Tíminn - 16.08.1961, Side 9
9
^tffllNN, migyikudaginn 16. ágúst 1961.
Eysteinn Jónsson
Hvers vegna gengislækkun?
eyrl, stappaði nærri alls-
herjarverkfalli. Undirbún-
ingur síldarvertíðar stóð
sem hæst og síldarúthaldið
allt í hættu.
Þegar hér var komið mál
um ,náðu Samvinnufélögin
samningum við verkalýðsfé
lögin um lausn kjaradeil-
unnar og var aðalatriði
samkomulagsins, að dag-
vinnukaupgjald hækkaði
um 10% og 1% 'yrð'i lagt
í sjúkrasjóði verkalýðsfé-
laganna. Enn fremur voru
ákvæði um, að samningar
giltu til ársins, nema geng
islækkun yrði eða fram-
færslukostnaður hækkaði
um 5 stig; þá væri hægt
að segja upp með stuttum
fyrirvara.
Þessum samningum var
almennt fagnað með þjóð- x
inni, án tillits til afstöðu
manna í stjórnmálum. Var
það almannaskoðun, að
hér væri fundin hófleg
lausn, og bjargað frá gíf-
urlegu tjóni.
Sérstaka athygli vakti,
að Samvinnufélögin lögðu
sig fram um að reyna að
tryggja vinnufrið, vara'n-
lega, með því að koma því
ákvæði inn í samningana,
að kaupið stæði í gildi ó-
breytt samningstímann (1
ár í senn), nema fram-
færslukostnaður hækkaði
um 5 stig á fyrsta ári og
7 stig á öðru ári samning-
anna.
Það ber að hafa í huga,
að 5 stig í vísitölu nú jafn
gilda 10 stigum í þeirri vísi
tölu, sem var í gildi 1958,
þegar átökin urðu um þessi
mál á vegum vinstri stjórn
arinnar, og hún fór frá
vegna þess, að vísitölu-
skrúfan fékkst alls ekki
tekin úr sambandi, og alls
ekki fékkst frá því fallið,
að hækkun vísitölu væri að
fullu tekin inn í kaupgjald
og verðlag á víxl.
Enginn veit fyrir víst
hvað rlkisstjórnin ætlaðist
fyrir. Hvort hún ætlaðist
til, að yrði margra
mánaða verkfall og síldar-
vertíðinni fórnað, til að
reyna að beygja verkalýðs-
félögin, eða hvort hún ætl
aði að setja bráðabirgðalög
um kaupgjaldið, og þar
með efna til úrslitaorustu
við verkalýðsfélögin á þann
hátt, sem sennilega hefð’i
ekki kostað þióðina minna
en hin aðferðin.
Það vita rpenn á hinn
bóginn, að ríkisstjórnin
gerði ekkert til að leysa
vandann og að hún brást
við ofsareið, þegar Sam-
vinnufélögunum tókst að
semja. Enn fremur að ríkis
Eysteinn Jónsson
stjórnin stóð með atvinnu-
rekendafélaginu í því að
framlengja verkföllin svo
vikum skipti, til að þvæl-
ast fyrir því að 1% af
kaupi færi í sjúkrasjóði
verkalýðsfélaganna.
Þá vita menn og að ríkis
stjórnin tók í bræði sinni
að hóta mönnum mótað-
gerðum, vegna þess að
kjaradeilan hefði verið
leyst öðruvísi en hún vildi
og kauphækkun orðið svo
mikil að kerfið hlyti að
bresta.
í þessari afstöðu ríkis-
stjórnarinnar hefur aldrei
nein heil brú verið eins og
nú skal rætt örfáum orð-
um.
Áður en Samvinnufélög-
in gerðu samning sinn
höfðu sjómenn á bátaflot
anum fengið nýja samn-
inga, sem víða gáfu 15—
20% kjarabætur, eftir því
sem talsmenn þeirra upp-
lýstu.
Verkamenn í Vestmanna
eyjum höfðu samið um
14,7% hækkun. Ekki veitti
af þessu eins og á málum
liafði verið hajldið, enda
hafði engin athugasemd
verið við þessa eða aðra
slíka samninga gerð úr
stj órnarherbúðunum.
