Tíminn - 18.08.1961, Blaðsíða 7
TÍMINN, föstndaginn 18. ágúst 1961.
7
Sænskur íslandsvinur fimmtugur í dag
EINAR JOHANSON,
forstjóri^ Djupvik
Talið er, að hinar fornnorrænu
víkingaferðir hafi hafizt frá stað,
sem heitir Viken í Bohusléni í
Suðvestur-Svíþjóð og að nafnið
víkingur sé dregið af staðarnafn-
inu.
Svíar og aðrar norrænar þjóðir'
hafa fyrir löngu lagt niður víkinga-
ferðir í hinum forna stíl, en í þess
stað sækja þeir fram að friðsælum
leiðum og láta öðrum þjóðum fal-
an varning sinn og þekkingu og
afla eftir þeim leiðum gjaldeyris-
tekna og annarra fjarl-ægra fanga
með sívaxandi árangri eigi síður
en þeir gerðu til foma með hinum
vel búnu langskipum sínum. Lít-
illi þjóð á útskaga veraldar með
takmörkuð fjárráð og tiltölulega
fáa útsenda ræðismenn og stjórn-
arerindreka á erlendri grund, er
það mikil gæfa að eignast óeigin-
gjarna góðvini meðal erlendra
þjóða, sem eru boðnir og búnir til
þess að greiða götu íslendinga er-
lendis. íslenzka þjóðin er gæfu-
söm í þessum efnum, eins og svo
mörgum fleiri, og er það alveg sér-
stakt, hve íslendingar,.sem erlend-
is ferðast, eiga mikilli og góðri
fyrirgreiðslu að mæta í framandi
löndum, og er þessari þjónustu
minna á lofti haldið heldur en
verðugt er.
Meðal beztu manna í hópi er-
lendra íslandsvina má hiklaust
telja forstjórá Einar Johanson,
skipasmíðameistara í Djupvik í
Bohusléni í Svíþjóð. Einar Johan-
son er fæddur á slóðum hinna
fornu víkinga 18. ágúst 1911 og
hóf að loknu námi störf við skipa-
smíðastöð föður síns, en ættmenn
Einars hafa um langan aldur rekið
skipaviðgerðir og skipabyggingar í
Djupvik, en að föður sínum látn-
um tók Einar við stjórn skipa-
smíðastöðvarinnar og hefur stýrt
fyrirtækinu síðan með vaxandi
gengi og sífelldum endurbótum í
sami’æmi við kröfur tímans og vax
andi tækni. Einar Johanson er
föngulegur maður að vallarsýn,1
stór og vel vaxinn og svarar sér
vel, bjartleitur með glaðlegu yfir-
bragði, háttprúða og drengilega
framgöngu, skarpa athygli og hlýtt
og glaðvært viðmót.
Faðir Einars Johanson átti
mikil og góð viðskipti við íslend-
inga, byggði fyrir þá fiskibáta og
veitti þeim margháttaða fyrir-
greiðslu í þeim efnum. Kynni Ein-
ars af íslendingum hófust þannig
strax í bernsku og hafa haldizt
óslitið síðan og aukizt og vaxið
frá ári til árs. Hefur þetta orðið
til þess, að Einar Johanson og fjöl-
skylda hans hafa bundizt traustum
vináttuböndum við fjölda íslend-
inga og orðið nokkurs konar sjálf-
kjörinn erindreki fjölda íslend-
inga í Svíþjóð. Þeir eru ekkd fáir
íslendingarnir, sem heimsótt hafa
Einar Johanson í Djupvik og notið
gestrisni á heimili hans og átt þar
ógleymanlegar ánægjustundir.
Hjálmar Bárðarson, skipaskoðun
arstjóii ríkisins, spurði eitt sinn
Einar Johanson, en Hjálmar og
Einar eru vinir góðir, að því, hvar
Einar hafi lært skipabyggingar.
