Tíminn - 18.08.1961, Qupperneq 4

Tíminn - 18.08.1961, Qupperneq 4
4 TÍMINN, föstudaginn 18, ágúst 1961. Sfripulagið (Framh. aí 16. síðu) leikfimisal Melaskólans, en þang að boðaði dómnefndin frétta- menn blaða og útvarps á sinn íund. Lýsti nefndin yfir ánægju sinni með það, hversu þátttakan í sam keppninni hefði orðið mikil og hve mikinn áhuga hún hefði vak ið meðal arkitekta bæði utan lands og innan, og hefði allur þorri þátttakenda sýnt glöggan skilning á verkefninu. Hefðu flestir þátttakenda tekið fullt tillit til bæjareinkenna Reykja- víkur og landslagsins, eins og það er nú á samkeppnissvæðinu, að því er snertir meginskipulag [ úrlausnunum er tekið fullt til- byggðarinnar. lit til skjóls, sólarljóss og út- Allflestir þátttakenda ætluðu: sýnis, og í flestum tillögunum miklum hluta byggðarinnar stað j hefur verið fallizt á, að Kringlu í norðurhlíð dalsins, sem hallar mýrarbraut verði aðaltengiliður jafnt mót suðri. Geri þeir ráð, við athafnasvæði og vinnustaði fyrir aðkomu frá Bústaðavegi norðan megin á nesinu, og Mikla eða vegi samhliða honum. Gert braut verði aðaltengiliðurinn við er ráð fyrir, að dalbotninn sé' riúverandi miðbæ. Margir þátt- óbyggður og eru orsakir til þess j takenda hafa ekki tekið nægi- tvær, bæði það, að hann er síður, lega tillit til hins sérstæða lands hæfur til bygginga, hvað snert-1 lags, sem um er að ræða, og eru ir jarðveg og sólarljós og svo íbúðagötur víða og jafnvel dreifi hitt, að með því er lögð áherzla götur óþægilega brattar. á Seltjarnarnesið í heild, því að Ekki kemur til greina, að nota þá verður opið svæði alla leiðina einhverja úrlausnina sem skipu milli Fossvogs og Elliðaárvogs. lagsgrundvöll óbreytta, því að Hefur dómnefndin fallizt á þessi þrátt fyrir að sumar úrlausnirn- megin sjónarmið. í langflestum ar séu mjög góðar að mörgu leyti, er enginn þeirra án galla. En úrlausnirnar sem heild gefa athyglisvert og alhliða yfirlit um flest þau atriði, sem skipta meginmáli. Telur dómnefndin þó, aö tillaga nr. 63445 beri af öðrum, bæði að því er snertir meginkröfur, sem gerðar eru, og jafnframt sé hún byggð upp með listrænum og hagkvæmum hætti. Verða henni því veitt fyrstu verðlaun, krónur 175.000 íslenzkar. Önnur verðlaun, kr. 65.000 hlaut tillaga nr. 72353, en að henni standa árkitektarnir Ib Andersen og Elith Juul Möll- er frá Danmörku. Önnur verð- laun hlaut einnig tillaga nr. 23584 og gerðu hana þeir Schern • f • 1 ■ ' '3\ SBtal bmtsbh fSVIkMKTXKB tifUHD M KM11 0« MflWWn lt R01 M CWfOTKITT imlK TMl ' ittlllUHT SIWIMSM CLOZONE er grófkornað þvottaefni sem náð hefur miklum vinsældum hér sem erlendis. CLOZONE hefur hlotið viðurkenningu sem úrvals framleiðsla. CLOZONE er drjúgt og kraftmikið — sléttfull matskeið nægir í 4,5 lí^ra vatns. CLOZONE er þvottaefnið sem leysir vandann með ullarföt og viðkvæm efni. CLOZONE fer vel með hendur yðar. CLOZONE gerir þvott yðar hvítan sem mjöll. CLOZONE ER HVÍTAST Heiidsöiubírgðir: Eggert Kristjánsson og Co. H.F. Sími 11400 ing Dubbro