Það fær því blátt áfram
ekki staðizt að álasa Sam-
vinnufélögunum og verka-
lýðshreyfingunni fyrir að
semja um 11% kauphækk-
un til verkamanna. þegar
hér var komið málum og
til þess að bjarga frá óbæt
anlegu tjóni af löngu verk
falli. Meðal annars var
með þessu bjargað beztu
síldarvertíð, sem hér hef-
ur komið síðan 1944. —
Enda er hreinlega leitun á
mönnum utan skrifstofa
stjórnarblaðanna, sem
taka undir þessar barna-
legu ásakanir.
Mununnn á þeirri lausn,
sem varð í kjaramálunum
og þeirri kauphækkun
(6%), sem „kerfið" þoldi,
að því er stjórnin lét segja,
er slíkúr, að enginn maður
með fullu viti trúir því, að
hans vegna þurfi að hækka
verð á öllum erlendum
gjaldeyri um 13%. — Næg-
ir í því sambandl að benda
á þá staðreynd enn einu
sinni, að sá munur sam-
svarar 1—2% breytingu á
útflutningsverði afurða frá
meðal frystihúsi.
Lengi vel var leitun á
manni, sem trúði því, að
ríkisstjórnin væri svo ósvif
in að lækka nú gengið í
annað sinn, og öllum var
ljóst, að út af mismunin-
um á kjarasamningnum
var það ekki, ef hið ótrú-
lega kynni að ske.
En nú hefur ríkisstjórn-
in samt sem áður lagt í
þetta og nú er að skýrast
af hverju.
Hér ber fyrst til, að við-
reisnin var strönduð. Sést
það m.a. á því, ofan á allt
annað, að nú með sjálfri
gengislækkuninni er inn-
leitt nýtt uppbótarkerfi,
þar sem gert er ráð fyrir
greiðslu trygingariðgj alda
og uppbóta vegna togara-
flotans, ásamt fleíru, enda
mun ekki af slíku veita, þar
sem ætlunin mun að halda
okurvöxtum og öðrum bú-
sifjum viðreisnarinnar. —
Hljóta það að vera þung
spor þeim, sem mest hafa
fordæmt allar uppbætur,
að innleiða nú þessar upp-
bætur til viðbótar gengis-
lækkun í annað sinn.
Þá á að nota gengislækk
unina sem hefndarráðstöf-
un til að bæla niður al-'
mannasamtökin og samtök
bændanna, því að hér fara
saman mál þessara stétta
beggja, svo sem kunnugt
er.
En illa þekkja þessir
menn vlnnandi fólk á ís-
'ÍVambaJd é 13
þaö? Ójú — t.d. heitir Sig-
urður „grikkur“ Eyfirðing-
ur einn 1 Guðmundar sögu
dýra. „Grikkur” er þar sama
sem „Grikki“, eftir nútíma
beygingu orðsins, þ.e.: Sig-
urður sá kom úr grísku mála
liði frá Miklagarði um 1190,
og því er viðurnefnið Grikki.
Sigurður „grikkur“ hafði
heim úr Miklagarði sverðið
Brynjubít; það sverð hafði
Sveinn sveitarbót í Víðines-
bardaga „og hjó með stórt“,
segir Sturlunga. Hann hjó
fyrir málstað Guðmundar
góða. Þennan kjörgrip
sverða átti Gizur jarl. Þegar
brennumenn þustu að bæn-
um á Flugumýri í haust-
næturmyrkrinu, segir að
Gizur komst í brynju yfir
línklæðin ein. „Gróa tók
sverðið Brynjubít og spretti
friðböndum og fékk Gizuri.“
Glímubragðið „grikkur“ er
einfaldlega sama sem
„gríska bragðið“. En hvers
vegna það? — því að mörg
grísk brögð voru fyrir æva-
löngu orðin íslenzk. Þetta
bragð hefur orðið eftirlegu-
kind; það hefur komið með
nokkrum hætti seinna og
eitt í för til íslands, með
málaliðsmönnum frá Grikk-
landi, Væringjum, ef til vili
beint framhjá öðrum Norður
löndum. Bragðið hefur alla
tíð þótt fruntalegt, þótt
hrekkjabragð; þess vegna
verður það að orðtaki: að
gera einhverjum grikk. —
Jakob Benediktsson segir
mér að Jón Grunnvíkingur
(1706—1779) hafi fyrstur
fest orðtakið á blað, en ekki
mun það þá hafa verið ný-
tilkomið. Varla þarf að efa,
að glímubragðið gerði orð-
tækið, einmitt af því að það
er áflogabragð og hrekkur.