Það stóð ekki á svarinu hjá Einari:
„Hjá Bárði Tómassyni, skipasmíða
meistara". (Bárður Tómasson, fað-
ir Hjálmars, starfaði á sínum tíma
á skipasmíðastöðinni í Djupvik hjá
föður Einars).
Einar Johanson er að verðleik-
um mikilsvirtur í heimabyggð
sinni og gegnir þar margháttuðum
trúnaðarstörfum. Á Einar sæti í
sveitarstjórn heimabyggðar sinnar,
er formaður sambands smærri
skipasmíðastöðva í Svíþjóð, sem
aðallega byggja fiskiskip af öllum
stærðum og gerðum. Var Einar á
vegum þess félagsskapar að síðari
heimsstyrjöldinni lokinni sendur
til Bandaríkjanna í erindum fé-
lagsins, þá rúmlega þiítugur, og
síðar til íslands í erindum sama|
félagsskapar, auk annarra staða
og landa. Þá á Einar Johanson sæti
í bankaráði Gautaborgarbanka í
Bohusléni, auk þess sem hann á
sæti í stjórnum margra annarra
félaga og fyrirtækja.
Einar Johanson er vii’kur þátt-
takandi í íslendingafélaginu í
Gautaborg og alls staðar boðinn
og búinn til þess að greiða fyrir
íslendingum og viðskiptum þeirra
í Svíþjóð og sívakandi talsmaður
fyrir vaxandi viðskiptum fslend-
inga og Svía.
Til marks um hinn almenna
áhuga Einars Johanson á hags-'
munamálum íslands og íslendinga
má geta þess, að þegar til átaka
kom í sambandi við flugvélalend-
ingaleyfi Loftleiða í Gautaborg og
skandinavíska flugfélagasamsteyp-
an S.A.S. hugðist torvelda lending-
arheimildir íslenzku flugvélanna í
Svíþjóð, þá vakti Einar Johanson
athygli á því, að Torslandaflugvöll
urinn við Gautaborg er eign Gauta
borgar og að það samræmdist ekiki
norrænni samvinnu og almennum
viðskiptalegum hagsmunum, að
torvelda starfsemi Loftleiða og
varð Einar Johanson þannig einn
meðal þeirra velviljuðu manna,
sem lögðu lóð sitt á vogarskál til
jákvæðrar lausnar þessara mála.
Engin erlend skipasmíðastöð mun
hafa þyggt jafn mörg fiskiskip
fyrir íslendinga eins og skipasmíða
stöðin i Djupvik. Öll hafa þau
fiskiskip, sem í Djupvik hafa ver-
ið byggð, reynzt traust og vönduð
og fært íslendingum mikla björg
í bú.
Við hliðina á byggingu fiski-
skipa byggir skipasmíðastöð Einars
Johansonar í Djupvik í vaxandi
mæli smærri skip fyrir sænska
flotann, skip fyrir tollgæzluna
sænsku,' hafnsögubáta og hraðbáta,
auk smærri flutningaskipa, og er
þetta órækt dæmi þess, hvílíks
álits og trausts skipasmíðastöðin
1 Djupvik nýtur.
Einar Johanson er kvæntur
sænskri konu, sem heitir Ella,
hinni ágætustu konu, sem hefur
búið manni sínum gott og glæsi-
legt heimili, þar sem glaðlynd
bjartsýni ræður ríkjum og gest-
risni er mikil, og eru fslendingar
þar meðal tíðra gesta. Eiga þau
hjón eina dóttur barna, hina mann
vænlegustu, sem nú stundar há-
skólanám.