og Knud Hasrup, einnig danskir arkitektar. Þriðju verðlaun hlaut tillaga nr. 43685, og stóðu að henni þrír sænskir arkitektar: Lars Bryde, Arne Christiansen og Axel Schov. — Auk þess hafði dómnefndin til umráða kr. 50.000, sem hún not aði til þess að kaupa þrjár til- lögur. Voru tvær þeirra eftir danska arkitekta, en ein eftir íslenzka, þá Gunnlaug Halldórs- son og Manfreð Vilhjálmsson. Allar tillögurnar munu verða til sýnis á Reykjavíkursýningunni. Reykjavíkurhöfn (Framhald af 1. síðu.) Axel Oddsson og Karl Guðmunds- son. Skýrslan afhjúpar gersamlega kosningabrellu íhaldsins og gerir bæjarstjórnarmeirihlutann bein- línis hlægilegan. — Það var 5. des. 1957, nokkrum vikum fyrir bæjar- stjórnarkosningar, að fram kemur hjá bæjarstjórnaríhaldinu svoköll- uð tillaga um hafnarmál. í tillögu þessari var kveðið svo á, að bæjar- stjórn samþykkti, að láta gera nýja höfn og aðalmannvirkið í sam bandi við höfnina var bygging hafnargarðs út í Engey. Þessi til- laga var keyrð í gegn í mesta hasti umræðulítið. Síðan var reglu- strikunni stungið niður og teikn- aður garður út í Engey af hinu •mesta handahófi og án þess nokk- ur rannsókn hefði farið fra'm og prentun bláu bókarinnar gat haf- izt. — í skýrslu Almenna bygginga félagsins kemur fram, að hafnar- gerð er ódýrari og haganlegri á annan hátt en bæjarstjórn sam- þykkti og gerðar ákveðnar tillög- ur, sem mjög álitlegar munu vera. f skýrslunni eru margir uppdrætt- ir af einstökum stöðum og að sjálfsögðu einnig af höfninni í heild og er þetta verk mjög vel og vandvirknislega unnið. — Sam- kvæmt uppdráttum munu helztu hafnarmannvirkin verða á svæðinu frá Olíustöð B.P. í Laugarnesi, í Vatnagörðum og inn að Klepi. f Gr'afarvogi verður byggð bátahöfn, en uppgröftur á vognum mun auð- unninn. í Elliðaárvognum munu einnig verða hafnarmannvirki og vogurinn fylltur upp að einhverju leyti, en þó ekki svo, að heft gæti laxagöngur. íhaldið liggur á skýrslunni eins og hæna á eggjum og um málið hefur ekkert heyrzt, þótt rannsókn sé löngu lokið og tillögurnar liggi fyrir hjá hafnarstjóra. Tillögurnar stangast reyndar alveg á við kosn- ingabrelluna, samþykktina um Engeyjarhöfnina, sem keyrð var í gegn til að skreyta bláu bókina. Ný og stærri höfn í Reykjavík er brýnt hagsmunamál, sem ekki má dragast lengur úr hömlu. Þar sem loks hefur fengizt eitthvert vit í þetta mál, verður að krefjast þess, að þessi skýrsla verði gerð opinber og tekin til umræðu fyrir onpum tjöldum, bæjarstjórn endurskoði afstöðu sína og Engeyjarævintýr- inu í bláu bókinni verði kastað fyr ir róða. Þessi mál verður að taka föstum tökum og vonandi verða hinar nýju tillögur annað og meira en ný mynd í bláu bókina næstu. Fómariambið svipti sig lífi Tokio, 12. ágúst. — Japani, sem varð fyrir geislun fyrir 16 árum, þegar kjarnorkusprengjunni var varpað á Hiroshima, hefur hengt sig og arfleitt vísindamennina að geislavirku líki sínu til frekari rannsókna. AugJýsið í Tímanura

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.