgarhlutanna i
Berlín verið lokað. Hættan er
mikil, en öllum er þó ljóst, hversu
hryllileg morðtólin eru í vopna-
búrum stórþjóðanna og óttinn við
gagnkvæmar heimsóknir hindrar
sennilega eyðilegginguna.
Sambúð austurs
oq vesturs
Thor vék því næst að sambúð-
inni milli austurs og vesturs. Hann
sagði:
— Tvö hagkerfi berjast nú um
völdin í neiminum. Frá fyrri tím-
um höfum við sögur af því, hvern-
ig trúarbrögðin börðust um yfir-
ráðin og völdin í löndunum. Það
er enginn vafi á því, að komm-
únisminn hefur breiðzt út og get-
ur breiðzt út enn. Hann getur
hæft sumum þjóðum, en öðrum
ekki. Eg hef ekki talið, að hann
sé við hæfi íslendinga fremur en
hinna Norðurlandaþjóðanna, Breta
og Bandaríkjamanna. Eins og við
höfum mörg trúarbrögð, eins ætt-
um við að geta þolað mismun-
andi hagkerfi og unnt hverri þjóð
að lifa í friði og una sér við þau
kjör og aðstæður, sem henni eru
hagstæðust og hugleiknust.
Indland og Brasilía
Talið barst að þeim löndum,
sem standa utan mestu átakanna,
eins og Brasilíu, en þar er Thor
sendiberra íslands. Thor sagði:
— Það mun ráða miklu um ör-
lög heimsins, hvernig lönd eins
og Indland haga málum sínum í
framtíðinni. Einnig mun Brasilía
hafa djúptæk áhrif á framvinduna
í Suður-Ameríku og Mið-Ameríku.
Mér þótti mjög fróðlegt að eiga
langt viðtal við forseta Brasilíu,
Janios Quadros, er ég fór þangað
í maímánuði. Það var auðheyrt á
Rætt við Thor Thors, ambassador
Islands í Washinttton
ÁGÚSTA og THOR THORS
Myndina tók Ijósmyndari Tímans á herbergi þeirra hjóna
að Hótel Borg í gær.
máli hans, að liann vildi miðla
málum í átökunum á alþjóðavett-
vangi. Glöggt var þó, að honum
var mest hugleikið að leiða þjóð
sína úr fátækt og menntunarskorti
til bjargálna og sæmilegs mann-
lífs. Eg undraðist, að hann vissi
talsvert um ísland og bað hann
mig fyrir kveðjur til íslenzku þjóð-
arinnar.
Það verður og einnig mjög þýð-
ingarmikið, hvernig hið mikla meg
inland Afríku og hinar mörgu
þjóðir þar reynast í alþjóðamálum,
þegar þær nú eru vaknaðar til
sjálfstæðis og búast > til fram-
sóknar. v
Kanadaför forseta íslands
Eg spurði Thor nú frétta af er-
indum hans hingað , Hann sagði:
— Erindi mitt heim var tvíþætt
að þessu sinni. í fyrsta lagi kom
ég til að ræða við forsfta íslands
um væntanlega för hans til Kan-
ada, en þar er ég sendiherra ís-
lands. í öðru lagi kom ég til þess
að ræða við ríkisstjórnina um mál
þau, sem verða til meðferðar á
næsta allsherjarþingi Sameinuðu
þjóðanna, er hefst 19. sept. næstk.
Forseti íslands mun hefja Kan-
adaför sína 11. september og
dvelja þar í landi til 30. sept-
ember. Ferðalag hans verður þó
ekki opinbert, nema fyrstu dagana,
er landstjóri Kanada tekur á
móti honum í Quebec og forsætis-
ráðherra Kanada í Ottawa. Eftir
að hinni opinberu heimsókn lýk-
ur, mun forsetinn ferðast um ís-
lendingabyggðir í Kanada. Eg mun
aðeins verða með honum meðan
hin opínbera heimsókn stendur
yfir og síðan fara með honum til
Winnipeg. Eg mun verða kominn
aftur til Washington 17. sept., en
(Framnaia a 13 siðuj.