Meðal þeirrar virðingar, sem
Einari Johanson hefur verið sýnd,
þá hefur hann af íslands hálfu ver-
ið sæmdur heiðursmerki Fálkaorð-
(Framhald á 12. síðu). I
EITTHVAÐ FYRIR ALLA
alco
☆
PILSNER
MALTÖL
HVÍTÖL
SPUR COLA
GINGER ALE
HI-SPOT
LÍMONAÐI
QUININE WATER
ANANAS
SINALCO
SÓDAVATN
APPELSÍN
GRAPE FRUIT
KJ ARNADRYKKIR
☆
H.F. Ö LGERÐ I N
EGILL SKALLAGRÍMSSON
Á víðavangi
BerlínarmálitS
Lokun borgarhliðanna í Berlín
er óafsakanleg kúgunarráðstöf-
un. Það er eindregin krafa frjáls
huga manna, að hliðin í Berlín
verði sem fyrst opnuð til frjálsr-
ar umferðar á ný.
Það er jafnframt von manna,
að stórveldin setjist að samninga
borðinu um Berlínarmálið og
jafni ágreininginn friðsamlega,
en láti ekki koma til eyðilegging
ar, sem yrðl langtum verri öllu
því, sem er áður þekkt.
Af hálfu vestrænna stjórnmála
manna hefur verið lögð áherzla
á, að þessum þvingunarráðstöfun
um kommúnista verði mætt með
festu og stillingu. Þannig verði
farsæl lausn bezt tryggð.
Mbl. og ofbelditS
Hin ákveðnu og yfirveguðu um
mæli Adenauers og annarra vest
rænna stjórnmálaleiðtoga, sem
er vitnað til hér á undan,
stinga býsna mikið í stúf við þau
æsiskrif, sem Mbl. hefur haldið
uppi um þessi mál seinustu dag-
ana og þau hrópyrði þess, að
önnur blöð taki ekki nógu vel
undir með þeim.
Þessi æsiskrif Mbl. væru þó
vel afsakanleg, ef þau væru skrif
uð af einlægni. Öll fortíð Mbl.
sýnir hins vegar og sannar, að
hér eru um hreinustu yfirboðs-
mennsku og hræsni að ræða.
Mbl. kippti sér ekki upp við
það á árunum, þegar nazistar í
Þýzkalandi beittu margfallt meiri
kúgunaraðgerðum en nú hafa þó
átt sér stað 1 Berlín. Þvert á
móti hyllti blaðið hið brúna of-
beldi.
Mbl. hryllti ekki heldur við
ofbeldinu, þegar Stalin var að
fangelsa Austur-EvrópuþjóWirn-
ar eftir styrjöldina. Þá sat Brynj
ólfur Bjarnason í ríkisstjórn Ól-
afs Thors.
MbL er ekki heldur neitt
hneykslað yfir því, að Afríku-
nýlcndur Portúgala eru nú ekk-
ert nema stórar fangabúðir, þar
sein unnin eru daglega hin sví-
virðilegustu glæpaverk á íbúun-
um.
Þannig mætti halda áfram að
nefna dæmin endalaust, sem sýna
og sanna, að æsiskrif Mbl. eru
sprottin af annarri ástæðu en
andúð á ofbeldinu.
Hver er ástæían?
Hvað er það annars, sem veld-
ur þessum æsiskrifum Mbl?
Svarið er einfalit. Mbl. getur
ekki varið gengisfallið og vald-
níðsluna, sem beitt var við fram-
kvæmd þess. Það getur ekki var-
ið það ofbeldisverk, að mikil-
vægt vald sé tekið af Alþingi
með bráðabirgðalögunum. Það
getur ekki fært rök að þvi, að
þörf hafi verið 13% gengislækk-
unar .Það hefur lent í hreinustu
ógöngum með útreikninga sína
í sambandi við frystihúsadæmið.
Það vill fyrir alla muni losna
við umræður um þessi mál oc
beina athygli að allt öðru. Þetta
er skýringin á því, 9ð Mbl., sem
blaða mest iofsöng Hitler. er nú
allt i einu farið að skrifa á móti
ofbeldi!
En væri Mbl. einlægt gegn of-
beldi, væri það nú fyrsta verk
þess að fordæma ofbeldið, sem
þess eigin þjóð og þing var beitt
mcð setiíingu gengislækkunar-
laganna á dögunum.