Annað orðtæki, náskylt,
gæti verið úr glímumáli: að
gera einhverjum glennu;
það gæti átt við innanfótar-
leggjarbragð, sem er og
einkum var algengt blekki-
bragð, en sumir kunnu að
beita því sem ljótu byltu-
bragði. Það væri þó að ger-
ast um of lærdómsgjarn, ef
svo einfalda líkingu hefði
þurft að sækja í glímumál-
ið.
En kjaxni þessa máls eru
Borgfirðingarnir tveir, Sig-
urður dýraskytta úr Hvítár-
síðu og Þorsteinn bóndi á
Miðfossum. Þeir glímdu í
þjóðhátíðarglimu á Hvítár-
bökkum 7. ágúst 1898. Báðir
voru vaskir menn og varð
glíman harðsótt. Sigurður
sleppti tökum, laut snögg-
lega niður, eins og Hvítur
hér á myndinni, og þó
lengra; hann þreif báðum
höndum aftur fyrir kálfa
eð'a hæla Þorsteini og hljóp
á hann fyrir neðan miðju.
Þetta var sá rétti „grikkur“
íslendinga; þeir höfðu ekk-
ert hálfverk á, — þó að
„grikkur“ sé það kallaður
í glímuskrifum að grípa
„báðum höndum í hnésbót
hins“.
En nú kemur til kasta Þor
steins á Miðfossum; fráleitt
hefur hann verið mjög laus
á fótum né fisléttur fyrir
slíku tilræði. Hann lét ekki
„gera sér grikk". Það kom
ekkert fát á bóndann; því
að hann kunni mætavel
þessa 4000 ára gömlu vörn
svarta Súdanmannsins. —
Hann laut áfram. yfir keppi
naut sinn hálfboginn og
sagði með hægð: Ónei! Þér
heppnast nú ekkl þetta,
lagsi! Og Þorsteinn læsti
báðum handleggjum undir
kvið hinum. Hann náði enn
betra taki en Svartur úr
Súdan, af því að Sigurður
skytta varði sér meir til
bragðsins en Hvítur í
Egiptó.
Það er undursamlegt hvað
handtökin lifa lengi með
þjóðunum, sínu eigin lífi.
Þau lifa áfram, þó að þjóð-
irnar deyi frá þeim.
Hvaðan hef ég þetta um
„grikkinn" á Hvitárbökk-
um? Guðmundur Þorbjarn-
arson, sauðamaður Þorbjarn
ar í Steinum, var í glím-
unni, vart tvítugur ungling-
ur. Hann horfði á og hiýddi
til. En hann sagði mér 10.
júlí 1953. G.Þ, var einn gagn
vitrasti maður sem mér hef
ur auðnazt að fræðast af um
glímur. Hann var einn vask
asti maður í Ármanni upp
úr aldamótum, síðar múrari
á Seyðisfirði.
G. Þ. kunni ekkert nafn á
þessu ferlega bragði; þó
hafði hann í æsku séð Norð
lendinga beita því á Akra-
nesi. Það þóttist G. Þ. viss
um, að Þorsteinn á Miðfoss-
um hefði verið tallnn rétti-
lega fallinn fyrir „grikkn-
um“, ef svo hefð'i tekizt til.
Og þó var dómnefnd við
glímuna. En með áhorfend-
um varð kurr og þetta kall
að fantabragð. Það hafði
hann líka heyrt á Akranesí
gegn þessu bragði og svo
skessubragði. En hitt þekkt
ist ekki, að fallinn maðúr
væri ekki fallinn, að byltan
sjálf gæti verið marklaus;
hún varð ekki aftur tekin.