Tíminn - 16.08.1961, Side 16

Tíminn - 16.08.1961, Side 16
 Vélar í staðinn fyrir kennara Vélkennsla! — Finnst þér það vera hrollvekjanöi framtíðarspá? En vélkennsla er orðin stað- reynd á nokkrum stöðum í Banda ríkjunum og Englandi, og er alls ekki eins hrollvekjandi, þegar maður hefur kynnt sér alla mála- vexti, Áreiðanlega verður mikil and- spyrna gegn kennsluvélunum með- al kennara og foreldra. En vél- arnar eiga einmitt að létta af kenn ar'anum, sem losnar við staglið og getur þess vegna snúið sér að hinu raunveirulega uppeldi. Og foreldrarnir ættu líka að fá tæki- færi til að setjast fyrir framan vélina til að sjá, hvernig hún vinnur. Lærða véiin Fyrsfa kennsluvélin var fundin upp 1926 af Bandaríkjamanninum S. L. Pr'essey, en vakti þá ekki sérstaka athygli. Síðan var hún endurbætt og 1954 kom Harvard- prófessorinn B. F. Skinner henni í nútímahorf. Kennsluvél hans er svo fullkom- in, að hún sér um, að ekki séu göt í þekkingu nemendanna. Um leið gefur hún hinum duglegu og gáfuðu nemendum tækifæri til þess að læra hraðar en hinir, svo að þeim leiðist ekki, meðan hinir tregari eru teymdir með. Vélin lítur eftir | Vélin er þannig gerð, að hún gefur bæði upplýsingar og spyr til að sjá, hvort nemendurnir hafa skilið það, sem hún segir þeim. Hver nemandi hefur sína eigin vél, sem kennarinn hefur matað með vissam þekkingarforða. Þeg ar vélin spyr, fær nemandinn fjóra eða fimm möguleika gefna á réttu svari. Ef hann velur rétt svar, held ur vélin áfram, en velji hann j rangt svar, fer vélin til baka að I þessu þekkingargati nemandans, en hægt er að finna það alveg, því vélin greinir á milli ýmissa rangra svara. Ekkert stagl Bekkurinn losnar á þennan hátt við stglið. Og komið hefur í Ijós,1 að börnin þreytast alls ekki á vél-! unum, heldur finnst þeim spenn- andi að eiga við viðfangsefnin. Þau eru leiðrétt jafnharðan, svo að kennslan er lík einkatímum. Með vélunum geta skólabörn um allan heim haft gagn af be?tu kennurum, sem tií eru í hverri grein, því á hverju sviði er hægt1 að láta sérfræð'inga vinna saman efnið, sem á að mata vélina með. En vélin kemur ekki í staðinn fyr ir lifandi kennara. Hann verður alltaf- nauðsynlegur í kennslustof unni — þar sem hægt er að ná til lians. En það er víða í heiminum ekki mögulegt, til dæmis í vanþróuðú rrdmnajo a 10 nðu. Kvikmyndir þessar voru sýndar í Reykjavík fyrir nokkrum áram eins og mörgum er minnis- stætt. Kvikmyndin Gilitrutt er gerð eftir sam- nefndri þjóðsögu um lötu húsfreyjuna. Ágústa Guðmundsdóttir, sem varð fegurðardrottning ís- Iands fyrir nokkrum árum, leikur húsfreyjuna. Tunglið, tunglið taktu mig segir frá ferð lítils drengs með eldflaug til tunglsins og ævintýrum hans þar. Leikur Jón Guðjónsson drenginn. Kvik- myndin er að mestu tekin við Víti við Kleifar- vatn, en þar er ákaflega tunglslegt landslag. — Leikstjórinn að báðum þessum kvikmyndum var Jónas Jónasson útvarpsþulur. Samanlagt eru þess ar tvær kvikmyndir full sýningar- lengd. Valgarð heldur fyrstu sýming- una á Akranesi í kvöld, en fer síðan á Snæfellsnes og þaðan síð- an norður og ef til vill austur á land. Á efri myndinni er Ágústa í hlut verki húsfreyjunnar í kvikmynd- inni Gilitrutt. Hin myndin er úr sömu kvikmynd. Valgarð Runólfs- son, Ágústa Guðlaugsdóttir og við hásætið situr ein hirðmeyjanna og er það Guðlaug Guðmundsdóttir. Rússneskt tankskip Siglufirði, 14. ágúst. — Tvívegis hefur rússneskt tankskip, Groz- neft, komið hingað til að taka vatn, og tók í bæði skiptin um 1000 tonn. Vatnið fer það með til rússneskra síldveiðiskipa, sem eru út af Kolbeinsey. Þar eru nokkuð mörg rússnesk skip á reknetum, en aflinn er rýr. Gilitrutt í hringferð Valgarð Runólfsson hefur í dag ferð um landið með tvær ævintýrakvikmyndir íslenzkar, sem hann og Ásgeir Long framleiddu fyrir nokkrum árum, Gilitrutt og Tunglið, tunglið taktu mig. Veldur Efnahagsbandalagið afnámi fiskveiðilögsagna? l Dauðasiys í KaupmannahöfEi Eins og lesendum Tímans er kunnugt af fréttum í gær, vildi sá sorglegi atburður til í Kaupmannahöfn á sunnudaginn, að frú Steinunn Sigurðardóttir, ekkja Svcins Sigurðssonar bakara, til heimilis að Bræðraborgarstíg 2 í Reykjavík, lenti í bílslysi og beið bana, 74 ára að aldri. Steinunn var í bíl Knúts Björns- sonar læknis í Svíþjóð. Við áreksturinn valt bíll Knúts og rann á þakinu langan veg. Var myndin liér að neðan tekin skömmu eftir slysið. Bíllinn liggur á þakinu illa skemmdur. Þátttaka Danmerkur í efna-| hagsbandalagi Evrópu geturi haft þær afleiðingar, að Dan- mörk verði að opna landhelgi sína alveg fiskiskipum hinna meðlimaríkjanna, segir danska blaðið Dagens Nyhed- er. Vandamálin um fiskveiði- lögsöguna verði þar með að líta á í allt öðru Ijósi, segir blaðið. Greinar 52 til 58 í Rómarsamn- ingnum, þar sem skráð eru grund vallaratriði stofnunar þessa efna- hagsbandalags, fjalla um „réttinn til frjálsrar atvinnustundunar", og ákveðið er að leggja niður „þær hindranir, sem koma í veg fyrir, að borgari í einu meðlimaríkinu geti stundað atvinnu innan um- ráðasvæðis annars ríkis“, og lögð er áherzla á, að meðlimaríkin megi ekki koma á fót nýjum tak- mörkunum á þessu sviði. Ekki er minnzt sérstaklega á fiskveiðar í þessum greinum samningsins. Hingað til hefur ekkert komið fram um, að þátttökuríkin ætli al- mennt að leggja niður fiskveiði- lögsögu. En efnahagsbandalagið er lika enn á byrjunarstigi. Holland og Belgía hafa þegar haldið fundi um gagnkvæmt fiskveiðifrelsi. Dagens Nyheder segir, að afnám dönsku fiskveiðilandhelginnar muni sæta mikilli andspymu Dana. Ekki sízt verði menn að tryggja að Færeyjar og Grænland verði ekki illa úti í samningunum, þar sem íbúarnir þar byggi afkomu sína svo mikið á fiskveiðum, segir \Dagens Nyheder að lokum. Kaldi en Veðurstofan lofar úr- komu litlum degi í dag. Óörugg vindátt.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.